Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 11 AKUREYRI Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Listasumar á Akureyri Gítartónleikar í Deiglunni SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 28. júlí verða á Listasumri tónleikar þar sem Halldór Már Stefánsson og María Jose Boira Sales leika verk fyrir tvo gítara. Halldór Már er Akureyringur og stundar nám hjá Arnaldi Arnarsyni í Barcelona á Spáni. María er spönsk og býr í Barcelona þar sem hún er við nám og störf. Verkin á efnisskránni eru ur ýmsum áttum en flest eru þáu ættuð frá Spáni og Ítalíu. Tónleik- arnir verða í Deiglunni á Akureyri og hefjast kl. 20.30. Um helgina er síðasta sýningar- helgi á málverkasýningu Gunnars Karlssonar í Deiglunni. Sýningin er liður í Listasumri og stendur út júlí- mánuð. Bæjarfull- trúar í út- reiðartúr NOKKRIR bæjarfulltrúar á Akureyri þáðu boð frá Hesta- mannafélaginu Létti um stuttan útreiðatúr á túninu neðan við Samkomuhúsið í vikunni. Tilgangurinn var að kynna fyrir bæjarfulltrúun- um kynningardaga sem hestamannafélagið stendur fyrir á miðvikudagskvöldum í sumar. „Það datt nú eng- inn af baki en þarna kom ber’lega í ljós hverjir hafa hæfileika til að sitja hest og hverjir ekki,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi í samtali við Morgunblað- ið og bætti við að það væri ýmislegt sem væri lagt á bæj- arfulltrúa. Hópurinn á klárum sínum eru, f.v. Sigrún Sveinbjörns- dóttir, Alþýðubandalagi, Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, Sigurður J. Sigurðs- son, Sjálfstæðisflokki, Jakob Björnsson, bæjarsljóri, Sigríð- ur Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, Sigfús Helgason, formaður Léttis og Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðisflokki. Síduskóli _________ Ragnhildur ráðinn skólastjóri MEIRIHLUTI bæjarráðs hefur samþykkt með vísan til umsagnar skólanefndar, að ráða Ragnhildi Skjaldardóttur skólastjóra Síðu- skóla til eins árs. Auk hennar sóttu þeir Sturla Kristjánsson og Sveinbjörn M. Njálsson um stöð- una. Ragnhildur hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri Síðuskóla sl. 10 ár. Ástæða þess að staðan var auglýst til eins árs, er sú að Jón Baldvin Hannesson sem verið hef- ur skólastjóri Síðuskóla, var í vor ráðinn til skólaþjónustu Eyþings og fékk hann þá launalaust leyfi til eins árs við skólann. Sigurður J. Sigurðsson Sjálf- stæðisflokki, lét bóka á fundi bæj- arráðs, að sú ákvörðun skóla- nefndar að auglýsa skólastjóra- stöðuna til eins árs sé gagnrýni- verð og jafnframt taldi hann að Sturla Kristjánsson hefði átt að hljóta stöðuna. -kjarni málsins! HLJOMSVEITIN - Stuðhljómsveit fyrir dla aldurshópa! Bítlastemning, Geirmundarsveifla, Traustur vinur E « Uflglingahljómswit sumorsins. Hvers vegno varstu ekki kyrr?, Kyrrlótt kvöld, Lóan er Séra Pálmi Margfaldir íslandsmeistarar í latin-dönsum '&Reggae on lce *Dj TB 303 '&Upplyfting ^rBítlastemning '&Geirmundarsveifla i£rMagnús Scheving TVHalli og Laddi ^Ómar Ragnarsson ^Haukur Heiðar ^rMargrét Kristjánsdóttir i^rSéra Pálmi Matthíasson Söngvarakeppni BG *Ökuleikni BFÖ '&Lúðrasveit '&Danssýning undir stjórn Auðar Haralds '&Gunnar Þorláksson '&Brúðubíllinn '&Tívolí '&Körfuboltakeppni AKántrýdanssýning barna '&Varðeldur rArFlugeldasýning r ★Valur Oskarsson ^rGönguferðir '&Hjólreiðakeppni BFÖ 'ArÆvintýraland ^Galtalækjarþol og fimi - keppni13 -16 ára ^rHestaleiga 'ArOg margt fleira ^ Sætaferdir frá BSÍ og SBK ❖ l Umdæmisstúkan nr.1 á Suðurlandi VERSLUNARMANNAHELGIN 2. - 5. ÁGÚST1996

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.