Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996 41 RT REDFORD Á síðustu stundu Persónur í nærmynd er einfaldlega stórkostleg kvikmyndaleg upplifun. Robert Redford og Michelle Peiffer eru frábær í stórkostlegri mynd leikstjórans Jon Avnet (Steiktir grænir tómatar). Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.20. I OFTIME Aðalhlutverk: Johnny Depp og Christopher Wlaken Leikstjóri: John Badham. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.i. 16. Sannarlega hrlfandi nútln ástarsaga. Robert Redfor og Michelle Pfeiffer eru mögnuö saman!" - David Sheehan, CBS-TX IELLE PFEIFFER Samleikur Robert Redford og Michelle Pfeiffer er likasturtöfrum! “ - Jeffrey Lyons, SNEAK PREVIEW FRUWISYIUD SIMI SS3 - 2075 STÓRMYNDIN PERSONUR I NÆRMYND HELGARMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANIMA Flóttinn frá Atlanta VEI ÞVÍ fólki sem ekki kemst út fyrir hússins dyr þessa helgina, hefði gjarnan viljað horfa á sjón- varpið, er lítt og jafnvel alls ekki áhugasamt um íþróttir og á aðeins aðgang að Ríkissjónvarpinu. Slíkt fólk situr uppi með sjálft sig og hvert annað föstudag, laugardag og sunnudag. Þessu er hér með komið á framfæri við lögreglustöðvar um land allt. Ólympíuleikarnir í Atlanta setja okkur hin í viðbragðsstöðu gagnvart eftirfarandi: Best áTIMT Föstudagur ►21.00 WhReHeat (1949) James Cagney í hlutverki geðbilaðs glæpahunds í sígildri mynd Raouls Walsh. Lokaatriðið er makalaust. ★ ★ ★ Sunnudagur ► 22.00 The Treasure Of The Sierra Madre (1948) Guilæði tortímir þremur gullgröfurum i Mexíkó. Meistaraverk Johns Huston færði bæði honum og föður hans, leikaranum Walter Hus- ton, Óskarsverðlaun en Humpþrey Bogart fer líka á kostum. Huston leikstjóra bregður fyrir ( hlutverki túrista snemma í myndinni. ★ ★ ★ ★ Sunnudagur ► 0.10 The Bad And The Beautífui (1952) Forvitnilegt drama úr kvikmyndaheiminum með Kirk Douglas í hlut- verki kaldrifjaðs fram- leiðanda. Lana Turnerog Dick Powell snúast í kringum hann. Leikstjóri Vincente Minelli. ★ ★ Vx Þeir lesendur dálksins sem settust niður, rétt eins og höfundur hans, sl. laugardagskvöld til að horfa á, samkvæmt ábendingu, lögreglu- myndina Snjór á Stöð 3, en fengu allt aðra mynd i staðinn, eiga rétt á þeirri skýringu forsvars- manna Stöðvar 3, að fyr- ir mannleg mistök hafi röng mynd verið sýnd. Föstudagur Stöft 2 ►20.55 Rómanska myndin í kvöld er sú lakasta í þessum flokki gerð 1991 eftir sögu Manuels Puig, höfundar Koss köngulóarkonunnar. Handritshöfundurinn og leik- stjórinn Leonard Schrader, bróðip - og starfsbróðir - Pauls Schrader - sýnir bakhliðina á Buenos Aires á þriðja áratugn- um með tangódansinn sem táknrænan brennidepil fyrir líf þriggja persóna, í senn ástríðu- og örvæntingarfullt, en sagan nær ekki fiugi þrátt fyrir myrka og munúðarfulla stem- ningu. ★★ Stöft 2 ►22.35 Ein vinsæl- asta ævintýra- og hasarmynd áttunda áratugarins Djöflaeyj- an (Papillon, 1973) fjallar um sannsögulegan flótta frá fangaeyjunni illræmdu. Þótt myndin sé of löng (150 mín.) nær leikstjórinn Franklin J. Schaffner upp ágætri spennu með aðstoð úrvalsleikaranna Steve McQueens og Dustin Hoffmans. ★★★ Stöft 2 ►1.05 Spennumynd nýsjálenska leikstjórans Ro- gers Donaldson Hvítir sandar (White Sands, 1992) um þorps- lögguna Willem Dafoe sem flækist í býsna langsóttan has- ar, er frekar misheppnuð miðl- ungsafþreying. ★'A Stöð 3 ►22.45 - Hættuför - sjá hér til hliðar. Sýn ►21.00 Því miður gat afspymuvond hrollvekja um andstyggilega litla púka af sér enn verra framhald, Skrímslin 2 (Ghoulies 2,1987). Leikstjóri Albert Band. lh stjarna. Sýn ►23.20 Ég hef því miður ekki séð Svarta sporðdrek- ann (Black Scorpion, 1995), en þessi spennumynd um unga lögreglukonu í hefndarhug státar af lögulegri B-mynda- leikkonu Joan Severance í aðal- hlutverkinu. Laugardagur Stöft 2 ►17.05 og 1.10 Blaðift (The Paper, 1994) er fislétt afþreying um blaða- mennsku, einkalífsvandamál blaðamanna sem og ævintýri f starfi. Góður leikhópur - Mich- ael Keaton, Glenn Close, Rob- ert Duvall og margir fleiri - gerir sitt besta en hamagang- urinn í leikstjórn Rons Howard þjónar því miður þeim tilgangi að breiða yfír lítt burðugt handrit. ★★ Stöft 2 ►23.05 Franken- stein - sjá hér til hliðar. Stöð 3 ►21.30 Væringar (Grave Secrets, The Legacy OfHilltop Drive, 1992) er sjón- varpsmynd um sannsögulega reimleika en þykir minna full mikið á þá sígildu draugamynd Poltergeist til að komast vel frá verkinu. Aðalleikkonan Patty Duke er þó yfírleitt þess virði að sjá. ★★ samkvæmt bæði Maltin og Porter og Blockbuster Video Stöft 3 ► 23.45 Um Ná- grannann (The Man Next Door) hef ég engar umsagnir. Sýn ►21.00 og 23.35 Mic- key Rourke-vestrinn F.T.W. (Fuck The World!) og Playboy- fjólan Tímalaus þráhyggja eru fyrir fólk sem vill taka áhættu í lífinu. Sunnudagur Stöft 2 ►20.50 Frank Sin- atra fer létt með að leika druliusokk sem berst fyrir því að stofna næturklúbb í San Francisco og lætur Rita Hayw- orth og Kim Novak beijast um athygli sína á meðan. Vinurinn Joey (Pai Joey, 1957), söng- leikur Rodgers og Harts eftir leikriti Johns O’Hara er ágæt FRUMSYIUD T6. ÁGÚST sími 551 9000 ; yii GAMANMYNDIN: I BOLAKAFI RAMRflE Sýnd kl. 5,7,9 og 11 BJ. 14. Mynd sem fjallar um kafbátaforingja á ryðguðum díselkafbát og vægast sagt skrautlega áhöfn hans. Sýnd kl. 5 og 7 Synd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð i. 16. SPILLING Aðalhlutverk: Kelsey Grammer (Fraiser og Staupasteinn) og Lauren Holly (Dumb and Dumber). Leikstjóri: David S. Ward. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ■ lboo KR400 Sýnd kl. 9, og 11. B.i. 12 Síðustu sýningar! STRIPTESSE Trufeh A80U1 c CGURAGE --UNDER- FIRE skemmtun í höndum leikstjór- ans George Sidney. Meðal frægra söngva: My Funny Valentine og The Lady Is A Tramp. ★ ★ ★ Stöft 2 ►23.40 Mynd How- ards Deutsch um misrétti gagnvart fyrrum hermönnum á bandarískum spítala fær mis- jafna dóma. Sjálfur hef ég ekki séð hana en Maltin gefur ★ ★ Vi, Blockbuster Video ★ ‘A, Martin og Porter ★ ★★*/2 (af fimm). Sýn ►22.00 Leikstjórinn Joe Dante (Gremlins) hefur ekki náð sér á strik seinni árin en tekst bærilega upp í sjónvarps- myndinni Strokudætur (Runaway Daughters, 1994), um táningsstúlkur á hálum ís. Hún er endurgerð samnefndrar bíómyndar frá 1956, sem gerð var af B-myndaverksmiðjunni American Intemational. Leik- hópurinn er bráðskemmtilegur og takið eftir tveimur lykil- mönnum fyrmefnds kvik- myndafélags í aukahlutverk- um, Roger Connan og Samuel Z. Arkoff. ★ ★ 'A Árni Þórarinsson Hörkutól Illa farið með gott skrímsli ► Kenneth Branagh var í fínu formi í Shakespeare-mynd- inni Hinriki fimmta sem Stöð 2 sýndi um síðustu helgi. Honum tókst mun síður upp í yfirgengilegri túlkun á Frank- enstein (Stöð 2, laugardagur ►23.05), hinni margkvikmynd- uðu sögu Mary Shelley. Hrollvekjan um manninn, sem hélt hann væri Guð og bjó með aðferðum vísindanna til mann en sat uppi með stjórnlaust skrímsli, er í eðli sinu sígilt ádeiluverk um mannshuga á villigötum sjálfsdýrkunar. Hún hefur samt mun sjaldnar fengið viðunandi meðferð í kvik- myndum en hinn meginpóll hrollvekjubókmenntanna, Dracula. Frá því fyrsta útgáfan af Frankenstein var kvik- mynduð 1908 eru það túlkun og gervi Boris Karloff sem standa upp úr (Frankenstein, 1931, leiksljóri James Whale). Branagh, sem leikur doktor Frankenstein, leikstýrir með miklum bægslagangi en lítilli tilfinningu og smekkvísi, leik- myndirnar eru furðuleg mistök og meira að segja Robert DeNiro, sem skrímslið, bjargar engu. En gaman er að sjá grínsnillinginn John Cleese í alvarlegu hlutverki. ★ ’/2 I sérflokki þessa helgina J er gamla ævintýramyndin Hættuför eða Northwest Pas- sage, gerð árið 1940 af einum virtasta leikstjóra bandarískrar kvikniyndasögu, King Vidor (Stöft 3, föstudagur ►22.45). Spencer Tracy er stórfenglegur í hlutverki skapmikils harð- jaxls sem fer fyrir leiðangri um nýtt landnámssvæði og berst á leiðinni yflr fjöll og fenja- svæði við franska hermenn jafnt sem herskáa indíána. Myndin átti að vera fyrri hluti af tveimur, byggðum á skáldsögu Kenneths Roberts en sá síðari sá aldrei dagsins ljós. Vidor var í essinu sínu í þessari mynd enda viðfangsefnið dæmigert fyrir hann: Barátta manns við fjandsamlegt umhverfi. Vidor, sem hóf feril sinn í kvikmyndum sem sýningarmaður, er einkum minnst fyrir fjölda hasarmynda og fyrir að hafa strax árið 1929 gert mynd (Hall- elujah) sem eingöngu var leikin af blökkumönnum. ★ ★ ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.