Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 23 k skyndilega í Arnarfirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson eiðum í mynni Dýrafjarðar héldu tafarlaust á slysstað til leitar þegar þeim bárust tíðindin. Morgunblaðið/RAX TORFI Vestmann í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Kóps á Bíldu- dal. Aftan við hann er gúmbjörgunarbáturinn úr Æsu. i og þyrlu rslaus Vigdís BA bjargaði fjórum skipveijum Blautir og hraktir „ÞEIR gerðu sér ekki grein fyrir því hvað hefði gerst, en þeir sögðu að þetta hefði allt gerst svo rosa- lega snöggt. Einn af þeim var niðri í lúkar og ég held að hann skilji það ekki ennþá hvernig hann komst upp,“ segir Símon Viggósson, skip- stjóri á Vigdísi BA frá Patreks- firði, i samtali við Morgunblaðið, en áhöfnin á Vigdísi bjargaði fjór- um af sex skipveijum Æsu eftir að skipið sökk um hádegisbilið i gær. Vigdís var 0,5-1 sjómilu frá Æsu og segist Símon hafa séð skipið að veiðum fyrr um morguninn. „Svo hvarf hann og síðan sá ég bara þúst í sjónum og hélt ég fyrst að þetta væri hvalur. Eg keyrði samt að þessu og eftir tíu mínútur eða kortér sá ég neyðarblysið frá þeim. Stuttu seinna hvarf svo bát- urinn af yfirborðinu en hann var á hvolfi þegar ég sá hann fyrst. Menn- irnir voru komnir í gúmmíbátinn þegar ég kom að, en þeir höfðu verið á kjölnum. Það hafði flotið upp björgunarbátur í hylki hjá þeim, en hann var samt á kafi og þurfti einn þeirra að kafa eftir honum. Hann stakk sér af kili eftir þátnum og náði að sprengja hann upp. Síðan fóru hinir í hann,“ sagði Símon. Hann sagði að skipbrots- mennirnir hefðu talið sig hafa ver- ið 15-20 mínútur í björgunarbátn- um þegar Vigdís kom að þeim, en þá hefðu sennilega verið liðnar 30-40 mínútur frá því Æsu hvolfdi. Símon sagði mennina alla hafa ver- ið blauta og hrakta, en óslasaða og ekki illa haldna. „Þeir voru hálf fatalitlir og sennilega búnir að fara úr göllun- um og því þyngsta því að þeir þurftu að synda út í björgunarbát- inn af kjölnum. Ég var þarna í hálftíma í viðbót á svæðinu áður en hinir bátarnir komu. Sæborg kom strax en hún var eiginlega í samfloti við mig eða nokkrum báts- lengdum fyrir aftan mig. Svo voru komnir þarna 4-5 bátar þegar ég lagði af stað til Bíldudals en þang- að vorum við komnir um hálfþrjú- leytið,“ sagði Símon. Vigdís gerði stuttan stans á Bíldudal meðan mennirnir fóru í land og lögreglan tók björgunar- bátinn í sína vörslu og smáhluti sem rekið hafði frá Æsu, en hélt að því loknu til leitar að mönnunum tveimur sem saknað er. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson 32 BÁTAR og tveir togarar, tóku þátt í leit að tveimur mönnum sem saknað er af skelfiskbátnum Æsu IS. Drýgði mikla hetjudáð JÓN Gunnar Kristinsson, einn skip- brotsmannanna fjögurra á Æsu ÍS, drýgði mikla hetjudáð þegar hann kafaði undir Æsu þar sem hún mar- aði í kafi á hvolfi og leysti gúmbjörg- unarbátinn frá með handafli. Sjálf- virkur sleppibúnaður er í bátnum en svo virðist sem hann hafi ekki skotið gúmbátnum frá. Á meðan héldu þrír félagar hans sér á floti á kili Æsu. „Það er með