Morgunblaðið - 26.07.1996, Síða 33

Morgunblaðið - 26.07.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 33 MINNINGAR + Elísabet Hall- dórsdóttir fæddist 16. febrúar 1927 á Patreksfirði. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét S. Hjartardóttir og Halldór Jóhannes- son og bjuggu þau á Patreksfirði allan sinn búskap. Eign- uðust þau 8 börn en tvær dætur misstu þau ungar að árum. Árið 1953 giftist Elísabet eft- irlifandi eiginmanni sínum Jó- hanni Jónssyni frá Mýrartungu, Reykhólasveit, þar sem þau bjuggu næstu árin. Frá árinu 1979 bjuggu þau í Reykjavík. EHsabet vann ýmis störf en Elsku besta amma á Leifsó. Mik- ið er sárt að þurfa að kveðja þig, þú sem varst okkur svo góð en nú vitum við að þér líður vel og Guð ætlar að passa þig. Alltaf þegar við vorum að koma í heimsókn til ykkar afa var tekið á móti okkur með opnum örmum og miklum fögnuði og það var svo gott að vera hjá þér þegar mamma og pabbi þurftu að bregða sér frá hvort sem það var í nokkra klukku- tíma eða nokkra daga. Eins var eft- irvæntingin mikil þegar við biðum eftir þér, þegar þú varst að koma í heimsókn. Umhyggja þín fyrir okkur kom vel fram í því hve vel húsmóðurstarfið var henni kærast. Elísabet og Jóhann eignuðust 5 börn sem eru: Guðrún, f. 6.10. 1955, gift Ragnari Má Amaze- en og eiga þau 2 syni; Margrét, f. 7.7. 1957, gift Birni B. Jónssyni og eiga þau 2 börn; Jón, f. 19.10. 1958, kvænt- ur Súsönnu Stein- þórsdóttur og eiga þau 3 börn; Halldór, f. 11.6. 1960, og Kristín, f. 8.6. 1965, sambýlis- maður hennar er Hörður Óli Guðmundsson og eiga þau 2 syni. Utför EHsabetar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þú fylgdist með því sem var að ger- ast hjá okkur hveiju sinni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, við þökkum kær- lega fyrir stundirnar sem við áttum með þér. Elsku afi, missir þinn er mikill og biðjum við algóðan Guð að styrkja þig í sorg þinni. Barnabörnin. Það var varla að ég heyrði þegar hún bankaði á dyrnar hjá mér um vor fyrir átta árum. Ég hafði haft nokkrar áhyggjur af því hvers konar nágranna ég myndi eignast þegar ég flytti á Leifsgötuna, en þær hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar ég lauk upp hurðinni. Fyrir utan stóðu lágvaxin og hæglát hjón sem kynntu sig sem fólkið á miðhæðinni. „Jó- hann og Elísabet, en við erum alltaf kölluð Jói og Beta.“ Fyrsta árið sem við bjuggum í sama húsi reyndust Jóhann og El- ísabet mér eins og bestu fósturfor- eldrar. Þau lánuðu mér eitt og ann- að sem ekki fannst í tómlegri íbúð- inni á efstu hæðinni og buðust meira að setja til að lána mér útvarp, því þau óttuðust að stúlkunni myndi leiðast einveran á loftinu án tónlist- ar. Og í stað þess að kvarta undan háværum gestum, sem þurftu endi- lega að þenja raddböndin frammi á gangi seint að kveldi, sögðust þau hjónin hafa notið söngsins! Aldrei urðu árekstrar á milli okkar í sam- býlinu, því samkomulagið var eins og besta varð á kosið. Byggt á tillit- semi, samvinnu og umhyggju sem voru einkennandi fyrir Elísabetu. Það hlýtur að vera sárt að sjá á bak þeim sem ferðast hefur með manni um lífsins veg, deilt með manni gleði og sorgum, gæfu og áföllum. Þeim sem skiiur og veit án þess að orð séu töluð. Þeim sem þekkir mann betur en nokkur ann- ar. Missir Jóa er því mikill og barn- anna líka. En ekki síður verða það barnabörnin sem syrgja Betu, því fáa þekki ég með stærra hjarta en hana þegar börn voru annars veg- ar. Það var sem þessi smágerða kona lyftist öll upp og ljómaði þegar hún stolt sýndi okkur ljósmyndir af stækkandi hópi barnabarna eða kynnti okkur fyrir þeim þegar