Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 15 Klaus heldur velli MINNIHLUTASTJÓRN Vaclavs Klaus, forsætisráð- herra Tékklands, hélt velli í atkvæða- greiðslu á þinginu um traustsyfir- lýsingu. Þing- menn jafnað- armanna tryggðu stjórn mið- og hægriflokk- anna sigur með því að ganga af þingfund- inum. Traustyfírlýsingin var samþykkt með 98 atkvæðum gegn 40 og stjórnin þurfti að- eins stuðning meirihluta þeirra þingmanna sem voru viðstadd- ir. Mikil óvissa ríkti fyrir at- kvæðagreiðsluna um afstöðu jafnaðarmanna, sem ákváðu að „umbera" stjórnina án þess að styðja hana eftir að hún missti þingmeirihluta í kosn- ingum fyrir tveimur mánuðum. Fjallgöngu- menn farast ÞRÍR fjallgöngumenn týndu lífi eftir að hafa lent í úrhelli og stormi á Mont Blanc við landamæri Frakklands og ítal- íu, að sögn björgunarsveita í gær. Mennirnir voru í hópi þýskra fjallgöngumanna á fjallinu þegar óveðrið skall á. Touvier syrgður UM 400 ættingjar og stuðn- ingsmenn Pauls Touviers voru viðstaddir útför hans í París í gær. Touvier er eini Frakk- inn sem hefur verið dæmdur fyrir glæpi gegn mann- kyninu í síðari heimsstyij- öldinni og presturinn sem jarðsetti Touvier hann sagði að raunverulegt réttlæti biði hans á himnum. Útförin fór fram í kirkju hægrisinnaðra kaþólikka sem Páfagarður hefur bannfært. Touvier lést af völdum krabba- meins, 81 árs að aldri, í fanga- sjúkrahúsi nálægt París 17. júlí. Aftakaí Saudi-Arabíu SAUDI-ARABI, sem hafði ver- ið dæmdur fyrir morð, var háls- höggvinn í Saudi-Arabíu í gær og er 16. fanginn sem tekinn er af lífi með sverði á árinu í þessu íhaldssama konungsríki. Menn sem dæmdir eru fyrir nauðgun, morð, eiturlyíja- smygl og fleiri glæpi eru tekn- ir af lífi í Saudi-Arabíu sam- kvæmt sharia, lögmálum ísl- ams, sem eru grundvölluð á Kóraninum. Sprenging í lest SPRENGING varð í mann- lausri lest í rússnesku borginni Volgograd í gær og enginn særðist. Vangaveltur voru um að tsjetsjenskir skæruliðar hefðu komið sprengju fyrir í lestinni en fréttastofan Tass sagði að enn hefðu ekki komið fram vísbendingar um að svo hefði verið. ERLEIMT Svarnir fjandmenn í liði Jeltsíns Moskvu. The Daily Telegraph. NOKKRUM vikum eftir forseta- kosningar í Rússlandi kynnu ókunnugir að halda að Borís Jelts- ín Rússlandsforseti hefði tapað kosningunum. Margir af hans tryggustu aðstoðarmönnum hafa verið látnir fjúka og í starfsliði hans gætir ótta við að menn kunni að missa ýmis fríðindi og jafnvel starfið. Forsetinn notar tímann til að fordæma hið bága ástand í heima- landinu, spillingin er allsráðandi í varnarmálaráðuneytinu, glæpa- menn ráða ríkjum á götum borg- anna og stjórn forsetans fær litlu ráðið utan Kremlarmúra. Blöðin eru uppfull af getgátum um það hver taki við af Jeltsín, að minnsta kosti fjórir „krónprinsar“ eru reglulega nefndir í því sambandi. Vissulega vann Jeltsín yfir- burðasigur í kosningunum. En rússneskt lýðræði er kynlegt kvik- indi og þar í landi ganga hlutirnir öðruvísi fyrir sig. í herbúðum sig- urvegarans logar nú allt í átökum og óvissan er alger. Kommúnistar og þjóðemissinnar, sem töpuðu kosningunum, standa hins vegar saman sem einn maður. Svarnir fjandmenn í sama liði Ástæðan fyrir þessari óvenju- legpi stöðu er heilsuleysi forsetans. Þrátt fyrir að hann hafi sigrað í kosningunum, minnir hann einna