Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Fjölmenni á sælu- helgi á Suðureyri Suðureyri - Súgfirðingar héldu sína níundu Sæluhelgi dagana 12.-14. júií. Þátttaka var mjög góð og skemmtu allir sér kon- unglega þrátt fyrir að veðrið væri ekki sem best alla dagana. Dagskráin hófst á föstudegi með grillveislu, varðeldi og brekkusöng á Norðureyri sem er gegnt Suðureyri. Þátttakend- ur voru ferjaðir yfir fjörð á tveimur bátum og í land á slöngu- bát. 180 manns voru þannig feij- aðir yfir fjörð. Þorleifur Guðna- son, sem er síðasti ábúandi á Norðureyri, sagði nokkrar sögur frá staðnum ásamt Jóhanni Bjarnasyni. Eftir hádegi á laugardag hófst hin eina sanna „MANSA- KEPPNI“. Til þátttöku mættu 58 keppendur á aldrinum 12 ára og yngri. Keppnin stóð í eina klukkustund og var hörkuspenn- andi. Foreldrar, ömmur og afar sáu um að hlaupa með aflann til Ævars Einarssonar á vigtina til þess að tefja ekki kappsama veiðimenn. Alls veiddust 215 marhnútar sem vógu 47,4 kg. Veglegir bikarar voru veittir fyr- ir ýmsar greinar keppninnar. Úrslitin urðu þessi: Mesti aflinn: 1. Helgi Þór Ara- son, 4,75 kg, 2. Olga Margrét Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Utitónleikar Vopnafirði - Útitónleikar voru haldnir í skóginum að Fremra-Nýpi í Vopnafirði nýlega. Fjölmennti fólk í veðurblíðunni, sat á heybögg- um, andaði að sér sumrinu í fallegu umhverfi, naut veitinga og tónlist- ar heimamanna. Það var áhuga- hópur um kaup á flygli sem stóð fyrir tónleikunum og rennur ágóð- inn óskiptur í flygilsjóð. Ljósmynd Óskar Jóhannsson Fimm ættliðir ísafjörður - Haraldur Jóhann Hann- esson var skírður laugardaginn 13. júlí sl. og var myndin tekin af því til- efni. Móðir hans er Guðbjörg Rós Sig- urðardóttir. Amman er Linda Rós Kristjónsdóttir. Langamman Guðbjörg Jóhannsdóttir og langa-langamman Lína Dalrós Gísladóttir í Bolungarvík. Haraldur Jóhann er 39. barn Línu í 5. lið, en það elsta, Friðrik Ómars- son er 16 ára. Alls eru afkomendur hennar nú 230 talsins, tæplega einn þúsundasti af íslensku þjóðinni. Lína verður 92 ára í september. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Helgi Þór Arason aflakóngur hampar hér bikarnum fyrir mesta aflann. Ömmur og afar sáu um að koma aflanum á vigtina, hér er Jóhann Bjarnason á hlaup- um með einn vænan. Cilia ívonsdóttir 3,80 kg, 3. Pálmi Hlöðversson 2,97 kg. Á síðasta ári voru það systkin sem hlutu verðlaun fyrir stærsta og minnsta mansann. í ár voru það svo önnur systkin sem hrepptu þau verðlaun. Þau Telma og Kolbeinn Sveinbjarnarbörn. Telma veiddi stærsta mansann sem vóg 526 g og Kolbeinn þann minnsta sem vóg 40 g. Bikar fyr- ir furðulegustu veiðina hlaut svo Aldís Bjarnadóttir. Eftir velheppnaða veiðikeppni var svo farið í skemmtisiglingu um Súgandafjörð. Um kvöldið var svo barnadansleikur og síðan tóku þeir eldri við og dönsuðu fram á morgun við undirleik_ hljómsveitarinnar Miðness. Á dansleiknum tróðu upp nokkrir eldri popparar úr súgfirskum hljómsveitum við góðar undir- tektir dansgesta. Sunnudagurinn skartaði sínu fegursta, sól