Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 1 FRETTIR Afkoma ríkissjóðs hefur batnað vegna meiri tekna Hallinn 575 milljónir á fyrri hluta ársins RÍKISSJÓÐUR var rekinn með um 575 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins, en áætlanir gerðu ráð fyrir að hallinn yrði um 5 milljarðar á tímabilinu. Skýringin á þessu er sú að tekjur ríkissjóðs voru mun meiri en reikn- að var með. Útgjöld voru hins vegar í samræmi við áætlun. Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra segir afar mikilvægt að nota efna- hagsbatann til að bæta fjárhags- stöðu ríkissjóðs. Heildartekjur ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins voru 64,7 milljarð- ar, sem er 4,5 milljörðum meira en áætlað var. Heildarútgjöld námu 65,2 milljörðum líkt og reiknað var með í upphafi árs. Niðurstaðan er því halli upp á 575 milljónir. A fyrstu sex mánuðum síðasta árs var hallinn 5.318 millj- ónir. Tekjur námu þá 56,3 millj- örðum og gjöld 61,6 milljörðum. Tekjuaukning ríkissjóðs milli ára er 15%. Tekjuskattur hækkar um 2 milljarða Aukin velta í þjóðfélaginu er meginskýringin á auknum tekjum ríkissjóðs. Almennur neysluvöru- innflutningur hefur aukist um 15% frá sama tíma í fyrra og þar af jókst bifreiðainnflutningur um 40%. Tekjuskattur einstaklinga skilaði ríkissjóði 13 milljörðum, en það er tveimur milljörðum meira en áætlað var. Tryggingargjald skilaði um 360 milljónum meira en reiknað var með og tekjur af innflutnings- og vörugjöldum skil- aði 719 milljónum meira en áætlun sagði fyrir um. Þá voru tekjur ÁTVR 705 milljónum hærri en áætlun, en að hluta til er það vegna þess að 430 milljónir af tekjum síðasta árs skiluðu sér ekki í ríkissjóð fyrr en á þessu ári. Mennta- og heilbrigðis- útgjöld umfram áætlun Þrátt fyrir að heildarútgjöld ríkissjóðs hafi verið í samræmi við áætlun fjárlaga á fyrri helm- ingi ársins eru frávik í báðar átt- ir á ýmsum gjaldaliðum. Rekstr- argjöld stofnana urðu 780 milljón- ir umfram áætlun og þar munar mestu um að útgjöld mennta- málaráðuneytisins voru um 500 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í áætlun. Útgjöld mennta- málaráðuneytisins eru 1,6 millj- örðum hærri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Næst á eftir kemur heilbrigðis- ráðuneytið með 163 milljóna um- framútgjöld. Aukningin milli ára er um 600 milljónir. Rekstrartilfærslur, þ.e. trygg- ingargreiðslur, niðurgreiðslur og framlög fóru samtals 400 milljónir fram úr áætlun. Stærstu liðimir voru lífeyristryggingar og félags- legar bætur (396 milljónir) og sjúkratryggingar (728 milljónir). Á móti kemur að útgjöld vegna annarra tilfærslna voru 715 millj- ónum minni en ráð var fyrir gert. Þar munar mestu um að greiðslur í Atvinnuleysistryggingasjóð voru 360 milljónum lægri en áætlun vegna minna atvinnuleysis. Ríkissjóður greiddi rúmlega 8 milljarða í vexti á fyrri helmingi ársins. Það er aukning frá fyrra ári, en 190 milljónum minna en gert var ráð fyrir í áætlun. Lægri fjármunir fóru í stofnkostnað en ráð var fyrir gert. Munurinn er 768 milljónir, sem skýrist fyrst og fremst af lægri greiðslum til Vegagerðar og Byggingarsjóðs verkamanna. Þá hafa 345 milljón- ir sparast vegna lægri viðhalds- kostnaðar, aðallega vegna minni kostnaðar við snjómokstur. Þessi liður er 91 