Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 29 flKrgiiwlíInltil* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ARÐUR AF ÞJÓÐAREIGN VAXANDI úthafsveiðar hafa leitt til stóraukinna leigu- kvótaviðskipta. Dæmi eru um að stórar útgerðir, sem úthafsveiðar stunda, hafi leigt frá sér verulegan hluta, jafn- vel stærstan hluta eigin þorskkvóta og misstóra hluta af kvóta annarra botnfisktegunda. Leiguliðar hafa greitt „lénsherrum kvótans" allt að 90 til 95 krónur fyrir hvert þorskkíló. Þessi þróun hefur leitt til vaxandi umræðu í þjóð- félaginu um fiskveiðikvótann, sem lögum samkvæmt er sameign þjóðarinnar, en útgerðarmenn einir hafa rétt til að verzla með. Formaður LÍÚ segir í viðtali við Morgunblaðið að það sé jákvætt fyrir þjóðarbúskapinn „að útgerðarmönnum sé gert kleift að stunda úthafsveiðar og minnka sína áhættu, ef aðrir vilji Ieigja af þeim heimildir." En hann bætir við: „Reyndar teljum við leigukvótaverzlun orðna alltof um- fangsmikla, þó segja megi að markaðurinn einn ráði ferð- inni.“ Eðlilegt er að fólkið í landinu, sem lögum samkvæmt á sjávarauðlindina, sem og þjóðkjörnir fulltrúar þess á lög- gjafarsamkomunni, velti fyrir sér réttmæti svo stórfelldrar verzlunar útgerðaraðila með leigukvóta. Meðal annars í ljósi þess að réttlætisforsendur standa ótvírætt til þess að eig- endur auðlindarinnar, þjóðin sjálf, fái arð af henni. Form og framkvæmd slíkrar arðgreiðslu þarf helzt að haga með þeim hætti að hún stuðli að sveiflujöfnun í sjávarútvegi og samlagist meginreglum markaðsbúskapar. ÍSLENZKA SJÁVARÚT- VEGSSÝNINGIN ISLENZKA sjávarútvegssýningin var opnuð i gær og er þetta fimmta sinn, sem hún er haldin á þriggja ára fresti. Sýningarsvæðið nú er um 20% stærra en árið 1984 þegar hún var fyrst haldin. Svæðið telur nú um tíu þúsund fer- metra með öllu á inni- og útisvæði. Sú staðreynd, að íslendingar skuli vera í fararbroddi sjávarútvegsþjóða í því að hafa framleitt og tileinkað sér hátækni í veiðum og vinnslu sjávarfangs, gerir það að verk- um að íslenzka sýningin vekur athygli og dregur til sín gesti og sýnendur hvaðanæva að. Fjölmörg íslenzk fyrirtæki kynna vörur sínar og þjón- ustu á sýningunni, en auk þess eru fyrirtæki frá Austur- ríki, Belgíu, Kanada, Chile, Tékklandi, Danmörku, Færeyj- um, Finnlandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Grikklandi, Græn- landi, írlandi, Ítalíu, Japan, Hollandi, Noregi, Póllandi, Portúgal, Suður-Afríku, Spáni, Sri Lanka, Svíþjóð, Sviss, Taiwan, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin er fjölbreytt, en meðal þess sem gestir geta kynnt sér eru nýjungar í vélbúnaði fyrir báta og skip, veiðarfæri, umbúðir, frystitæki, vinnslukerfi á sjó og í landi, flökunarvélar, pökkunar- og geymsluaðferðir og flutninga- leiðir til og frá landinu. Fagna ber, að íslenzka sjávarútvegssýningin skuli hafa tryggt sér verðugan sess meðal aðila í sjávarútvegi og telst til viðburða, sem enginn í þessari atvinnugrein getur verið án. BREYTT VIÐHORF TIL HVALANNA? STÓRHVELI synti í fyrradag inn í höfnina í Sandgerði og varð þar innlyksa. Einhvern tímann hefði þetta þótt