Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Andrea Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Eyrardal í Álftafirði vioð ísa- fjarðardjúp 10. októ- ber 1906. Hún and- aðist á Landspitalan- um 17. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Jón Guðbjartsson bakari og sjómaður frá Isafirði og Sig- ríður Símonardóttir húsmóðir. Systkini Andreu voru Jón Júiíus, skipaverk- fræðingur, fæddur 17.9.1910, Anna Mikkalína, fædd 16.6. 1909. Tvö hálfsystkini átti hún, bróður samfeðra, Guðbjart Bjarna, fæddur 17.10. 1902, og systur sammæðra, Margréti Pálsdóttur, fædd 1900. Þau eru öll látin. Eiginmaður Andreu var Svein- jón Ingvarsson, fæddur 19. maí 1901, látinn 10. ágúst 1943. Þau giftu sig 1926. Börn þeirra eru Guðrún Ólöf, fædd 23.11. 1926, og Guðmundur Ingvar, fæddur 5. desember 1930. Guðrún Ólöf er gift Jóhannesi Arnasyni og eiga þau þijú börn. 1) Sveinjón, fæddur 1947, kvæntur Helenu Albertsdóttur og búa þau í Bandaríkjunum og eiga tvö börn, Jóhönnu Þóru og Albert, .Svein- jón á tvo syni, Brynjar Örn og Aðalstein Janus, með Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur. 2) Árni, fædd- ur 1948, kvæntur Stellu Hjör- Kvatt hefur þennan heim kær móðursystir mín. í vor er leið kvaðst hún ætla að bjóða mér í afmælið sitt í október á þessu ári, en þá hefði hún orðið níræð. Hún hefði áreiðanlega haldið upp á þau tíma- mót með glæsibrag eins og hennar var von og vísa. Andrea, eða Adda eins og hún var kölluð, lifði lengst systkina sinna. Reyndar voru þær aðeins tvær systurnar, Andrea og Anna, móðir mín, og var einkar kært með þeim. Þær áttu yngri al- bróður, Jón Júlíus, sem þeim þótti afskaplega vænt um, en hann fór ungur til Danmerkur til náms og ól þar mestan sinn aldur. Hann gift- ist danskri konu, Aase, og þau eign- leifsdóttur og eiga þau þrjú börn, Jó- hannes, Hjörleif Ein- ar og Sigríði Helgu og búa í Reykjavík, og 3) Kristín Andrea, fædd 1955, gift Sig- urði S. Pálssyni, þau eiga tvö börn, Jó- hannes Pál og Guð- rúnu Ólafíu, og eru þau búsett í Dan- mörku. Guðmundur Ingvar er giftur Guðmundu KjarLans- dóttur og eiga þau fjórar dætur. 1) Hall- dóra Sigríður, fædd 1947, maki Magnús Finnur Jó- hannsson, börn Halldóru úr fyrra hjónabandi eru Guðmundur Brynjar, Thelma og Hörður. 2) Lilja, fædd 1951, maki Guðmund- ur Vignir Hauksson, börn Lilju úr fyrra hjónabandi eru Jessica og John. 3) Andrea Guðrún Guð- mundsdóttir, fædd 1961, maki Eysteinn Sigurðsson, börn þeirra eru Kjartan Dagur og Helga Vala. 4) Helga, fædd 1964, maki Ævar Rafn Kjartansson. Andrea ólst upp á ísafirði, flutt- ist til Reykjavíkur 16 ára gömul og fór þá að vinna fyrir sér, bæði í Reykjavík og í Hafnarfírði. Eft- ir að hún missti eiginmann sinn, vann hún lengst af við fiskvinnu hjá Isbirninum ásamt því að vinna við framleiðslustörf. Utför Andreu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. uðust tvo syni. Jón starfaði sem skipaverkfræðingur í Álaborg. Þrátt fyrir fjarlægð héldu systurnar ætíð sambandi við hann og fjöl- skyldu hans og enn í dag eru nokk- uð mikil samskipti á milli afkom- enda Öddu og Jóns. Mikil var ánægja systranna er Jón flutti til íslands með fjölskyldu sína eftir stríðsárin og settist að á Siglufirði. Söknuðurinn var að sama skapi mikill er hann flutti aftur til Dan- merkur tveimur árum síðar. Þau áttu einnig eldri hálfsystkini, Mar- gréti og Guðbjart. í huga mínum örlar á miningu um þau, fallegar hugsanir sem systurnar báru til þeirra og ég veit að þær báru mikla önn fyrir hálfbróðurnum, sem lést um aldur fram. Er árin færast yfir finnur maður sárt til þess að hafa ekki gefið sér nægan tíma til að ræða meira við eldra fólkið, fræðast um það sjálft og lífssögu þess, um gengna forfeð- ur, örlög þeirra og afdrif. Heim- sóknir mínar til Öddu urðu færri en ég hefði kosið, en hjá