Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Hagræðing á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar Starfsmenn óánægð- ir með tillögumar Utför Hrings Jóhannes- sonar UTFOR Hrings Jóhannessonar listmálara var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær. Jarðsett verður að Nesi í Aðaldal næst- komandi laugardag. Séra Jakob Agúst Hjálmarsson jarðsöng, org- anisti var Marteinn H. Friðriks- son, Garðar Cortes söng einsöng og Kammerkór Dómkirkjunnar annaðist kórsöng. Líkmenn voru úr hópi myndlist- armanna. F.v.: Daði Guðbjörns- son, Leifur Breiðfjörð, Guttormur Jónsson, Katrín Briem, Helgi Gíslason, Valgerður Bergsdóttir, Aðalsteinn Ingólfsson og Ófeigur Björnsson. STARFSMENN Sjúkrahúss Pat- reksfjarðar komu saman til fundar í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom fram mikil óánægja með skýrslu þá og tillögur sem sem Sigfús Jónsson, rekstrar- og stjórnunarráðgjafi hjá Nýsi hf., vann fyrir heilbrigðisráðuneytið og stjórn Sjúkrahúss Patreksfjarðar. Meinatæknir sjúkrahússins sagði meðal annars að flest sem að honum lyti í skýrslunni væri rangt. í sama streng tóku stjórnarformaður, yflr- læknir og deildarhjúkrunarfræðing- ur. Voru þau á einu máli um að skýrslan byggðist á röngum upplýs- ingum, þótti þeim tillögurnar allt of róttækar og ekki byggðar á réttum forsendum. Voru þeir sem tóku til máls sammála um að standa gegn hvers konar skerðingu á starfsemi sjúkrahússins. Nokkrar fyrirspurnir komu frá fundarmönnum, en engar tillögur um hagræðingu í rekstri. Fundurinn var ágætlega sóttur. * # Landsmót skáta á Ulfljótsvatm Heldur að rofa til SKÁTARNIR á landsmótinu á Ulfljótsvatni halda sínu striki þó að veðrið hafi raskað dagskránni í fyrradag. Heldur var farið að rofa til í gærmorgun og gott hljóð i mönnum, þrátt fyrir væna dembu um hádegisbilið. Dagskráin í gær var samkvæmt áætlun og mikið um að vera. Hjá eldri skátunum bar hæst ýmsar sérferðir eins og útreiðatúrar, hellaskoðunarleiðangrar og ferð á Langjökul, en þangað fóru 70 manns. Að sögn Guðmundar Páls- sonar, fjölmiðlafulltrúa lands- mótsins, var eftirvæntingin sér- staklega mikil hjá japönsku og áströlsku skátunum, sem þráðu það mjög að komast í snertingu við snjó. I dag verður hefðbundin dag- skrá með vikingalífi, vatnaþraut- um, sundi og gönguferðum og í kvöld verður keppt í íþróttum og leikjum vikinga. Fjallamaraþon hefstídag Fjallamaraþon Landsbjargar hefst um miðjan daginn og er það opið öllu björgunarsveitafólki. Fjallamaraþonið er ratleikur sem reynir á þol og kunnáttu í björg- unarstörfum og þurfa keppendur að bera með sér ákveðinn búnað. Skýrt er kveðið á um í reglum hvað má hafa með og hvað ekki. Keppt verður í tveggja manna lið- um og er áætlað að keppnin geti staðið í allt að 24 klukkustundir. Farin er um 42 kílómetra leið í nágrenni Úlfljótsvatns og á henni eru nokkrir póstar, þar sem þátt- takendur þurfa að leysa úr ýms- um þrautum. Eftir hádegi á laugardag verða Morgunblaðið/Ámi Sæberg GRAFA þurfti áveituskurði á mótssvæðinu til að allt færi ekki á flot. svo kynningarnar sem til stóð að halda á miðvikudag, en varð að fresta vegna votviðris. Alþjóðlegt skátastarf kynnt Þá munu erlendir skátar kynna þjóðlönd sín og skátastarfið þar og íslensku skátarnir kynna sína heimabyggð og sín félög. Einnig verður Landsbjörg með stóra björgunarsýningu á morgun og gefst fólki þá innsýn í störf björg- unarsveitanna, tæki þeirra og tól. Annað kvöld verður svo loka- varðeldur og mótsslit. Fyrstu hóp- arnir fara til síns heima fyrir hádegi á sunnudag en gert er ráð fyrir að flestir verði farnir á sunnudagskvöld. Hús númer 12 við Mjölnisholt rýmt og því lokað af heilbrigðisástæðum Lögreglan hyggst laga til víðar HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykja- víkur óskaði aðstoðar lögreglunnar í gær við að rýma hús númer 12 við Mjölnisholt. Lögreglan hefur setið um húsið undanfarna daga og leitað á öllum þeim, sem hafa lagt ieið sína inn í húsið, en að sögn lögreglu hefur þarna farið fram sala á fíkniefnum. Eigandi liússins er Friðrik Stefánsson, fast- eignasali hjá Þingholti. Hann hefur leigt húsið út, en eitthvað mun hafa vantað upp á að leigan hafí verið greidd