hvalreki í bókstaflegri merkingu; menn hefðu aflífað dýrið og nýtt afurðir þess. Í stað þess að fólk drifi að með eggjárn varð hvalsagan hins vegar að þessu sinni til þess að bæjarbúar flykktust að höfninni til þess ýmist að hjálpa hvalnum að komast aftur á haf út eða fylgjast með björgun- arstarfinu. í frásögn Morgunblaðsins af atburðinum segir að bæj- arbúar hafi fagnað, þegar tókst að stjaka hvalnum út úr höfninni og hann synti sína leið. Þetta minnir frekar á við- brögð almennings í ríkjum, þar sem hvalirnir eru taldir friðhelgar skepnur og eins konar tákn viðkvæmrar náttúru og umhverfis, en á viðhorf gamallar hvalveiðiþjóðar. Getur verið að afstaða almennings á íslandi til þessara tignarlegu dýra sé að breytast til samræmis við það, sem gerist í mörgum nágrannalöndum? Rekstrarkostnaður Dagvistar barna rúmlega 1,8 milljarðar Morgunblaðið/Ásdís ÞÆR voru skondnar á svip hnáturnar tvær, sem gægðust út um gluggann á Ieikskólanum Tjarnar- borg, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Stofnkostnaður við hvert heilsdagspláss 1-1,2 milljónir EITT af kosningaloforðum Reykiavíkurlistans við síðustu borgarstjómarkosningar fyrír rúm- um tveimur árum var að dagvistarmálum í Reykjavík yrði komið í viðunandi horf. Kristín Gunnarsdóttir hefur kynnt sér framkvæmdir síðustu ára off kannað hvort og hvaða breytingar hafa átt sér stað. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í viðtali í Morgunblaðið fyrr í sumar að hún væri ánægð með þann ávinning sem náðst hefði í dagvist- armálum frá því Reykjavíkurlistinn tók við stjórn borgarinn- ar. Útlit væri fyrir að í lok ársins 1996 hefði heilsdagsplássum ijölgað um 6—700 á kjörtímabii- inu og að öll börn á aldrin- um 2ja til 5 ára ættu kost á leik- skólavist en í upphafi kjörtímabils- ins eða í desember árið 1994 voru 60 leikskólar starfandi í borginni með pláss fyrir 5.110 börn. Fyrir kosningar lofaði Sjálfstæðisflokkur- inn að öll börn frá tveggja ára aldri fengju inni á leikskóla á yfirstand- andi kjörtímabili en Reykjavíkurlist- inn hét því að öll börn frá eins árs aldri kæmust á leikskóla. Eftir að Reykjavíkurlistinn tók við hefur fyrir þeirra tilstuðlan ver- ið byggt við eldri leikskóla og þeir stækkaðir og auk þess hafnar fram- kvæmdir við þijá nýja leikskóla sem teknir hafa verið í notkun á þessu ári. Samkvæmt ársskýrslu Dagvist- ar barna árið 1995 voru 5.202 pláss á leikskólum um áramót en um næstu áramót þeg- ar nýju skólarnir verða fullskipaðir verða plássin um 5.600. Rétt er að taka fram að á árinu var nokk- uð um að hálfsdagsplássum væri breytt í heilsdagspláss en við það dró úr heildarfjölgun plássa. Tíu leikskólar Á síðasta kjörtímabili Sjálfstæð- isflokksins, sem hófst um mitt ár 1990, voru í desember 53 leikskólar og 14 skóladagheimili starfandi í borginni með pláss fyrir 3.936 börn á leikskólum og um 304 á skóladag- heimilum. Gefið var kosningaloforð um að byggðir yrðu tíu leikskólar Framlög til stofnkostnaðar leikskóla 1989 -1996 í milljónum kr. u.