milljón lægri en áætl- un. 4 milljarða halli á árinu Fjárlög voru samþykkt með um 4 milljarða halla á þessu ári. Frið- rik Sophusson segir útlit fyrir að áætlunin standist. Horfur séu á að tekjuaukinn verði nokkuð minni á seinni helmingi ársins en á þeim fyrri. Breytingar á vörugjaldi, sem tóku gildi 1. júlí, leiði til þess að tekjur af því komi seinna inn í bókhald ríkissjóðs en áður og m.a. þess vegna verði tekjutap ríkis- sjóðs vegna breytingarinnar um einn milljarður á árinu. Að hluta til skýrist afkomubati ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins af tilfærslum milli mánaða. Friðrik segir að eins og oft áður séu mestir erfiðleikar í heil- brigðis- og tryggingaráðuneyt- inu. Verði ekki gripið til neinna aðgerða séu horfur á að útgjöld verði 1,2 milljörðum umfram heimildir, þar af nemi útgjöld vegna sjúkratrygginga 900 millj- ónum, sem að stærstum hluta skýrist af hærri kostnaði af rann- sóknum, læknisþjónustu og lyfj- um. Hann segir að unnið sé að því að leysa fjárhagsvanda sjúkrahúsanna og til skoðunar séu leiðir til að taka á lyfjakostnaði. Friðrik segir að umframkeyrsla menntamálaráðuneytisins á fyrri hluta ársins stafi að hluta til af tilfærslum milli mánaða og vegna meiri kostnaðar við rekstur grunnskólans. Ekki hafi verið far- ið út í allar þær aðhaldsaðgerðir vegna grunnskólans sem reiknað hafi verið með í forsendum fjár- laga. Hann segir að fjármálaráðu- neytið reikni með að útgjöld menntamálaráðuneytisins á þessu ári verði 200-300 milljónir um- fram fjárlög. Sumarhátíð hjá Vinnuskólanum NEMENDUR Vinnuskóla Reykjavíkur slepptu takinu á hrífum, sláttutækjum og málningarpenslum í gærmorg- un án þess að fá skammir og hámuðu í sig grillpylsur og stunduðu íþróttir. Sumarhátíð Vinnuskóla Reykjavíkur hefur eflaust verið kærkomin tilbreyting frá sólar- lausum vinnudögum. Radíus- bræður skemmtu, Reggae on Ice sá um tónlist. Leikin voru atriði úr söngleiknum Sumar á Sýr- landi, götuleikhúsið kom fram og efnilegir nemendur Vinnu- skólans sýndu listir sínar. Keppt var í knattspyrnu, brennibolta, blaki, körfubolta, handbolta og fleiri íþróttum. MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ---------------- Mikill áhugi fyrir fjölskylduhátíðinni ( Halló Akureyri Reiknað með um 10 þúsund gest- um til bæjarins HIN árlega fjölskylduhátíð Halló Akureyri verður haldin um versl- unarmannahelgina. Þetta er í þriðja sinn sem hagsmunaaðilar í ferða- þjónustu á Akureyri standa fyrir hátíðinni. Boðið verður upp á vand- aða dagskrá fyrir fólk á öllum aldri frá fímmtudeginum 1. ágúst og fram á mánudagsmorgun þann 5. ágúst. Magnús Már Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar segist reikna með allt að 10 þúsund manns til bæjarins um verslunarmanna- helgina. Hann segir að á síðasta ári hafi um 6-7 þúsund gestir sótt Akur- eyri heim þessa helgi og hafði fjölg- að um 2 þúsund manns frá árinu áður. Fyrst og fremst fjölskylduhátíð „Við fínnum fyrir gífurlegum áhuga um allt land fyrir hátíðinni. Hér er fyrst og fremst um að ræða hátíð fyrir alla fjölskylduna og mið- ast samsetning dagskráratriða ein- mitt við það. Við verðum með tvö sérmerkt fjölskyldutjaldstæði, ann- ars vegar í Kjarnaskógi og hins veg- ar á félagssvæði íþróttafélagsins Þórs við Hamar. Akureyri er stór