henni var aldrei komið að tómum kofunum. Hún var skynsöm kona sem gaman var að ræða við og dáðist ég að því hve vel hún hélt skýrri hugsun og óbrigðulu minni. Árið 1943 var mikið örlagaár fyrir Öddu. Hún varð fyrir því áfalli að missa mann sinn, Sveinjón Ing- varsson, en hann lést sviplega í blóma lífsins. Þá stóð Adda ein uppi með tvö börn. Að sögn móður minnar var hjónaband þeirra afar ástríkt og man ég óljóst eftir heim- sókn til Sveinjóns í Hafnarhúsið, er hann var þar við störf. Ennfrem- ur minnist ég sundferðar á baki hans á Laugarvatni er systurnar unnu við þvottastörf þar sumar- langt. Mikið þótti móður minni vænt um þann mann, í huga henn- ar glóði á gull er minnst var á Svein- jón. Móðuramma mín og hálfbróðir systkinanna létust einnig fyrr þetta sama ár, en móðuramma mín var þá flutt frá ísafirði í hornið til henn- ar Öddu. Hálfbróðir þeirra varð úti á ferðalagi milli bæja á Vestfjörð- um. Þá veit ég að Öddu var það mikið áhyggjuefni um þær mundir að móðir mín átti í miklum erfiðleik- um. Adda var að mínu mati sérstak- lega sterk og heilsteypt manneskja. Á þessu skeiði ævi minnar fannst mér Adda vera eins og klettur þar sem ávallt var hægt að leita vars ef á þurfti að halda í ofviðrum og ólgusjóum þess tíma. Enda tel ég að enginn hafi stutt móður mína jafn vel og dyggilega, þegar hún stóð óvænt ein uppi með þijú börn og bar það ijórða undir belti. Það barn fæddist á öndverðu ári 1944 og var gefið nafnið Sveinjón Ingvar. í sjóði minninganna er af mörgu að taka, ég minnist enn hve snyrti- leg, hrein og falleg mér þótti íbúðin hennar á Hringbrautinni, en þangað kom ég nokkuð oft þegar ég var barn, og einnig lifir enn í minning- unni hlátur systranna á gamlárs- kvöldum þeirra ára heima á Hverf- isgötu. Þá var oft hreinlega grátið úr hlátri en báðar systurnar gátu verið íjarska léttar í skapi, þegar svo bar undir. Við tóku ár mikils erfiðis hjá ANDREA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR NÍELS HAFSTEINN HANSEN + Níels Hafsteinn Hansen fæddist 13. júni 1930 í Reykjavík. Hann lést í Reykjavík 19. júlí síðastliðinn. Hann var sonur Nils Hansen, lifrar- bræðslumanns, f. 14. sept. 1889 í Reykjavík, d. 19. des. 1952 og Margr- étar Jóhönnu Jóns- dóttur, f. 22. febr- úar 1897, en börn þeirra eru: Jónína Soffía, f. 8. des. 1926, d. 23. mars 1979, Ólafur Þórir, f. 21. apríl 1928, d. 1. okt. 1992, Margrét Lilja, f. 12. júní 1932 og óskírður drengur f. 18.5.1935, d. 8. júní sama ár. Áður átti Margrét dótturina Unni, f. 22. júní 1923. Eftirlifandi eigin- kona Níelsar Haf- steins er Sigríður Guðmundsdóttir, f. 24. des. 1932. Börn þeirra eru: Jóhanna Margrét, f. 9. júlí 1958, Ægir, f. 13. október 1960, Mar- grét, f. 12. júní 1963, Bára, f. 20. maí 1968 og Guðmundur, f. 6. febrúar 1970. Dóttir Sigríðar er Helga Soffía, f. 27. júní 1952. Barnabörnin eru alls orðin tíu. Útför Níelsar fer fram I dag frá Áskirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látinn er í Reykjavík móðurbróðir okkar, Níels Hafsteinn Hansen, eða Steini eins og hann hefur ávallt verið nefndur af fjölskyldunni. Andlát hans bar brátt að og minnir þá er eftir lifa á hversu skammt kann að vera milli lífs og dauða. Steini var næstyngstur fimm systkina en áður eru látin Jónína Soffía og Ólafur Þórir, en í Bandaríkjunum eru búsettar tvær systur hans, Unnur og Margrét Lilja. Kleppsholtið var leik- völlur æskuáranna, þá afar strjálbýlt og mikil tengsl milli þeirra sem þar voru frumbyggjar. Eins og margoft kom fram þegar systkinin rifjuðu upp bemskuárin voru þau ánægjuleg, ratað var í ýmis ævintýri og mikil samheldni ríkti. Ungur kvæntist Steini eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Guðmunds- dóttur og var það honum mikið gæfu- spor. Heilí og hagur fjölskyldunnar var ávallt hafður í fyrirrúmi. Steina var