þ.b. á verðlagi í júní 1996 ^ 400 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 á kjörtímabilinu og var staðið við það. Af þessum tíu leikskólum voru þrír í byggingu vorið 1994 þegar Reykjavíkurlistinn tók við. Á kjör- tímabili sjálfstæðismannna var auk þess byggt við fjóra leikskóla og fjölgaði plássum vegna ný- og við- bygginga samtals um 984 en ákveð- ið var að leggja niður rekstur tveggja leikskóla. Um mitt ár 1992 var samið við leikskólakennara um ábataskipta- kerfi, sem byggist á aukinni hag- ræðingu í rekstri leikskólanna. Ábataskiptakerfið hefur verið tekið upp í tveimur áföngum og fjölgaði plássum við það um 350 á leikskól- um og um 50 á skóladagheimilum. Leikskólaplássum fjölgaði því sam- Ábataskipta- kerfið fjölgar plássum Rekstrarkostnaður dagvistar barna 1991-95 . ~ Upphæðir í m. kr. GJOLD: 1991 1992 1993 1994 1995 Leikskólar og skóladagheimili 981 1.071 1.204 1.797 1.876 Lóðaviðhald 43 65 Sameiginlegur kostnaður 35 40 43 47 51 Börn með sérþarfit 50 55 65 78 85 Alls v. leikskóla og skóladagh. 1.109 1.231 1.313 1.471 1.547 Niðurgreidd daggæsla á einkah. 99 114 99 98 99 Umsjón með daggæslu á einkah. 12 13 16 17 18 Rekstrarst. til annarra dagvistarh. 25 27 31 101 97 Styrkir 6 Gæsluleikvellir 96 104 100 110 109 Samtals 1.341 1.490 1.559 1.797 1,876 Samtals á verðlagi 1995 1.494 1.601 1.609 1.828 1.876 Rekstrarstyrkir til einkaleikskóla Hvert barn á mánuði Börn 6 mán. til 2ja ára Börn 3ja til 5 ára Lægra gjald: Einstæðir forgangshópar 4 stundir á dag Kr. 6.000 8.000 8.000 6stundirádag 9.000 12.000 22.500 8 stundir á dag 12.000 16.000 30.000 Breyting á leikskólagjöldum á leik- skólum Reykjavíkurborgar 1989-1996 Vísi- tala 150- 140- 130- 120- 110- 100- Gjaldskrá: 4 stundir Lnóv. 1989 = 100 Almennt gjald Vísitala neysluverðs Gjaldskrá: 8 stundir/heilsdagsgjald l.nóv. 1989 = 100 Almennt gjald Vísitala neysluverðs 4 Einstæðir, forgangur M----1---1---1---1---1 Vísi- tala 150 140 130 120 I— 110 Einstæðir, forgangur H-------1-----1-----1-----1- '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 100 tals um 1.384 pláss á kjörtímabil- inu, sem lauk í maí árið 1994, og voru 60 leikskólar með pláss fyrir 5.110 börn starfandi í árslok 1994 samkvæmt ársskýrslu Dagvistar barna. Biðlistar Erfitt er að bera saman biðlista frá upphafi kjörtímabils sjálfstæðis- manna árið 1990 við biðlista eftir að Reykjavíkurlistinn tók við. Sam- kvæmt ársskýrslu fyrir árið 1993 var boðið upp á vistun ýmist í 9 stundir á dag eða 4-6 stundir auk þess sem skóladagheimili voru enn þá starfandi og voru sérs- takir biðlistar fyrir hverja vistun. Samkvæmt ár- skýrslu voru 2.309 börn á biðlistum eftir leikskóla og skóladagheimilum árið 1991. Tekið var við umsóknum þeg- ar börn náðu 18 mánaða aldri. í janúar 1993 var reglum um umsókn- ir í leikskóla breytt og var eftir það heimilt að sækja um þegar barnið var 6 mánaða. Um áramót 1993 til 1994 eða rétt fyrir kosningar voru samtals 1.283 börn yngri en tveggja ára á biðlista og 1.009 börn eldri en tveggja ára eða samtals 2.292 börn. Þessum tölum ber að taka með varúð þar sem í sumum tilfell- um voru börnin á tveimur biðlistum, ýmist eftir heils- eða hálfsdagsvist- un. Umsóknir óháðar hjúskaparstöðu