Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ivið minni veiði í Rangánum en í fyrra ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ÞAÐ gengur alveg bærilega í Rangánum um þessar mundir, en þar hefur þó minna veiðst það sem af er árinu en í fyrra þrátt fyrir að byrjað hafi betur en þá. Sitja menn nú spenntir og óska þess heitt að smálaxagöngur hressist, en stærsti straumur sumarsins er um mánaðamótin. Nú eru komnir 420 laxar úr Rangánum, 160 úr Eystri-Rangá og 260 úr Ytri-Rangá. Þetta er ívið minni veiði en á sama tíma í fyrra. Meira hefur veiðst af stórlaxi en nokkru sinni áður, að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka. Einn daginn komu á land 32 laxar úr báðum ánum. Svæði 2, þar sem eru 6 stangir, hefur gefið best. Undanfar- ið hafa Rangárflúðir sem fylgja svæðinu verið að gefa vel og hafa komið 7-10 laxar þar á land á dag. Svæði 9 í Eystri-Rangá, Bergsnef og næstu hyljir, hefur einnig gefið vel og eru komnir milli 70 og 80 laxar á land á því svæði. Til að forðast frekari misskiln- ing skal það leiðrétt hér með, að í umfjöllun sem var í Morgunblað- inu í vikunni, um veiði í Gljúfurá, mun það ekki rétt að menn hafi að undanförnu séð talsvert af laxi í ánni neðanverðri. Hið rétta er að menn hafa séð fremur lítið af laxi, a.m.k. mun minna en á sama tíma í fyrra. Tölur um veiði eru þó rétt- ar, en áin hefur náð að losa 100 laxa sem er í sjálfu sér ekki slæm útkoma. Sef tefur laxinn Að sögn Dags Garðarssonar, sem nýverið veiddi í ánni og þekk- ir hana betur en buxnavasa sína, er vatnshæð orðin það lág að sef vex upp úr ós árinnar og af gam- alli reynslu veit hann að þá gengur lax ekki upp. Hins vegar sagði hann að mikill lax væri í Strau- munum svokölluðu, fornfrægum veiðistað þar sem Norðurá og Gljú- furá sameinaðar falla til Hvítár og mætti búast við því að Gljúfurá fengi sinn skammt af þeim fiski er alvöru vatnavextir skyllu næst á og laxinn drifí sig áfram. Útsalan byrjar í dag kl. 11 Einnig opið laugardag frá kl. 11-14. Suðurlandsbraut 52 (bláu húsin við Faxafen), slmi 588 3800. Opiö vírka daga frá kl. 11-18. Vígamóður veiðimaður eftir farsæla löndun í Laxá í Kjós. Bleikjan að ganga... Góðar sjóbleikjugöngur eru nú í flestar ár vestanlands, þar sem þann ágæta físk er á annað borð að finna. Má nefna Miðá þar sem menn hafa gert góða sjóbleikju- túra, en minna fer fyrir laxi enn sem komið er að minnsta kosti. Fiskur er einnig byrjaður að ganga í Hörðudalsá og vestur á Barða- strönd er vert að geta bæði Gufu- dalsár og Skálmardalsár, en í þær báðar gengu fyrstu bleikjurnar óvenju snemma og að undanförnu hafa göngur komið á hveiju flóði. Flugan gengur mjög vel, en bleikj- an gefur sig einnig að spóni og maðki. ------♦ ♦ ♦---- Evrópumót í brids ísland áfram í 7. sæti ÍSLENSKA liðið á Evrópumóti yngri spilara í brids tapaði báðum leikjum sínum á miðvikudag en var áfram í 7. sæti eftir 15 umferðir af 25. ísland tapaði 12-18 fyrir ítölum {14. umferð og 11-19 fyrir Hollend- ingum í 15. umferð og hafði 250 stig í 7. sæti. Efstir voru Norðmenn með 309 stig en Danir voru í 2. sæti með 300 stig. Rússar höfðu 282 stig, Israelsmenn 272, Svíar 261 og Pólveijar 251 stig. Nýr umboðsmaður foreldra og skóla Starf tengiliðs o g sáttasemjara. ASLAUG Brynjólfs- dóttir tekur við nýju starfi sem umboðs- maður foreldra og skóla í Reykjavík, en stofnað var til starfs þessa í tilefni af flutn- ingi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Áslaug hefur verið fræðslustjórí Reykjavík- urumdæmis í fjórtán ár. En í hveiju skyldi hið nýja starf Áslaugar vera fólgið? „Ég á að veita foreldrum leiðsögn um foreldrasamstarf í skólum - foreldraráðum, foreldrafélögum og einstök- um foreldrum. Meðal annars um þátttöku þeirra og skyld- ur hvað varðar skólastarfíð í grunnskólum." - Er mikil þörf á þessu nýja starfi? „Já ég tel að það sé mjög mikið atriði að það séu góð og já- kvæð tengsl á milli foreldra og skóla. Ég hef alltaf lagt áherslu á að foreldrar og skólar séu samheij- ar.“ _ „Ég á einnig að gæta réttarstöðu nemenda og benda á leiðir til úr- lausnar ágreiningsefna. Þetta er í raun starf tengliðs og sáttasemj- ara. Samhliða er umboðsmanni ætlað að annast kynningar um námsmarkmið og námsefni skóla og hvernig foreldrar geti fylgst með hvemig þessu sé framfylgt.