Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 37 MINNINGAR GUÐMUNDUR JÓNSSON 4- Guðmundur • Jónsson fædd- ist að Skarðskoti í Leirársveit 12. nóvember 1908. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík aðfaranótt 12. september síðastl- iðins. Foreldrar hans voru iyónin Jón Diðriksson og Guðrún Guðna- dóttir. Hann var fjórði í hópi 13 systkina sem öll komust til fullorð- insára nema Eðvarð sem lést stuttu eftir fæðingu. _ Tveir bræðurnir, Guðni og Ásgeir, létust fyrir fáum árum en níu systkinanna lifa Guðmund: Margrét, Jóhanna, Diðrik, Ás- grímur, Halldór, Soffía, Helgi, Ásta og Lilja. Guðmundur var sjómaður framan af ævi en stundaði síð- an trésmíðar. Árið 1939 kvænt- ist Guðmundur eftirlifandi konu sinni Þuríði Ingibjörgu Engin kynslóð íslendinga mun nokkurn tíma upplifa þvílíka um- byltingu í lífsháttum og lífskjörum og sú kynslóð sem fæddist um og upp úr aldamótum og nú er að kveðja. Hún ólst upp í fátækt, mat- ur var af skornum skammti, skórn- ir héldu ekki vatni, þegar gengið var yfir mýrlendi, yfirhafnirnar veittu takmarkað skjól og húsa- kynnin voru léleg, frístundir fáar, möguleikar til menntunar nánast engir og skemmtun varð hver og einn að sækja til sjálfs sín og nán- asta umhverfis. Almúgafólk, sem eignaðist stóran barnahóp, neyddist oft til þess að koma sumum þeirra fyrir hjá ættingjum eða vandalaus- um. Þessi kynslóð lagði grunn að þeirri velmegun sem við búum við í dag. Hún opnaði öllum leið til mennta og kom á öflugri heilbrigð- isþjónustu og heilsugæslu. Þessi kynslóð byggði ekki aðeins yfir sig heldur oft einnig foreldrana og að- stoðaði auk þess börnin og barna- börnin við að koma sér fyrir í lífinu. Tengdafaðir minn, Guðmundur Jónsson, sem nú er kvaddur, upp- lifði allt þetta. Hann var sá fjórði í hópi tólf systkina, sem upp kom- ust og vegna fátæktar og veikinda föður hans, urðu foreldrarnir að koma honum níu ára sem matvinn- ungi á aðra bæi. Alltaf reyndu þau þó að sjá til þess að hann væri ekki of fjarri því sem þau sjálf bjuggu. í heildina var hann hepp- inn, bæði á svæðinu í kring um Akranes og á Álftanesinu. Af reynslunni lærði hann að fólk er misjafnt og hann var sannfærður um að á Álftanesi væri mikiu betra fólk en á Akranesi, þar sem hver og einn hugsaði þröngt um sig og vinátta og samhjálp væru sjaldgæf- ar dyggðir. Þetta sagði hann þó við tengdasoninn með gætni, enda hann að hálfu ættaður af svæðinu. Guðmundur varð snemma að standa á eigin fótum og 16 ára gamall var hann kominn í verið suður með sjó, á vegum Ólafs í Gesthúsum á Álftanesi, sem var honum sem annar faðir frá því hann kom til hans um fermingu. Foreldr- ar Guðmundar bjuggu þá á næsta bæ, Bjarnastöðum. Strax og Guð- mundur hafði aldur til tók hann bílpróf og Ólafur keypti vörubíl til sandflutninga til Reykjavíkur, en sandur var þá sóttur í fjöruna við bæinn. Síðan lá leiðin á togara, lengst af á Tryggva gamla, en þar var sonur Ólafs skipstjóri. Konu sinni, Þuríði Ingibjörgu Stefánsdóttur, kvæntist hann árið 1939. Þegar hann var kominn í hjúskap og það styttist í eldri dótt- urina, Þorgerði Stefaníu og stríðið geisaði, hafði eiginkonan betur og hann leitaði starfa í landi. Á tíma- bili vann hann sem leigubílstjóri en Stefánsdóttur frá Borgarfirði eystra og bjuggu þau alla tíð í Reykjavík, lengst í Skipasundi 52. Þau eignuðust tvær dætur: Þor- gerði Stefaníu, f. 1941 og Guðrúnu, f. 1945. Sambýlis- maður Þorgerðar er Jón F. Steindórs- son og eiga þau einn son, Steindór, f. 1975. Frá fyrra hjónabandi á Þor- gerður tvö börn: Guðmund Inga, f. 1960, börn hans eru Ingibjörg Lilja, f. 1985, og Tómas, f. 1987, og Hrafnhildi Hönnu, f. 1964, dótt- ir hennar er Karítas Mjöll, f. 1994. Eiginmaður Guðrúnar er Ásmundur Stefánsson og eiga þau tvö börn: Gyðu, f. 1971, dóttir hennar er Áróra Ósk, f. 1992, og Stefán, f. 1973. Útför Guðmundar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. þó nánast samfellt síðan sem tré- smiður. Lengi rak hann húsgagna- verkstæði með bróður sínum, en síðustu tvo áratugina vann hann hjá Pétri Jóhannssyni, einkum í ýmsum viðhaldsverkefnum hjá op- inberum stofnunum og sendiráðum. Hann var alla ævi með afbrigðum heilsuhraustur. Hann var í starfi til