annt um öll böm og nutum við frændsystkini hans þess ómælt sem við viljum nú þakka. Samviskusemi var Steina í blóð borin og stundaði hann öll sín störf af alúð hvort held- ur þau voru unnin fyrir aðra eða ekki, en á tímabili starfaði hann sjálf- stætt að rekstri sendibifreiðar. Steini stundaði ýmis störf, lengst af var hann þó vélstjóri. Fyrir tæpum tveim- ur árum var hann hætt kominn þeg- ar mb. Goðinn fórst í aftakaveðri við björgunarstörf. Maðurinn með ljáinn hafði þó ekki sigur í það skipti en nú er kallið komið. Amma okkar, móðir Steina, lifir son sinn, nú á 100. aldursári. Steini hefur alla tíð verið móður sinni góður og hugulsamur sonur, en reglulegar heimsóknir til hennar voru fastur hluti af hinu daglega lífí þeirra beggja, og missir hennar er því sár. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka Steina samfylgdina og senda fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóhanna, Axel, Valdimar og Tryggvi. systrunum og gripin var öll sú vinna sem bauðst. Meðal annars unnu þær við að „servera", sem svo var kall- að, á kvöldum og um helgar og þær fóru norður „í síldina" svo eitthvað sé nefnt. Síðar fóru þær báðar að vinna í frystihúsum, mamma hjá Bæjarútgerðinni á Granda og Adda hjá Ingvari Vilhjálmssyni, aðallega í ísbiminum á Seltjarnarnesi. Hæfi- leikar hennar til forystu komu glöggt í ljós er hún um árabil stjóm- aði róðrarbát kvenna á sjómanna- daginn, að ég held oftast til sigurs. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til Öddu fyrir ómet- anlegan stuðning við móður mína á erfiðum stundum í lífi hennar og ræktarsemi sem hún sýndi henni í veikindum á gamals aldri og jafn- framt sýndan hlýhug í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég votta þess- ari látnu frænku minni virðingu mína. Minningin mun lifa um þessa góðu, fallegu og ættræknu konu sem ótrauð barðist fyrir afkomu sinni og barnanna og virtist eflast við hveija þraut. Megi góður Guð geyma hana. Börnum hennar, tengdabörnum og öðram afkom- endum votta ég mína dýpstu samúð. Ragnar Ásgeir Ragnarsson. Andrea Guðmundsdóttir, kær vinkona mín, er látin. Leiðir okkar hafa lengi legið saman. Þó að við værum báðar fæddar og uppaldar á ísafirði hófust kynni okkar ekki fyrr en hún hóf sambúð með bróður mínum, Kristjáni, í Reykjavík. Góð- ur vinskapur myndaðist milli okkar Andreu strax í upphafi og hélst alla tíð. Það var ýmislegt sem við gerðum saman, m.a. ferðuðumst talsvert innanlands. Andrea hafði mjög gaman af að fara í leikhús. Við ákváðum því fyrir meira en 20 árum að kaupa okkur áskriftarmiða i leik- húsið og fara saman ásamt mökum okkar. Þessar ferðir héldu áfram þó að leiðir þeirra Andreu og Krist- jáns skildu og Axel, maðurinn minn, félli frá. í hópinn komu kærar vin- konur okkar, þær Laufey Maríusar- dóttir, Sigríður Þórarinsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir. Oft var glatt á hjalla hjá okkur og ýmislegt brallað í tengslum við leikhúsferð- irnar. Hópurinn mun sannarlega sakna Andreu. Andrea var mjög sérstök kona. Hún var hörkudugleg til allra verka og vann á við hvaða karlmann sem var, ýmsa verkamannavinnu. Andrea var vel liðin hvar sem hún kom, skemmtileg og kát. Hið létta skap hennar fleytti henni yfir flesta erfiðleika sem á vegi hennar urðu. Þrátt fyrir þá erfiðu vinnu sem hún vann sneri hún sér að hannyrðum og heimilisstörfum í lok hvers dags og þau verk hennar báru þess merki að þar fór mikil hagleikskona. Andrea var myndarleg kona á velli og ávallt smekklega klædd. Hún bar aldurinn vel og leit út fyr- ir að vera talsvert yngri en hún var í raun. Einstök gestrisni var aðalsmerki Andreu og voru ófáar ferðir mínar til hennar, í sumarbústaðinn á Þing- völlum, vestur á Hringbraut eða á Snorrabraut þar sem hún bjó síð- ustu árin. Þegar leiðir skilja nú eru mér efst í