Morgunblaðið - 14.08.1996, Page 21

Morgunblaðið - 14.08.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 21 AÐSENDAR GREINAR Mannaveiðar í Reykjavík Á GÖTUM Reykja- víkur eru stundaðar mannaveiðar. Menn eru skotnir ur iaunsátri með radarbyssum, nánast teknir „af lífi“ af handahófi fyrir of hrað- an akstur. Það eru eng- in rök fyrir þessari veiðimennsku „ólög- reglunnar". Þegar umferðin flyt- ur ágætlega og allir eru á svipuðum hraða, þá er einn og einn tekin út ur og sektaður. Þetta er jafnfáranlegt og að leggja aukaskatt á alla sem eiga heima í húsum með oddatölu, eða tölu sem endar á 5 og 8. Takmörkun ökuhraða á svo sann- arlega rétt á sér þar sem nauðsyn krefur og allur þorri ökumanna getur sætt sig við hana. En þegar svo ber við, að meira en helmingur öku- manna brýtur daglega margsinnis ákvæði um hámarkshraða á götum borgarinnar, er kominn tími til að endurskoða hámarkshraðann á ein- stökum götum, eða sekta þá hvern einasta sem keyrir of hratt. Það mundi eflaust bæta afkomu ríkis- sjóðs um stundarsakir, sbr. rekstrar- afgang Bílastæðasjóðs Reykjavíkur- borgar, eftir að starfslið eftirlits- manna var stóraukið. Á höfuðborgarsvæðinu eru likleg- ast um 60.000 bílar. Ef aðeins þriðjungur eig- enda þeirra yrði sekt- aður fyrir a.m.k. 6.500 kr (þ.e. að aka 11-20 km umfram leyfilegan hraða) þá þýddi það 130 milljónir í sektartekjur ríkissjoðs á einum degi. Vitaskuld mundi þurfa að stórefla lögregluliðið til þess að ná þessum árangri, en hvað gera menn ekki ef peningar eru annars vegar? Tap þjóðarbúsins af töfum í umferðinni gæti orðið umtalsvert. Auð- vitað mætti setja upp sjálfvirkar hraðamælinga- og myndatökubúnað sem skráir og skrifar út sektarmiða án þess að mannshöndin komi nokkurs staðar nálægt, ennfremur beina skuldfærslu hjá skattstofunni eða á greiðslu- kortareikningum manna, svo eitt- hvað sé nefnt. En ef það er ekki ijárþörf ríkisins sem stjórnar ferðinni, heldur hræðsla við að menn geti orðið sér að voða, þá má setja ökuhraðalæsingu á alla bíla líkt og á tívolíbílum. Þá yrði óþarfi að flytja inn kraftmikla bíla og bensínsparnaður yrði gífurlegur, en ríkið yrði um leið af stórfé vegna minnkandi aðflutningsgjalda. Það eru svo sannarlega margir fletir á þessu máli, flestallir fáránleg- Betri eru engin lög en ólög, segir Mats Wibe Lund. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. ir eins og reyndar vandamálið sjálft. Dapurlegast er þó að löggjafinn setji lög sem eru svo gjörsamlega úr takt við tímann að sjálfir laganna verðir sjá enga ástæðu til að fara eftir þeim. Tökum Ártúnsbrekkuna sem dæmi. Þar er leyfður 60 km hraði, en allur þorri manna fer þar um á a.m.k. 75-85 km - enda með bestu götum borgarinnar. Ég hef verið að dóla á 60 á hægri akrein og þar með frekar skapað hættu en hitt, þegar flestallir eru að rembast við að aka fram úr með látum. Niður brekkuna verð ég bara að standa á bremsunum í stað bensingjafarinnar, svo allt fari ekki ur böndum. Ártúnsbrekkunni má líkja við „Smuguna", því hér getur lögreglan fengið stórkast á skömmum tíma og keyrt (stímt) svo í burtu með aflann á „hundrað". Þeir virða ekki há- markshraðann frekar en við hin og nota oftar en ekki hvorki viðvörunar- ljós né hljóðmerki, þó vitanlega eiga þeir að gera það i öryggisskyni - ef þeir þurfa virkilega að aka svo hratt. Fróðlegt væri að vita hvort kæra Mats Wibe Lund um of hraðan akstur á hendur lög- reglunni yrði tekin til greina og hvort umræddum ökumanni yrði gert að greiða sektina, eða bara embættið - ef málið fengist þá yfir höfuð tekið fyrir. Er það satt að embættismenn og frammáfólk sem tekin hafa verið fyrir misgróf brot, hafi sloppið með heilræði, þar sem meðal-Jóni er ekki sýnd nein miskunn? Lögreglustjórinn í Reykjavík ætti að athuga að það gengur ekki upp að sekta aðra fyrir þau brot sem hann „leyfir“ sínum mönnum að stunda. Ég sárvorkenni þeim laganna vörðum sem skyldaðir eru til að sinna verkum sem litin eru slíku hornauga eins og hér um getur. Farsælla væri fyrir lögregluna að leggja ofurkapp á að fylgjast með þeim sem sýna vítavert gáleysi, frekju og virðingarleysi og beita þar háum sektum og ökuleyfissvipting- um, heldur en að ráðast á nánast „blásaklaust fólk“. Ég lít svo á að betri séu engin lög en ólög og allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum. Fórnarlömb eru reitt til reiði. Þetta eykur ekki virðingu fyrir lögum og rétti - að mismuna fólki með þessum hætti, fyrir brot sem í vitund flestra eru smávægileg brot. Tilgangur greinarinnar er að vekja áhuga