Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Flugleiðir vilja fjölga innritunarborðum Beiðnin skoðuð í ráðu- neytinu BEIÐNI Flugleiða um fjölgun inn- ritunarborða í Leifsstöð úr 14 í 24 er til skoðunar í utanríkisráðuneyt- inu án þess að hún hafi hlotið af- greiðslu. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í ráðuneyt- inu, er talið líklegt að beiðni Flug- leiða verði afgreidd í tengslum við þær framkvæmdir, sem óhjá- kvæmilegt er að ráðast í á flug- stöðinni vegna skuldbindingar Is- lands með Schengen-samkomulag- inu, sem á að taka gildi árið 1998. Ljóst væri að fjölgun innritunar- borða um tíu hefði mikla röskun í för með sér í innritunarsal flug- stöðvarinnar og því væri vilji til að skoða málið heildstætt þar sem ráðast þyrfti í breytingar hvort sem er. Fjölgun innritunarborða kallaði til dæmis á fleiri færibönd þar sem eitt myndi ekki anna öllu því sem kæmi inn. Einhvers staðar þyrfti því að finna meira pláss. Morgunblaðið/Ásdís HALDIN var hátíðarmessa til heiðurs St. Jósepssystrum í kapellunni í systraheimilinu i Garðabæ. Hér má sjá dr. Plock frá Þýskalandi, séra Jóhannes Gijsen, biskup kaþólska safnaðarins á ís- landi, Bernardin Gantin kardínála og séra Lambert, prest St. Jósepssystra í Garðabæ. Hátíðarmessa til heiðurs St. Jósepssystrum ÖLD er liðin frá því að St. Jóseps- systur komu hingað til lands og af því tilefni var haldin sérstök afmælismessa í kapellu systranna í systraheimilinu í Garðabæ i gær- morgun. Bernardin Gantin kardináli las messu og séra Jóhannes Gijsen, biskup kaþólska söfnuðarins á Is- landi, prédikaði. Dr. Plock frá Þýskalandi og séra Lambert Ti- erstroet, prestur St. Jósepssystra á hvildarheimilinu í Garðabæ, voru aðstoðarprestar. Ulrik Olafs- son lék á orgel og systir Marianna á fiðlu. Ellefu St. Jósepssystur búa nú hér á landi. Hingað eru komnar í heimsókn tuttugu og þijár systur frá Þýskalandi, Danmörku, Sví- þjóð og Bandaríkunum í tilefni afmælisins. A laugardaginn verður hátíðar- messa í Landakotskirkju til heið- urs systrunum og mun Bernardin Gantin kardináli prédika. Á eftir verður móttaka fyrir gesti á Hótel Sögu. Á sunnudag verður hátíðar- messa í St. Jósepskirkju í Hafnar- firði. Vinnustofa Braga Frummynd brons- afsteypu stolið EITT af verkum Braga Ás- geirssonar, sem hvarf af vinnustofu hans á dögunum var frummynd þessarar bronsafsteypu, sem enn vant- ar patínuna á. Frummyndin er frá 1949 og var unnin í leir, sem síðan var brenndur, og er mött rauðbrún á litinn. Missirinn er tilfinnanlegur eins og gefur að skilja, enda ein af þeim myndum er lista- menn láta ógjarnan frá sér fara. Komið er nú í ljós að þjóf- arnir brutu upp lás í anddyri hússins, sem ekki uppgötvað- ist strax, og af öllum verks- ummerkjum má ráða að tak- markið var að leita fanga á vinnustofu listamannsins. Þá var tæmd skúffa með teikn- ingum og vatnslitamyndum. Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem kynnu að verða varir við óeðlilegt framboð af myndum Braga, að láta rann- sóknarlögregluna vita. Sparnaðartillögur Sjúkrahúss Reykjavíkur fela í sér uppsagnir og fækkun sjúkrarúma s TJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur sam- þykkti á fundi í gærmorgun spamað- artillögur þær er framkvæmdastjórn sjúkrahússins lagði fram fyrr í vik- unni og miðar að því að ná rekstrarkostnaði sjúkrahússins umtalsvert niður, en sjúkrahúsið vantar um það bii 250 milljónir króna í rekst- ur þessa árs til_ að endar nái saman. Að sögn Kristínar Á. Ólafsdóttur, stjórnarformanns, mun niðurskurðurinn bitna harðast á öldruð- um, geðsjúkum og þeim, sem þurfa á endur- hæfingu að halda. Hún sagði að þar sem Sjúkrahús Reykjavíkur væri helsta slysa- og bráðasjúkrahús landsins væri ekki þorandi að höggva skörð í þá þjónustu frekar en orðið væri. Ekki væri hægt að loka dyrum á þá, sem kæmu slasaðir eða bráðveikir og þyrftu á umsvifalausri heilbrigðisþjónustu að halda. Samkvæmt tillögunum verða samtals 83 rúm lögð af og 104 stöðugildi verða lögð niður samfara samdrætti í þjónustu sjúkrahússins. Tillögurnar fela jafnframt í sér að starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur verði framvegis á