Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Af Arrabal, þrælnum Cervantes og súrrealpáfanum André Breton Hinnsanni sendiherra Spánar Spænska leikskáldið Femando Arrabal sendi nýlega frá sér bók með titlinum Þrællinn Cervantes. Bókin fékk frönsk verðlaun o g selst vel á Spáni. Verkið er þó vægast sagt umdeilt. Þorri Jóhannsson fylgdist með er Arrabal var á ferð á Spáni. LEIKSKÁLDIÐ Fernando Arrabal á heimili sínu í París. FERNANDO Arrabal er orðinn 64 ára en hann fæddist i hinni spænsku N-Afríkuborg Melilla. í samtíma- leikhúsi Spánar er staða Arrabals sérstök því þar hefur hann ekki notið hylli leikhúsgesta. Fallstykki hans á Spáni 1957 „Þríhjólamenn- irnir“ varð til þess að hann settist að í París og hefur skrifað á frönsku síðan. Þar kynntist hann nýstárleg- um uppsetningum og leikstjórum í fremstu röð. Að eigin sögn er hann þekktasti spænski höfundurinn á hinum alþjóðlega vettvangi á eftir García Lorca. Hann segist oft vera kominn að því að snúa heim úr sjálf- skipaðri útlegð en finni aldrei rétta augnablikið. Ogrunin í verkum hans og per- sónu hans sjálfs hefur átt auðvelt. með að hneyksla almenning. Á Franco-tímanum lenti hann í mála- ferlum og varð umtalaður og al- ræmdur. Eftir að þingræðið komst á hefur hann heimsótt Spán reglu- lega en hefur aldrei fallið inn í menningarlíf Spánar. Þrátt fyrir það eru rætur hans spænskar og sumir telja það ástæðuna fyrir að hann hefur þann kraft að gera áhorfendum bylt við. Alþjóðlegir gagnrýnendur hafa líkt honum við Goya og Búnúel til að útskýra fram- úrstefnu og öngþveitileikverk hans. Á Spáni hafa persónuleg og fram- sækin leikverk hans ekki notið skilnings hingað til. Fyrir höfundinn sjálfan eru leikverkin helgiathöfn: „Það er vanhelg og heilög veisla, erótísk og dulræn í senn sem birtir allar hugsanlegar hiiðar lífsins og sérstaklega þar með innifalinn dauðann. Þegar húmorinn og ljóð- rænan, hið hrífandi , öngþveitið og upplausnin sameinast í hið algjöra leikhús." Arrabal er mjög afkastamikill höfundur en meðal leikhúsverka hans eru: „Þríhjólið" (1953), „Völ- undarhúsið" (1956), „Tveir böðlar" (1956), „Bílakirkjugarðurinn“ (1957) sem hefur verið sett upp á Islandi, „Arkitektinn og keisarinn i Assiríu" (1966) og samtíningur eins og „Öngþveitisleikhúsið" (Te- atro Panico) og „Skopleikhúsið" (Tetaro Bufo). Meðal skáldsagna hans eru „Helgihátið ruglsins“ (1966), „Turninn sem særðist af eldingunni" (1983), sem fékk frönsku Nadal-verðlaunin, og „Hin hóflausa krossferð ástfangna geld- ingsins" (1990). Af kvikmyndum má nefna „Lifi dauðinn", eitt sinn mánudagsmynd í Háskólabíói. Skemmst er að minnast áhrifamik- illar uppsetningar Leiksmiðju Reykjavíkur á sl. ári á leikritinu „Þeir settu handjárn á blómin" í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Sú uppsetning var sannarlega í anda Artauds og Arrabals. Arrabal og þræilinn Cervantes í nýlegum viðtölum vegna nýju bókarinnar og verðlaunanna ræðst Arrabal ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Aðspurður um gildi miklvægra verðlauna segist Arrabal hafa fengið mikið af verð- launum og viðurkenningum undan- farið og það séu ellimerki. Verð- launin hefðu mátt koma fyrr því hann haldi að hann skrifi ekki bet- ur nú en þegar hann var þrítugur. Hann segist aldrei hafa sóst eftir verðlaunum né hafnað þeim og stæri sig aldrei af þeim. Hann viður- kennir þó að hampa þeim lítillega áður en hann sturtar þeim niður um klósettið heima hjá sér í París. Hina umdeildu verðlaunabók segist hann skrifa sem hyllingu á persónu Cervantes sem sé mjög nútímaleg. Hann segir Cervantes ásamt Shake- speare og Montaigne sýna okkur að við lifum á stórkostlegum tímum er skynsemishyggjan sé komin í þrot og það valdi augljósum ótta. Heimurinn sé að endurfæðast fyrir framan nefið á okkur, það sé mjög „cervantískt" og hann haldi upp merkjum þess anda. I bókinni telur hann ekki vafa á gyðinglegum uppruna Cervantes þótt honum hafi verið haldið leynd- um hingað til, sérstaklega á hinni þjóðemissinnuðu nítjándu öld. Þá var lögð áhersla á að hann hefði verið rómanskur og postullegur