áttræðs án þessa að taka nokkum tíma veikindadag og heimilislækni sinn sá hann í fyrsta sinn augliti til aug'.itis 82 ára gamall, þegar hann veiktist og gekkst undir að- gerð vegna krabbameins. Það ná því ekki margir að vera sjö áratugi samfellt í vinnu, og enn færri að sleppa alfarið við veikindi allan þann tíma. Þótt hann ynni síðustu fjörutíu árin nánast samfellt við trésmíðar, átti sjórinn alltaf hug hans. Hann gerði lengi út bát á sumrin með mági sínum þótt aldrei yrði sjó- mennskan aftur atvinna hans. Þeg- ar hann fór í ökuferð um kvöld eða helgar, lá leiðin alltaf niður á höfn eða á Álftanesið og í útvarpinu, sem hann gjarnan gekk með á öxl sér á fréttatímum, fylgdist hann grannt með veðurfari og aflabrögðum Guðmundur var stoltur og stóð á sínu. Fátæktin, kreppan og sterk samúð með þeim sem urðu undir í lífinu gerðu hann róttækan þegar á yngri árum. Misskipting samfé- lagsins er óréttlæti. Allir eiga jafn- an rétt til lísins gæða og eiga að hafa sömu aðstöðu til þess að njóta sín og vera stoltir af verki sínu. Engin stétt er annarri betri. Hann hélt fast við sínar skoðanir. Þrátt fyrir allt sem dregið var fram um illvirki Stalíns og hans nóta, slakn- aði aldrei á þeirri sannfæringu, að í Sovétríkjunum hafi alla vega verið reynt í eina skiptið í sögunni að koma á samfélagi jafnaðar og rétt- lætis. Hann leit alla ævi á sig sem kommúnista. Orð eins og sósíalisti fannst honum hálfgerður flótti frá afstöðunni. Þjóðviljann las hann af athygli svo lengi sem hann kom út. Fyrir nokkrum árum, þegar konan mín, sem þá var orðin fram- kvæmdastjóri Þjóleikhússins, sagði föður sínum frá því að nú væri verið að undirbúa miklar breytingar á Þjóðleikhúskjallaranum, birti yfir honum og hann sagði: „Já þar lögð- um við bræðurnir parket á sínum tíma. Ég man að það var erfitt að fella viðinn saman í bogann við töppurnar." Guðmundur var á þess- um tíma farinn að missa minnið þannig að dóttir hans lét málið liggja, þótt hún vissi auðvitað að á gólfi Þjóðleikhúskjallarans var ekki parket heldur teppi. Þegar teppin voru tekin upp, kom hins vegar í ljós að minni Guðmundar var betra en hún hélt. Undan teppinu kom fallegt og listilega lagt parket, sem að sjálfsögðu var látið haldast í endurbótunum. Þegar hann vann hjá Pétri var hann fastur maður í viðhaldi og breytingum á bandaríska sendiráð- inu. Þótt kalda stríðið hefði bannað að sendiráðið gæfí mönnum með vafasamar skoðanir eins og honum vegabréfsáritun, hikaði enginn við að láta hann skipta um þak og glugga og umbylta veggjum í sendi- ráðinu og sendiherrabústaðnum. Örugglega vann hann þau störf af trúmennsku. Þá var hann fastagest- ur við viðhald á lögreglustöðinni og í tugthúsinu. Auðvitað gat það vald- ið misskilningi ef maður sagðist þurfa að skjótast til tengdapabba í tugthúsið. Þótt Guðmundi fyndist við heldur ung, þegar við Guðrún, dóttir hans drógum okkur saman sautján ára, tók hann því með hægð og vin- semd. Hann amaðist ekki við mér, þegar ég fór að gista nótt og nótt og ekki heldur þegar ég smám sam- an hætti að fara heim í foreldrahús á daginn. Ég varð strax einn heimil- ismanna. Þegar við hjónin komum heim frá Danmörku þar sem ég hafði verið í námi, nutum við hjálp- ar foreldranna. Guðmundur og Inga, tengdamóðir mín, voru alltaf reiðubúin til að aðstoða við það sem gera þurfti. Þau fylgdust með og biðu aldrei þess að vera beðin. Þau litu til barnanna, þau hreinsuðu og tóku til. Þegar maður horfir til baka fínnur maður hve mikils virði þessi aðstoð var. Bæði vorum við hjónin á kafi í önnum. Guðmundur var hæglátur en ræð- inn maður og fljótur að ná sam- bandi við fólk á mannamótum. Eftir krabbameinsaðgerðina byrjaði hann að tapa minni. Það tók hann nærri sér. Hann var stoltur og hann varð sjálfum sér reiður, þegar hann mundi ekki, að ekki sé talað um, þegar minnisleysið ágerðist og hann var ekki alltaf viss um, hvar hann var staddur, ef hann fór að heiman. Þá fór hann að halda sig mest heima við. Síðasta árið hefur verið áfalla- samt. Hann lenti á spítala í desem- ber á síðasta ári, mjaðmarbrotnaði þar og náði aldrei fullri fótaferð eft- ir það. I janúar sl. fengu þau hjónin saman inni á Hrafnistu í Reylq'avík, en fljótlega varð óhjákvæmilegt að flytja hann á sjúkradeild. Þótt þau hjón væru þannig stutt í sama her- bergi á Hrafnistu skipti nálægðin miklu máli. Inga heimsótti hann mörgum sinnum á dag og veitti honum stuðning og hlýju. Þrátt fyrir það að við, sem nán- ust erum, höfum beðið þess um Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BÍS. HELGASONHF ISTEINSMIBJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 . ...