í ársskýrslu DagVistar barna fyr- ir árið 1994 kemur fram að ný stjórn Reykjavíkurlistans ákvað í upphafi að heimila öllum foreldrum, óháð hjúskaparstöðu, að sækja um leik- skóladvöl fyrir börn sín. Áður var giftum foreldrum og fólki í sambúð einungis gefinn kostur á að sækja um dvöl hálfan daginn en forgangs- hópar, einstæðir foreldrar og náms- menn, gátu sótt um vist allan dag- inn. Var þessi ákvörðun tekin í framhaldi af könn- un sem gerð var meðal allra foreldra í Reykjavík með börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára um þörf fyrir leikskóla. Náði könnunin til 8.913 barna og svöruðu 3.193 for- eldrar eða um 30% þeirra sem voru í leikskóla og 45% þeirra sem voru utan leikskóla. Ákveðið var að leggja áherslu á að mæta fyrst þörf- um elsta aldurshópsins eða börnum frá 3ja-5 ára. Sent var út um- sóknareyðublað fyrir leikskóla með könnunarblaðinu og öllum gefinn kostur á að sækja um heilsdags- dvöl. Niðurstaðan benti til þess að um 65 leikskóladeildir vantaði í Staðið við lof- orð um tíu leikskóla Andris Skele forsætisráðherra Lettlands í opinberri heimsókn Morgunblaðið/Ásdís FORSÆTISRÁÐHERRAR íslands og Lettlands, Davíð Oddsson og Andris Skele ræðast við. Ábatasamir fjárfestinga- niögiileikar borginni til að uppfylla óskir for- eldra barna á aldrinum eins til 5 ára. Að meðaltali er gert ráð fyrir að 20 börn dvelji samtímis á hverri deild. Ef eingöngu yrði valin sú leið að byggja nýja leikskóla gæti stofn- kostnaður numið 1,7 milljörðum króna á verðlagi um áramót 1994. Um áramót 1995-96 voru 1.696 börn á biðlista eftir leikskóla. Þar af biðu 848 börn eftir heilsdagsvist- un og voru börn einstæðra foreldra 27%, börn giftra foreldra eða for- eldra í sambúð 56%, börn náms- manna við Háskóla íslands 10% og börn annarra námsmanna 7%. Með- al biðtími á biðlista árið 1995 var 17 mánuðir almennt, en 15 mánuð- ir hjá einstæðum foreldrum, há- skólastúdentum og öðrum náms- mönnum og 9 mánuðir hjá starfs- fólki. Skóladagheimilum breytt í leikskóla Samkvæmt ársskýrslu Dagvistar barna fyrir árið 1995 voru 59 leik- skólar starfandi í borginni um ára- mót en tveir leikskólar voru samein- aðir í einn á árinu. Byggt var við leikskóla og skóladagheimilum breytt í leikskóla í samræmi við samþykkt stjórnar Dagvistar frá 1994 um að færa rekstur heimil- anna frá skólaskrifstofunni í frani- haldi af stofnun heiisdagsskóla. Á árinu 1995 fjölgaði plássum sem svarar til 240 heilsdagsplássa og voru 5.202 pláss á leikskólunum í árslok, þar af 1.918 heilsdags og 3.284 hálfan daginn. Þá var á árinu hafist handa við byggingu fjögurra nýrra leikskóla og undirbúningur hafinn fyrir þann fimmta. 