Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 56
<ö> AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar <G> n ir .H s im ■- MORGUNBIAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL/SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 YERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rannsóknarnefnd flugslysa kannar alvarlegt flugumferðaratvik við Keflavík Flug'leiðavélar mættust innan fjarlægðarmarka RANNSÓKNARNEFND flugslysa hefur nú til athugunar alvarlegt flug- umferðaratvik sem varð skammt frá Keflavík síðastliðinn sunnudags- morgun þegar tvær Flugieiðavélar mættust 20 mílur suðaustur af Kefla- víkurflugvelli. Skúli Jón Sigurðarson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær að verið væri að rannsaka umrætt atvik og að .vélarnar tvær hefðu mæst „langt innan“ þeirrar fjarlægðar sem æski- leg væri. Guðmundur Óli Ólafsson, yfirflugumferðarstjóri á Keflavík- urflugvelli, segir að 1.000 fet hafi skilið vélarnar að þegar þær mætt- ust sem sé nóg lögum samkvæmt. Vélarnar voru á leið til og frá Evrópu þegar atvikið varð, fjórar mínútur yfir átta að morgni sunnu- dagsins 15. september. Fiugstjórar Boeing-757 vélar á leið frá landinu segjast ekki hafa heyrt fyrirmæli frá flugturni um að hækka ekki flugið Þúsund fet nóg að sögn yfirflug- umfer ðarstj óra í Keflavík Kef lavíkur- Boeing 737 að koma frá Evrópu Boeing 757 á leið til Evrðpu Flugvélarnar mættust 'mvaensn'a{J um 20 milur fra ey|ar Keflavíkurflugvelli að sögn Guðmundar Óla. Segir hann ekki vitað af hveiju flugstjórarnir heyrðu ekki fyrirmælin sem séu til á segulbandi og að vélarnar hafi mæst í 7.000 og 8.000 feta hæð. Vélin í aðflugi var af gerðinni Bo- eing-737. Guðmundur Óli segir að flugstjór- ar vélarinnar á leið frá landinu hafi ekki áttað sig fyrr en aðvörun barst frá TCAS-búnaði, tæki sem mælir flugferil annarra loftfara og gefur merki ef talið er að þau muni á ein- hvern hátt trufla leið viðkomandi vélar. „Við frumrannsókn kom í ljós að flugumferðarstjórinn hefði þá ver- ið búinn að gefa flugstjórunum fyrir- mæli um að hætta klifri," segir Guð- mundur Óli og á við að vélinni hafí verið meinað að hækka flugið frekar að sinni. „Flugmennirnir segjast hvorugir hafa heyrt hvað sagt var fyrr en í þriðju tilraun og hætt klifri vegna aðvörunar frá TCAS-búnaðinum. Þegar vélarnar mættust var löglegur aðskilnaður á milli þeirra. Þetta hef- ur komið fram við spilun á samtölum og athugun á ratsjá, sem við höfum gert,“ segir hann. Guðmundur Óli segir það mat flugstjórnar í Keflavík að ekki hafi verið hættulega stutt á milli vélanna tveggja og að viðkomandi flugum- ferðarstjóri hafi ekki gert skýrslu um atburðinn þar sem flugstjóri vél- arinnar hafi einungis tilkynnt aðvör- un á TCAS-búnað. Því hafi flugum- ferðarstjórinn talið að allt væri með felldu. „Flugmaðurinn leggur síðan fram sína skýrslu hjá Flugleiðum þess efnis að hann hafi fengið aðvör- un og þá er farið að kanna málið," segir hann. Viðkomandi flugumferðarstjóri er ekki á vöktum á meðan á rannsókn stendur, sem_ venja er til, og segir Guðmundur Óli hann hafa 15 ár að baki í starfi. Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Fiugleiða, segir ekki hægt að tjá sig um atvikið á meðan á rann- sókn stendur. Virkir Orkint í Tyrklandi Fjármagn vandamál EFTIR um 10 ára hlé hefur þráður- inn í viðræðum íslendinga og Tyrkja um samstarf á sviði jarðhitanýtingar verið tekinn upp aftur. í framhaldi af því er Virkir Orkint, samstarfs- vettvangur verkfræðistofa og Orku- stofnunar, að skoða möguleikana á samstarfi við tyrkneska aðila um uppbyggingu tveggja hitaveitna og eins raforkuvers á mikilvægu jarð- hitasvæði í Vestur-Tyrklandi. Sigþór Jóhannsson, í stjórn Virkis Orkints, sagði að ótvíræður áhugi væri fyrir samstarfinu af hálfu Tyrkja og ekki þyrfti að óttast tæknileg vandamál. Eini vandinn fælist í því hvernig hægt væri að ijármagna verkefnið. Fulltrúar