Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ I DAG FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 4 7 Arnað heilla OfkÁRA afmæli. í dag, OV/fimmtudaginn 19. september, er áttræður 01- afur Martin Pálsson, Boðahlein 21, Garðabæ. Hann og eiginkona hans Guðrún Björnsdóttir verða að heiman á afmælis- daginn. Afmælistilkynn- ingar þurfa að ber- ast blaðinu með að minnsta kosti tveggja daga fyr- irvara og þriggja daga fyrirvara í sunnudagsblað. Að gefnu tilefni þarf samþykki afmælis- barns að fylgja með og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson " HVÍTUR' á léik' STAÐAN kom upp á al- þjóðlegu móti í Prag í sum- ar í viðureign tveggja gamalreyndra stórmeist- ara. Svíinn Ulf Anders- son (2.640) var með hvítt °g átti leik, en Tékkinn Jan Smejkal (2.500) hafði svart. 15. Rxc7! - Kxc7 16. Hf4+ - Kd8 17. Rd6 - He7 18. Rxb7+ - Kc8 19. Rxc5 - Hd8 20. Rxa6 (Hvítur hefur nú fengið fjögur peð fyrir manninn sem er alltof mikið. Smejk- al reyndi nú að fórna til baka, en það dugði ekki:) 20. — Rxe4 21. fxe4 — Hxe4 22. Bg3 - Ha4 23. Rc5 - Bd4+ 24. Bf2 - Bxf2+ 25. Kxf2 - Hc4 26. Rxd7 - Hxc2+ 27. Ke3 - Hxd7 28. Hxd7 - Kxd7 29. Hdl+ - Kc6 30. Hd2 - Hcl 31. Hf2 - f5 32. Kf4 - Hc4+ og Smejkal gaf án þess að bíða eftir svari Svíans. Andersson sigraði á mót- mu með sjö vinninga af tíu mögulegum. Þótt Andersson fái fá boð á stórmót um þessar mundir hefur honum vegnað ágætlega upp á síðkastið. Hann heldur stöðu sinni sem stigahæsti skákmaður Norðurlanda á undan Curt Hansen, Sim- en Agdestein og íslensku stórmeisturunum. 80 ÁRA afmæli. í dag, fimmtudaginn 19. september, er áttræð Sig- urbjörg Magnúsdóttir, frá Sólvangi, Vestmanna- eyjum. Hún dvelur í Heilsuhælinu í Hveragerði á afmælisdaginn og tekur á móti gestum laugardag- inn 21. september nk. á Hótel Loftleiðum milli kl. 16 og 19. f\ARA afmæli. I dag, O\Jfimmtudaginn 19. september, er sextugur séra Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags, Frostaskjóli 13, Reykja- vík. Eiginkona hans er Jó- hanna G. Möller, söng- kona. Þau hjónin taka á móti gestum í safnaðarsal Hallgrímskirkju í dag, af- mælisdaginn, kl. 16-19. Ljósm. Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Seltjarnar- neskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Guðlaug Hall- dórsdóttir og Páll Krist- insson. Með þeim á mynd- inni eru dæturnar Margrét, Helena Ýr og Sara. Ljósm. Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Seltjarnar- neskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Guðný Ósk Ól- afsdóttir og Kristinn Kristinsson. Með þeim á myndinni er sonurinn Ólaf- ur Þór. 75 ÁRA afmæli. í dag, fimmtudaginn 19. september, er sjötíu og fimm ára Hjörleifur Gunn- arsson, Þúfubarði 11, Hafnarfirði. Hann og eig- inkona hans, Ingibjörg Ástvaldsdóttir verða að heiman á afmælisdaginn. fT /AÁRA afmæli. tlUSunnudaginn 22. september nk. verður Páll Ingvarsson, bóndi og kennari, Reykhúsum, Eyjafjarðarsveit, fimm- tugur. Hann mun ásamt eiginkonu sinni Önnu Guð- mundsdóttur, aðstoðar- skólasljóra, taka á móti gestum laugardagskvöldið 21. september nk. kl. 21-23.30 á Hótel Vin ( Hrafnagilsskóla. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí í Víðistaða- kirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Rakel Matthíasdóttir og Sigurð- ur Björgvinsson. Heimili þeirra er í Maríubakka 4, Reykjavík. Ljósm. MYND, Hafnarfirði BRUÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Láuga- bakkafjósi af sr. Tómasi Guðmundssyni Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir og- Kristján K. Péturson. Þau eru til heimilis á Lyngheiði 17, Selfossi. STJÖRNUSPÁ cftir franres I)rakc MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú vilt leggja þitt af mörk- um til hjáipar þeim sem minna mega sín. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þér tekst að sannfæra þrætugjarnan ættingja, og koma í veg fyrir deilur innan fjölskyldunnar. Kvöidið verð- ur með rólegra móti. Naut (20. april - 20. maí) Þótt þú hafir áhuga á breyt- ingum á heimilinu, er ástæðulaust að koma af stað deilum. Lausnin finnst ef málin eru rædd. Tvíburar (21. maí - 20. júnf) 7» Dreifðu ekki kröftunum um of. Ef þú hefur mörg verk að vinna, skaltu vinna þau eitt í einu. Þannig nærð þú tilætluðum árangri. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >“$0 Þér bjóðast óvæntar frí- stundir í dag, en gættu þess að vanrækja ekki einhvern, sem bíður þín heima. Hugul- semi borgar sig. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Þótt erfiðlega gangi í fyrstu tekst þér að leysa mikilvægt verkefni áður en vinnudegi lýkur, og þú getur slakað á í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Vinátta og fjármál fara ekki vel saman í dag, og einhver getur valdið þér nokkrum vonbrigðum. Hlustaðu á góð ráð ástvinar. Vog (23. sept. - 22. október) zjó Aðrir þurfa á aðstoð þinni að halda í dag, svo þú ættir að láta hendur standa fram- úr ermum. Ástvinir njóta kvöldsins. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) ^0 Taktu ekki að þér fleiri verk- efni en þú færð annað. Með einbeitingu tekst þér að ljúka því sem gera þarf áður en vinnudegi lýkur. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) sfc) Þú þarft að fullvinna hug- myndir þínar áður en þú kynnir þær fyrir öðrum til að tryggja þeim framgang. Farðu að engu óðslega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sjálfstraust þitt fer vaxandi, dg þér miðar vel að settu marki í vinnunni. Þér er al- veg óhætt að treysta á eigin dómgreind. Vatnsberi (20.janúar- 18.febrúar) Samningar um fjármál ganga vel í dag, og þú mátt á næstunni eiga von á viður- kenningu frá ráðamanni fyr- ir vel unnin störf. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér gefst tækifæri til að sækja mannfagnað í dag þar sem þú eignast nýja vini. Horfur eru á að ferðalag sé framundan. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustuni grunni vísindalegra staðreynda. r LANCÖME iK -----^IS ' snyrtivörukynning fimmtudag og föstudag. Haustlitirnir kynntir. Falleg taska með 5 hlutum fylgir kremkaupum. Gullbrá snyrtivöruverslun, Nóatúni 17, sími 562 4217. v_______________________________________________________) - \ Matvælasalar! í fyrsta skipti í tvö ár em laus sölupláss á matvæla- markaði Kolaportsins. Sala á matvælum hefur verið mjög góð og stöðugt vaxandi. Fyrst og fremst er leitað að vörutegundum sem ekki em þegar í sölu á markaðinum. Nánari upplýsingar um sölubásana eru hjá Kolaportinu í síma 56 25030 KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG ■ BEST SÓTTA ATRIÐIÐ Á LISTAHATIÐ „Sýningin á Galdra-Lofti í íslensku óperunni er fágætur listviðburöur.“ „Jón Ásgeirsson er heiisteypt tónskáld, sjálfum sér samkvæmur og þorir aó semja tónlist sem hljómar vel í eyrum.“ Þ.P., Mbl. „Frammistaða Þorgeirs Andréssonar i hlutverki Lofts telst til tíðinda.“ F.T.St., DV Niðurstaða: Sýning sem telst til stórviðburða í íslensku iistalífi. Höfundurinn Jón Ásgeirsson hefur unnið þrekvirki og öll vinna aðstandenda er þeim til mikils sóma. A.B., Abl. Laugardaginn 21. sept. kl. 21:00 Laugardaginn 28. sept. kl. 20:00 AÐEinS TVflER SYmnCAR I ÍSLENSKA ÓPERAN miÐASÖLÖ OPin DÖCL. 15-19 simi 551-1475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.