Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Skeifunni 13 Norðurtanga3 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 108 Reykjavík 600 Akureyri 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 568 7499 462 6662 565 5560 104Reykjavik 588 7499 ÍDAG Hlutavelta VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: Iauga@mbl.is Tapað/fundið Ungbarnaúlpa tapaðist RAUÐ ungbamaúlpa úr frotté af gerðinni GAP, sem hægt er að venda og er þá rauðköflótt, tap- aðist, líklega á ferðalagi á milli Víkur í Mýrdal og Reykjavíkur, en gæti þó verið annars staðar. Úlp- an er af stærðinni á 9-18 mánaða gamalt. Finnandi vinsamlega hringi í síma 666-8699. Armbandsúr tapaðist KVENARMBANDSÚR tapaðist aðfaranótt sl. laugardags. Upplýsingar í síma 562-2476. Fundarlaun. Kross tapaðist ÞRÍKROSS úr hvítagulli og roðagulli tapaðist í Laugardalslauginni sl. mánudag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 553-4532. Gætudýr Kettlingar TVEIR silkimjúkir og blíðir kettlingar, u.þ.b. 12 vikna, fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í sírna 551-0322. Kettlingar FIMM fallegir kettlingar fást gefins á gott heim- ili. Upplýsingar eftir kl. 20 í síma 587-0624. NU í sumar efndu tveir hópar barna í Stykkishólmi til tombólu og rann ágóðinn til styrktar St. Francis- kusspítalanum í Stykkishólmi. Ahugi barnanna sýnir hve bæjarbúar hugsa hlýtt til spítalans og starfs systr- anna sem þar hafa starfað. A fyrri myndinni eru Rut Agnarsdóttir, Sif Agnarsdóttir, Kristín B. Jónsdóttir, Snæbjört Gestsdóttir og Svana Gunnarsdóttir ásamt stjórnendum St. Franciskusspítalans eftir að hafa af- hent þeim ágóðann af tombólunni. Á myndina vantar Þorvald Ólafsson. Á seinni myndinni eru Sandra Árna- dóttir, Sesselja Guðmundsdóttir og Kjartan Guðmunds- son sem einnig héldu tombólu til ágóða fyrir St. Franc- iskusspitalann í Stykkishólmi. Með morgunkaffinu að deila hádcgisverði með þeim sem þér þykir vænt um. 1B£R~ Ast er... 7-27 ÞAÐ er aldrei að marka það sem maðurinn minn segir þegar hann er fullur. ÉG held að við borgum hvort í sínu lagi. eapz 721 HVERNIG stafar maður STOPP? Er það með einu eða tveimur p-um? hann sjálf. ÉG veit að þú trúir því varla, en ég saumaði Víkveiji skrifar... Yíkveija brá verulega í brún þegar hann þurfti að leita til tölvufyrirtækis vegna smáhnökra í tölvuvinnslunni. Þannig er mál með vexti, að Víkveiji vinnur gjarnan á tölvu heima hjá sér og festi kaup á slíku tæki hjá Nýheija. Leið nú og beið og reyndi lítið á kunnátt- una, því vinnan fólst mest í einföld- um textaskrifum, sem voru svo færð yfir í textakerfi Morgunblaðs- ins með einhveijum tilfæringum, sem Víkveiji kann ekki að skil- greina nánar. Fyrir skömmu fór Víkveiji hins vegar að vinna að verkefni, sem krefst þess að hann ljúki algjörlega við frágang texta til prentunar. Við þessa vinnu lenti Víkveiji í vandræðum, þvi það var sama hvernig hann barði lyklaborð- ið, aldrei fann hann fremri gæsa- lappir. xxx Nú er það svo, að í íslensku opnast gæsalappir niðri, en lokast uppi, eða „ og “. Víkveiji gat því engan veginn sætt sig við skort á fremri gæsalöppum. Hann hringdi í Nýheija til að leita aðstoð- ar og þar varð maður á þjónustu- deild fyrir svörum. Hann sagði að því miður væri fremri gæsalappir ekki að finna í tölvunni og slíkt væri viðtekin regla. Þessi svör hljómuðu ótrúlega, svo Víkveiji ít- rekaði að hann væri að tala um íslenskar gæsalappir og að hann þyrfti að skila handriti til prentun- ar, svo frágangurinn yrði að vera í lagi. „Ég myndi nú kanna hvort það er ekki í lagi að hafa þær uppi,“ svaraði maðurinn og tók ekki þeim rökum Víkveija að handritið hefði þegar verið prófarkalesið og að sjálfsögðu gerðar athugasemdir við skort á íslenskum gæsalöppum. Þjónustumaðurinn kvaðst aldrei hafa fengið athugasemdir vegna þessa, en benti á að Víkveiji gæti talað við E.J. Skúlason, sem væri með umboð fyrir ritvinnslukerfið Word. Þar varð kona fyrir svörum og útskýrði hvemig fínna ætti gæsalappirnar. xxx Lausn konunnar var svo sem allra góðra gjalda verð, ef Vikveiji hefði haft fullkomna út- gáfu af Word. í ljós kom hins veg- ar, þegar Víkveiji sneri sér aftur til Nýheija og átti nú samskipti við mjög hjálplega konu í afgreiðslu, að í fínu, dýru tölvunni með Windows 95 var aðeins ófullkomin útgáfa af Word. Ef Víkveiji vildi fullkomnu útgáfuna og þar með gæsalappir gat hann fengið hana, en gegn 14.900 króna greiðslu. Það þykir Víkveija ansi hátt gjald að greiða svo hann geti nýtt 200 þús- und króna tölvubúnaðinn sinn til að skrifa á íslensku. xxx HAMRAHLÍÐARKÓRINN hélt í vikunni í tónleikaför til Jap- ans. Fyrir nokkru síðan barst kórn- um fyrirspurn frá þeim aðilum í Japan, sem að heimsókninni standa. Þeir höfðu séð fréttamyndir frá ís- landi í sjónvarpi af dauðadrukknum unglingum í miðborg Reykjavíkur. Vildu þeir vita hvort Hamrahlíðar- kórinn væri hugsanlega hópur af íslenskum vandræðaunglingum! Það er vissulega áhyggjuefni ef þetta er sú mynd sem útlendingar hafa af æsku íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.