Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fyrsta stálskipið smíðað í Slippstöðinni fyrir 30 árum Islenskar stöðvar sjái um endurnýj un loðnuflotans SIGURBJÖRG ÓF, fyrsta stálskipið sem smíðað var í Slippstöðinni en þrjátíu ár eru nú liðin frá því lokið var við smíði þess. Frá þeim tíma hafa verið smíðuð 35 stálskip hjá Slippstöðinni. UM ÞESSAR mundir eru þijátíu ár liðin frá því fyrsta stálskipinu sem smíðað var í Slippstöðinni var hleypt af stokkunum, en það var Sigurbjörg OF-1, 335 lesta, sem þá var stærsta stálskip sem smíðað hafði verið á íslandi. Frá þeim tíma hafa verið smíðuð 35 stálskip hjá Slippstöðinni, allt að 68 metra löng. „Þó segja megi að fádæma bjart- sýni og áræði Skapta Áskelssonar og stjórnar stöðvarinnar hafi hrundið smíði þessa skips af stað, verður ekki framhjá því gengið né fullþakk- að, að Magnús Gamalíelsson lagði allt sitt undir í þessa fyrstu tilraun til stálskipasmíði," segir í grein eftir Árna Björn Árnason verkefnastjóra Slippstöðvarinnar. Hann nefndi einn- ig að Jón Sólnes bankastjóri hafi verið einn af fáum íjármálamönnum landsins sem trúði á getu íslenskra iðnaðarmanna til þessara fram- kvæmda og var óhræddur að leggja þar peninga að veði. Vinnuaðstaða starfsmanna var ekkert í líkingu við það sem þeir búa við nú, skipið var reist undir berum himni á görðum sunnan við viðgerð- arbraggann. Þar var háð hörð bar- átta í misjöfnum veðrum, en smíð- inni þokaði áfram rneð samstilltu átaki, segir í grein Árna Björns. Að rétta úr kútnum Ingi Bjömsson framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar segir að undanfar- in ár hafi miklir erfiðleikar steðjað að íslenskum skipasmíðaiðnaði og nýsmíðar fiskiskipa hafi að stórum ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur- eyrar hefur falið íþrótta- og tóm- stundafulltrúa að kanna kosti þess og galla að bjóða út rekstur Skíða- hótelsins í Hlíðarfjalli. Sigurður J. Sigurðsson bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks kvaðst á fundi bæjarstjórnar fylgjandi því að slíkt útboð yrði skoðað gaumgæfilega, heppilegt væri að greina í sundur veitinga- og gistirekstur frá starf- semi Vetraríþróttamiðstöðvarinnar. Nefndi hann í framhaldi af því að Akureyringar þyrftu að gera sér fulla grein fyrir því að leggja þyrfti fram fjármuni í rekstur Vetraríþróttamið- stöðvarinnar. Ekki væri einungis hægt að bíða eftir peningum frá rík- inu til uppbyggingarinnar „það ger- ist ekkert nema til komi öflugt fram- lag frá Akureyrarbæ, það gengur ekki að sækja bara á ríkið. Heima- menn verða að Iýsa yfir hversu langt FELAGSMALARAÐ hefur kynnt hugmyndir að sambýli fyrir mikið geðfatlað fólk á Akureyri og sent þær áfram til bæjaryfirvalda. Sig- fríður Þorsteinsdóttir formaður fé- lagsmálaráðs segir að viðbragða við hugmyndunum sé nú beðið. Hún nefndi að einungis væri eitt sambýli fyrir hendi í bænum fyrir geðfatlaða og væri það í raun áfangaheimili. Talið væri að um 10 einstaklingar í sveitarfélaginu hefðu þörf fyrir að komast inn á sambýli af annarri gerð en það sem nú væri starfandi. Nú eru til athugunar hugmyndir um að taka lítið fjölbýlishús í Gilja- hverfi undir þessa starfsemi. Þar eru í byggingu 6 íbúðir, flestar í eigu Landssamtaka Þroskahjálpar, en Akureyrarbær á eina íbúð. Sú myndi þá verða notuð sem nokkurs konar hluta flust úr landi vegna erfiðrar samkeppnisstöðu. „Undanfarin miss- eri hefur þó gengið betur í íslenskum skipaiðnaði og er það einkum að þakka stöðugra efnahagsumhverfi þeir eru tilbúnir að ganga, en láta ríkið ekki sýna sín spil fyrst.“ 30 ára bið eftir peningum? Þórarinn E. Sveinsson forseti bæj- arstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs sagði hugmynd um útboð á rekstri Skíðahótels gamal- gróna og góða, en málið yrði rætt á fundi ráðsins í byijun október. Hvað rekstur Vetraríþróttamiðstöðvar varðar sagði hann enn ekki ákveðið hvernig háttað yrði skiptingu fjár- framlaga milli ríkis og bæjarfélags, þjónustumiðstöð en einstaklingar sem á þjónustunni þyrftu að halda byggju í hinum. Ef óskir félagsmálaráðs yrðu upp- fylltar sagði Sigfríður að Akureyrar- bær þyrfti að leggja fram um 5-6 milljónir króna til viðbótar því sem gert væri ráð fyrir til málaflokksins, reynslusveitarfélagaverkefnis vegna þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðar- svæðinu Fram kom í máli bæjarfulltrúa við umræður í bæjarstjórn að um væri að ræða hóp fólks sem oft vildi gleymast en byggi á tíðum við skelfi- Ieg kjör, enda hefði þetta fóik