og almenna umræðu um þessi mál, þar sem glöggt komi fram mark- mið og rökstuðningur fyrir núverandi ástand og hvort menn eru sáttir við það að hraðasektum sé beitt af handa- hófi til eflingar ríkissjóði. Höfundur er Ijósmyndari. Strætó - alltaf á leiðinni BREYTINGAR á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur ganga í gildi á morgun. Við þetta tækifæri er sér- stök ástæða til að hvetja borgarbúa til að kynna sér breytingarn- ar en í símaskránni er leiðakerfið sýnt á korti. Einnig er hægt að nálg- ast upplýsingar um breytingarnar á vefsíð- um alnetsins (internets- ins) og í textavarpinu. Breytingarnar ættu að vera auðskiljanlegar fyrir flesta, enda er ekki verið að bylta gamla leiðakerfinu heldur að gera á því breytingar, sem flestar eru til bóta. Margar leiðir breytast lítið sem ekk- ert, sérstaklega í vesturhluta borgar- innar. Eitt meginmarkmið breyting- anna er að bæta þjónustu í hverfum austan Elliðaáa en íbú- um þar hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Leiðakerfi SVR hefur þjónað Reykvíkingum vel og staðist ágjöf tímans furðuvel. Slík kerfi þurfa þó að vera í stöðugri endurskoðun, sérstaklega í borgum, sem vaxa jafn hratt og Reykjavík hefur gert. Slík endurskoðun er þó ekkert áhlaupsverk og sú sem nú stendur yfir hjá SVR á sér nokkurra ára_ aðdraganda. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun um að fela er- lendu ráðgjafafyrirtæki að endur- skoða leiðakerfið og koma með tillög- ur um úrbætur en þá þegar lá nokk- urra ára undirbúningsvinna innan SVR að baki. Niðurstaðan varð sú Breytingar á leiðakerfí S VR eru flestar til bóta segir Kjartan Magnús- son. Á þeim geta að sjálfsögðu einnig verið gallar, sem reynt verður að bæta úr. að rétt væri að byggja áfram á grunni gamla leiðakerfisins en færa til leiðir og bæta það eftir megni. M.a. er lögð áhersla á að dreifa brottfarartíma leiða frá skiptistöðv- um. Þetta leiðir til þess að á helstu annatímum verður hægt að komast frá skiptistöðvum í austurhverfum á tíu mínútna fresti niður í Miðbæ. Einnig verða ferðir milli Lækjartorgs og Hlemms og Lækjartorgs og Kringlunnar á 4-6 mínútna fresti svo dæmi séu nefnd. Ábendingar Ekkert leiðakerfí er fullkomið og eðlilegt að ýmsir farþegar hafí eitt- hvað við breytingarnar að athuga. Þær eru flestar til bóta en á- þeim geta að sjálfsögðu einnig verið gall- ar, sem reynt verður að bæta úr eft- ir því sém frá líður. Reynslan af breytingunum verður metin í vor og því ættu farþegar að vera duglegir við að láta í sér heyra. Þeir eru hvatt- ir til að hringja í þjónustusíma SVR, 551-2700, og láta vita hvernig breyt- ingarnar snerta þá. Markmið SVR er að veita borg- arbúum góða þjónustu og laga leiða- kerfið að þörfum sem flestra þeirra. Því hlýtur stjórn fyrirtækisins að taka allar ábendingar um leiðakerfið alvarlega og fjalla um tillögur um breytingar, hvort sem þær ganga skammt eða langt, með opnum huga. Höfundur situr í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur. HABITAT-ÚTSALAN A12t 70% afsláUur af •átsá'luvó'ruto. Tahhfcursta|las kr. 77O (eitt 2íti3 dtgMi!) habitat UuOMgil) S.mtMiS8?0 ira kíoftas 0? ktfkvrnu iuMiit kíté I kírí ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti ríkisins. Mjög hagstætt verð. Kapalkerfi frá kr. 11.610. Þráðlaus kerfi frá kr. 22.050. Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstillingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf - auðvelt í uppsetningu. iSMS Einar ISS FarestveÉt&Cohf. Borgartúni 28 • Símar 562 2901 og 562 2900 Söluumboð Akureyri: Ljósgjafinn Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 y coirs^ Alvöru knattspyrnunámskeið þar sem meistarar verða til! Strákar og stelpur á aldrinum 11-15 ára athugið! Framundan er knattspyrnunámskeið með topp atvinnumönnum úr ensku úrvalsdeildinni ásamt þjálfara meistaraflokks ÍR í knattspyrnu! Námskeiðastaður.... ÍR-heimilið í Mjóddinni Fjórir tímar í boði. 19/8-23/8: Kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00. 26/8 - 30/8: Kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00. Þátttökugjald...... Kr. 2.000. Leiðbeinendur...... lan Ashbee og Will Davies frá Derby County og Kristján Guðmundsson þjálfari Mfl. ÍR. Innritun í sima..... 557-5013 og 587-7080 eða í ÍR-heimilinu. Allirfá boli og viðurkenningarskjöl. Pizzaveisla í lok námskeiðs. Athugið: Takmarkaður fjöldi kemst á hvert námskeið. w Missið ekki af einstæðu tækifæri - Innritun er hafin í síma 557-5013 og 587-7080

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.