Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996 29 MINNINGAR igar gönguferðir fjölskyldnanna. ins sú fyrsta var Viðeyjarferð sem irin var fyrir nokkrum áratugum, ður en farið var að gera Viðeyjar- tað nokkuð til góða og Sundahöfn- i varð til. Það var mikil ævintýra- srð fyrir börnin, farið var með bátn- m Gísla J. Johnsen og farþegarnir eijaðir í land með gúmmíbát. Fyrir rúmlega hálfu ári greindist ón með þann sjúkdóm sem nú hef- r lagt hann að velli. Lengst af hef- r hann verið heima og notið þar rábærrar umönnunar Helgu, konu innar, sem sagði upp starfi sínu til ess að geta verið heima hjá honum g hjúkrað honum. Nú að ieiðarlokum viljum við, ég g börnin mín, þakka vináttuna við jölskylduna handan götunnar og llar þær góðu stundir, sem við höf- im átt saman. Helgu og afkomend- im þeirra Jóns sendum við innilegar amúðarkveðjur og biðjum þeim allr- .r blessunar. J.B. Það er 20. júlí og hásumar. Hægt .ndvarp, hógvært bros og sálin ;vaddi þennan hásumardag sjúk- lómi hijáðan líkama Jóns vinar okk- .r Ferdinands. í lygnu morgunhúm- nu glömpuðu sundin blá og reisu- 3ga Esjuna bar hátt við himinn. Þér lótti vænt um sundin blá og Esjuna, ón. Avallt blöstu þau við þér úr ldhúsglugga ykkar Helgu, oft sleg- n fögrum litum en yggld og grettin i stundum. Aðeins andaði um blöð ijánna og blómanna í garðinum 'kkar, þar sem þú undir mörgum tundum og hlúðir ástríkum höndum ið blómum og gróðri. Hin mikla hlýja og hógværð, sem if þér geislaði, vann þér marga vini. >ú varst haldinn lifandi forvitni - 'íðlesinn og fróður. Við Inger erum lakklát því að geta talið okkur með- il vina þinna. Vinátta þín göfgaði ig gaf. Hún veitti okkur stundir er ildrei gleymast. Ég minnist er við gengum saman im Heiðmörk á einum fögrum síð- lUmardegi. Þú stoppaðir við og við, >entir mér á fallegt tré, nefndir íafn þess og dásamaðir margþætta eyndardóma náttúrunnar. Öll ör- íefni þekktir þú, sagðir frá atburð- im úr æsku þinni og frá ferðum >ínum á erlendum grundum. Sér- taklega voru þér minnisstæðar 'erðir ykkar Helgu til Noregs og lorgmundarhólma. Þú varst mikil- íæfur listamaður, Jón, og vel látinn tennari. Ekkert máttir þú aumt sjá, ivallt varstu til hjálpar reiðubúinn. Sannur skáti reyndist þú í orði og eði. Allir sem einn þakka félagar )ínir í St. Georgs gildi skáta í ieykjavík þér störf þín, vináttu þína )g stuðning. Þú lætur eftir þig fleira m gott lífsverk, marga góða vini >g ljúfar minningar, vinur okkar ión. Þú tætur eftir þig fjögur vel nenntuð, góð og gjörvileg börn. Skki má heldur gleyma barnabörn- inum þínum góðu og fallegu öllum, >em þú unnir svo heitt og gafst svo nikið. í málverkum þínum, börnum, larnabörnum og afkomendum Jeirra, muntu til eilífðar lifa. Helga, vinurinn kæri, það er sárt ið missa eiginmann sinn, ennþá ingan. Maður verður sleginn ótta, /anmætti og öryggisleysi. Sorgin jnístir fjötrum sínum um hjartað, 'áðfæð ræður, orð skortir. Mundu ívalt að Jesús sagði: „Örvæntu eigi jví að svo elskaði Guð heiminn að aann gaf son sinn eingetinn svo að jú mættir öðlast eilíft líf.“ Af kaleik sorgarinnar verða allir þeir sem líf- inu lifa einhvern tíma að bergja. Án lauða er ekki líf. Ég minni á að Guð 3r með okkur öllum í gleði sem í sorg. Þá sorgin nístir sem mest reyndu að muna þennan sannleik. Hallgrímur Pétursson kvað í Passíu- iálmunum um kaleik sorgarinnar: Kvöl sína Jesús kallar kaleik áskenktan sér. Kross þinn og eymdir allar eins máttu nefna hér, því Drottinn drakk þér til, fyrir þig þá hann píndist, svo þú, mín sál, ei týndist. Gjör honum gjaman skil. Þú mátt þig þar við hugga, hann þekkir veikleik manns. Um þarftu ekki að ugga SOFFÍA S TEINSDÓTTIR ádrykkjuskammtinn hans, vel þín vankvæði sér. Hið súrasta drakk hann sjálfur, sætari og minni en hálfur skenktur er skerfur þér. Inger, Einar Tjörvi og Karel. í uppvexti er hugur okkar að nema ný lönd. Á leið til þroska hitt- um við stundum fyrir einstaklinga sem með orði eða æði verða okkar leiðsögumenn; þeir í senn vísa okk- ur veginn og hvetja til frekara landnáms. Við kynni af slíkum mönnum