Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 19 Beaton í Rungstedlund Á KAREN Blixen safninu í Rungstedlund á Sjálandi, stend- ur nú yfir sýning á andlitsmynd- um breska ýósmyndarans Cecils Beatons, en hann var m.a. þekkt- ur fyrir myndir sinar af Blixen, þær síðustu teknar nokkrum vik- um fyrir lát hennar. Á sýningunni eru myndir sem Beaton tók af mörgum þekktum andlitum og má þar nefna Mar- iu Callas, Gretu Garbo, sem Beaton kvaðst raunar hafa átt i stuttu ástarsambandi við, Marilyn Monroe, Truman Cap- ote, Audrey Hepburn og John Gielgud. Sjálfur heillaðist Beaton af hinum frægu og ríku. Hann fylgdist vel með tískunni og var ævinlega glæsilega til fara. Bea- ton var um síðir aðlaður enda átti konungsfjölskyldan honum skuld að gjalda, því það var ekki síst vegna ljósmynda hans af fjölskyldumeðlimum, sem tókst að endurvekja traust al- mennings á konungdæminu í kjölfar þess að Játvarður VIII afsalaði sér völdum til að kvæn- ast Wallis Simpson. I formála sýningarskrárinnar um Beaton segir að hans verði líklega fyrst og fremst minnst sem mannsins sem festi á filmu hina gáfuðu, glæsilegu og þá sem komust vel áfram í lífinu. „Rétt eins og listamanns sem gerður er ábyrgur fyrir að við- halda heimi töfra og glæsileika á þeim tíma sem menn kunnu ekki alltaf að meta slíkt.“ EIN af þekktustu myndum Beatons af Blixen, tekin í Bandaríkja- för hennar. Hún er tekin í eldhúsinu á heimili hans. Kammerkór Langholts- kirkju á Norðurlandi í ÞRIÐJU tónleikaröð Sumartón- leika á Norðurlandi 1996 mun Kammerkór Langholtskirkju ásamt stjórnanda sínum Jóni Stefánssyni leggja land undir fót og halda söngtónleika í Raufar- hafnarkirkju í kvöld kl. 21, Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 21. og Akureyrar- kirkju sunnudaginn 28. júlí kl. 17. Á efnisskrá verða íslensk þjóð- lög í útsetningu Hafliða Hall- grímssonar og Hjálmars H. Ragnarssonar. Islenskt sálmalag í úts. Jóns Þórarinssonar og verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Misti Þor- kelsdóttir, Kjartan Olafsson, Jón Ásgeirsson og Þorkel Sigur- björnsson. Kammerkór Langholtskirkju er hópur söngvara úr Kór Lang- holtskirkju. Þeir hafa allir stund- að söngnám og hafa mikla reynslu í kórsöng. Kammerkórinn hefur annast sérstök verkefni, s.s. söng við brúðkaup og jarðarf- arir. Kammerkór Langholtskirkju mun kynna íslenska kirkjutónlist á Norræna kirkjutónlistarmótinu sem haldið verður í Gautaborg í september n.k. Ferðin til tunglsins MYNDLISTARSÝNING verður opnuð í gallerí veitingastaðarins „22“ á Laugavegi 22 kl. 17 laug- ardaginn 27. júlí. Myndlistar- mennirnir Lárus Jóhannesson og Snorri Sturluson sýna þar verk sem þeir hafa unnið í sameiningu á þessu ári og því síðasta. Verk- in eru sprottin úr veruleika hvers- dagsins og eru unnin í ýmis efni sem eru fyrir augum okkar dags daglega. Þetta er fyrsta sýning þeirra og ber hún yfirskriftina: „Ferðin til tunglsins." Sýningin stendur í 3 vikur og eru allir velkomnir á opnunina. Osútað stein- bítsroð í Hornstofu í DAG föstudag verður opnuð sýning og sala í Hornstofunni, Laufásvegi 2, á verkum hand- verkskvennanna Helgu Aspelund og Agnesar Aspelund. Helga sýnir skartgripi úr ósút- uðu steinbítsroði og kopar. Stein- bítsroðið meðhöndlar hún sjálf. Hún starfar með handverkshópn- um Drymlu, Bolungarvík. Agnes sýnir smámyndir þar sem hún blandar saman vatnslit- um, kopar og ósútuðu roði. Ag- nes hefur sýnt í Slunkaríki á ísafirði. Báðar munu þær sitja að störf- um. Sýningin stendur til 31. júlí. Opið kl. 13-18. Síðasta sýning- arhelgi A’Avramenkos SÝNING úkraínska listmálarans Arthurs A’Avramenkos stendur nú yfir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Opnunartími er frá kl. 12-18 en sýningunni lýkur næstkomandi mánudag, 