þau komu að heimsækja afa og ömmu. En það voru ekki eingöngu afkom- endur þeirra Jóhanns sem nutu góðs af hjartagæsku hennar. Þegar smám saman fjölgaði í kotinu á efstu hæðinni, bauð hún börnunum okkar faðm sinn. Hún og Jóhann pössuðu jafnvel fyrir okkur af og til og þegar Guðmundur dóttursonur þeirra var í heimsókn, undu þau sér einkar vel saman, Auður dóttir okkar og hann meðan við spjölluðum yfir ijúkandi kaffibolla. Nú er ár síðan við fluttum af Leifs- götunni og ár er langur tími í lífi barns. En þegar við spurðum Auði, sem nú er fimm ára, hvað hún myndi best frá þeim tíma sem við bjuggum þar, nefndi hún strax Jóa og Betu og hversu blíð og góð þau voru henni. Við fetum öll mismunandi slóðir í iífínu og tökum því sem að höndum ber með misjöfnum hætti. Frá fyrstu kynnum hafði ég dáðst að einstöku jafnaðargeði og stillingu sem Elísa- bet sýndi, sama á hveiju gekk. En það var ekki fyrr en ég heimsótti Betu á sjúkrabeð hennar að ég gerði mér grein fyrir því æðruleysi sem hún bjó yfir. Hún tók örlögum sínum með sama hugarfari og öðru sem hún mætti í lífinu. Með stillingu og rósemi. Og þegar hún kvaddi, fór hún í friði. Við fjölskyldan sendum Jóhanni, börnum, tengdabörnum og barna- börnum innilegar samúðarkveðjur og biðjum að minning Elísabetar Halldórsdóttur megi lifa. Helga Guðrún, Kristinn Gylfi, Auður og Jón Bjarni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Dregið í 3. umferð Bikarkeppni Bridssambandsins Dregið hefur verið í þriðju umferð bikarkeppninnar, og síðasti spiladagur verður sunnudagurinn 18. ágúst. Stefán G. Stefánsson - Búlki hf. Aðalsteinn Jónsson - Garðar Garðarsson Stefanía Skarphéðinsd. - Hrafnhildur Skúlad. Jón Ág. Guðmundsson - Sigmundur Stefánsson Háspenna - Sparisjóður Þingeyinga Landsbréf - Erlendur Jónsson Nectar - VÍB Samvinnuferðir-Landsýn - Eurocard í annarri umferðinni varð Hjól- barðahöllin að játa sig sigraða fyrir Þingeyingum en Hjólbarðahöllin hefur oftar en ekki spilað í undanúrslitum eða úrslitum keppninnar. Annars urðu úrslit í síðustu leikjum annarrar um- ferðar þessi: Sparisj. Þingeyinga - Hjólbarðahöllin 126-110 Stefán G. Stefánsson - Grandavegur 1 107-101 Tíminn - Háspenna 69-107 Svala Pálsdóttir - Samvinnuf.-Landsýn 41-159 Landsbréf unnu Mánana á Suður- nesjum með nokkrum yfirburðum. Ert þú EINMANA Vantar þig vin að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 fe(í§«)S) öll kvöld 20-23 ELISABET HALLDÓRSDÓTTIR WtAWÞAUGL YSINGAR Selstjóri - grunnskólakennarar Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir selstjóra við skólaselið í Sólgarði. Selstjóri hefur búsetu á staðnum. Æskilegt er að selstjóri annist húsvörslu við skólasel- ið og félagsheimilið Sólgarð. Kennara vantar á unglingastig. Meðal kennslu- greina eru raungreinar og ritvinnsla. Ennfremur vantar kennara í forfallakennslu í 4. bekk og heimilisfræði til áramóta. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk. Upplýsingar veita Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri, í síma 463 1230 og Anna Guð- mundsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 463 1127. Uppoð Fimmtudaginn 1. ágúst nk. kl. 14.00 mun byrja uppboð á eftirtal- inni eign á skrifstofu embættisins á Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal: Ytri-Sólheimar III, Mýrdalshreppi, þinglýst eign Tómasar ísleifsson- ar, að kröfum Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Tryggingastofnunar ríkisins, Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Mýrdalshrepps. Sýslumaðurinn Vík i Mýrdal, 25. júlí 1996. TILKYNNINGAR Sjómannafélag Reykjavíkur Skrifstofan flytur Vegna flutninga verður skrifstofa Sjómanna- félags Reykjavíkur lokuð dagana 24. til 29. júlí. 31. júlí verður skrifstofan opnuð í Skip- holti 50D. