Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ PlirrgmiiMalil STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÍKISREKIN HUG- BÚNAÐARGERÐ HUGBÚNAÐARIÐNAÐUR er af mörgum talinn geta orðið einn helzti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi. Þekking, hugvit og færni einkennir þessa atvinnugrein og í ýmsum öðrum löndum skilar hún miklum útflutningstekjum og skapar hálaunastörf. Framtakssamir einstaklingar hafa haslað sér völl í hugbúnaðargerð hér á landi á undanförnum árum. Það, sem gerir fyrirtækjum þeirra hins vegar erfitt fyrir, er umsvifamikill ríkisrekstur í hugbúnaðargerð, sem vaxið hefur hljóðlega og að því er virðist án þess að einhver ábyrgur aðili í stjórnkerfinu hafi tekið um það sérstaka ákvörðun. Páll Hjaltason, framkvæmdastjóri Hugbúnaðar hf., segir í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær að stjórnvöld séu á rangri leið með því að setja á fót sérstakar tölvudeildir innan ríkisstofnana í stað þess að leita til einkafyrirtækja. Hann bendir á að þótt ríkis- stofnanirnar telji sparnað felast í þessu sé ýmis kostnaður við tölvudeildirnar falinn og ekki víst að sá sparnaður verði af þessu fyrirkomulagi og ætlunin er. Jafnframt — og það er einkar umhugsunarverð ábending — segir Páll að með þessu sé þekking sú, sem safnast upp innan ríkisfyrirtækjanna, einangruð og lokuð inni og úreldist að lokum, því að ríkið hafi ekkert gert til að markaðssetja hana. Páll segist því óttast stöðnun í hugbúnaðargeiranum. Ef stjórnvöldum er alvara í því að stuðla að uppbygg- ingu samkeppnishæfs hugbúnaðariðnaðar er langeðli- legast að haga málum þannig að stór verkefni í þróun hugbúnaðar séu fyrst og fremst unnin í einkageiran- um, þar sem útsjónarsemi og framtak er fyrir hendi til að gera þekkinguna að útflutningsvöru og afla tekna í þjóðarbúið. Ríkisstofnanir nota og kaupa mikið af hugbúnaði og eru betur komnar sem hluti af heima- markaði hugbúnaðarfyrirtækjanna, sem þau geta notað til vöruþróunar, en sem keppinautar þeirra. Einhver stefnumótun þarf að fara fram í þessum málum af hálfu stjórnvalda. Skoða þarf hvort ríkis- rekstur í hugbúnaðargerð sé líklegur til að skila skatt- greiðendum hagræði til lengri tíma, hvernig skattaleg staða hinna einkareknu hugbúnaðarfyrirtækja sé í samkeppni við ríkisfyrirtækin og hvort ekki sé ástæða til að bjóða út hugbúnaðargerð fyrir ríkið, fremur en að stofnanir þess sinni henni sjálfar. SPARNAÐUR AF S J ÓNFUND ATÆKNI VALBERG Lárusson viðskiptafræðinemi skrifar grein í viðskiptablað Morgunblaðsins, þar sem hann fjallar um svokölluð sjónfundakerfi og notagildi þeirra. Með sjónfundatækni getur fólk talað saman augliti til auglitis og unnið saman við ýmis gögn, til dæmis tölvugögn, án þess að vera á sama stað eða í sama landi. í grein Valbergs er meðal annars bent á að Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hafi notað sjónfundakerfi með góðum árangri. Morgunblaðið hefur áður bent á að stjórnarráðið ætti að taka SH sér til fyrirmyndar og leitast við að lækka ferðakostnað með því að taka sjón- fundatækni í sína þjónustu. Það myndi reyndar ekki aðeins skila sparnaði, heldur jafnframt minnka álag og fyrirhöfn starfsmanna ríkisins, sem margir hverjir þurfa að sækja ótrúlega marga fundi og ráðstefnur starfs síns vegna. Að sögn Valbergs Lárussonar er almennt áætlað að fyrirtæki geti lækkað ferðakostnað um 6-15% með því að nota sjónfundakerfi, en til eru dæmi um meiri sparnað, allt að 40%. Hver gæti orðið sparnaður ríkis- stofnana og ráðuneyta af hagnýtingu þessarar nýju tækni? Tveggja manna saknað eftir að ÆSAIS sök] V í ðtæk leit bátí var árangxii TVEGGJA manna er saknað eftir að kúfiskveiðiskipið Æsa ÍS-87 frá Flateyri sökk í Arnarfirði um hádeg- isbilið í gær, en fjórir úr sex manna áhöfn komust um borð í gúmbjörgun- arbát og var þeim bjargað um borð í Vigdísi BA-377, sem var nærstödd og sá neyðarljós frá-Æsu. Kom Vig- dís með mennina til Bíldudals um kl. 14.30. Flakið á 70-80 metra dýpi Víðtæk en árangurslaus leit var gerð í gær að mönnunum sem saknað er. Alls tóku 32 bátar og tveir togar- ar þátt í leitinni auk TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunar- sveitarmenn gengu fjörur beggja vegna Arnarfjarðar. Formlegri leit var hætt á miðnætti, en fjörur verða áfram gengnar í dag og björgunarbát- ur björgunarsveitar Slysavarnafélags- ins á Patreksfirði mun leita á sjó. Olíubrák kom fljótlega upp frá Æsu eftir að skipið sökk og fann Sæborg BA-77 flakið á um 70-80 metra dýpi kl. 13.34. Samkvæmt upplýsingum björgun- armiðstöðvar Slysavarnafélags ís- lands barst stöðinni