Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Aukin sjálfvirkni í pökkunarvélum KASSAGERÐ Reykjavíkur hf. er elsta og eitt stærsta umbúðafyrir- tækið hér á landi og er jafnframt leiðandi fyrirtæki í framleiðslu um- búða fyrir sjávarútveg, bæði á sjó og í iandi. Á sjávarútvegssýningunni leggur Kassagerð Reykjavíkur hvað mesta áherslu á pökkunarvélar og kynnir m.a. nýja útgáfu á pökkunarvél frá Kliklok, sem hefur verið brautryðj- andi í þróun og framleiðslu pökkun- arvéla fyrir matvæli. Pökkunarvélin er þróuð með frekari fullvinnslu afurðanna í huga en vélin pakkar sjálfkrafa í neytendaöskjur fyrir neytendamarkað en sjálfvirkni í pökkun umbúða er mikilvæg ef ná á hagkvæmni í framleiðslu fyrir stærri markaði. Á sýningarbás Kassagerðarinn- ar, C-38, verður breskur ráðgjafi alla sýningardagana, sýningargest- um til halds og trausts um allt er snertir pökkunarvélar. Allar gerðir umbúða Auk þess verður kynnt hefðbund- in framleiðsla Kassagerðarinnar; ýmsar gerðir prentaðra og óáprent- aðra bylgjupappakassa og askja, með eða án vaxhúðunar, öskjur og umbúðir fyrir land- og sjófrystingu og harðkartonakassar fyrir saltfisk og rækju, ásamt ýmsu fleiru. Þá kynnir Kassagerðin ennfrem- ur þjónustu sína á tölvuvæddum formum sem og grafískri hönnun, auk filmu- og prentundirbúnings. Á sýningunni munu starfsmenn enn- fremur veita ráðgjöf um pökkun og vörumeðhöndlun. Morgunblaðið/Árni Sæberg MARGIR lögðu leið sína í sýningarbás SH í gær og þáðu kaffi og bakkelsi. SH kynnir sig nú bæði á íslandi og í Moskvu ÁRLEGA tekur Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna þátt í fjölmörgum sýningum um heim allan til þess að kynna þær afurðir, sem fyrir- tækið annast sölu á. Um þessar mundir tekur fyrir- tækið þátt í tveimur sýningum, þvf auk þess að sýna á íslensku sjávarútvegsýningunni, sýnir SH á World Food 96 í Moskvu. Á bás SH í Laugardalshöll gefst erlend- um og innlendum aðilum kostur á að hitta fulltrúa úr markaðs- og innkaupadeild SH og fá gestir að fræðast um starfsemi fyrirtækis- ins og þær vörur sem það selur. Einnig er vonast til þess að fram- leiðendur innan SH og samstarfs- aðilar, sem margir eru í daglegum samskiptum við fyrirtækið, komi við á básnum, þiggi kaffi og hvíli lúin bein. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, opnar fimmtu íslensku sjávarútvegssýninguna. Þorsteinn Pálsson við opnun sjávarútvegssýningarinnar „Sýning-in leiðir til fram- fara í sjávarútvegi“ FIMMTA ÍSLENSKA sjávarútvegs- sýningin var sett í gær en hún er sú stærsta og viðamesta sem haldin hefur verið hér á landi. Um 700 fyrirtæki frá 28 löndum taka þátt í sýningunni, þar af um 200 fyrirtæki frá íslandi. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, opnaði sýninguna form- lega í gærmorgun, að viðstöddum forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra. Miklar framfarir í sjávarútvegi Þorsteinn sagði í opnunarræðu sinni að íslenska sjávarútvegssýn- ingin hefði dafnað og fest sig í sessi frá því að henni var hleypt af stokk- unum árið 1984. Þorsteinn sagði að á þeim tíma sem liðinn væri frá fyrstu sýningunni hefui orðið veru- legar framfarir í íslenskum sjávarút- vegi sem hefði lagað sig að breyttum aðstæðum vegna minni botnfiskafla en aukinnar rækju- og loðnuveiði. Aðlögunin hafi átt sér stað með verulegri endurskipulagningu innan greinarinnar og vaxandi þátttöku í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi. „Á sama tíma og sjávarútvegurinn hef- ur verið að eflast hefur íslenskur iðnaður og þjónusta tengd sjávarút- vegi dafnað jafnt á heimamarkaði sem og erlendum mörkuðum. Ég er þess fullviss að íslenska sjávarút- vegssýningin hefur haft verulega jákvæð áhrif á þær framfarir og breytingar sem orðið hafa í íslensk- um sjávarútvegi og iðnaði honum tengdum á liðnum árum. Sýning sem þessi gefur góða innsýn í framtíðar- þróun tæknibúnaðar á þessu sviði,“ sagði Þorsteinn. Verður að tryggja stöðugleika auðlindanna Þorsteinn sagði umfang sýningar- innar nú undirstrika að í sjávarút- veginum felist meira en aðeins hefð- bundnar fiskveiðar og framleiðsla sjávarafurða. Þegar alþjóðleg sam- keppni fari vaxandi sé ekki síður mikilvægt að vinna að rannsóknum á framleiðslu og þróun vélbúnaðar, flutninga, þjónustu og upplýsinga- tækni. „Þetta er mikilvægt þegar kemur að nýtingu takmarkaðra auð- linda hafsins og við verðum sífellt að hafa það í huga að nýting þess- ara auðlinda verður að vera innan líffræðilegra marka. Það er eina leið- in til að tryggja stöðugleika auðlind- anna og nýtingu þeirra fyrir kom- andi kynslóðir. