Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Gengið á Heklu HUGMYNDIN að þessari eftirminnilegu gönguferð kviknaði í febrúar, þegar undir- búningur að náms- skrá Starfsmennta- skóla Landsvirkjunar var að hefjast. Jarð- fræði hefur verið snar þáttur í fræðslustarfi skólans frá upphafi hans og vettvangs- ferðir til frekari glöggvunar á efninu verið farnar á fiöl- marga áhugaverða staði s.s á Reykjanes, á Hveravelli, í Kerl- ingafjöll, að Leir- Sigurður Sigmundsson því að fara með okkur, yrði tilkynnt um ferðina með fjögurra daga fyrirvara svo allir gætu verið klárir með sína fjallaskó, nesti, mynda- vélar og þess háttar. Að kvöldi 22. júlí lögðu tveir starfsmenn frá Hrauneyjafossi í könnunarferð á fjallið svo allt mætti fara eftir áætlun daginn eftir. Ekki höfðu þeir félagar gengið lengi er þeir heyrðu nokkurt hark að baki sér og er þeir litu við sáu þeir hvar þrír léttklæddir menn runnu hnjúk og í Bjarnarflag að ógleymd- um eldvörpum víðsvegar á Tungná- röræfum og í nágrenni Heklu gömlu. Það kann að virðast nokkuð glannaleg hugmynd að leggja til atlögu við drottningu allra eldfjalla með eitt hundrað og fimmtíu fjör- kálfa á aldrinum 16 til 20 ára því að sjálfsögðu ber í fullri auðmýkt að virða þetta stórkostlega fjall, bæði þau reginöfl sem leynast und- ir feldi þess og tignarlega hæðina - nærri einn og hálfan kílómetra sem veldur því að fara verður með fullri gát og eftir réttum leiðum svo ekki verði ratað í ógöngur. En eft- ir viðræður við þekkta jarðfræð- inga og sérfræðinga um fjallgöng- ur jókst kjarkurinn og var því næst rætt við yfirmenn Landsvirkj- unar sem tóku jákvætt í málið af þeim myndarskap sem til sóma er og má gjarna vera lýðum kunnur. Þá var næst að semja við Veður- stofuna um gott veður, og reyndist þar ekki á kot vísað því þeir Þór Jakobsson og félagar lofuðu sól og blíðu og stóðu við það með sóma. Var því væntanleg vettvangs- ferð sett á stundaskrána með þeim eina fyrirvara að þegar Árni Hjart- arson jarðfræðingur mætti vera að á harðahlaupum upp fjallið sem væru þeir á lágréttri hlaupabraut. Þarna voru á ferðinni vatnamæl- ingamenn sem tjáðu þeim að þeir æfðu svona Hekluhlaup á kvöldin þegar gott væri veður. Hurfu þeir að svo búnu á sama hraða í ryk- mekki upp fjallið og þótti Hrauney- ingum heldur minna til um eigin afrek eftir en áður. Svo fór þó að lokum að þeir náðu á tindinn um ellefuleytið eftir að hafa hitt hlaupagikkina öðru sinni er þeir geystust ofan fjallið á ofurhraða. Ekki er ætlunin að lýsa kvöld- dýrðinni sem blasti við augum þarna uppi því greinarkornið at- arna á að fjalla um næsta dag, en þó er rétt að benda áhugasömum á þá undrafegurð sem kvöldsólin vefur um fjöll og jökla á slíkum stundum, að ógleymdum hafsjó af hvítum bómullarskýjum sem mynnast mjúklega við suðurhlíð- arnar fyrir neðan fætur þeirra sem á brúninni standa. Glampandi sólin hans Þórs Jak- obssonar heilsaði göngufólki af heiðum himni þegar það opnaði augun af værum svefni að morgni þess 23. Var því kátt í sinni við jpíp®l' J 2202 GT Rúmmól: 208 lítrar H: 86 cm B: 80 cm D: 67 cm Verö kr. STGR. < O Gerð Nettó Itr. Orkunotkun HxBxD Staðgr. ARCTIS 1502GT ARCTIS 2202 GT ARCTIS 2702 GT ARCTIS 3602 GT ARCTIS 5102GT 139 208 257 353 488 1.2 Kwst 1.3 Kwst 1.4 Kwst 1,6 Kwst 2,0 Kwsl 86x60x67 86x80x67 86x94x67 86x119x67 86x160x67 36.600,- 41.900, - 43.900, - 49.900, - 59.900, - s Þriggja ára « ábyrgð á öllum 1 AEG FRYSTIKISTUM Umboösmenn: Ló g m ú Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. ú.í Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búðardal Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.isafiröi.Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. O Kf. Húnvotninga, Blönduósl. Skagfirölngabúö.Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. “i KEA, Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavfk.Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. * Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. < Brimnes, Vestmannaeyjum. Roykjanos: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavfk. AEG AEO AEG A6GAEG AEC AEO A£G AEG A5G AEO AEG AEG AEG AEG Af-G Það kann að vera glannaleg hugmynd að leggja til atlögu við drottningu allra eld- fjalla. Sigurður Sig- mundsson gekk á Heklu ásamt 150 nem- endum Starfsmennta- skóla Landsvirkjunar og segir hér, í fyrri grein sinni, ferðasöguna í léttum dúr. morgunverðinn í Hrauneyjum og eftirvænting í orðum unga fólksins er það ræddi um væntanlega ferð og að nú í fyrsta sinn fengju þau að hitta alla krakkana sem ynnu hjá Landsvirkjun sunnan heiða í sumar. Ekki er að orðlengja undirbún- ing og upphaf ferðar en næst greinir frá því er hóparnir frá Hrauneyjum, Búrfelli, Sogsvirkj- unum og Reykjavík nálguðust fyr- irhugaðan mótsstað í Skjólkvíum. Fyrstir á vettvang urðu að sjálf- sögðu Hrauneyingar sem styst áttu að fara og voru þeir í snatri feijað- ir upp að norðaustur öxl Heklu en fara verður eftir bröttum jeppa- slóða úr Skjólkvíum og því var áríðandi að koma þeim fyrstu fljótt upp svo takast mætti að feija allan hópinn upp í tæka tíð því jepparn- ir voru aðeins þrír. Hér ber að staldra við og huga að næsta umhverfi þegar komið er í Skjólkvíar. Vegurinn þangað ligg- ur hægra megin við nýja hraunið sem rann í Skjólkvíagosinu 1970 og endar í þröngum krika milli hrauns og hlíða . Hraunið er ein- staklega úfið og fallegt a.m.k. í augum jarðfræðinga og eftirminni- legt þegar það rann fram með hægum virðuleika, hríslandi gler- hljómurinn í hrynjandi brúninni og hinar rámu ræskingar gíganna að baki eins og þar væri sjálfur kölski að hrækja í glæður vítis af eðlis- lægri skapvonsku sinni út í allt og alla. Gegnt hrauninu eru mjúkar hlíð- ar neðan Rauðkembinga svartar að mestu en út úr þeim stendur m.a. hinn fagurlagaði og rauði eldgígur Rauðaskál. Sannarlega mikil fegurð og þangað er hægt að aka á venjulegum fólksbíl með hæfilegri aðgát. Sennilega er rétt að hætta sér ekki út í jarðfræðiút- listanir en rétt er að benda á hina frábæru árbók Ferðafélags íslands um Heklu sem rituð er af Árna Hjartarsyni, þeim hinum sama er hafði á hendi fararstjórn daginn góða er hér greinir frá. Næstir á vetvang urðu Búrfell- ingar sem vænta mátti og eftir nokkra bið birtust Austurleiðarrút- urnar og réðst fólk til uppgöngu á undirhlíðarnar en jepparnir puðuðu fullfermdir upp til þeirra sem biðu við öxlina og strax ofan aftur eftir nýjum farmi. Gamla Land Rover reyndust bröttustu brekkurnar um megn á köflum og gaf hann upp öndina með kokhljóðum og háværu prumpi en jafnaði sig fljótlega þeg- ar höfð voru á honum endaskipti og framendanum snúið undan brekkunni. Fyrsta áfanganum tókst að ná upp úr hádegi og var nú tekið fram nesti og hlýtt á Árna fararstjóra sem flutti mál sitt hátt og skýrt í gjallarhorn eitt mikið sem fengið var að láni hjá Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík. Utsýni var mikið strax þegar komið var í þessa hæð nærri 800 metra og sá alla leið norður yfir Þórisvatn og vítt yfir hálendið ti! beggja handa, veðrið gat varla orð- ið betra glaða sólskin, tærasta skyggni og stafalogn, ef til vill helst til heitt en um leið ákjósan- legt tækifæri fyrir heljarmennin í hópnum að hnykla vöðvana létt- klæddir framan í viðstaddar kven- persónur sem sátu í öllum sínum yndisleik í svörtum vikrinum og ræddu saman um eitthvað sem pilt- arnir gátu ekki greint hvað var frá flissi og glaðlegum upphrópunum. En stoppið var stutt hjá þeim sem síðastir höfðu náð fyrsta áfanganum og var nú lagt í axlar- brekkuna sem er reyndar sú lang- erfiðasta, bæði snarbrött og há. Hiti og sviti einkenndu líkams- starfsemina næstu mínúturnar og hópurinn teygðist eins og langur hlykkjóttur ormur upp hlíðina aðra stundina en leystist sundur hina þegar göngufólkið leitaði auðveld- ari leiða í lausu gjallinu. Höfundur er umsjónarmaður Starfsmenntaskóla Landsvirkjunar. ÐfÚr ÐU J PYJ! Nú geturðu fengið draumahjólið á frábæru tilboði: 0P'Bf\h TREK 820 21 GÍRA Úrvals gæðingur í skólann, í vinnuna, hvert sem er... hjól sem dugar alls staðar! Nú kr. (áður kr. 36.827) RAÐGREIDSLUR _ , Reiðhjó/avers/unin CLLLíLLLLb Skeifunni 11 Verslun sfmi 588 9890 Verkstæöi sími 588 9891
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.