og blíðu. Dagurinn hófst með torgsölu i miðbænum. Þar var boðið upp á ýmsan Súg- firskan varning. Kvenfélagið Ársól var með kaffisölu á svæð- inu. Þá fór einnig fram „hús- mæðrafótboltinn", kepptu þar aðkomuhúsmæður við heimahús- mæður. Mikil harka var í leikn- um sem endaði með sigri heima- kvenna sem skoruðu fjögur mörk gegn þremur mörkum aðkomu- húsmæðra. Að ári verður svo tíunda „MANSAKEPPNIN" haldin á „Sæluhelgi á Suðureyri“ og hafa aðstandendur lofað því að þá verði ennþá veglegri dagskrá en í ár. Byggðar afmæli á Sauðárkróki Morgunblaðið Jenný Jensdóttir MARHNÚTAVEIÐIKEPPNIN var æsispennandi. Bryggjuhátíð á Drangsnesi Sauðárkróki - Það var fjölmenni á Faxatorgi síðastliðinn laugardag, þar sem Steinunn Hjartardóttir for- seti bæjarstjórnar Sauðárkróks setti afmælishátíð þá sem standa skal til jafnlengdar að ári, en á þessu tíma- bili eru allmörg stórafmæli tengd búsetu og byggð á Sauðárkróki. Hæst ber þar að eitthundrað tutt- ugu og fimm ár eru frá því að fyrsti íbúinn Árni Ámason, sem síðar hlaut viðurnefnið vert, tók sér búsetu á mölunum innan við Gönguskarðsár ósinn eða í Sauðár króknum. Þá eru einnig fimmtíu ár frá því að Sauðár- krókur hlaut kaupstaðarréttindi. Auk merkisára í byggðasögu staðar- ins eru ótalmörg fyrirtæki, stofnanir og félög í bænum, sem standa á margskonar tímamótum. Að loknu ávarpi forseta bæjar- stjórnar, flutti Árni Ragnarsson for- maður afmælisnefndar ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir þeim hátíðarhöldum sem í hönd fara og þeim undirbúningi sem fram hefur farið til þess að afmælisárið megi verða sérstakt átaks- og menningar- ár í sögu bæjarins. Að lokinni ræðu Árna flutti fé- lagsmálaráðherra Páll Pétursson kveðju þingmanna kjördæmisins en síðan var gengið fylktu liði undir forustu skáta frá Faxatorgi á Kirkju- torg en þar dró Snorri Björn Sigurðs- son bæjarstjóri að hún nýjan afmæl- isfána Sauðárkróks, sem er teiknað- ur af Snorra Sveini Friðrikssyni, en hann teiknaði einnig skjaldarmerki bæjarins sem tekið var í notkun á eitthundrað ára afmæli byggðar á Sauðárkróki árið 1971. Tvær málverkasýningar voru opn- aðar. í Safnahúsi Sauðárkróks var opnuð sýning á verkum fimm skagf- irskra málara, Jóns Stefánssonar, Jóhannesar Geirs Jónssonar, Elíasar B. Halldórssonar og Hrólfs og Sig- urðar Sigurðssonar. Á Kaffi Krók var opnuð sýning á verkum Páls Sigurðssonar prófessors og for- manns Ferðafélags íslands, en hann er borinn og barnfæddur Sauðkræk- ingur. Þá voru leiktæki og skemmti- svæði víða í bænum, meðal annars við sundlaugina, við verslunina Ábæ og kaupfélagið, bátar voru á Áshild- arholtsvatni og sæþotur við fjöruna. Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks hefur nú opnað eldsmiðju Ingimund- ar Bjarnasonar járnsmiðs og var þar slegið glóandi járn báða hátíðisdag- ana og var gestkvæmt hjá Gunnari Þórðarsyni sem hamraði járnið með- an heitt var. Um kvöldið var skemmtun á Fax- atorgi þar sem hljómsveitir og skemmtikraftar komu fram en í Bif- röst var Leikfélag Sauðárkróks með kvöldvöku og bryggjudansleikur var á Syðraplani, og lauk honum með varðeldi og flugeldasýningu. Á sunnudeginum var hátíðahöld- um fram haldið og voru flest skemmtitæki komin í fullan gang um hádegið, en síðan hófst „karniv- al“ í Aðalgötunni, í umsjá Leikfé- lagsins og að lokum barst leikurinn suður á Faxatorg þar sem risa af- mælistertur og gos biðu gestanna, en þar léku einnig hljómsveitir og skemmtikraftar. Á sunnudagskvöldi var síðan hald- inn fj'ölmennur fundur í Ræðuklúbbi Sauðárkróks, á Kaffi Krók þar sem klúbburinn var endurvakinn, en meiningin er að klúbburinn taki til starfa á haustdögum og verði með fasta fundi framvegis. Drangsnesi - Þann 20. júlí sl. var haldin á Drangsnesi heilmikil hátíð. Hátíðin var ekki haldin af neinu sérstök tilefni en á Drangsnesi býr jákvætt fólk sem vildi koma saman og skemmta sér einn sumardag og þá var nærtækast að halda að halda Bryggjuhátíð. íbúar á Drangsnesi eru rétt um eitt hundrað og það er óhætt að segja að flestir hafi á ein- hvern hátt lagt sitt af mörkum til að hátíðin gæti tekist með sóma. Á dagskránni var ýmislegt í boði. Grímseyjarferðir voru í gangi allan daginn. Þar var hægt að skoða eyna með leiðsögn eða slappa af og njóta náttúrunnar. Börnin byrjuðu daginn á marhnútaveiðikeppni í Kokkálsvík- urhöfn. þar var líf og fjör ekki allir háir í loftinu sem þar veiddu sinn fyrsta fisk. Aflakó keppninnar var Kolbrún Guðmundsdóttir, bráðum fimm ára hnáta, en hún fékk 15 físka. Myndlistarsýning var opnuð í grunnskólanum þennan dag og verð- ur hún opin fram í ágúst. Þar sýna fjórar listakonur. Lilja Sigrún Jóns- dóttir og dætur hennar þrjár, þær Hólmfríður, Þóra og Ásta Þórisdæt- ur. Góð aðsókn var á sýninguna, gestir fyrsta daginn voru um tvo hundruð. í kaffístofu frystihússins var sett upp ljósmyndasýning af mannlífi og náttúru á Drangsnesi. Góðgæti úr Húnaflóa Á planinu við fiystihúsið var sjáv- arréttarhlaðborð. Þar sem boðið var að smakka á ýmsu góðgæti sem fæst úr Húnaflóanum. Sumt var gamal- kunnugt, sérstaklega eldra fólki, en annað var framandi. Á matseðlinum var m.a. grilluð grásleppa, hnísa, sel- kjöt, krabbalappir og öðuskeljar. Sig- inn fiskur og selspik. Rækja og hörpu- diskur bæði hrátt og grillað hrár salt- fiskur. Ný heimabökuð hveitibrauð og rúgþrauð eins og hver vildi. Ýmislegt fleira var í gangi um dag- inn, leikir, gönguferðir og gaman á róluvellinum. Það var opið hús og kaffiveitingar hjá ferðaþjónustu bænda á Bæ 3 og handverkshópurinn Strandakúnst var með útimarkað í sölutjaldinu. Og harmonikkan átti sinn þátt í gera skemmtilegan. Grillveisla mikil var við samkomuhúsið Baldur. Þar var grillað Strandalamb og pyls- ur. Yfirkokkur dagsins Ingólfur Andr- ésson sagði að um 250 manns hafi verið í mat. Og það var skemmtun og söngur í troðfullu samkomuhúsinu. Velheppnaðri Bryggjuhátíð á Drangsnesi lauk svo með varðeldi og fjöldasöng. Morgunbiaðið/Björn Björnsson FJÖLMENNI var á hátíðahöldum á Sauðárkróki sem haldin eru á þessu ári til að minnast 125 ára afmælisbúsetu á staönum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.