huga góðar minningar frá samverustundum okkar og þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynn- ast Andreu. Ég vil senda Guðrúnu (Lillu) dóttur hennar og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Guð blessi Andreu. Áslaug Tulinius. Enn klingir í huga mér okkar síðasta samtal við Andreu ömmu, glaða og káta, eina ósk sagðist hún eiga, að okkur hjónunum vegnaði vel. Að þeirri ósk varð þér svo sann- arlega. Elsku Andrea amma, þú verður alltaf okkar styrkur því minning- arnar voru svo margar og lærdóm- urinn dýrmætur. Ég þakka þér fyrir allan þann kærleik sem ég naut allt frá ung- lingsárum. Ég kveð þig með sökn- uði í hjarta, en jafnframt þakklæti og virðingu fyrir þitt fallega lífs- hlaup, sem er hverjum gott leiðar- ljós. Síðast en ekki síst, takk fyrir allt sem þú gafst mínum heittelsk- aða eiginmanni. Þín, Helena Albertsdóttir. Elsku Andrea mamma, eins og ég kallaði ömmu mína, þegar ég var krakki, lést á Landspítalanum 17. júlí eftir nokkurra daga sjúkra- legu. Ég fæddist á Hringbraut 56 í íbúð ömmu minnar, var þar með annan fótinn lengst af á mínum uppvaxtarárum. Amma missti eig- inmann sinn Sveinjón Ingvarsson ung kona með tvö börn, mömmu 16 ára og Dengsa 10 ára, þá nýbú- in að kaupa íbúðina á Hringbraut 56. Hún var kjarnorkukona, hörku- dugleg og þurfti hún að vinna fyrir ijölskyldu sinni og borga af íbúð sem þau höfðu nýlega fest kaup á. Ég var ekki hár í loftinu þegar amma fór að taka mig með sér í fiskvinnu út í Skeijafjörð eða vestur í ísbjörn, þá vaknaði maður við kaffiilm kl. 6 og þá var hoppað aftur á vörubílinn hjá Óskari verk- stjóra kl. 6.45 og brunað af stað í fískinn og unnið fram á kvöld. Allt- af var amma hress og kát og mik- ill grínisti. Eitt sumarið fórum við á vertíð í Grindavík, þar fór ég á minn fyrsta dansleik 11 ára gamall og var mik- ið gaman það sumarið. Næsta sum- ar var amma ráðskona á Úlfljóts- vatni hjá skátunum og ég fór með henni þangað í uppvaskið. Þegar ég fermdist gaf amma mér ferð með sér til Danmerkur, til Álaborg- ar, að heimsækja Jón bróður henn- ar. Sigldum við út með Gullfossi til Kaupmannahafnar og tókum síðan feijuna til Álaborgar. Það var gam- an að hitta Jón frænda, Ásu og syni þeirra, Finn og Ásbjörn, sem ég hafði aldrei séð. Það var mikið hlegið í þeirri ferð og gaman að hlusta á þau systkinin, bæði þræl- skemmtileg og stríðin með eindæm- um. Þau eru ekki fá skiptin að ég hringdi í ömmu og sagði henni að ég væri að vinna rétt hjá henni og var hún þá vön að segja: Komdu, ég hendi einhveiju í pott fyrir okk- ur. Amma flutti á Snorrabraut 56 þegar hún var orðin 86 ára gömul og bjó hún þar ein. Var eins gott að nefna ekki elliheimili við hana, þá fékk maður aldeilis gusuna því amma var ævinlega ung í anda og fannst hún ekki eiga erindi á elli- heimili. Ég átti því láni að fagna að njóta væntumþykju og félags- skapar ömmu. Éitt dýrmætasta veganesti í lífinu. Amma talaði við mig fyrir nokkr- um dögum og enn gátum við hlegið að ljúfum minningum. Elsku Andrea amma mín, ég kveð þig með meiri söknuði en orð fá lýst, en ég veit að algóður Guð vefur þig örmum sínum. Þinn elskandi dóttursonur, Sveinjón Jóhannesson. Elsku amma á Hringbraut eins og við systurnar vorum vanar að kalla hana, jafnvel eftir að hún flutti á Snorrabrautina, er dáin. Amma Andrea var ævinlega létt og kát, mikill dýravinur og húmor- isti og hlógum við oft mikið í þau skipti sem við heimsóttum hana, sem var allt of sjaldan þegar litið er til baka. Það var mikil reisn yfir ömmu og aldrei fannst okkur hún vera gömul kona, þó hún væri að verða níræð. Amma vildi alltaf hafa fínt i kringum sig og átti hún mjög fal- legt heimili. Við söknum þin, elsku amma, og biðjum góðan Guð að blessa þig. Halldóra, Lilja, Andrea og Helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.