frá fyrirtækinu fara til Tyrklands vegna samningaviðræðnanna fyrir áramót. Stefnt er að því að með hitaveitun- um tveimur verði hægt að hita upp um 5.000 íbúðir í bænum Gediz og 9.000 íbúðir í Narlidere. Narlidera er útborg stórborgarinnar Izmir í Vestur-Tyrklandi. ■ Virkir Orkint komi að/10 Morgunblaðið/Árni Sæberg að sjávarút- vegssýningu ÞRÁINN Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri Stava hf., sýndi Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra og Hartmut Perschau, sem á sæti í landstjórninni í Bremen, nýja fiskflokkunarvél frá fyrirtæk- inu eftir að íslenska sjávarút- vegssýningin hafði formlega verið opnuð í Laugardalshöll í gærmorgun. Mikil aðsókn var að sýningunni þennan fyrsta dag. Sýningin stendur fram á laugardagskvöld og er opin daglega frá kl. 10.00 til 16.00 ■ Sýningin leiðir til/18 Hugsaði mest um Sindra BJÖRK Guðmundsdóttir kvaðst fyrst og fremst vera felmtri slegin vegna atburða seinustu daga þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gær. í ljós hefur komið að Ricardo Lopez sem sendi henni sýrusprengju áður en hann framdi sjálfsmorð hafði skrifað henni áður. Björk segir að bresk yfirvöld hafi brugðist hart við og þegar hún hafi frétt af vítisvélinni hafi FBI og sprengjudeild Scotland Yard þegar gert viðeigandi ráðstafanir. „Það er svo gott eftirlit hér í Bretlandi vegna IRA. Ég er komin í sama flokk held ég og forsætis- ráðherrann og drottningin út af þessu og allir vinir mínir og ætt- ingjar á íslandi næstu mánuðina. Annar aðdáandi Bjarkar svipti sig lífi í fyrra Eins írónískt og það er er líklega enginn eins öruggur í Bretlandi í dag og ég.“ Björk segir að samkvæmt tölvu- skráningu aðdáendaklúbbs hennar hafi maðurinn skrifað henni áður, „en, það er leiðinlegt að segja það, ég man eftir þessu nafni. Við erum að fara yfir bréfin sem til eru, tug- þúsundir bréfa, en við höfum ekki fundið það enn.“ Björk segist langt í frá vera búin að átta sig. „Maður grætur bara á 5 mínútna fresti. Ég hafði fyrst og fremst áhyggjur af Sindra, en það er bara svo ofsalega erfitt að [Lopez] dó svona.“ Björk segir að álíka hafi borið við í Austurríki á síðasta ári þegar aðdáandi svipti sig lífi eftir að hafa reynt að ná tali af henni. „Það var öðruvísi og Ijarlægara, en þeim manni var ekki hleypt í gegn vegna þess að fólkið mitt taldi að hann væri ekki með öllum mjalla. Hann svipti sig síðan lífi og þegar ég kom til Austurríkis síðar eltu vinir hans mig til að reyna að hefna hans. Þetta núna er þó einhvern veginn miklu sorglegra." ■ Fjölskylda Lopez/20 Mikil aðsókn Handknattleikur RÚV og Stöð 3 með einkarétt STÖÐ 3 og Ríkissjónvarpið hafa, skv. heimildum Morgunblaðsins, tryggt sér sameiginlegan einkarétt á sjónvarpsútsendingum frá öllum handknattleik íslenskra liða næstu íjögur ár, til vors árið 2000. Hart var barist um sýningarrétt- inn, Stöð 2 vildi hann einnig, en fékk ekki. Samningur RÚV og ■ •“■‘Stöðvar 3 verður kynntur á blaða- mannafundi í dag. ■ RÚV og Stöð 3 / B1 -----» ♦ -»--- Flug’leiðir hf. Tapið um 99 milljónir fyrstu sjö — mánuðina TAP af reglulegri starfsemi Flug- leiða, þ.e.a.s rekstri og fjármagnslið- um, fyrstu sjö mánuði ársins var 125 milljónir, en á sama tímabili í fyrra var 43 milljóna tap af reglulegri starf- semi. Þegar tekið hefur verið tillit til óreglulegra liða varð heildarniður- staðan 99 milljóna króna tap. A sama tímabili í fyrra varð heildarhagnaður félagsins um 309 milljónir en þá naut félagið 325 milljóna söluhagnað- ar af einni Boeing 737-400 þotu. Afkoma starfsemi Flugleiða hf. var um 129 milljónum betri í júlímánuði en í sama mánuði í fyrra. Þessi niður- staða í júlí bætir hag félagsins í sjö mánaða uppgjöri, þar sem afkoman fyrstu sex mánuðina var töluvert lak- ari en á sama tíma í fyrra. Betri afkoma í júlí er rakin til þess að far- þegum fjölgaði um 15%. ■ Afkoman/2c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.