helst á þann sem tap- aði og jafnvel þó að heilsa hans batni, dettur engum í hug að hann geti stjórnað landinu einn og til langframa. Jeltsín veit að hann þarf sterka menn til að styðjast við en stjóm- málaskýrendur telja að hann sé ekki enn reiðubúinn að láta af völdum. Hann hefur kallað til aðstoðar- menn sem eru svarnir fjandmenn og jafna því hvern annan út svo að tryggt er að enginn einn fái of mikil völd. Allt þetta hefur mglað Vestur- landabúa í ríminu, ekki síst fjár- festa, sem vom sallaánægðir með sigur Jeltsíns, en vita nú ekki við hvernig stjórn megi búast. Um tíma virtist mönnum að Jeltsín myndi víkja fyrir hinum vinsæla hershöfðingja, Alexander Lebed. En málið er ekki svo ein- falt. Lebed tókst að ergja Jeltsín er hann spáði því að árið 2000 yrði hann herra í Kreml en með þessu sagði hann í raun að Jeltsín yrði þá horfínn á vit feðra sinna eða algerlega ófær um að stjórna. Til að vega upp á móti Lebed, réði Jeltsín Anatolí Tsjúbaís sem aðalráðgjafa sinn og starfsmanna- Tsjúbaís Lebed stjóra en forsetinn hafði rekið Tjsúbaís úr ríkisstjórninni í janúar vegna óvinsælda hans. Tsjúbaís blóraböggull Ólíkari menn er vart hægt að hugsa sér. Lebed hefur aidrei far- ið til útlanda, nema í skriðdreka eða í fallhlíf, og þekkir fátt annað en lífið í hernum. Tsjúbaís talar ensku reiprennandi, er lögfræð- ingur frá Pétursborg og eini rót- tæki umbótasinninn sem virðist hafa getu til þess að taka þátt í baráttunni innan Kremlarmúra. „Jeltsín þarf nauðsynlega á báðum þessum mönnum að halda,“ segir vestrænn sendimaður. „Þeir munu án efa deila hart og gera atlögu að hvor öðrum en enn er of snemmt að segja hvort það leiðir til meiriháttar átaka.“ Tsjúbaís er hataður af þorra landsmanna vegna einkavæðing- arstefnunnar, sem hann var einn höfundurinn að og stýrði. En hann er nægilega slægur til að jafna út áhrif Lebeds, sem nýtur mikilla vinsælda þrátt fyrir reynsluleysi sitt. Þá er Tsjúbaís nógu harðsvír- aður til að framfylgja stefnu stjórnvalda af hörku, ekki síst utan höfuðborgarinnar, þar sem hér- aðsstjórar vinna gegn stefnunni. Að síðustu verður að hafa í huga að rússneskur leiðtogi verður að hafa í liði sínu mann sem allir hata, bióraböggul fyrir það sem úrskeiðis fer. Á fyrsta kjörtímabili Jeltsíns var Alexander Korzhakov, yfirmaður lífvarðarins, í þessu hlutverki en það fellur nú í hlut Tsjúbaís. Krónprinsarnir fjórir Þeir fjórir, sem líklegastir eru taldir til að taka við af Jeltsín, og stuðningsmenn þeirra, skipta sér í tvær fylkingar. í þeirri fyrri eru Lebed og hinn valdamikli borgar- stjóri í Moskvu, Júrí Luzhkov. í hini síðari er að fínna Tsjúbaís og Víktor Tsjemómyrdín forsætisráð- herra en hann styður Tsjúbaís til að vinna gegn tilraunum Lebeds til að koma á „lögum og reglu“ í rússnesku þjóðfélagi. Rússnesk stjórnmál dansa nú eftir óreglulegum hjartslætti Jelts- íns. Vitað er að fjórmenningarnir hafa allir áhuga á því að taka við af honum en aðeins Lebed hefur lýst því opinberlega yfir. Fullvíst er að það er nóg til þess að skrif- ræðið mun gera allt sem það getur til að halda aftur af honum. m.v. tiltekna malieim ,i verb á vöru 'lngusegiret m * é umboðið Budweiser MEÐ -cu-v ENDAÐU DÆMIÐ RETTRI UTKOMU! •wrm « # mnboðið Budweiser Suðurlandsbraut 4A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.