400 milljónir í framkvæmdir Árið 1995 var varið rúmum 400 millj. króna til byggingafram- kvæmda og er gert ráð fyrir svip- aðri upphæð á þessu ári og að lok- ið verði við byggingu þriggja leik- skóla, skóladagheimili verði breytt í leikskóla auk viðbygginga við eldri skóla. Að meðaltali er stofnkostnað- ur fyrir hvert heilsdagspláss 1-1,2 milljónir króna. Rekstrarkostnaður árið 1995 var rúmlega 1,8 milljarð- ar en meðaltalskostnaður á barn í leikskóla var rúmar 200 þúsund krónur fýrir 5 stundir, um 300 þús- und krónur fyrir 6 stundir og rúmar 400 þúsund krónur fyrir 8,5 stundir. Önnur úrræði Á vegum Dagvistar barna voru sem fyrr reknir 27 gæsluvellir víða um borgina á árinu 1995 og 16 foreldra- og einkareknir leikskólar fengu að venju styrk úr borgarsjóði en þar dvöldu 365 börn. Á leikskól- um sem reknir eru af sjúkrahúsum dvöldu 285 börn en Reykjavíkur- borg styrkir leikskólana samkvæmt sérstökum samningi. Á árinu hækk- uðu rekstrarstyrkir um 4.000 krón- ur á mánuði fyrir hvert barn 3ja—5 ára á foreldra- og einkareknum leik- skólum en borgin greiðir 8-16.000 krónur með hvetju barni á mánuði allt eftir lengd dvalar. Hjá Dagvist barna voru á sama tíma 235 dagmæður á skrá með heimild til daggæslu á einkaheimil- um og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Þann 1. september voru teknar upp niðurgreiðslur fyrir alla foreldra sem áttu börn hjá dag- mæðrum. Greiddar eru 9 þús. krón- ur fyrir heilsdagsdvöi barna þriggja til fimm ára og 6 þús. krónur fyrir börn á aldrinum eins árs til þriggja ára. Starfsmenn rúmlega 1.400 í desember árið 1993 við lok kjör- tímabils Sjálfstæðisflokksins störf- uðu 1.300 starfsmenn hjá Dagvist barna, og voru heil stöðugildi 960 að meðtöldum afleysingastörfum en að frátöldum ræstingastörfum. Samkvæmt ársskýrslu störfuðu 1.427 manns hjá Dagvist barna árið 1995 í samtals 1.058,72 stöðu- gildum. Er það að meðtöldum afleysingum og stuðningsstöðum sem greiddar eru af ríkissjóði. ANDRIS Skele, forsætisráð- herra Lettlands, kom í gær í þriggja daga opin- bera heimsókn til íslands og er hann æðsti gestur frá því landi, sem hingað hefur komið. Á morgun, föstudag, afhjúpar hann minnis- merki á horni Túngötu og Garða- strætis, granítskúlptúr frá lettnesku þjóðinni. Með gjöfinni vilja Lettar koma á framfæri þakklæti við íslend- inga fyrir liðsinni við endurheimt ' frelsis Lettlands. Strax eftir komuna átti Skele við- ræður við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra um gagnkvæm hagsmuna- mál ríkjanna, m.a. mál er varða Eystrasaltssvæðið, áform um stækk- un Atlantshafsbandalags (NATO) í austurátt og hugsanlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Evrópusam- bandinu (ESB). Á blaðamannafundi varð Skele, sem tók við starfi forsætisráðherra 21. desember sl. aðeins 37 ára gam- all, tíðrætt um bankakreppuna í Lettlandi í fyrra og sagði að 40% peningaforða landsins hefði í raun glatast. Efnahagsástandið væri nú á réttri leið. Verðbólga væri 16% en hefði verið 23% í fyrra og vonast væri til að hún lækkaði enn frekar á næsta ári. Atvinnuleysi væri minna en í löndunum umhverfis eða 6% en með aukinni einkavæðingu óhagkvæmra ríkisfyrirtækja væri hugsaniegt, að sú tala hækkaði lítil- lega. Frá því Skele tók við embætti sagði hann ríkisstjórnina hafa ein- beitt sér að því að stöðva sóun í ríkisgeiranum og gera skattheimtu skilvirkari. í fyrradag hefði stjórnin gengið frá fjárlagafrumvarpi sínu sem kvæði á um hallalaus fjárlög. „Fari það þannig gegnum þingið tel ég að hagvöxtur aukist