29. júlí. LISTIR Hafdís Bennett í Lónkoti UM HELGINA verður opnuð sýning á pastelmyndum eftir Hafdísi Her- bertsdóttur Bennett í galieríi sem er nýopnað að Lónkoti í Sléttuhlíð í Skagafirði. Eru myndirnar flestar úr héraðinu, átthögum Hafdísar sem annars hefur búið erlendis um 35 ára skeið, en kemur heim á hveiju sumri. Galleríið er helgað minningu Sölva Helgasonar sem fæddur var í sveit- inni og er bærinn, sem endurbyggð- ur hefur verið, áningar- og gististað- ur á Siglufjarðarleið. SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA í JÚNÍ 1996. UNNIÐ FYRIR MORGUN- BLAÐIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti EITT af verkum Hafdísar á sýningunni. 4 GRILLRÉTTIR Ritstj. Björg Sigurðardóttir og Hörður Héðinsson. Myndir: Guðmundur Ingólfsson. Útg. Vaka-Helga- fell. O ISLENSKA VEGAHANDBÓKIN Ritstj. Örlygur Hálfdanarson. Útg. íslenska bókaút- gáfan. O PANORAMA Pill Stefánsson. Útg. Iceland Review. A ÍSLENSK FLÓRA ÁgústH. Bjarnason. Myndir: Eggert Pétursson. Útg. Forlagið. C_0 ICELAND THE WARM COUNTRY v TorfiH. TuUnius. Myndir: Sigurgeir Sigur- jónsson. Útg. Forlagið. 5 7 8 9 _0 ÍSLAND - TÖFRANDI LAND ' Útg. Snerruútgáfan. BLÁNÓTT - UÓÐ LISTAHÁTÍÐAR 1996 Útg. Listahátíð og Mál og menning. VERÖLD SEM VAR Stefán Zweig. Útg. Mál og menning. STRÖNDIN í NÁTTÚRU ÍSLANDS Guðmundur Páll Ólafsson. Útg. Mál og menning. 4 O ÍSLENSKA GARÐBLÓMABÓKIN HólmfríðurA. Sigurðardóttir. Útg. íslenska bóka- útgáfan. Einstakir flokkar: Skáldverk 1 BLÁNÓTT - UÓÐ LISTAHÁ- TÍÐAR 1996 Útg. Listahátíð og Mál og menn- ing. 2 VERÖLD SEM VAR Stefán Zweig. Útg. Mál og menning. 3 ÍSLENSK KVÆDI Frú Vigdís Finnbogadóttr valdi efni. Útg. Mál og menning. 4 FALSARINN Björn Th. \Björnsson. Útg. Mál ok menning. 5 ENGLAR ALHEIMSINS Einar Már Guðmundsson. Útg. Mál og menning. 6 RAUÐA SERÍAN 4 saman í pakka Útg. Ásútgáfan. 7-8 SAGEN UND MÁRCHEN AUS ISLAND Þýð. Hubert Seelow. Myndir: Kjartan Guðmundsson. Útg. Iceland Review. 7-8 SPEGILL UNDIR FJÖGUR AUQU Jóhanna Sveinsdóttir. Útg. Mál og menning. 9 VERÖLD SOFFÍU Jostein Gaarder. Útg. Mál og menning. 10 UÓD TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR Útg. Mál og menning. Almennt efni 1 GRILLRÉTTIR Ritstj. Björg Sigurðardóttir og Hörður Héðinsson. Myndir: Guðmundur Ingólfsson. Útg. Vaka-Helgafell. 2 ÍSLENSKA VEGAHAND- BÓKIN Ritstj. Örlygur Hálfdanarson. Útg. íslenska bókaútgáfan. 3 PANORAMA Páll Stefánsson. Útg. Iceland Review. 4 ÍSLENSK FLÓRA Ágúst Bjarnason. Myndir: Eggert Pétursson. Útg. Forlagið. 5—8 ICELAND THE WARM COUNTRY IN THE NORTH Torfí H. Tulinius Myndir: Sigurgeir Sigurjðnsson. Útg. Forlagið. 5-6 ÍSLAND - TÖFRANDI LAND Útg. Snerruútgáfan. 7 STRÖNDIN í NÁTTÚRU ÍSLANDS Guðmundur Páll Ólafsson. Útg. Mál og menning. 8 ÍSLENSKA GARÐBLÓMA- BÓKIN Hólmfríður A. Sigurðardóttir. Útg. Islenska bókaútgáfan. 9 EM I KNATTSPYRNU 96 - HANDBÓKIN Ritstj. Skúli Sævarsson. Útg. Reykholt. 10 MERGUR MÁLSINS Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og Örlygur. Börn og unglingar 1 KOLUR í LEIKSKÓLA Lucille Hammond. Útg. Bókaútgáfan Björk. 2 GRILLAÐIR BANANAR Ingibjörg Möller og Fríða Sigurðardóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 3 GEITURNAR ÞRJÁR Elien Rudin. . Útg. Bókaútgáfan Björk. 4-6 ARI OG ÁSA LEIKA SÉR Joan Webb. Útg. Bókaútgáfan Björk. 4-6 BLÁA KANNAN Alice Williamson. Útg. Bókaútgáfan Björk. 4-6 SNÚDUR OG SNÆLDA i SUMARLEYFI íslenskur texti Vilbergur Júlíusson. Útg. Setberg. 7-8 ÍSLENSKU DÝRIN Myndir: Halldór Pétursson. Útg. Setberg. l 00 POCAHONTAS Walt Disney. Útg. Vaka-Helgafell hf. 9 DODDI OG NÝI VINUR- INN Enid Blyton. Útg. Myndabókaútgáfan. 10-11 STAFRÓFSKVER Sigrún og Þórarinn Eldjárn. Útg. Forlagið. 10-11 VÍSNABÓKIN Útg. Iðunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.