Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚRVERINU Störfum hjá Philips fækkað Eindhoven. Reuter. vegna taps PHILIPS, stærsta rafeindafyrir- tæki Evrópu, hefur skýrt frá hreinu tapi á öðrum ársfjórðungi, tilkynnt að störfum verði fækkað um 6.000 og varað við að nettóhagnaður af venjulegri starfsemi verði minni en gert hafi verið ráð fyrir. Verðlækkanir hafa komið illa við fyrirtækið og að þess sögn nam hreint tap á öðrum ársfjórðungi 456 milljónum gyllina eða 273 milljón- um dollara. Nettóhagnaður af venjulegri starfsemi minnkaði í 304 gyilina úr 583 milljónum og sérstök útgjöld vegna kostnaðar af endur- skipulagningu hljóð- og sjóndeildar námu 760 milljónum gyllina. Hreint tap á hlutabréf á öðrum ársfjórðungi nam því 1,33 gyllinum miðað við 1,72 gyllina hagnað áður. Vegna endurskipulagningarinnar verður störfum í hljóð- og sjóndeild fækkað um 6.000 á næstu 18 mán- uðum og mun kostnaður nema 800 milljónum gyllina að sögn Dudley Eustace fjármálastjóra. Starfsmenn neyzluvörudeildar, sem hljöð- og sjóndeild tilheyrir, eru um 70.000 um allan heim. Verðlækkanir hafa veikt stöðu hljóð- og sjóndeildar og hollenzkir fjölmiðlar hafa velt fyrir ser fjölda- uppsögnum hjá Philips. Á síðustu 12 mánuðum hefur Philips lagt nið- ur um 40.000 störf um allan heim í hagræðingarskyni. í júnílok voru starfsmenn fyrirtækisins í heimin- um um 275.000. Philips staðfesti jafnframt að söluaukning 1996 yrði ekki eins mikil og 1995. Verð hlutabréfa í Philips lækk- uðu í 45,50 gyllini, eða rúmlega 3%, en hækkuðu síðan aftur í 48 gyllini. Risar reyna að binda endi á stafrænt stríð Bonn. Reuter. RISARNIR í evrópska sjónvarps- geiranum eiga í nýjum viðræðum, sem kunna að binda enda á harða samkeppni þeirra um starfrænt sjónvarp og leiða til samkomulags um samhæfða afruglara. Aðeins einni viku áður en hinar nýju viðræður hófust virtust þær sigldar í strand, þótt nýtt tímabil sé framundan í sjónvarpsmálum Evrópu og 5 milljarða dollara mark- Ráðinn forstjóri íjapönsku fyrir- tæki Eyþór Eyjólfsson • DR. Eyþór Eyjólfsson hefur verið ráðinn for- stjóri fyrirtækisins Stolt Cocoon K.K. í Japan sem er í eigu Stolt Sea Farm R/S í Nor- egi. Stolt Sea Farm rekur eldis- stÖðvar fyrir m.a. lax, silung og grálúðu í Noregi, Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Portúgal og Frakklandi. Stolt Cocoon K.K. annast sölu fískafurða fyrir móðurfélagið og fleiri aðila. Eyþór fæddist í Reykjavík árið 1963. Hann iauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983 og hóf nám við Ríkisháskól- ann í Moskvu sama ár. Sumarið 1984 hóf hann nám í japönskum fræðum og málvísindum við Ludw- ig-MaximiIians-háskólann í Miinchen. Sumarið 1989 lauk hann magister-prófi við sama háskóla og innritaðist í doktorsnám við háskól- ann í Hiroshima. Eyþór hlaut dokt- orsgráðu árið 1993 í japönskum fræðum og málvísindum við Ludwig- Maximilians-háskólann. Fyrir dokt- orsritgerð sína hlaut Eyþór fyrstu ágætiseinkunn (magna cum laude). I maímánuði sama ár hóf hann störf sem framkvæmdastjóri við norska sjávarafurðafyrirtækið Cocoon Ltd. í Tókýó. aður kunni að vera í húfi. En í sama mund og bæverski fjölmiðlajöfurinn Leo Kirch og ástr- alski fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch voru þess albúnir að magna átökin með því að taka í