“ - / hveiju er þá sáttasemjara- starfið fólgið? „Mér er einnig ætlað að taka við málum frá kennurum og skóla- stjórnendum meðal annars varð- andi skólasókn nemenda og/eða hegðunarvandræði. Loks má geta þess að umboðsmanni foreldra og skóla er líka ætlað að fylgjast með hvemig bamasáttmála Sameinuðu þjóðanna er framfylgt í skólum borgarinnar, svo og öðrum fjölþjóð- legum samþykktum er varða mál- efni bama á sviði menntunar." - Hefur starf grunnskólans tekið miklum breytingum þau tjórtán ár sem þú hefur gegnt staríi sem fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis? „Það sem hæst ber er sá skiln- ingur sem er að vaxa á því hve nauðsynlegt er að skólamir séu einsetnir og í framhaldi af því mikil- vægi þess að skóladagur yngri bama sé lengdur. Hann hefur nú verið lengdur úr tuttugu tímum í tuttugu og sjö tíma á viku. Ég fór snemma í mínu starfi að klifa á þessum þáttum. Ég skrifaði margar greinar til þess að vekja athygli á nauðsyn þessa og hversu mikill ávinningur það væri fyrir þjóðfélag- ið að þessari skipan yrði ----------------- komið á. Það skiptir Tengilidur og leggja sáttasemjari Áslaug Brynjólfsdóttir ► Áslaug Bryiyólfsdóttir er fædd árið 1932 á Akureyri. Hún varð stúdent árið 1952 frá Menntaskólanum á Akureyri, tók cand.phil próf frá Háskóla íslands árið 1953 og dvaldi við málanám í Göttingen í Þýska- landi í þijú ár og einnig í tvö ár í Bandaríkjunum. Hún tók kenn- arapróf árið 1971 og sérkenn; arapróf frá Kennaraháskóla Is- lands árið 1986. Hún er nú að vinna að ritgerð fyrir master- próf við Kennaraháskóla ís- lands. Áslaug varð fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis árið 1982 og hefur verið það þar til nú, að hún tekur senn við við starfi umboðsmanns foreldra og skóla, sem er nýtt starf. Áslaug Brj nj- ólfsdóttir er gift Jóhanni Gísla- syni lögfræðingi. Hún á fjögur börn frá fyrra hjónabandi, Ragn- heiði, Birgi, Gunnar Braga og Guðrúnu Bryndísi Guðmundar- börn. miklu máli að góðan grunn strax í upp- ___________ hafi náms bama og hafa aðstæður þannig að bömunum geti liðið vel í skólanum. Ég benti meðal annars á hve miklu það skilaði atvinnufyrirtækj- um í afköstum ef starfsfólk sem er með böm á grunnskólaaldri væri ekki með stöðugar áhyggjur af börnum sínum einum heima fyr- ir eða þyrfti að fara úr vinnu til þess að koma börnum sínum úr skóla í vistun annars staðar. Af lélegum skólaúrræðum hlýst ómældur kostnaður fyrir þjóðfélag- ið. Ég benti líka margoft á mikil- vægi þess að bömin fengju undir- stöðugóðan mat og hægt væri að hafa áhrif á fæðuval og neysluvenj- ur bama og unglinga. Slíkt getur haft úrslitaáhrif á heilsu og afköst í námi. Þetta er hægt með því að hafa einsetna skóla og matarað- stöðu í skólunum. - Eru margir skólar borgarinn- ar nú einsetnir? „Því miður ekki allir, en allt að helmingur þeirra er nú að verða einsetinn og það sem mest er um vert, það er búið að lögbinda nauð- syn þessa. Ég hef stundum sagt að skólakerfið sé eins og pýramídi á hvolfí, það er slæmt þegar undir- staðan er veik, en nú er það sem betur fer að breytast, undirstaðan er að styrkjast." - Hvað annað fínnst þér hafa tekið framförum í skólakerfmu á þessu tímabili? „Sérkennsluúrræði hafa verið mikið aukin og bætt og ég átti mikinn þátt í að stofnsetja starfs- deildir og lestrarmiðstöð_ sem starf- ar við Kennaraháskóla íslands. Eg --------- hef ailtaf lagt mikla áherslu á að hagnýtt nám verði valkostur strax á unglingastigi. Á síðastliðnu ári tókst mér að fá samþykktan svonefndan starfsmenntunarskóla, sem segja má að sé í raun nýjar námsleiðir. Áherslan hefur hingað til verið um of lögð á bóknámsleiðina. Annars hefur verið mikil gróska í alls kon- ar skólaþróunarverkefnum í grunn- skólanum og þar er mjög fagiega unnið og mörg hundruð kennarar hafa sótt námskeið á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur á hvetju ári. Á árunum 1989 til 1996 hafa verið í gangi milli 70 og 80 einstök skólaþróunarverkefni, styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla og Vonarsjóði KÍ. Meðal annars hefur verið unnið að námsmati, skólanámsskrárgerð og margskon- ar tölvuverkefnum. Svo og ýmsum verkefnum í sambandi við móður- málið, t.d. ritun, ljóðlist, framsögn og málþroska. Einnig verkefni tengd náttúru- og umhverfís- fræðslu, listgreinum og sérkennslu af ýmsu tagi.“ I I i í \ 4 < I ( <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.