kaþólikki. Það sé fullvíst að hann hafi verið af gyðingafjölskyldu er var neydd til að snúast og skírast til kristni eða gerð burtræk ella. Umdeildasta ályktunin i bókinni er að spænska hetjan Cervantes hafí verið samkynhneigður. Arrabal segir erfíðara að sanna það en trú- skipti fjölskyldu hans sem til eru skjöl um. Því miður sé ekki til ljós- mynd af Cervantes í rúminu með ungum sveini en ýmislegt sé til sem hægt er að draga ályktanir af. Helstu frönsku og ítölsku Cervant- es-fræðingarnir telji ekki vafa á samkynhneigð hans. Það séu til skjöl sem sýni að hann hafi verið dæmdur til að handhöggvast fyrir sódómíska hegðun og á því séu ályktanir m.a. byggðar. í kjolfar þessa dóms flýr Cervantes til Ítalíu og leitar hælis í húsi Acquaviva kardínála í Róm. Kardínálinn kall- aði hann camarero sem þýðir bók- staflega, sá sem verður að sofa hjá honum og gæta hans á nóttunni. Cervantes varð að hátta með sverð. Til séu heimildir fyrir því að á tím- um Felipe II var sami Acquavia nappaður í kvenkjól, smurður ilm- vötnum. Einnig uppgötvaðist að vagn hans með þykkum tjöldum fyrir gluggum var vettvangur þar sem börn og ungmenni áttu við hann kynferðisleg samskipti. Þeir tveir voru á sama aldri og áttu í tímabundnu ástarsambandi. Eftir það gerði rithöfundurinn enn verra en að ganga í Útlendinga- hersveitina. Bauð sig fram sem skyttu í her Páfagarðs sem var al- ræmt sódómuhreiður. Hann vann einnig sem leikari í Sevilla með hin- um mikla leikritahöfundi Lope de Rueda sem var þekktur hommi. Hann umgengst mikið homma borgarinnar og tuttugu og sjö ára gamall gekk hann í karlabúr í Als- ír og sló í gegn. Arrabal segir það ýkjusögu að Cervantes hafi misst höndina í hinni frægu Lepanto-orrustu er Tyrkir biðu ósigur fyrir Felipe ÍI o.fl. Þetta hafi verið hluti af hetjuímynd rithöf- undarins sem enginn hafi dirfst að efast um. Cervantes hafi aldrei barist í orrustunni en verið á Mark- greifynjuninni, einu af skipum Páfagarðs. Til séu skjöl sem sýni að Cervantes hafi verið óbardaga- fær við upphaf orrustunnar vegna niðurgangs sem stafaði af hreinni hræðslu. Engar áreiðanlegar heim- ildir staðfesti handarmissinn en margir heimskir hermenn hafi vitn- að um þetta, en þó bar þeim aldrei saman hvort það var sú hægri eða vinstri, handleggurinn allur eða höndin. Arrabal telur sig ekki vera að ögra með þessum fullyrðingum. Þetta sé aðeins vitneskja hans um augljósa hluti. Ef hann segði Atla Húnakonung hafa verið góðan mann myndi enginn trúa honum og telja hann bijálaðan, en mark- tækir sagnfræðingar eins og Dum- ont séu þess fullvissir að Húnakon- ungur hafi verið einn friðsamasti maður síns tíma. Hann hafi lifað umkringdur hirð skálda og þýðenda sem stunduðu ekki stríð. Auk þess hafi Atli dáið úr ástarsorg, en það þýddi ekki fyrir hann að segja það. Arrabal er spurður hvort hann óttist ekki stórhneyksli með þessari bók með því að afhjúpa mikilvæg- ustu persónu spænskrar menningar fyrr og síðar. Arrabal óttast ekki því hann segist vera sendiherra og ráðherra kíkótismans í heiminum með fullu umboði. Kíkótisiminn sé undirstaða Spánar og hann sé hinn eini sanni sendiherra Spánar í Frakklandi og sá alþjóðlegasti. Ekki eins og hinn svokallaði sendiherra Spánar sem sé í rauninni sendiherra stjórnmálaflokks. Hann sé hinn sanni því hann sé fulltrúi hins villi- trúaða og frjálsa Spánar, Spánar kíkótanna. Arrabal segir um hina nýju miðjustjórn á Spáni að hún komi honum ekki við en að Partido Popular virðist vera síður íhalds- samur en Sósíalistaflokkurinn og Vinstri einingin. Arrabal vill koma á anarkisma á Spáni og gera ríkið upptækt og selja það eða dreifa því, sérstaklega til að tryggja ör- yggi lífeyrisþega og fátæklinganna. Hann segir það ekki brandara að ríkið verði að hverfa. Þegar Arrabal er spurður um hvort kynlíf hans einkennist af öngþveiti, þráhyggju eða þvingunum segist hann lifa mjög virku kynlífi í draumum sínum og martröðum. Hann hefur áhyggj- ur af því að Spánveijar séu orðnir of hreinlífir og njóti sjaldan ásta því það fæðist sífellt færri börn. Arrabal og súrrealisminn Skrifað