ekki öfluga þrýstihópa á bak við sig sem talaði þeirra máli. Ásta Sigurðar- dóttir, Framsóknarflokki vonaði að bæjaryfirvöld myndu vinna að þessu máli þannig að sómi væri að. og lægra raungengi en mörg síðustu ár en það hefur leitt til þess að ís- lensku skipaiðnaðarfyrirtækin hafa verulega rétt úr kútnum. Það er eðli- legt að stefnan verði á ný sett á en fyrir lægi framkvæmdalisti sem hljóðaði upp á 250 til 300 milljónir króna. Gísli Bragi Hjartarson Alþýðu- flokki sagði þetta aldeilis ekki í fyrsta sinn sem rætt væri um að bjóða út rekstur Skíðahótels. Nefndi hann að tekjur kæmu fyrst og fremst inn af veitingasölunni. Varaði Gísli Bragi menn við bjartsýni á að ríkið myndi leggja mikið fé til uppbyggingar Vetraríþróttamiðstöðvar. „Við getum allt eins þurft að bíða í 30 ár eftir peningum þaðan.“ HVARVETNA þar sem saman koma tveir menn eða fleiri er rætt um einmuna veðurblíðu þessa haustdaga og sumir spá í hvort þeir eigi nokkurn tímann eftir að upplifa annað eins nýsmíði fiskiskipa, en benda má á sem fyrirsjáanleg verkefni endurnýj- un loðnuflotans, sem íslensku skipa- smíðastöðvarnar ættu að leggja allt kapp á að geta sinnt," sagði Ingi. Guðmundur Stefánsson, Fram- sóknarflokki sagði að kostir og gallar útboðs yrðu skoðaðir; yrðu kostirnir fleiri yrði skrefið stigið. Róttækara yrði hins vegar að kanna hvort hag- kvæmt væri að bjóða út reksturinn í heild. Heimir Ingimarsson, Alþýðu- bandalagi benti á að rekstri í Hlíðar- fjalli væri ekki stjórnað með tilliti til ytri aðstæðna og varpaði fram þeirri hugmynd hvort ekki væri far- sælast að hafa skíðasvæðið einungis opið frá 1. febrúar til 1. maí. Þá væri spurning að fella reksturinn undir rekstur annarra íþróttamann- virkja niðri á jafnsléttunni, sem hefðu yfir að ráða mannskap sem senda mætti í fjallið þegar opið væri þar. haust. Þau Sólveig Helgadóttir og Eiður Baldvinsson, sem voru að gera við hjólin sín á Odd- eyri, eru eins og flestir aðrir himinlifandi yfir þessum sumar- auka. Þörf á byggingu íbúða fyr- ir aldraða könnuð TILLAGA Sigurðar J. Sigurðs- sonar, Sjálfstæðisflokki, um að Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri verði falið að kanna áhuga meðal eldri borgara í bænum á byggingu fleiri íbúða sem yrðu með svipuðu sniði og eignarfyrirkomulagi og íbúðir eldri borgara við Víði- lund og Lindarsíðu var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar Akureyrar. Sigurður sagði að honum hefði borist fjöldi fyrirspurna frá eldri borgurum um hvort bærinn hygði á frekari fram- kvæmdir á sviði íbúðabygg- inga fyrii' aldraða. Fyrir lægi langur listi fólks sem reiðubúið væri að flytja í þær íbúðir sem fyrir eru. Guðríður Friðriksdóttir for- stöðumaður Húsnæðisskrif- stofunnar á Akureyri sagð mikla eftirspurn eftir þeim íbúðum sem til væru fyrir aldr- aða í bænum_ og biðlistinn væri langur. Á milli 130 og 140 íbúðir eru í fjórum fjölbýl- ishúsum fyrir aldraða í Víði- lundi og Lindarsíðu. Ferliþjónusta fatlaðra Bílaflotinn endurnýjaður BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að endurnýja bílaflota Ferliþjónustu fatl- aðra. „Það er ljóst að bílarnirjeru úr sér gengnir, þeir hafa verið nýttir til hins ýtrasta," sagði Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokks á fundi bæjarstjórnar. Hann sagði að stöðug aukning væri á að fólk nýtti sér þjónustuna sem í boði væri. Tvær nýjar bifreiðar verða keyptar, sú fyrri kemur um næstu áramót og hin seinni í janúar 1998. Ja|nframt á að selja tvo eldri bíla og er áætlað að söluverðmæti þeirra sé um 500 þúsund fyrir hvora bifreið. Gert er ráð fyrir að nýju bílarn- ir kosti um 3,7 milljónir en búist er við að aðflutningsgjöld verði felld niður, um 700 þús- und krónur af hvorri bifreið. Dagsprent Fram- kvæmdastjór- inn fær tíma- bundið leyfi HÖRÐUR Blöndal, fram- kvæmdastjóri Dagsprents, sern gefur út Dag-Tímann, hefur fengjð tímabundið leyfi frá störfum. Hörður hefur verið ráðinn tæknilegur ráðunautur hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða við vegagerð við Hval- fjarðargöngin. Áætlað er að verkefnið taki tvö ár. Að sögn Harðar mun hann áfram sinna starfi framkvæmdastjóri Dagsprents að hluta. Hörður er vegaverkfræðingur og hef- ur áður starfað fyrir Ræktun- arsamband Flóa og Skeiða. Rekstur Skíða- hótels boðinn út? Róttækara að bjóða allt út Sambýli fyrir mikið geðfatlað fólk Hugmyndir um lítið fjölbýlishús í Giljahverfi Morgunblaðið/Golli Hjólaviðgerð að haustlagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.