bær - hér er allt til alls og við eigum því að vera í stakk búnir til að taka við miklum fjölda gesta. Það verður mikið lagt upp úr gæslu í bænum og einnig verðum við með öfluga heilsugæslu, svo og góða hreinlætis- aðstöðu." Magnús Már segir að í bænum leggist allir á eitt um að framkvæmd hátíðarinnar takist sem allra best. Hann segir það jafnframt ganga sí- fellt betur að fjármagna hátíðina, þótt alltaf séu einhveijir sem ekki vilji vera með. „Dagskráin hefst með opnunarhátíð á fimmtudeginum í boði Sjóvá-Almennra. Einnig má nefna karnivalskrúðgöngu úr mið- bænum á sunnudagskvöldinu, sem endar við Hagkaup, þar sem fram fer glæsileg flugeldasýning um mið- nættið. Að öðru leyti verður stútfull dagskrá alla dagana." Margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins á Akureyri Magnús Már segir að öll helstu veitingahús bæjarins taki þátt í há- tíðinni og bjóði upp á dansleiki alla hátíðisdagana með helstu stórstirn- um á íslenska dansleikjamarkaðn- um. Meðal þeirra sem koma fram eru: Geirmundur Valtýsson, Bogom- il Font og Milljónamæringarnir, Stjórnin, Sálin hans Jóns míns, Vin- ir vors og blóma, Sixties, Eyjólfur Kristjánsson, Fantasía og Rjúpan. I Dynheimum verða dansleikir þijú kvöld fyrir 16 ára og yngri og í Skemmunni verða einnig dansleikir þijú kvöld fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára. Þá verður stanslaust fjör í miðbænum alla dagana. Skemmti- staðir fullorðinna verða opnir til kl. 5 og skemmtistaðir unglinganna til kl. 3. Menntasmiðja kvenna á Akureyri Fjórar umsóknir um starf verkefnisfreyju FJÓRAR umsóknir bárust um starf verkefnisfreyju hjá Menntasmiðju kvenna á Ákureyri en umsóknar- frestur rann út í vikunni. Umsækj- endur eru Hulda Biering, Reykjavík, Ingibjörg Stefánsdóttir, Akureyri, Sigríður S. Gunnarsdóttir, Akureyri og Svava Theódórsdóttir, Reykjavík. Menntasmiðja kvenna er dagskóli fyrir konur án atvinnu, með fyrir- mynd í norrænum dagsháskólum og námskeiðum sem þróuð hafa verið fyrir konur hér á landi. Mennta- smiðjan er þróunarverkefni sem unn- ið hefur verið að síðan um mitt ár 1994 á vegum jafnréttisnefndar. Hlutverk verkefnisfreyju er að hafa yfirumsjón með því þróunarstarfi sem fram fer hjá Menntasmiðjunni, auk þess að sinna kennslu. Einnig var auglýst eftir leiðbein- endum, kennurum, ráðgjöfum og skrifstofustjóra og bárust alls sex umsóknir um þau störf. Starfsmenn Menntasmiðjunnar verða fjórir í tveimur og hálfri stöðu, auk stunda- kennara og er ráðningartími 1 ár, frá 1. ágúst nk. -----♦ ♦ ♦----- Málverkasýning á Hótel Hjalteyri LAUFEY Margrét Pálsdóttir, mynd- listarkona opnar málverkasýningu í kaffíhúsinu á Hótel Hjalteyri nk. sunnudag. Sýndar verða litlar olíu- myndir unnar á bólstraðan striga og sérstaklega hannaðar fyrir kaffi- húsið á Hótel Hjalteyri. Laufey Margrét er fædd á Akur- eyri árið 1965 og útskrifuð frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1989. Hún hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum á Akureyri, í Reykjavík og Hafnar- fírði. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma kaffihússins, frá kl. 14-22. ýúlí&teácvutan. &uc áamtuvi! Bækur mánaðarins saman í pakka á kr. 2120,- Ath. Saga mánaðarins ekki innifalin útdeyu*ia‘ Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.