notkun hina nýju DFl rás sína skýrðu Kirch og aðalkeppinautur hans, Bertelsmann AG, frá þeim ásetningi sínum að reyna að semja um vopnahlé. Tímamótaárangur? Eftir þessi óvæntu tíðindi til- kynnti franska áskriftarsjónvarpið Canal Plus að það og BSkyB gervi- hnattasjónvarp Murdochs ættu einnig hlut að máli. Ef samkomulag næst kann það að vera sá tímamóta- árangur, sem beðið hefur verið eftir í greininni. „Við höfum ekki náð endanlegu samkomulagi, en við erum á réttri leið að því marki,“ sagði talsmaður Bertelsmanns. Kirch og Bertelsmann hafa verið í miðpunkti deilu í greininni um ólíka afruglaratækni, sem hefur valdið hættu á stríði í iíkingu við deiluna um VHS og Betamax myndbands- tæki fyrir 1980. Bertelsmann og franska áskrift- arsjónvarpið Canal Plus hafa þróað eigin afruglara, „Media Box,“ en Kirch hefur komið fram með eigið „D-Box“. Ekki er hægt að samræma notkun þessara tækja og notendur verða að velja um þau. {viðræðunum er reynt að ná sam- komulagi um að afruglararnir verði samhæfðir. Báðum aðilum er alvara með því að reyna að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tæknistríð. Þrír helztu aðilarnir sem koma við sögu - Bertelsmann, Canal Plus og Kirch - eru hluthafar í Premi- ere, eina áskriftarsjónvarpi Þýzka- lands. Premiere er ekki enn rekið með hagnaði og áskrifendur eru aðeins 1.2 miiljónir. En hver sá aðili sem fær aðgang að áskrifendum Premiere fær for- skot á öll önnur fyrirtæki, sem reyna að byrja frá byijun í Þýzkalandi. Þess vegna reyna Bertelsmann og Kirch loksins að leysa ágreining sinn. HUMRI landað á Höfn í Hornafirði. Morgunblaðið/Halldór Líkur á að humarkvótinn náist fyrir vertíðarlokin FLESTIR humarbátar á landinu eru nú hættir veiðum og fáar humar- vinnslur munu halda uppi fram- leiðslu til vertíðarloka. Humarveiðin hefur gengið misvel eftir landshlut- um, allir humarbátar á austursvæð- inu eru hættir veiðum en ennþá eru nokkrir bátar að á vestursvæðinu. Allar líkur eru á að humarkvótinn náist fyrir 15. september. Veiðiheimildir fyrir þetta fisk- veiðiár voru 1500 tonn af heilum humri og er allt útlit fyrir að þær verði fullnýttar. Nú þegar hafa veiðst um 1415 tonn og eru ennþá nokkrir bátar að veiðum á vestur- svæðinu en veiði hefur verið skapleg þar á vertíðinni. Mest af humri hefur komið á land í Þorlákshöfn, um 570 tonn. Þá eru komin á land um 247 tonn í Grindavík og um 142 tonn í Sandgerði. Humarvertíðinni er lokið í Vestmannaeyjum og komu þar á land um 200 tonn af heilum humri. Veiðum hefur eins og fyrr segir einnig verið hætt á Höfn í Hornafirði og komu um 250 tonn á land þar á vertíðinni. Heildar-humarframleiðsla Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna er nú orðin um 451 tonn en þrír framleið- enda SH eru enn að framleiða og tveir þeirra halda áfram til vertíðar- Ioka þann 15. ágúst. Af heildar- framleiðslunni eru um 375 tonn heill humar og 76 tonn halar. Ef halaframleiðslan er reiknuð yfir í heilan humar nemur því heildarhrá- efnisnotkun SH um 622 tonnum það sem af er þessu ári. Það er rúmlega 200 tonnum meira hráefni en á vertíðinni í fyrra en árið 1994 voru unnin um 873 tonn af hráefni hjá framleiðendum SH. Framleiða meira en áætlað var Hjá Árnesi hf. í Þorlákshöfn hef- Grásleppu- veiðin á Strönd- um brást Árneshreppur - Enn eitt