er að til að skilja Arrab- al með innsýni og sögulegu sam- hengi verði að líta á tengsl hans við framúrstefnuhreyfingar í byij- un þessarar aldar, eins og súrreal- isma og dadaisma og hlutverk þeirra í þróun og endurnýjun leik- listarinnar. Þá eru það sérstaklega kenningar franska súrrealistans Antonin Artaud og grimmdarleik- húsið sem Arrabal aðhyllist. Hann hefur ritað að kenningar Artauds séu fyrir honum sýnir sjáanda, spámanns og skálds. Hann tekur fram að hann sé raupsamur þegar hann fullyrðir að textar Artauds hafi verið skrifaðir með verk sín í huga. Nafn hreyfingarinnar, sem er Panic-leikhúsið með margvísleg- ar stefnuyfirlýsingar, er ekki síður tileinkað arkadiska guðinum Pan en öngþveiti. Skógarguðinn/púk- inn er einn af fyrirrennurum hins kristna djöfuls en guðdómur hans er hrifning án skynsemi er leysir krafta myrkursins í samspili hins eyðandi og skapandi. Arrabal hefur alltaf staðið með róttækri frjáls- hyggju gagnvart kerfishyggju, kreddufullri tölfræði og stjórn- málahyggju undir hverskonar merkjum. Þess vegna lenti hann upp á kant við siðaboðun súrreal- istahreyfingarinnar. Hann ver svo- kallað pan-siðferði, margs konar qg margvíslegt siðferði í fleirtölu. í stað eins sameiginlegs púritansks siðferðis í lögregluformi sem reyn- ir að stýra okkur í gegnum stjórn- mál og fleira. En Arrabal á ekki í vandræðum með að umbera hug- myndir og lífshætti algjörlega and- stæða sínum. Allt þetta birtist samkvæmt arrabalfræðingnum Francisco Torres Monreal í eftirfarandi: „Uppruni, hugtök og fijálst hugar- flug án nokkurar ritskoðunar. Spá- sýnir undirvitundarinnar, draum- sýnir og draumórar. Sálfræði- dramatískir persónuleikar með áherslu á sadíska hegðun. Til- hneigingin til helgiathafnarinn- ar/leiksins og hið alhliða leikhús. Þetta eru ekki ómerkilegir leikir heldur metnaðarfullar dramatískir tilraunir sem hafa valdið gríðar- legri hrifningu og áhuga jafnt sem afneitun, bönnum og skilnings- leysi.“ Angel Bernegurer telur vera samhangandi þátt i leikverkum hans. „Það er helgiathöfnin og sársaukinn þegar hópur reynir að ná til utanaðkomandi og æðri heims." Arrabal hefur nýlega sagt að honum séu mjög minnistæð sam- skiptin við André Bretón, Dalí og fleiri súrrealista sem höfðu mikil áhrif á hann. Valensíanska lista- safnið og menningarráðið hélt ný- lega ráðstefnu til heiðurs súrrea- listapáfanum André Breton í tilefni hundrað ára afmælis hans og þar var Arrabal með fyrirlestur. Leik- skáldið kallaði erindi sitt „Árin mín þijú í súrrealista-hópnum“ og sagði um fjöllistamanninn Breton að afmælisbarnið hefði naumast nokkru sinni slegið á létta strengi, verið mikill kerfiskarl, reglusinn- aður, stærðfræðilega þenkjandi og stjórnsamur. Það hafi verið erfitt fyrir Breton að hlusta á skoðanir annarra því hann kom yfirleitt til morgunverðar súrrealistanna kl. 6.30 að morgni og fór klukkuíma síðar að sofa. Arrabal sagði að hann vildi frekar minnast dada- skáldsins Tristan Tzara sem einnig ætti 100 ára afmæli á þessu ári og lagði áherslu á lykilhlutverk hans við upphaf súrrealista-hreyf- ingarinnar í París. Þegar Tzara kom til Parísar hitti hann fyrir pabbadrengi sem voru ástfangnir af nútímanum og opnir fyrir nýj- ungum. Við það að þeir kynntust kennisetningum dadaismans úr munni höfuðsmiðsins varð súrreal- ista-hreyfingin til. Arrabal gagn- rýndi siðferði frönsku súrrealista- hreyfingarinnar sem olli því að nokkrir meðlimir hennar voru reknir og bannfærðir í mótsögn við eina af frumforsendum nútímans, að það sé til margs konar siðferði. Ræða Arrabals, sem minnti oft frekar á gamanmál, leiddi í ljós hina sterku óbeit hans á því sem hann kallaði vatíkanska, staliníska og nasíska hegðun súrrealista- hreyfingarinnar þegar þeir ráku marga meðlimi úr súrrealista- hópnum eins og málarana Marx Ernst og Dalí fyrir siðlausa hegð- un, sem var öðruvísi en uppskrift súrrealista að siðferði. Arrabal lauk uppákomu sinni með því að taka Gölu sem dæmi er var ást- kona Ernst, eiginkona skáldsins Paul Eluard og síðar kona Dalís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.