Morgunblaðið - 19.09.1996, Page 18

Morgunblaðið - 19.09.1996, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Aukin sjálfvirkni í pökkunarvélum KASSAGERÐ Reykjavíkur hf. er elsta og eitt stærsta umbúðafyrir- tækið hér á landi og er jafnframt leiðandi fyrirtæki í framleiðslu um- búða fyrir sjávarútveg, bæði á sjó og í iandi. Á sjávarútvegssýningunni leggur Kassagerð Reykjavíkur hvað mesta áherslu á pökkunarvélar og kynnir m.a. nýja útgáfu á pökkunarvél frá Kliklok, sem hefur verið brautryðj- andi í þróun og framleiðslu pökkun- arvéla fyrir matvæli. Pökkunarvélin er þróuð með frekari fullvinnslu afurðanna í huga en vélin pakkar sjálfkrafa í neytendaöskjur fyrir neytendamarkað en sjálfvirkni í pökkun umbúða er mikilvæg ef ná á hagkvæmni í framleiðslu fyrir stærri markaði. Á sýningarbás Kassagerðarinn- ar, C-38, verður breskur ráðgjafi alla sýningardagana, sýningargest- um til halds og trausts um allt er snertir pökkunarvélar. Allar gerðir umbúða Auk þess verður kynnt hefðbund- in framleiðsla Kassagerðarinnar; ýmsar gerðir prentaðra og óáprent- aðra bylgjupappakassa og askja, með eða án vaxhúðunar, öskjur og umbúðir fyrir land- og sjófrystingu og harðkartonakassar fyrir saltfisk og rækju, ásamt ýmsu fleiru. Þá kynnir Kassagerðin ennfrem- ur þjónustu sína á tölvuvæddum formum sem og grafískri hönnun, auk filmu- og prentundirbúnings. Á sýningunni munu starfsmenn enn- fremur veita ráðgjöf um pökkun og vörumeðhöndlun. Morgunblaðið/Árni Sæberg MARGIR lögðu leið sína í sýningarbás SH í gær og þáðu kaffi og bakkelsi. SH kynnir sig nú bæði á íslandi og í Moskvu ÁRLEGA tekur Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna þátt í fjölmörgum sýningum um heim allan til þess að kynna þær afurðir, sem fyrir- tækið annast sölu á. Um þessar mundir tekur fyrir- tækið þátt í tveimur sýningum, þvf auk þess að sýna á íslensku sjávarútvegsýningunni, sýnir SH á World Food 96 í Moskvu. Á bás SH í Laugardalshöll gefst erlend- um og innlendum aðilum kostur á að hitta fulltrúa úr markaðs- og innkaupadeild SH og fá gestir að fræðast um starfsemi fyrirtækis- ins og þær vörur sem það selur. Einnig er vonast til þess að fram- leiðendur innan SH og samstarfs- aðilar, sem margir eru í daglegum samskiptum við fyrirtækið, komi við á básnum, þiggi kaffi og hvíli lúin bein. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, opnar fimmtu íslensku sjávarútvegssýninguna. Þorsteinn Pálsson við opnun sjávarútvegssýningarinnar „Sýning-in leiðir til fram- fara í sjávarútvegi“ FIMMTA ÍSLENSKA sjávarútvegs- sýningin var sett í gær en hún er sú stærsta og viðamesta sem haldin hefur verið hér á landi. Um 700 fyrirtæki frá 28 löndum taka þátt í sýningunni, þar af um 200 fyrirtæki frá íslandi. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, opnaði sýninguna form- lega í gærmorgun, að viðstöddum forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra. Miklar framfarir í sjávarútvegi Þorsteinn sagði í opnunarræðu sinni að íslenska sjávarútvegssýn- ingin hefði dafnað og fest sig í sessi frá því að henni var hleypt af stokk- unum árið 1984. Þorsteinn sagði að á þeim tíma sem liðinn væri frá fyrstu sýningunni hefui orðið veru- legar framfarir í íslenskum sjávarút- vegi sem hefði lagað sig að breyttum aðstæðum vegna minni botnfiskafla en aukinnar rækju- og loðnuveiði. Aðlögunin hafi átt sér stað með verulegri endurskipulagningu innan greinarinnar og vaxandi þátttöku í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi. „Á sama tíma og sjávarútvegurinn hef- ur verið að eflast hefur íslenskur iðnaður og þjónusta tengd sjávarút- vegi dafnað jafnt á heimamarkaði sem og erlendum mörkuðum. Ég er þess fullviss að íslenska sjávarút- vegssýningin hefur haft verulega jákvæð áhrif á þær framfarir og breytingar sem orðið hafa í íslensk- um sjávarútvegi og iðnaði honum tengdum á liðnum árum. Sýning sem þessi gefur góða innsýn í framtíðar- þróun tæknibúnaðar á þessu sviði,“ sagði Þorsteinn. Verður að tryggja stöðugleika auðlindanna Þorsteinn sagði umfang sýningar- innar nú undirstrika að í sjávarút- veginum felist meira en aðeins hefð- bundnar fiskveiðar og framleiðsla sjávarafurða. Þegar alþjóðleg sam- keppni fari vaxandi sé ekki síður mikilvægt að vinna að rannsóknum á framleiðslu og þróun vélbúnaðar, flutninga, þjónustu og upplýsinga- tækni. „Þetta er mikilvægt þegar kemur að nýtingu takmarkaðra auð- linda hafsins og við verðum sífellt að hafa það í huga að nýting þess- ara auðlinda verður að vera innan líffræðilegra marka. Það er eina leið- in til að tryggja stöðugleika auðlind- anna og nýtingu þeirra fyrir kom- andi kynslóðir. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessum takmörk- unum, sérstaklega fyrir þær þjóðir sem byggja afkomu sína að mestu á fiskveiðum." íslendingar í fremstu röð Þorsteinn sagði íslenskan sjávar- útveg löngum hafa verið í farar- broddi þegar kæmi að tækninýjung- um í fiskveiðum og framleiðslu sjáv- arafurða og ný tækni hefði verið notuð til að auka hagkvæmni og gæði í framleiðslunni. „Islenskum sjávarútvegi hefur tekist að halda stöðu sinni í fremstu röð á sam- keppnismarkaðnum, þátt fyrir að hann standi enn frammi fyrir hindr- unum í viðskiptum, þar sem megin- reglur ftjálsrar verslunar eru enn ekki komnar til framkæmda í alþjóð- legum viðskiptum með sjávarafurð- ir,“ sagði Þorsteinn. Nýr fjölnota fiskibátur frá Trefjum ehf. kominn á markaðinn Gengið frá fyrstu sölunni á sýningunni , Morgunblaðið/Árni Sæberg EIRIKUR Mikkaelson og Auðunn Óskarsson handsala nýgerðan kaupsamning, en Jóhann Ólafur Ársælsson, framkvæmdastjóri Merkúrs hf. fylgist með. GENGIÐ var frá kaupum á fyrsta Cleopatra Fisherman 38F bát Trefja ehf. á íslensku sjávarút- vegssýningunni í gær. Kaupand- inn er Kuggi hf. í Hafnarfirði. Fyrirtækið Trefjar ehf. hefur fram að þessu einkum verið þekkt fyrir smíði sína á svokölluðum Skel bátum og hefur selt þá víða um landið. Fyrirtækið keypti fyr- ir skemmstu framleiðslurétt og mót af breska fyrirtækinu Cleop- atra Cruises og var ákveðið að ráðast í hönnun á nýrri línu fjöl- nota fiskibáta sem gætu mætt öll- um kröfum atvinnusjómanna varðandi afl, hraða, styrk og sjó- hæfni. Auk þess eru möguleikar á að smíða yfirbyggingu á bátinn sé hann ætlaður til skemmtisigl- inga. Óþekktir möguleikar Auðunn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Trefja ehf., segir að með Cleopatra 38F bátnum skapist nýjir og áður óþekktir möguleikar fyrir islenska sjómenn og útgerð- ir. Bátinn er hægt að útbúa til togveiða, netaveiða, línuveiða eða handfæraveiða og er hann hann- aður til veiða á djúpslóð. Báturinn mælist 13.82 brúttótonn, lestin er um 13.5 rúmmetrar og komast um 8 tonn af fiski í hana. Báturinn er mjög öflugur, búinn tveim 350 hestafla Yanmar vélum og getur náð allt að 24 hnúta hraða. 220 V rafstöð gefur möguleika á ýmsum rafbúnaði sem ekki er algengur i bátum af þessari stærð, s.s. sjón- varpi, örbylgjuofni, rafmagnseida- vél og fleiru. Vel er búið að sjó- mönnum um borð og eru þrjár kojur í lúkar. Gerður hagkvæmt út Eiríkur Mikkaelsson, fram- kvæmdastjóri Kugga hf., sem kaupir fyrsta bátinn af þessari gerð segir að væntanlega verði hann að mestu gerður út á línu, net og jafnvel handfæri. Fyrst um sinn verði einkum stefnt að því að veiða ódýrari tegundir, svo sem steinbít og löngu. „Við mun- um aðlaga okkur giidandi reglum og haga veiðunum að reksturinn standi undir sér. Það er stefnan að gera þennan bát út á sem hag- kvæmastan hátt og það munum við gera,“ segir Eiríkur. Ráðstefna um málm- iðnað SAMTÖK iðnaðarins og Málmur, samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, gang- ast fyrir ráðstefnu um stöðu og framtíð íslensks málmiðn- aðar undir heitinu Sóknarfæri í málmiðnaði í miðstöð ÍSÍ í Laugardal í dag, fimmtudag, frá kl. 13.00 til 17.00. Framsögumenn verða þeir Elías Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Meka ehf., Svavar Svavarsson, fram- leiðslustjóri Granda hf., Freysteinn Bjarnason, út- gerðarstjóri Síldarvinnslunn- ar hf., Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvar- innar hf. og Nicolai Jónas- son, framkvæmdastjóri Fræðsluráðs málmiðnaðar- ins. Pallborðsumræður verða í lokin sem Páll Benediktsson fréttamaður á sjónvarpinu stjórnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.