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTUN 3 • 105 REYKJAVIK • SIMI563 2340 • MYNDS. 5623219 Útvarpshússlóð við Efstaleiti 1 Auglýst er kynning á breyttri afmörkun lóðar- innar ásamt lóðarafmörkunum og skilmálum fyrir lóðirnar Efstaleiti 3, 5, 7 og 9. Staðahverfi, deiliskipulag og skilmálar Auglýst er kynning á skipulagi Staðahverfis, sem samþykkt var í skipulagsnefnd 10. júní 1996 og borgarráði 25. júní 1996. Kynning á teikningum og líkani ásamt skilmálum. Skógarhlíð, umhverfi og skipulag Auglýst er kynning á skipulagi umhverfis Skógarhlíðar - afmörkun lóða. Egilsgata 5 Auglýst er tillaga að skipulagi lóðarinnar nr. 5 við Egilsgötu, þar sem gert er ráð fyrir sjálf- sala á bensíni, bílastæðum og grænu svæði. Ábendingum og athugasemdum vegna Skógarhlíðar og Egilsgötu 5 skal skila skrif- lega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síð- ar en 27. ágúst 1996. Kynningarnarfara fram í sal Borgarskipulags Reykjavíkur og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð kl. 9-16 virka daga og stendur til 27. ágúst 1996. Til sölu lítið einbýlishús á Siglufirði. Hæð og kjallari. Heilsárshús eða sumarhús á góðum stað í bænum. Upplýsingar gefur Ásdís í síma 467 1269. Gisting í Kaupmannahöfn Ódýr gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Upplýsingar í síma 00 45 352 67550. aualýsingar FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardagur 27. júlí kl. 8.00 - Gönguferð á Heklu (um 8 klst.) Gengið frá Skjólkvíum. Verð kr. 2.500. Sunnudagur 28. júlí kl. 8.00: 1) Þórsmörk - dagsferð - verð kr. 2.700. 2) Hveravellir - dagsferð - verð kr. 2.700. 3) kl. 13.00 - Hrútagjá - Fjallið eina. Ekið áleiðis Krýsuvíkur- veg framhjá Vatnsskarði. Gengið á Fjallið eina (223 m) og áfram að Hrútagjá. Verð kr. 1.200. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Helgarferðir 26.-28.júlí: 1. Landmannalaugar - Hraun- vötn. Gist báðar nætur í Laug- um. 2. Þórsmörk - Langidalur. Gist í Skagfjörðsskála eða tjöldum. Gönguferðir um Mörkina. 3. Yfir Fimmvörðuháls. GistJ Þórsmörk. Gengið yfir hálsinn á laugardag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í. Fjölbreyttar ferðir um verslunarmannahelgina: 2.-5. ágúst kl. 18.00. Á slóðir Bólu-Hjálmars í Austurdal. Mjög áhugaverð ferð þar sem ekið er um Sprengisand og Vest- urdal að Austurdal. Gengið ( Hildarsel og gist þar. Ferðin er í tilefni þess að 200 ár eru frá fæðingu Bólu-Hjálmars en farar- stjóri verður dr. Eysteinn Sig- urðsson, sem er helsti sérfræð- ingur okkar í sögu Bólu-Hjálm- ars. 2.-5. ágúst ki. 20.00. Land- mannalaugar - Eldgjá - Skæl- ingar. M.a. veröur ökuferð í Eldgjá og hún skoðuð og gengið að sérstæðu gervigígasvæði við Skaftá (Skælingum). Góð gisting í sæluhúsinu Laugum (nýupp- gerður salur og eldhús). 2.-5. ágúst kl. 20.00. Laugar - Hrafntinnusker - Strútslaug. Ný gönguferð með gistingu í húsum og tjöldum. 2. -5. ágúst kl. 20.00 Þórsmörk og Fimmvörðuháls. Gist í Skag- fjörðsskála Langadal. Heimkoma sunnudag eða mánudag eftir vali. 3. -5. ágúst kl. 8.00 Álftavatn - Fjallabaksleið syðri. Gist í sæluhúsinu við Álftavatn. Göngu- og skoðunarferðir um fjölbreytt fjallasvæði. Uppl. og farmiðar á skrifst. Mörkinni 6. Pantið tímanlega. Grænlandsferð á söguslóðir á Suður-Grænlandi 6.-13. ágúst. Aðeins þessi eina ferð. Takmarkað pláss. Munið miðvikudagsferðirnar í Þórsmörk. Brottför kl. 8.00 að morgni. Dagsferðir eða til lengri dvalar. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.