Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 30

Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 30
30 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkœr móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐA JÓHANNSDÓTTIR, Engihjalla 1, Kópavogi andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 26. júlf. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eysteinn S. Torfason, Lilja S. Haraldsdóttir, Halla G. Torfadóttir, Hjörtur M. Jónsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA FRÍMANNSDÓTTIR, Baughóli 11, Húsavík, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. júlí. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 29. júlí kl. 14.00. Valborg Aðalgeirsdóttir, Gretar Berg Hallsson, Þorgrfmur Aðalgeirsson, Dagmar Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Laugarnesvegi 118, Reykjavik, sem lést í Landspítalanum laugar- daginn 20. júlf sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júlf kl. 13.30. Ingimundur Sigurpálsson, Hallveig Hilmarsdóttir og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, áður Barmahlið 23, lést 12. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug og sérstakar þakkir færum við starfs- fólki deildar G2 á Hrafnistu. Þórður Rúnar Jónsson, Kristín Þorsteinsdóttir, Anna Þórðardóttir, Kári Grétarsson, Elín Þórðardóttir, Jón Þórðarson, Linda Björk Hilmarsdóttir og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI GUÐMUNDSSON, Skriðustekk 1, Reykjavík, lést í Landsspítalanum að morgni fimmtudagsins 25. júlí. Laufey Ólafsdóttir, Ólafur Rúnar Árnason, Ása Ásgrímsdóttir, Guðmundur Árnason, Guðrún Samúelsdóttir, Sigurður Árnason, Guðbjörg Skjaldardóttir, Þráinn Árnason, Unnur Vilhjálmsdóttir, Már Árnason, Valdís Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. JÓNJÚLÍUS FERDINANDSSON + Jón Júlíus Ferd- inandsson var fæddur 1. mars 1929. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi 20. júlí siðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 26. júlí. Skjótt hefur sól brugðið sumri, hugsaði ég þegar Ferdinand, sonur Jóns Ferdinands- sonar, hringdi um há- degisbil sl. laugardag og sagði okkur Ragn- heiði lát föður síns. Ekki svo að skilja að þessi harmafregn kæmi á óvart því að Jón hafði síðan um jól glímt við illvígan sjúkdóm. En ein- hvem veginn var sú hugsun fjarri - þegar allt kemur til alls - að þessi ágæti maður félli svo fljótt í valinn. Kannski er jafn óhugsandi, að foreldrar æskuvinar og manns eigin, kveðji þennan heim. Ein bjartasta minning mín um Jón er frá því í útskriftarveislu Ferdinands fyrir tveimur árum. Helga og Ingibjörg dóttir þeirra höfðu útbúið miklar kræsingar fyrir stóran vinahóp Fedda, sem var sam- an kominn til að fagna þessum áfanga með fjölskyldunni. Jón hafði sig lítið í frammi, bar á borð og ræddi við gesti, eins og hann átti vanda til. Hann forvitnaðist um hagi vinanna, hvar þeir væm stadd- ir í lífinu, hvað þeir væru að fást við, enda hef ég fáum kynnst sem hafa haft jafn einlægan áhuga á því sem vinir bama þeirra hafa tek- ið sér fyrir hendur. Þegar komið var til Fedda á Álfhólsveginn fór maður ekki án þess að ræða aðeins við „gamla“ manninn. Segja honum undan og ofan af því sem væri á döfinni og ræða við hann um þjóðmál. Hann fýsti að vita skoðanir manns á því sem var efst á baugi og gilti þá einu þótt hugmyndir manns væm ékki alltaf gáfu- legar. Þannig fannst glöggt að hann lét sig líf manns og skoðanir einhveiju varða. Slíkt er ungu fólki ómetanlegt. Þegar leið á kvöldið í útskriftar- veislu Fedda brast skyndilega á skemmtiprógramm þar sem kenndi ýmissa grasa. Meðal annars spratt þar fram konsertpíanisti frá Ástral- íu sem hamraði hljóðfærið svo það hefur líklega ekki kynnst öðm eins. Gestir tóku að nýta sér þennan óvænta liðsstyrk, sungu einsöng eða gripu í önnur hljóðfæri. Einhveijir skomðu á Jón og Helgu að sýna hinum yngri hvemig ætti að dansa. í fýrstu voru þau treg en loks tók Jón af skarið, að mig minnir, og bauð konu sinni upp. Snillingurinn við slaghörpuna lék tangó