árið brást grásleppuveiðin í Árnes- hreppi. Fiskverkun Gunnsteins Gíslasonar í Norðurfirði verk- aði 31 tunnu af hrognum af sjö bátum, þar af einum aðkomu- báti. Á Gjögri verkuðu tveir aðilar af sinum bátum sjálfir í 13 tunnur samtals. Margir byrj- uðu að taka net upp fyrir miðj- an júní, en nú eru allir búnir að taka upp net sín fyrir löngu og byijaðir á færum. Flestir bátanna eru hættir veiðum ur ekki verið tekin endanleg ákvörð- un um hvort tekið verður á móti humri til vertíðarloka 15. ágúst en Pétur Reimarsson, framkvæmda- stjóri, átti frekar von á því að svo yrði. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í sumar. Við erum búnir að framleiða um 90% af því sem við settum að markmiði fyrir vertíð- ina og stefnum á að það verði enn meira. Við erum því mjög ánægðir með stöðu rnála." Pétur segir að 11 bátar hafi lagt upp hjá fyrirtæk- inu í sumar en nú séu nokkrir þeirra hættir veiðum. Hörmuleg vertíð Hjá Borgey hf. á Hornafirði var landað um 30 tonnum af humarhöl- um á vertíðinni og segir Hermann Stefánsson, útgerðarstjóri, það vera langt undir kvóta. Ekkert var framleitt af heilum humri hjá Borg- ey í ár, bæði vegna þess að humar- inn var smár á seinni hluta vertíð- arinnar og vegna slæmra mark- aðsaðstæðna, sérstaklega fyrir smáan humar. „Vertíðin var væg- ast sagt hörmuleg. Þó að við höfum fengið meira inn í hús en á vertíð- inni í fyrra er ekki þar með sagt að aflinn hafi verið meiri. Það er varla hægt að bera þessi tvö ár saman því að í fyrra var vertíðinni seinkað um viku og svo kom verk- fallið í kjölfarið. Það eru margir mjög svartsýnir á framhald veið- anna hérna og halda því fram að ekki verði hægt að veiða hér hum- ar eftir nokkur ár,“ segir Her- mann. Hafa sjaldan framleitt meira Hjá Skinney hf. á Hornafirði hættu síðustu bátar veiðum í lok júlí en þegar mest var sáu ijórir bátar um humarveiðar fyrir fyrir- tækið í sumar. Þar voru framleidd um 50 tonn á vertíðinni, langmest af hölum en sáralítið af heilum humri og eru menn sáttir þar á bæ enda hefur framleiðslan sjaldan verið jafnmikil. Það er þakkað öflugum bátum en þrír af bátunum toguðu með tvö troll sem gefur mun betri árangur. Stofninn nær sér á strik Hrafnkell Eiríksson, fiskifræð- ingur Hafrannsóknastofnunar, seg- ir að árið hafi vissulega verið undir meðallagi en hinsvegar hafi veiði verið þokkaleg lengst af á vestur- svæðinu. „Það hafa alltaf komið léleg ár með nokkuð reglulegu milli- bili og síðast var mjög lélegt ár 1989. Þá voru aflabrögð einnig mjög léleg árið 1979 og enn verri 1969. Bátar hafa verið kroppa þokkalega bæði á Meðallandsbugt og í Skeiðarárdjúpi á seinni hluta vertíðarinnar en svo virðist sem það sé engin veiði austan við Ingólfs- höfða. Veiði hefur gersamlega brugðist í Breiðamerkur-, Hornafjarðar-, og Lónsdýpi en það hefur verið mikill fiskur á þessum slóðum og það hefur aldrei farið vel saman við humarveiði. Því er heldur ekki að neita að það eru nokkrir mjög léleg- ir árgangar í stofninum, auk þess sem skark með öðrum veiðarfærum hefur aukist á þessum slóðum. Stofninn er í lægð en við höfum engar áhyggjur af því að hann nái sér ekki á strik. Það á örugglega eftir að gerast,“ segir Hrafnkell. Morgunblaðið/Jón G.G. SMÁBÁTAHÖFNIN í Norðurfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.