stækkar veröldin og tilver- an öll. Það er mín gæfa að hafa kynnst Jóni Ferdinandssyni. Vinátta okkar Eiríks, sonar hans, leiddi okkur Jón saman í fyrsta sinn fyrir réttum tveimur áratugum. Ég var sextán ára menntaskólastrákur í leit að einhverum tilgangi með þessu amstri sem við köllum líf. Jón var þá fjöiskyldufaðir sem var kominn vel á fimmtugsaldur og mér til undrunar enn leitandi með opnum hug að leyndamálum lífsins. Ég átti ekki öðru að venjast en að um tvítugsaldurinn hefðu menn fundið öll þau svör sem skiptu máli. Jón var fyrsti maðurinn sem ég kynntist sem hafð: meiri áhuga á spurningum en svörum; kaus frekar að leita en finna. Ég minnist varla nokkurs fundar með Jóni þar sem við leiddum ekki hugann að ein- hveiju óræðu eða í það minnsta margræðu. Sjaldnast urðum við nokkurs vísari en við höfðum alltént velt vöngum og veröld mín hafði stækkað. Jón var því leiðsögumaður í mín- um uppvexti. Hann vísaði mér á ýmsar lendur hugans sem ég hafði ekki hugmynd um. Allt til hins síð- asta var hann mér örvun og hvatn- ing til að láta ekki blekkjast af al- gildum svörum samtímans. Og svo var hann fordómalaus og umfram allt góður maður. Hans er saknað. Með þessum fátæklegu kveðju- orðum vil ég þakka Jóni Ferdin- andssyni leiðsögnina. Fyrir sam- fylgdina er ekki tímabært að þakka því að á meðan ég hugsa nýt ég fylgdar hans. Helgu, börnum og öðrum að- standendum sendi ég einlægar sam- úðarkveðjur. Ásgeir Friðgeirsson. Vinur deyr. Minningar lifna. Loftið leiftrar: Litir, myndir, tónar, orð. Fjölskyldu- og vinafundir. Gleðistundir. List og önnur menning ávallt efst á baugi. Einstök húsfreyja kann bragðlaukana vel að kæta. Ferðasögur. Fjarlæg lönd þrædd. Aætlanir. Hamingja í hvetju homi. Allt í einu er leiknum lokið. Tjaldið fellur... en það sem listamaðurinn málaði á það máist ei. Elsku Helga og fjölskylda. Við Guðmundur þökkum áratuga vin- áttu, sem aldrei bar skugga á, og sendum ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ingibjörg Þorbergs. Oft verður manni illa brugðið, þegar maður fréttir lát vinar og fyrrverandi starfsfélaga. Þrátt fyrir alvarleg veikindi Jóns bjuggumst við ekki við svo sviplegu fráfalli, en enginn deilir við dómarann. Við áttum því láni að fagna að starfa með Jóni J. Ferdinandssyni á Veðurstofu íslands á Keflavíkur- flugvelli, en hann réðst þangað í mars 1954 og starfaði þar um tíu ára skeið. Óhætt er að fullyrða að vandfundnir eru þeir menn, sem hafa þá mannkosti er prýddu Jón. Hann var prúðmenni og hógvær í framkomu og hvers manns hugljúfi. I erilsömu starfi var gott að finna rólyndi og skapfestu Jóns, sem ætíð átti léttar athugasemdir, sem hlýjuðu í önn dagsins. Að setjast niður með Jóni yfir kaffibolla og ræða nýjustu stefnurnar í málara- listinni eða önnur fagurfræðileg sjónarmið, var upplifun sem ekki gleymdist. Þá þegar var hann byrj- aður að stunda listnám því að hug- ur hans hneigðist snemma í þá átt. Góðir menn skilja eftir sig minn- ingar, sem ekki gleymast. Helgu, eiginkonu Jóns, börnum og vandamönnum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Fyrir hönd fyrrverandi sam- starfsmanna á Veðurstofunni. Ingólfur Aðalsteinsson, Borgþór H. Jónsson. + Soffía Steinsdóttir var fædd í Stórholti í Fljótum 26. nóvember 1913. Hún lést á Landspitalanum 4. júlí síðast- liðinn og fór útförin fram frá Neskirkju 12. júlí. Okkur langar að minnast með fáum orðum ástkærrar systur, mágkonu og frænku, Soffíu Steinsdóttur. Föðurætt sína á hún að rekja í Fljótin en móðurættina í Svarfaðardal og út í Fjörður. Eftir bamakennslu, á farskóla þess tíma, fór Soffía á Kvenna- skólann á Blönduósi. Var foreldr- unum umhugað að börnin nytu bestu alþýðumenntunar sem þá var í boði. Var sá skóli henni gott veganesti á lífsbrautinni. Lolla, eins og hinir nánustu nefndu hana, vandist öllum al- mennum sveitastörfum, jafnt úti sem inni og þótti snemma liðtæk til allra verka og atorkusöm. Hug- ur hennar leitaði löngum norður og heim að Ási. Hún naut þess að koma heim á bernskustöðvarn- ar, sem hún nokkuð oft gerði. Hafði hún mikla