verulega," sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við, að einkavæð- ing í atvinnulífi hefði reynst árang- ursrík. Um síðustu áramót hefðu einkafyrirtæki staðið á bak við 65% vergrar þjóðarframleiðslu en sú hlutdeild yrði væntanlega 85-90% á næsta ári. „Það er markmið okkar að hraða einkavæðingunni sem mest, finna réttu aðilana til að taka við duglausum ríkisfyrirtækjum og gera þau hagkvæm," sagði Skele. Varðandi samstarf íslendinga og Letta sagði Skele einkum telja að það gæti aukist á næstu misserum á tveimur sviðum. Annars vegar á sviði sjávarútvegs og úrvinnslu af- urða. Löng og góð reynsla væri af niðursuðu sjávarafurða og Lettar væru stærstu útflytjendur niðursoð- inna sjávarafurða í austanverðri Evrópu. Framleiðslan væri einkum seld til Rússlands, Úkraínu, Tékk- lands, Slóvakíu og Moldovu. „Með einkavæðingu sjávarútvegsfyrir- tækjanna og niðursuðuverksmiðj- anna skapast ugglaust áhugaverðir möguleikar fyrir íslensk fyrirtæki, vegna þekkingar þeirra, reynslu og góðra markaða. Horfurnar í þessum iðnaði virðast góðar og við teljuih, að þar geti skapast ábatasöm tæki- færi bæði fyrir okkur og íslend- inga,“ sagði hann. í öðru lægi væru talsverðir gagn- kvæmir möguleikar í ferðaiðnaði. Lettar hefðu lagst í ferðalög á síð- ustu árum og ísland væri áhugavert land heim að sækja, svo gjörólík sem náttúran væri hér. Að sama skapi myndu íslendingar ugglaust hrífast af Lettlandi sem væri afar grænt land og tæplega helmingur landsins þakið skógum með fjölbreyttu dýra- lífi. Sagðist Skele hafa rætt mögu- leika á því við Davíð Oddsson, að ríkin semji um afnám vegabréfsárit- ana vegna ferðalaga milli landanna. Að sögn lettneska forsætisráð- herrans hafa miklar breytingar orðið á utanríkisverslun Letta frá því þeir sögðu sig úr sambandi við Sovétríkin 1991. Þá hefði 90% útflutnings farið til Rússlands en minnkað í 33-35% á þessu ári. Rúmlega 40% útflutningsviðskipta væru við Evr- ópusambandsríki. Að sögn Davíðs Oddssonar hafa viðskipti Islendinga og Letta þrefald- ast á tveimur árum, úr 50 milljónum króna í 150 milljónir, og ákveðin og aukin viðskiptatengsl væru að skap- ast milli landanna. Ætti Eimskip t.d. í lettnesku fyrirtæki og að auki stór- an hlut í bresku fyrirtæki sem ræki starfsemi í landinu. BYKO hefur fjárfest fyrir hálfa milljón dollara í sögunarmyllu og ráðgerði að fjár- festa frekar á næstu árum. Skele sagði í þessu sambandi, að fjárfest- ing erlendra aðila í Lettlandi væri mjög vel þegin og af hálfu yfirvalda hefði allt verið gert til þess að laða hana að. Það væri liins vegar alltaf háð stöðugleika bankakerfisins hversu mikill þrótturinn í slíkum fjár- festingum væri. Kreppan í banka- kerfinu í fyrra hefði haft sitt að segja en eftir að Lettar hefðu ráðið fram úr henni hefðu erlendar fjárfestingar aukist mjög á þessu ári. Skele sagði að Lettar, ásamt Eist- lendingum og Litháum, hefðu tals- verðar áhyggjur enn af þróun mála í Rússlandi. Liggjandi á mörkum austurs og vesturs teldu þeir öryggi sínu betur borgið með aðild að ESB og NATO og vonuðust eftir skjótri niðurstöðu í þeim efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.