^A Íá hríð að hvíldin fengist, er stundin erfíð. Nú hefur verið klippt á strenginn. Við eigum aldrei aftur eftir að tala við Guðmund. Við eig- um aldrei eftir að sjá blik í auga. Við búum hins vegar að minningum sem ylja_. Ásmundur Stefánsson. Afí minn er dáinn. Frá því að ég var lítil hefur hann alltaf verið sterkasti maður sem ég þekkti. Þótt hann hafí verið veikur síðustu ár, þá hefði ég ekki orðið undrandi á því þótt hann hefði risið úr hjóla- stólnum og sagt að nú nennti hann ekki þessu hangsi lengur og best væri að koma sér að verki. Hann var alla tíð dugmikill maður og þoldi ekkert hangs. Hann var smið- ur af gamla skólanum og smíðaði jafnt hús sem húsgögn. En sjórinn var samt það sem heillaði hann mest. Þótt hann hafí hætt til sjós þegar hann stofnaði fjölskyldu þá var sjómennskan göfugasta starf sem hann gat hugsað sér. Þegar ég var lítil fórum við afí í ófáa bíltúrana niður á bryggju, alltaf sama rúntinn. Fyrst fórum við í Kaffivagninn þar sem hann keypti bláan Ópal handa mér og molakaffí fyrir sig. Svo settumst við hjá glugganum á meðan hann sötraði kaffíð og við horfðum á Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÍTII, I.OFTI.EIIIIII bátana. Síðan fórum við í göngutúr til að rabba við trillukarlana og aðra sjómenn sem þar voru. Að síð- ustu fórum við á Laugalæk og keyptum okkur ís. Annars er önnur minning um afa sem stendur upp úr. Það var þegar ég ákvað að stijúka að heiman. Þetta var um vetur og ég hef verið sex til sjö ára gömul. Ég hafði rif- ist við einhvern og ákvað að stijúka, fyrst engum þætti vænt um mig lengur. Eg hljóp af stað út í myrkr- ið, rétt fyrir kvöldmat, en komst ekki lengra en út að Rangá. Þar settist ég niður og fór að gráta. Mér var kalt og ég var svöng en þó var ég allt of stolt til að snúa við. Þegar ég hafði setið þama í smá stund kom afí. Hann stóð þarna og spurði mig hvort ég gæti ekki bara strokið seinna, maturinn væri til og það væri bara vitleysa að stijúka á tóman maga. Með þessum orðum hafði hann bjargað stolti mínu. Ég gat farið heim aftur og allt var í lagi. Ef ég vildi gat ég alltaf strokið seinna. Núna bý ég í húsinu sem hann byggði og bjó í allt þar til hann fór á elliheimili. Þetta er gott hús að búa í með góðum minningum. Það mun alltaf minna mig á afa. Stolta sterka manninn sem allt gat. Hrafnhildur Hanna Þorgerðardóttir. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, SIGURÞÓR KRISTJÁNSSON, matreiðslumaður, Klapparholtí 6, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 15. september. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 20. september kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Guðrún Bríet Gunnarsdóttir, Gunnar Rúnar, Brynjar og Hlin Sigurþórsbörn, Sigrún Sigurðardóttir, Kristján Þórðarson, Rósa Kristjánsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Fjóla Kristjánsdóttir, Jón Trausti Harðarson, Kristján Kristjánsson, Borghildur Kjartansdóttir, Reynir Kristjánsson, Soffia Helgadóttir, Gunnar Kristjánsson, Ingigerður Sigurgeirsdóttir og aðrir vandamenn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, ISAK SIGURÐSSON, múrarameistari, Jakaseli 30, Reykjavik, verður jarðsunginn föstudaginn 20. september frá Háteigskirkju kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamleg- ast afþakkaðir en þeim sem vildu minn- ast hins látna er bent á Krabbameinsfélag (slands. Gróa Sigurðardóttir, Brynjar, Elvar, Agnar ísakssynir, Sigurður ísaksson, Lára Björnsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Selma Sigurðardóttir, Björn E. Sigurðsson, Hreinn Sigurðsson og aðrir vandamenn. Karl Pálsson, Sigurður Guðleifsson. Guðlaugur Gíslason, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Þ. Jónsson, Hólmfríður Sigurðardóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.