ánægju af að taka þátt í sveitastörfunum. Oftar en ekki kom hún við hjá okkur á Hólaveginum og var þá mikið tal- að og oft hlegið dátt. Alltaf lá leiðin á Hjarðarhagann til Lollu og Sigga þegar farið var suður, þar sem hennar hlýi og stóri faðmur stóð ætíð opinn. Hún fylgdist mjög grannt með öllum sínum systkinabömum og spurði óspart frétta af skyldfólkinu fyrir norðan. Okkur systkinunum á Hólaveginum var hún alveg ein- stök. Það var eins og hún ætti í okkur hvert bein. Alltaf voru kræs- ingar á borðum og gestrisnin ein- stök. Okkur þótti gott að koma til þeirra Sigga á þetta fallega heimili og í hugum okkar geymum við virðingu og lotningu fyrir þess- ari konu sem sýndi okkur svo mikla væntumþykju. Það var ánægjulegt að eiga með henni ógleymanlega stund á Fjalli í Kol- beinsdal í fyrrasumar, í hennar síðustu ferð norður, eftir göngu- ferð skyldfólksins yfír Heljardals- heiði. Við kveðjum Lollu með þakk- læti í huga fyrir allt sem hún gaf okkur og veitti. Samúðarkveðjur til ástvina. Guð blessi minningu hennar. Kári, Dagmar og börn. Allt hefur sinn vitjunartíma og ekkert stöðvar tímans þunga nið. Á sólbjörtum sumardegi rann upp skapadægur föðursystur minnar Soffíu Steinsdóttur Frá Neðri-Ási í Hjaltadal. Sú staðreynd og vissa að lífsgöngunni lýkur aðeins á einn hátt, breytir því ekki að hinsti við- skilnaður ástvinar er sár og skilur eftir tóm hjá þeim sem eftir standa. En áfram lifir í huganum hugljúf minning um þá konu sem nú er gengin á vit feðra sinna. Soffía var meðalkona á hæð, dökkhærð á yngri árum, augun brún og stafaði frá hlýja. Hún var létt í fasi, kvik í hreyfingum, hýr- eyg, jafnvel glettin og þó dagf- arsprúð. Það mátti heita árvisst að Soffía vitjaði æskustöðva sinna heima í Neðra-Ási og hafði oft á þeim ferðum einhveija viðdvöl á æskuheimili mínu á Sauðárkróki. Síðar, þegar ég hvarf úr for- eldrahúsum, vart af barnsaldri, tii náms syðra stóð snyrtilegt heimili þeirra hjóna Soffíu og Sigurðar Sveinssonar, við Hjarðarhaga mér opið fyrir allri þjónustu. Þar voru bornar fram veitingar af rausn, smekkvísi og myndarskap. Soffía frænka mín kunni sannarlega þá list að veita, og af fádæma snilld þær veigar sem ylja um hjartaræt- ur. Henni var mjög umhugað um velferð síns fólks, að allir stæðu sig vel og kæmu sér áfram í lífinu með mannlegri reisn. Það er lán sem ber að þakka að hafa fengið um skeið að vera samferðamaður konu sem hafði slíkt að leiðar- ljósi. I mínum huga átti Soffía Steinsdóttir þessa mannlegu reisn. Steinn Kárason. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA JÓNASDÓTTIR, Setbergi, Sandgerði, andaðist þriðjudaginn 23. júlí. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA FRÍMANNSDÓTTIR, Baughóli 11, Húsavík, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. júlí. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 29. júlí kl. 14.00. Valborg Aðalgeirsdóttir, Gretar Berg Hallsson, Þorgrfmur Aðalgeirsson, Dagmar Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um okkar ástkæru KETTÝ RÓESEN ELÍASSON, fyrrverandiyfirhjúkrunarkonu í Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði, sem andaðist 3. júní sl., fer fram frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Minningarsjóð Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði njóta þess. Vinir og vandamenn. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, NIKULÁS HALLDÓRSSON, lést þann 21. júlí. Jarðarförin fer fram frá Sauðaneskirkju laugardaginn 27. júlí kl. 14. Ásta Hermannsdóttir, Halldór Halldórsson, Tinna K. Halldórsdóttir, Henný Lind Halldórsdóttir og aðrir vandamenn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDtS JÓELSDÓTTIR frá Sælundi, Heiðarvegi 13, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 27. júlí kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Októvía Andersen, Borgþór E. Pálsson, Jóhanna Emilía Andersen, Kristján Bogason, Júlfa Petra Andersen, Hjalti Elíasson, Jóel Þór Andersen, Þurfður Jónsdóttir, Mardís Malla Andersen, Sigurður K. Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.