þremur stöðum í stað sex nú. Þar með munu Hvítabandið, Heilsuverndarstöðin og Hafnar- búðir hætta að hýsa starfsemi sjúkrahússins. Á Hvítabandinu er nú ellideild oggöngudeildar- þjónusta fyrir geðsjúka. í Hafnarbúðum er nú rekin dagdeild geðsviðs og dagdeild fyrir aldr- aða og á Heilsuvemdarstöðinni er ein ellideild fyrir langlegusjúklinga. Geðsviðið, sem nú er rekið á þremur stöðum í borginni, í Hafnarbúð- um, Hvítabandi og í Fossvogi, verður sameinað á Grensásdeild. Endurhæfingardeildin, sem þar er fyrir, mun hins vegar flytja inn í gamla Borgarspítalann í Fossvogi og þar með fækkar rúmum um 16 í endurhæfingarþjónustunni. Augndeildin, sem nú er á Landakoti, flyst yfir á Ríkisspítala og skurðstofur á Landakoti verða fluttar yfir í Fossvog. Þá er gert ráð fyrir nokkrum samdrætti í eldhúsi á Landakoti og sparnaði við þvotta, þar sem undirbúningur er hafinn að sameiningu þvottahúsa Ríkisspít- ala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Framkvæmdastjóm sjúkrahússins hefur verið falið að framkvæma tillögumar að viðhöfðum nauðsynlegum undirbún- ingi, en sömuleiðis hefur stjórnin ósk- að eftir viðræðum við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fjármála- ráðherra um stöðu SHR og viðbótarfj- árveitingu til að tryggja rekstur þess á yfir- standandi ári. Ulskástu neyðarúrræðin „Ég held að þessar aðgerðir muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðisþjón- ustuna í för með sér og bitna fyrst og fremst á öldrunarþjónustu, geðþjónustu og endurhæf- ingarþjónustu. Þær munu sömuleiðis minnka möguleika sjúkrahússins á skurðaðgerðum. Allt þetta mun valda auknu álagi á bráðadeildir Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans. Ég tel þetta vera öfugþróun í heilbrigðismálum, Bitna harðast á öldruðum og geðsjúkum Rúmlega 100 stöðugildi og 83 legurúm verða lögð niður, skv. spamaðartillögum stjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér tillögumar og viðhorf stjómarformanns, heilbrigðisráðherra og starfsmanna. Neyðarúrræði en stórt skref til fortíðar stórt skref til fortíðar og ég hef af þessu mjög þungar áhyggur fyrir hönd þeirra, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Þetta er hins vegar, að mínu mati, illskástu neyðarúrræðin, sem þetta sjúkrahús getur gripið til í þeirri stöðu að fá ekki fé frá meirihluta Alþingis til þess að reka alla núverandi þjónustu sjúkrahússins. Við erum að vinna úr ákvörðun Alþingis við gerð fjárlaga í desember á síðasta ári. Sú af- greiðsla var þannig að Sjúkrahús Reylg'avíkur vantaði um það bil 400 milljónir til þess að geta haldið óbreyttri starfsemi. Við erum að vinna úr afleiðingum þeirrar ákvörðunar," segir Kristín. Fulltrúi starfsmanna í stjórn sjúkrahússins, Ásta Ólafsdóttir, lagði fram bókun, þar sem hún fór fram á að reynt yrði að koma í veg fyrir uppsagnir með tilfærslum eða með öðrum hætti, en sagðist ekki geta firrt sig ábyrgð á að standa að tillögunum. Tillögurnar voru sam- --------- þykktar með öllum greiddum at- kvæðum, að undanskildum fulltrúa heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra í stjórn, Sigfúsi Jónssyni, sem sat hjá. Hann lagði þó ekki til nein- “ ar breytingartillögur og stóð, ásamt öðrum stjórnarmönnum, að sameiginlegri bók- un um þær afleiðingar, sem stjómin telur að aðgerðirnar muni hafa. Sársaukafullar afleiðingar Fram kemur í bókuninni að stjóm Sjúkra- húss Reykjavíkur hafi falið framkvæmdastjórn að vinna tillögur um viðbrögð við fjárhags- vanda spítalans þann 12. júlí sl., en um það bil 250 milljónir kr. vanti í rekstur þessa árs og engin svör hafi borist frá ríkisvaldinu um hvort viðbótarfé verði veitt til sjúkrahússins. „Stjórn SHR telur að þær breytingar á rekstri sjúkrahússins, sem framkvæmdastjórnin legg- ur til, séu þau neyðarúrræði, sem illskást reyn- ist að grípa til í þeirri stöðu, sem sjúkrahúsið er í nú. Breytingarnar, sem tillögurnar fela í sér, þurfa nokkurra mánaða aðdraganda og því lækka þær rekstrarkostnað þessa árs óverulega. Þeirra mun fyrst og fremst gæta frá og með næsta ári. Greiðsluvandi sjúkra- hússins á þessu ári er því enn óleystur. Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur telur fyllstu þörf fyrir þá heilbrigðisþjónustu, sem sjúkra- húsið veitir nú. Breytingarnar, sem hér eru boðaðar, munu valda skerðingu á þjónustu við aldraða, við geðsjúka og við þá, sem þurfa á endurhæfingu að halda. Sjúkrahúsið mun ekki geta sinnt sömu þjónustu og áður á sviði skurð- aðgerða. Þessi samdráttur á þjónustu spítalans mun valda auknu álagi á bráðadeildir Sjúkra- húss Reykjavíkur sem og Landspítalans og hans mun vafalaust verða vart hjá félagsþjónustu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá niðurskurð- ur, sem hér er áætlaður, breytir hlut- verki Sjúkrahúss Reykjavíkur enda felur hann í sér að meira en 80 legur- úm sjúkrahússins leggjast af. Hér er um veru- lega skerðingu á heilbrigðisþjónustu að ræða og að mati stjórnar SHR öfugþróun á sviði heilbrigðismála. Niðurskurðurinn nú kemur í kjölfar samfelldra hagræðingar- og sparnaðar- aðgerða Borgarspítalans og Landakots undanf- arin ár og verða því afleiðingarnar sérstaklega sársaukafullar. Stjórnendur sjúkrahússins eiga ekki annarra kosta völ en að draga saman starfsemina fyrst ríkisvaldið hefur ekki tök á að veita nauðsynlegt fé til að viðhalda núver- andi þjónustu," segir í bókun stjórnar Sjúkra- húss Reykjavíkur. Meiri fjármuni í sjúkrahús- reksturinn Tilfærsla á kostnaði Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, segir engan raunverulegan sparnað felast í því að minnka þjónustu við aldraða og geðsjúka. Þess vegna hafi fulltrúi ráðuneytisins setið hjá við afgreiðslu. í slíkum tillögum felist aðeins tilfærsla á kostnaði þar sem sparnaður á einum stað komi sem kostnað- arauki á öðrum. „Ég tel hins vegar að þessar tillögur muni opna augu manna fyrir því í hvers konar úlfakreppu sjúkrahúsin á Reykja- víkursvæðinu eru, en grundvallaratriði er að horfa á málið heildstætt.“ Ráðherrann sagði að eftir sem áður myndu sjúklingarnir fá þjón- ustu einhvers staðar og fyrir þá þjónustu myndi ríkið greiða. Ingibjörg sagðist telja fullvlst að ekki yrði komist hjá því að setja meiri fjármuni en fjár- lög gerðu ráð fyrir í sjúkrahúsreksturinn á höf- uðborgarsvæðinu á þessu ári. Það væri sam- vinnuverkefni heilbrigðis- og flármálaráðuneyt- isins, en áður en að því kæmi þyrfti að hafa náðst sem mest hagkvæmni á öllum sviðum og að því borði yrðu, auk ráðuneytanna tveggja, stjórnendur spítalanna að koma. Vandinn yrði ekki leystur með tillögum, sem hefðu ekki raun- verulegan spamað í för með sér, heldur aðeins tilfærslu á fjármunum. „Við teljum okkur geta náð fram raunverulegum sparnaði með því að auka enn á samvinnu Ríkisspítala og Sjúkra- húss Reykjavíkur. Áður en farið er í svo róttæk- ar aðgerðir, sem tillögumar bera með sér, hljóta menn að spyija sig hvort ekki sé rétt að færa saman t.d. yfirstjórnir stóru sjúkrahúsanna, skrifstofuhald, rannsóknaþáttinn og hátæknina svo eitthvað sé nefnt. Slíkar aðgerðir kæmu ekki niður á sjúklingunum og þær myndu spara peninga," segir Ingibjörg. Hjúkrunarframkvæmdastjórar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur lýsa þungum áhyggjum vegna erfíðrar fjárhagsstöðu spítalans, eftir því sem fram kemur í ályktun, sem þeir sendu frá sér eftir fund í gær. „Ljóst er að á sl. árum hefur markvisst verið unnið að aukinni hagræðingu og sparnaði í starfsemi spítalans. Sjúkrarúmum hefur verið fækkað, þjónusta sam- hæfð og álag á hvem starfsmann aukist. Þær spamaðartillögur, sem samþykktar hafa verið í stjórn sjúkrahússins,, munu leiða til stór- fellds vanda fyrir fjölda sjúklinga og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Hjúkrun- arframkvæmdastjórar lýsa yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á þjónustu sjúkrahússins og telja að með þeim verði veg- ið alvarlega bæði að gæðum og öryggi íslenskr- ar heilbrigðisþjónustu. Fundurinn skorar því á fjármálaráðherra, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og þingmenn Reykjavíkur að endurskoða dreifingu fjármagns til reksturs sjúkrahúsa landsins. Einungis með auknu íjár- magni getur Sjúkrahús Reykjavíkur gegnt því leiðandi hlutverki í heilbrigðisþjónustu lands- manna sem því er ætlað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.