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessum takmörk- unum, sérstaklega fyrir þær þjóðir sem byggja afkomu sína að mestu á fiskveiðum." íslendingar í fremstu röð Þorsteinn sagði íslenskan sjávar- útveg löngum hafa verið í farar- broddi þegar kæmi að tækninýjung- um í fiskveiðum og framleiðslu sjáv- arafurða og ný tækni hefði verið notuð til að auka hagkvæmni og gæði í framleiðslunni. „Islenskum sjávarútvegi hefur tekist að halda stöðu sinni í fremstu röð á sam- keppnismarkaðnum, þátt fyrir að hann standi enn frammi fyrir hindr- unum í viðskiptum, þar sem megin- reglur ftjálsrar verslunar eru enn ekki komnar til framkæmda í alþjóð- legum viðskiptum með sjávarafurð- ir,“ sagði Þorsteinn. Nýr fjölnota fiskibátur frá Trefjum ehf. kominn á markaðinn Gengið frá fyrstu sölunni á sýningunni , Morgunblaðið/Árni Sæberg EIRIKUR Mikkaelson og Auðunn Óskarsson handsala nýgerðan kaupsamning, en Jóhann Ólafur Ársælsson, framkvæmdastjóri Merkúrs hf. fylgist með. GENGIÐ var frá kaupum á fyrsta Cleopatra Fisherman 38F bát Trefja ehf. á íslensku sjávarút- vegssýningunni í gær. Kaupand- inn er Kuggi hf. í Hafnarfirði. Fyrirtækið Trefjar ehf. hefur fram að þessu einkum verið þekkt fyrir smíði sína á svokölluðum Skel bátum og hefur selt þá víða um landið. Fyrirtækið keypti fyr- ir skemmstu framleiðslurétt og mót af breska fyrirtækinu Cleop- atra Cruises og var ákveðið að ráðast í hönnun á nýrri línu fjöl- nota fiskibáta sem gætu mætt öll- um kröfum atvinnusjómanna varðandi afl, hraða, styrk og sjó- hæfni. Auk þess eru möguleikar á að smíða yfirbyggingu á bátinn sé hann ætlaður til skemmtisigl- inga. Óþekktir möguleikar Auðunn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Trefja ehf., segir að með Cleopatra 38F bátnum skapist nýjir og áður óþekktir möguleikar fyrir islenska sjómenn og útgerð- ir. Bátinn er hægt að útbúa til togveiða, netaveiða, línuveiða eða handfæraveiða og er hann hann- aður til veiða á djúpslóð. Báturinn mælist 13.82 brúttótonn, lestin er um 13.5 rúmmetrar og komast um 8 tonn af fiski í hana. Báturinn er mjög öflugur, búinn tveim 350 hestafla Yanmar vélum og getur náð allt að 24 hnúta hraða. 220 V rafstöð gefur möguleika á ýmsum rafbúnaði sem ekki er algengur i bátum af þessari stærð, s.s. sjón- varpi, örbylgjuofni, rafmagnseida- vél og fleiru. Vel er búið að sjó- mönnum um borð og eru þrjár kojur í lúkar. Gerður hagkvæmt út Eiríkur Mikkaelsson, fram- kvæmdastjóri Kugga hf., sem kaupir fyrsta bátinn af þessari gerð segir að væntanlega verði hann að mestu gerður út á línu, net og jafnvel handfæri. Fyrst um sinn verði einkum stefnt að því að veiða ódýrari tegundir, svo sem steinbít og löngu. „Við mun- um aðlaga okkur giidandi reglum og haga veiðunum að reksturinn standi undir sér. Það er stefnan að gera þennan bát út á sem hag- kvæmastan hátt og það munum við gera,“ segir Eiríkur. Ráðstefna um málm- iðnað SAMTÖK iðnaðarins og Málmur, samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, gang- ast fyrir ráðstefnu um stöðu og framtíð íslensks málmiðn- aðar undir heitinu Sóknarfæri í málmiðnaði í miðstöð ÍSÍ í Laugardal í dag, fimmtudag, frá kl. 13.00 til 17.00. Framsögumenn verða þeir Elías Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Meka ehf., Svavar Svavarsson, fram- leiðslustjóri Granda hf., Freysteinn Bjarnason, út- gerðarstjóri Síldarvinnslunn- ar hf., Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvar- innar hf. og Nicolai Jónas- son, framkvæmdastjóri Fræðsluráðs málmiðnaðar- ins. Pallborðsumræður verða í lokin sem Páll Benediktsson fréttamaður á sjónvarpinu stjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.