og þessi hægláti maður skipti um ham. Skyndilega var hlé- drægnin horfin, augun voru ein- beitt, fasið eins og hjá ungum kav- alér frá Argentínu. Síðan sveiflaði hann konu sinni um gólfið einbeitt- ur á svip. Þama sýndi Jón á sér óvænta hlið. Engu var líkara en hann bryt- ist út úr sjálfum sér, hógværðin vék fýrir ákefð ungs manns sem lagði t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR HANNAH, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent ó Krabbameinsfélagið. Georg V. Hannah, Eygló Geirdal, Bryndís Þ. Hannah, Gísli Thoroddsen, Guðmundur B. Hannah, Svandís Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, sonur og faðir, ÞÓRÐURGRÖNDAL verkfræðingur, Látraströnd 13, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.30. Erna Jónsdóttir, Halldóra Gröndal, Sigríður Gröndal, Halldóra Gröndal, Benedikt Gröndal og aðrir aðstandendur. sig fram um að sjarmera stúlkuna sem hann elskaði. Ég var ekki vanur því að hann léti ljós sitt skína í fjölmenni. Slíkt virtist svo fjarri honum. Heima undi hann sér við að mála eða rækta garðinn sinn. Hvort tveggja gerði hann af alúð. Garðurinn ber meist- ara sínum fagurt vitni og myndum hans, sem prýtt hafa veggina á Álfhólsveginum, gleymir maður ekki. Það var eins og þar væri stöð- ugt í gangi myndlistarsýning. Myndirnar komu og fóru, hann dustaði rykið af gömlum verkum eða málaði ný: stofan var aldrei söm og síðast þegar maður kom í heim- sókn. Þótt verkin á veggjunum breyttust þekktist stíll Jóns og lita- meðferð alltaf og skiptir þá ekki máli hvort myndefnið var óhlut- bundið eða hús í miðbæ Reykjavík- ur. Málverk hans munu fylgja manni um ókomin ár og minna á skapara sinn. Þegar við Ragnheiður heimsótt- um Helgu og Jón nú í byijun júlí fundum við að af honum var dreg- ið. Hann var kominn heim af spítal- anum til ástkærrar eiginkonu, í húsið sem hann byggði. Líklega var öllum ljóst hvert stefndi, ekki síst honum, sem þó virtist taka örlögum sínum af æðruleysi. Hann hafði lagt af, var fölur á vanga en þó á fótum og kvaddi ásamt Helgu úti á hlaði eins og svo oft áður. Einhvem veg- inn hvarflaði ekki að manni að þetta væri okkar hinsta kveðja. En skjótt hefur sól brugðið sumri. Við Ragnheiður vottum Helgu, Fedda og öðrum ástvinum innilega samúð okkar. Genginn er góður drengur. Pétur Már Ólafsson. Kæri vinur og frændi, nokkrar línur í kveðjuskyni. Sumt af því fyrsta, sem ég man frá bernsku minni, snýst um krakk- ana á Grettisgötunni. í þeim ógn- vekjandi fans var þó traustur kjarni, sem ég gat reitt mig á. Það varst þú og systkinahópur þinn á númer 1. Þú varst næstyngstur í þeim 7 systkina hópi — en verður nú fyrst- ur til að kveðja. Á þínu heimili dundu afmælin yfir ótt og títt og ég kom oft á Grettisgötu. En hópur- inn óx úr grasi og afmæli urðu ekki þeir viðburðir, sem áður var. Fundir urðu stijálli og að lokum helzt við jarðarfarir — eins og geng- ur. Þó varst þú einn okkar frænda, sem frekar en margur annar reyndi að styðja við fjölskyldutengslin og ég veit, að foreldrum mínum liðnum þætti vænt um, að ég flytti þér þakklæti þeirra í þessum línum fyr- ir umhyggju þína og vináttu í þeirra garð. Hugur þinn hneigðist að list- um og helgaði sig þó sérstaklega myndlistinni. Næm tilfinning, góður smekkur og sköpunarþrá gerðu þig að myndlistarmanni. Þegar nú starfsdegi þínum er lokið stendur list þín eftir og mun nú milda harm okkar þó sjáfur sért þú allur. Ég samhryggist innilega konu þinni, Helgu, börnum og fjölskyldu allri, sem nú verður að kveðja þig allt of fljótt og sjá þér á bak. Erlingur Gíslason. t Bróðir okkar og vinur, EYJÓLFUR INGJALDSSON fyrrverandi vélstjóri, Hrafnistu, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. júli kl. 15.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Magnús Ingjaldsson, Fanney Ingjaldsdóttir, Ólöf Ingjaldsdóttir, Sigríður Ingjaldsdóttir, Guðmundur Ingjaldsson, Ingiríður Ingjaldsdóttir, Garðar Ingjaldsson, Hilmar Ingjaldsson, Svandís Ingjaldsdóttir, vinir og vandamenn. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.