öllu óskiljanlegt hvað hefur gerst þarna,“ sagði Einar Odd- ur Kristjánsson, útgerðarmaður Æsu ÍS 87 þegar rætt var við hann í gær. Hann sagði að búið hefði verið að draga veiðarfæri inn í bátinn og verið var að ganga frá á dekki og undirbúa heimsiglingu þegar hann lagðist skyndilega á hliðina og sökk. Fjórir úr áhöfn Æsu björguðust og var farið með þá til Flateyrar eft- ir að hlúð hafði verið að þeim á heiisu- gæslustöðinni á Bíldudal. Á Flateyri komu þeir saman á heimili Einars Odds ásamt ættingjum og aðstand- endum, presti og lækni og þágu þar áfallahjálp. Skipbrotsmenn eru allir við ungan aldur og gekk áfallið afar nærri þeim. Þegar Morgunblaðsmenn flugu yfir leitarsvæðið í utanverðum Amarflrði um kl. 17 í gær voru 26 bátar, þar af tveir togarar, við leit, auk þess sem TF SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug yfir svæðinu fram til kl. 18 i gær. Ólíubrák sást greinilega í firðin- um. í stuttan tíma á kili Æsu Jónas Sigurðsson lögregluvarð- stjóri á Patreksfirði sagði að brak hefði fundist úr bátnum. Mest voru 32 bátar við leit í gær. Jónas hafði verið við leitarstjórn allt frá því spurðist um afdrif bátsins um eitt- leytið. Hann sagði að sjálfvirkur neyðarsendir hefði flotið upp úr Æsu og farið í gang og auk þess kveiktu skipbrotsmenn á neyðarblysi eftir að þeir komust í gúmbjörgunarbátinn. Jónas sagði að mennirnir hefðu hafst við í stuttan tíma á kili Æsu. Skip- brotsmenn voru komnir í björgunar- bátinn þegar Vigdís BA kom að og tók þá um borð. „Leitin hefur verið skipulögð héðan og er stjómað úr Höfrungi BA sem er á leitarsvæðinu. Það kemur alltaf eitt- hvað brak upp úr bátnum og talsverð olíubrák er á sjónum,“ sagði Jónas. Torfi Vestmann, í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Kóps á Bíldudal, sagði að mennirnir hefðu ekki verið lengi í sjónum. „Ég kom hingað niður á bryggju þegar ég sá að báturinn sem ég er á, Höfrungur, var farinn frá landi upp úr kl. 13. Þá frétti ég fyrst að Æsa hefði sokk- ið fyrir u.þ.b. hálftíma. í stjórnstöð- inni voru fimm menn klárir til þess að fara út eftir. Hálftíma síðar hringdi Jón Halldórsson á bátnum Maríu BA, sem var á skaki hérna úti, og sagði mér að Vigdís BA væri á leiðinni í land með fjóra skipbrots- menn. Ég lét heilsugæslulækninn vita og hann hringdi áfram í lög- reglu og kallaði á sjúkrabíl. Við vor- um því tilbúnir til þess að taka á móti þeim á bryggjunni en sem betur fer amaði ekkert að þeim þegar þeir komu í land,“ sagði Torfi. Torfi hafði það eftir skipbrots- mönnum að þeir hefðu verið að ganga frá og á leiðinni í land þegar báturinn fór skyndilega á hliðina. Torfi sagði að mennirnir hefðu verið í sjóstökk- um. Tíu manna hópur úr björgunar- sveitinni Kóp á Bíldudal gengu fjörur Bíldudalsmegin í Arnarfirðinum í gærkvöldi. Torfi sagði að í ráði væri að fleiri björgunarsveitarmenn kæmu víðar af Vestfjörðum til að taka þátt í leitinni ef þörf krefði. Þá yrði leitarsvæðið stækkað og gengn- ar fjörur beggja vegna fjarðarins. Mjög gott veður var á leitarsvæðinu í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.