Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Magga, hver átti þá hugmynd að fara í þessar sumarbúðir? Þú, herra... Ég hata þennan stað ... Það geri Af hverju förum við ekki heim? ég líka herra... - Vegna þess að renniiásinn á svefnpokanum mínum er fastur við nátttreyjuna mína... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is 100 ár frá komu St. Jósefssystra til Islands Frá Gunnhildi Sigurðardóttur: í GÆR voru 100 ár liðin síðan fyrstu systumar af reglu heilags Jósefs komu hingað til lands. Þær voru aðeins fjórar í byijun og störf- uðu fyrst á meðal erlendra sjó- manna á Fáskrúðsfírði og síðar í Reykjavík. Landnám St. Jósefssýstra í Hafn- arfírði hófst hins vegar 1921 þegar kaþólska kirkjan keypti Jófríðar- staðalandið af þáverandi eiganda. Fljótlega var ákveðið að reisa spít- ala í landinu sem St. Jósefssystur tækju að sér að reka og árið 1924 hófust byggingaframkvæmdir. Spítalinn var vígður 5. september 1926 og á þvi 70 ára afmæli á þessu ári. Bygging spítalans bætti úr brýnni þörf, enda var þá enginn spítali á öllu Suðurlandsundirlendi ásamt Reykjanesi, nema Landa- kotsspítali og Franski spítalinn í Reykjavík sem nær eingöngu var ætlaður frönskum sjómönnum. Að framansögðu má sjá hve mik- ið átak bygging spítalans var á þess- um tíma og mikil lyftistöng fyrir Hafnarfjörð. Spítalinn var rekinn sem sjálfstæð eining og á ábyrgð systranna allt fram til ársins 1987 þegar ríki og Hafnarfjarðarbær keyptu spítalann. Störf St. Jósefs- systra hafa verið ómetanleg fyrir Hafnfirðinga í þau 70 ár sem liðin eru og ennþá hafa þær góð tengsl við spítalann og bæjarfélagið. St. Jósefssystur voru ávallt mjög framsýnar og fýlgdust mjög vel með kröfum tímans um bætta sjúkrahúsþjónustu. Þeirra störf ein- kenndust ætíð af fómfýsi og ein- lægni í garð sjúklinganna. Jafnframt spítalarekstri starf- ræktu systurnar barnaskóla hér í Hafnarfirði á fyrstu árunum i litlu timburhúsi sem þær áttu hér á lóð- inni en síðan byggðu þær stórt og myndarlegt skólahús sem tekið var í notkun 1938. Barnaskólinn var starfræktur til ársins 1960 en eftir það ráku þær leikskóla. Skólinn var vel sóttur af Hafnfirskum börnum sem muna eftir góðri skólagöngu í umsjá systranna. Nú er þetta hús notað fyrir göngudeildarstarfsemi í tengslum við spítalann. Frá upphafi var kapella í spítal- anum fýrir systumar. Sjúklingar sem vom inniliggjandi á spítalanum nýttu sér hana óspart sem gaf þeim mikinn andlegan styrk í þeirra veik- indum, einnig fannst bæjarbúum gott að koma til messu í kapelluna. Hafnfirðingar hafa ætíð borið mikla virðingu fyrir systrunum og eru mjög ánægðir að sjá þær á götum bæjarins. Þær eiga marga góða vini hér í Hafnarfírði og ótald- ir era þeir bæjarbúar sem þær hafa liðsinnt og hjálpað á einn eða annan hátt. Með þessum fáu orðum vil ég óska St. Jósefssystram til hamingju með 100 árin á Islandi og jafnframt að koma á framfæri innilegu þakk- læti okkar sem störfum á St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði fyrir það fórnfúsa og óeigingjarna starf sem þær hafa unnið í heilbrigðis og skólamálum Hafnfírðingum til handa. GUNNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Fáein orð um framburð Frá Baidri Páimasyni: ÚR ÞVÍ að borgin Atlanta verður margnefnd í öllum útvarps- og sjón- varpsstöðvum næstu vikur, vegna Ólympíuleikanna þar, langar mig að fara þess á leit við þuli og frétta- fólk að hafa fremur íslenzka en útlenda áherzlu á nafninu og skeyta ekki um, hvernig það er borið fram á heimaslóðum í Georgíu. Islenzk áhersla er ófrávíkjanlega á fyrsta atkvæði og frá þeirri skyldu er óþarft að víkja. Ég held að fremur hafí sótt á ógæfuhlið í þessu efni, bæði að því er snertir útlend staðarheiti og mannanöfn. í fljótu bragði man ég t.d. eftir borgaraheitunum Mílanó og Torontó, sem oft era höfð með aðaláherzlu á öðra atkvæði. Sama máli gegnir t.a.m. um Marokkó og Afganistan. Og ef litið er til er- lendra mannanafna ber þó nokkuð á röngum áherzlum. Verður það ekkki sízt andhælislegt, þegar um er að ræða fínnsk og ungversk mannanöfn, því að þær þjóðir við- hafa áherzlu á fyrsta atkvæði eins og við. Helztu tónskáld þeirra, Sib- elius og Kodály, verða iðulega fyrir því ranglæti í útvarpinu að fá áherzlu á annað atkvæði nafna sinna. Ég kynntist eitt sinn konu, sem söng opinberlega lög eftir Kod- ály við undirleik tónskáldsins. Mig minnir helzt að þau hafí farið sam- an í tónleikaför. Hún fræddi mig um réttan framburð, og hún vissi hvað hún söng! — enda var hún sjálf ungversk í móðurætt. En hér hefur mig borið nokkuð langt af leið frá Atlanta. Ég ítreka áskorun mína þar að lútandi. Ég heyrði í morgun pistil frá Atla Steinarssyni, hinum ágæta frétta- manni útvarpsins í Bandaríkjunum. Hann var að greina frá undirbún- ingi Ólympíuleikanna í Atlanta og hann lét ameríska framburðinn ekki glepja sig. BALDURPÁLMASON, Vesturbrún 31, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.