tilkynning um að Æsa hefði sokkið í Arnarfirði á móts við Fífustaði kl. 13.12 í gær. Slysavarnafélagið bað loftskeyta- stöðvarnar í Reykjavík og á ísafirði um að kalla alla nálæga báta á svæð- ið til leitar og einnig voru björgunar- sveitir Slysavarnafélagsins á Tálkna- firði, Bíldudal, Patreksfirði og Þing- eyri strax kallaðar út til leitar að mönnunum tveim. Allar sveitirnar fóru á bátum til leitar en einnig gengu björgunar- sveitarmenn frá Bíldudal fjörur í sunnanverðum Arnarfirði frá Bakkadal og út ijörðinn og einnig voru fjörur gengnar við norðanverð- an Arnarfjörð. Þrír fiskibátar frá Bíldudal héldu þegar til leitar og einnig bátar frá Tálknafirði og Pat- reksfirði. Bátunum var skipað í leit- areiningar og sigldu þeir um svæðið með 0,1 sjómílu millibili. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Mýrafell ÍS sökk í mynni • Arnarfjarðar 26. júní 1996 Straumnes g Ritur Göltur rí)i Kögur M' _ p lsa- ' Flafeyri fjöríkir Kópur Blakkur Patreksflörður*. Bjargtangar;.L«*v, * 0 10sjómllur Æsa IS sökk í Arnarfirði 25. júlí 1996 Mýrafell sökk á svipuðum slóðum FYRIR réttum fjórum vikum sökk Mýrafell ÍS 123 skyndi- lega um fjórar sjómílur austur af Kópi við mynni Arnarfjarð- ar, skammt þar frá sem Æsa IS 87 sökk í gær. Fjórir skip- verjar voru um borð og björg- uðust allir en nokkrar minútur liðu áður en skipstjóranum tókst að komast út úr stýrishús- inu og krafla sig upp á yfirborð- ið. Tveir björgunarbátar voru um borð en einungis öðrum þeirra skaut upp. Það var skips- höfnin á Guðnýju IS 266, sem kom til bjargar eftir að skip- brotsmenn skutu blysi á loft. SIF, var nýfarin í loftið frá Reykjavík þegar tilkynning barst um að Æsa hefði sokkið og þegar ljóst var að tveggja manna var saknað var hún samstundis send til leitar að þeim. Þyrlan var komin á leitarsvæðið um kl. 14.10 og ieitaði hún til kl. 18. Síðdegis voru togararnir Skapti S_K frá Sauðárkróki og Páll Pálsson ÍS frá Hnífsdal komnir á leitarsvæðið ásamt 32 bátum sem þátt tóku í leit- inni að mönnunum tveimur. BÁTAR sem voru á v Gleði og sorg MAGNEA Guðmundsdóttir heimti son sinn, Onund Pálsson, og bróður sinn, Hjört Rúnar Guðmundsson, úr helju þegar skelfiskbáturinn Æsa fórst. Magnea stóð einnig í ströngu, eins og allir aðrir Flateyringar, síðastliðið haust þegar snjóflóð féll á bæinn. „Tilfinningar mín- ar eru núna mjög skrítnar. Eins og við höfum upplifað áður hér þá blandast saman gleðin og sorgin. Eg er eiginlega orðlaus. Við verðum bara að vona að okkur takist að takast áfram á við lífið,“ sagði Magnea. Sigurður Jónsson skipatæknifræðingur á ísafirði Get ekki ímyndað mér neina ástæðu „ÞETTA er eitt af þeim skipum sem ég hefði síst átt von á að myndi lenda í svona óhappi,“ sagði Sigurður Jóns- son, skipatæknifræðingur og fram- kvæmdastjóri Skipasmíðastöðvarinn- ar hf. á ísafirði, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagðist vera steinhissa á því að Æsa 1S-87 hafi sokkið og hann geti ekki ímyndað sér neina ástæðu fyrir því. Sigurður þekkir skip- ið og eiginleika þess mjög vel og seg- ir hann ótrúlegt að svona hafi farið. Æsa ÍS er 22 metra langt og 7 metra breitt 145 rúmlesta stálskip sem var sérsmíðað til skelfiskveiða árið 1987. Skipið var smíðað í Gorind- hem í Hollandi og keypt til Suð- ureyrar við Súgandafjörð þar sem Bylgjan gerði það út til skelfískveiða og hét það þá Villi Magg. Eftir gjald- þrot Bylgjunnar eignaðist Byggða- stofnun skipið en seldi það til Bolung- arvíkur 1989 og árið 1992 keypti Hjáimur hf. skipið til Flateyrar þar ÆSA ÍS hét áður Villi Magg og var skipið keypt nýtt frá Hollandi til Suðureyrar árið 1987. sem það hefur verið gert út til kúfisk- veiða. Á Æsu eru mjög stór sjóinntök í vélarrúminu framan í skipinu, en sjón- um er dæit í rörin í gegnum skipið aftur á dekk og þaðan í slöngu sem fylgir plógnum sem notaður er við veiðarnar, en skelinni er rótað upp úr hafsbotninum með sjóþrýstingi fyr- ir framan plóginn. Segir Sigurður að það eina sem honum detti í hug sé að sjóinntökin hafi gefíð sig, en það sé þó ósennilegt því þá hefði væntanlega komið einhver aðvörun í vélarrúminu. „Þetta var einstaklega gott sjóskip og var það landsþekkt þegar slysið varð á Flateyri, en þá var það í fólks- flutningum yfir á Holt. Lestarnar eru hálfgerðir tankar með litlar lúgur og manni finnst þetta því alveg með ólík- indum. Þetta skip er smíðað sérstak- lega fyrir þessar veiðar og þessi skipasmíðastöð í Hollandi hefur smíð- að fjöldann allan af svona alveg eins bátum og þeir hafa alls staðar reynst mjög vel,“ sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.