auk þess sem ekki hefur verið greitt af hita og rafmagni og því er húsnæðið bæði rafmagns- og heitavatnslaust. Fíkniefnadeild lögreglunnar ósk- aði eftir heilbrigðiseftirlitinu á stað- inn 19. júlí sl. sem tók út húsnæðið. í framhaldi af því barst bréf frá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur sem taldi húsið óhæft sem mannabústað og óskapnaður væri slíkur að það bæri að loka húsinu strax, að sögn Hilmars Þorbjömssonar, aðstoðaryf- irlögregluþjóns í Reykjavík. Hilmar sagði að nálægt tuttugu manns hefðu verið búin að hreiðra um sig í húsinu, en aðeins tveir eða þrír vom eftir í gær þegar húsið var rýmt og því lokað. Aðrir hafi verið flognir úr hreiðrinu með sitt hafurtask að eigin fmmkvæði á undanförnum tveimur til þremur dögum. „Það er vissulega vont að búa og vera með starfsemi í hús- næði, sem lögreglan situr um. Það er ekkert grín. Það er ekkert hægt að selja og ekkert hægt að kaupa. Það er hvorki hægt að kaupa þýfí né selja fíkniefni." Að sögn Hilmars, er ábyrgð eig- anda húsnæðisins mikil þar sem hann hefur verið að leigja frá sér húsnæði sem sýnilega hefur ekki verið í leiguhæfu ástandi. „Það er hinsvegar annað mál. Það sem vakir fyrir okkur er að halda frá ungu fólki, sem er að leiðast út á villigötur.“ Þrír til fjórir aðrir staðir bíða Hilmar sagði að í framhaldi af lokun húsnæðisins við Mjölnisholt, yrði gripið til samskonar aðgerða gegn öðmm fíkniefnabælum. Þijú til fjögur önnur slík greni væm í alvarlegri skoðun hjá lögreglunni, en hann taldi ekki rétt að skýra frá því hvar þau væru nákvæmlega. „Við munum hefja aðgerðir eins fljótt og mögulegt er á öðrum stöð- um. Við erum ekki í neinni rassíu. Við eram bara að laga til.“ Aðspurður um hvort lögreglan hefði ekki getað verið búin að „hreinsa út“ fyrir lifandi löngu þar sem vitað var um að sala á fíkniefn- um færi þama fram, svaraði Hilmar því játandi, en kvað þetta vera spurningu um vinnubrögð. „Við höfum nú meira og minna verið að taka fólk þarna út og þetta er búið að ganga ansi lengi. Við ákváðum að setjast um þetta hús og láta til skarar skríða gegn þessum grenj- um. Það var ákvörðun lögreglu- stjóra. Sömuleiðis eru skýrslur frá eldvarnar- og rafmagnseftirlitum báðar á einn veg og ýmsu talið ábótavant. Ekki verður leyfð búseta þarna fyrr en farið hafa fram endur- bætur á húsnæðinu undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Við vonumst til þess að geta lokið þessu verkefni sem fyrst því okkur bráð- liggur á að komast í önnur verk- efni.“ : Morgunblaðið/Sverrir JÓNAS Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fór ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að Mjölnisholti 12 í gær, afhenti eiganda hússins, Friðriki Stefánssyni, bréf um að rýma skyldi húsið strax. Að því búnu var skipt um lás á húsinu. Ekki verður heimilt að leigja húsið út að nýju nema fyrst fari fram gagnger- ar endurbætur á því. Deila heim- ilislækna og ríkisins til ríkissátta- semjara S AMNIN G ANEFND Læknafélags íslands og samninganefnd ríkisins áttu tvo fundi með vararíkissátta- semjara í gær, þar sem rædd var staðan í deilu heimilislækna og rík- isins. Heimilislæknar sögðu upp samn- ingum 1. febrúar síðastliðinn og áttu uppsagnirnar því að taka gildi 1. maí, en heilbrigðisráðherra nýtti sér lagaheimild til að framlengja samn- ingana um þijá mánuði eða til 1. ágúst. Nú er því aðeins tæp vika þar til samningar renna út. Gunnar Ingi Gunnarsson, formað- ur samninganefndar Læknafélags íslands, sagði í gær að ákveðið hefði verið að gera hlé á viðræðunum og hittast aftur eftir helgi að lokinni heimavinnu. -----» » ♦----- Hafnarfjörður Meirihlutinn óbreyttur INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að dómsuppkvaðn- ing í máli Jóhanns G. Bergþórsson- ar, bæjarfulltrúa, breyti engu um meirihlutasamstarfíð. Ingvar var nýkominn úr ferðalagi og hafði ekki náð tali af Jóhanni, sem einnig var utan bæjar, eftir þessa nýjustu atburði. Hann sagðist ekki vita hvað Jóhann ætlaði að gera. „Þó að hann hugsaði sér ein- hveija breytingu þá samanstendur meirihlutinn af sjö mönnum og yrðu sex eftir. Þessi meirihluti stendur óbreyttur," sagði Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.