Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT CTI ITT STUTT Leit í höf- uöstöðv- um Bossis ÍTALSKA lögreglan réðst í gær til inngöngu í höfuðstöðv- ar Norðursambandsins, flokks Umbertos Bossis, til að leita að vísbendingum um að flokk- urinn hefði gerst sekur um brot á stjórnarskránni. Þrír þingmenn Norðursambands- ins, þeirra á meðal Roberto Maroni, fyrrverandi innanrík- isráðherra, reyndu að stöðva lögreglumennina og vefengdu húsleitarheimildina. Eftir nokkurra klukkustunda bið var þingmönnunum ýtt til hlið- ar og leitin hafiri. Leitin er liður í rannsókn saksóknara á meintum stjórn- arskrárbrotum Norðursam- bandsins eftir að Umberto Bossi lýsti yfir stofnun „lýð- veldisins Padaníu" í Feneyjum á sunnudag. Einnig var leitað á öðrum skrifstofum flokksins og heimilum nokkurra flokks- manna. Papon sóttur til saka FRANSKUR áfrýjunarréttur úrskurðaði í gær að sækja bæri Maurice Papon til saka fyrir meinta glæpi gegn mann- kyninu. Hann er sakaður um að hafa fyrirskipað flutninga á 1.690 gyðingum, m.a. 223 börnum, í útrýmingarbúðir nasista á árunum 1942-44. Papon er 86 ára, var lögreglu- stjóri Parísar á sjöunda ára- tugnum og fjárlagaráðherra á áttunda áratugnum. Lík erkibisk- ups finnst HERMENN fundu á þriðjudag lík erkibiskups kaþólsku kirkj- unnar í Búrúndí, Joachims Ruhana, og nunnu, átta dög- um eftir að þau voru drepin í launsátri í miðhluta landsins. Erkibiskupinn var Tútsi og her landsins sakaði uppreisnar- menn úr röðum Hútúa um til- ræðið. Hútúar sögðu hins veg- ar Tútsa í hernum hafa verið að verki. Simpson-mál- ið tekið fyrir UNDIR- BÚNINGUR annarra rétt- arhalda yfir bandarísku ruðnings- og sjónvarps- stjörnunni O.J. Simpson er að ná há- marki og í gær var hafist handa við að velja fólk í 12 manna kviðdóm. Simpson var sýknaður af ákæru um að hafa myrt eigin- konu sína og vin hennar en ættingjar þeirra hafa nú höfð- að einkamál gegn honum. Sjónvarpsstöðvar sýndu frá fyrri réttarhöldunum í beinni útsendingu og málið fékk meiri umfjöllun í fjölmiðlum en nokkurt annað sakamál .í sögu Bandaríkjanna. Sérfræð- ingar telja því að ómögulegt verði að finna fólk í kviðdóm- inn sem hefur ekki þegar gert upp hug sinn varðandi sekt eða sakleysi sakborningsins. Simpson ,<v' , ' s' 75» » fm • > > l-£»1:: SUÐUR-kóreskir hermenn leita að útsendurum Norður-Kóreu sem fluttir voru til Suður-Kóreu með kafbát. Reuter Tuttugu útsendarar N-Kóreu settir á land í Suður-Kóreu Ellefu látnir en átta manna leitað Seoul. Reuter. LÍK ellefu útsendara Norður- Kóreumanna, sem fluttir höfðu ver- ið til Suður-Kóreu með kafbát, fundust í gærmorgun. Tólfti maður- inn fannst á lífi eftir umfangsmikla leit á láði og legi og var hann hand- tekinn af suður-kóresku lögregl- unni. Átta manna eða níu er enn leitað. Talsmenn suður-kóreska varnarmálaráðuneytisins sögðu að mennirnir hefðu verið skotnir og líklegast væri að einn úr hópnum hefði skotið hina og svo sjálfan sig. Suður-kóresk yfirvöld hafa litlar upplýsingar viljað gefa um við hvaða aðstæður lík mannanna fund- ust en tilkynning um það barst frá borginni Kangnung, sem er á aust- urströndinni. Þá sögðu talsmenn varnarmálaráðuneytisins að kafbát- urinn sem sigldi með þá frá Norður- Kóreu, hefði fundist í gærmorgun, en hann hefði rekist á klett og strandað á leið heim. Um borð voru vopn, skotfæri og matvæli. Var kafbáturinn um 34 metrar á lengd og um 330 tonn. Er talið að Norður- Kóreumenn eigi tíu slíka kafbáta og geti hver og einn flutt 21 mann. Suður-kóresk yfirvöld höfðu af því fréttir í gærmorgun að mennirn- ir hefðu gengið á land og hófst þegar umfangsmikil leit. Komið var upp vegatálmum og leitað úr lofti. Óstaðfestar fregnir hermdu að komið hefði til skotbardaga. Kim Dong-shin, yfirmaður suður- kóreska herráðsins, sagði yfirvöld líta málið afar alvarlegum augum, þar sem um væri að ræða brot á vopnahléssamningi Norður- og Suð- ur-Kóreu frá 1953, sem lauk form- lega Kóreustríðinu. Þá bárust af því fréttir að tveir norður-kóresku útsendaranna hefðu ráðist á þorpsbúa skammt frá þeim stað þar sem þeir gengu á land, áður en þeir flýðu til fjalla. Fundust vél- byssa, rifflar og skotfæri, auk miða, þar sem hollustu við Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, var heitið. Allnokkur dæmi eru um að mál sem þessi komi upp í samskiptum ríkjanna en þetta er hið mannskæð- asta frá árinu 1968 þegar 31 útsend- ari Norður-Kóreu komst að forseta- höllinni í Seoul í Suður-Kóreu. Voru 28 þeirra drepnir í skotbardaga, sem kostaði einnig 34 suður-kóreska hermenn og óbreytta borgara lífíð. Dregur úr glæpum í Bandaríkj- unum Washington. Reuter. MJÖG hefur dregið úr ofbeldisglæp- um í Bandaríkjunum, samkvæmt tölum frá yfírvöldum dómsmála þar í landi. Á síðasta ári fækkaði ofbeld- isglæpum um rúmlega 9%, úr 10,9 milljónum í 9,9 milljónir. Mest dró úr líkamsárásum, um 19%, en 18% fækkun varð m.a. á nauðgunum og kynferðislegu of- beldi. Fagnaði Janet Reno dóms- málaráðherra þessum fréttum mjög og sagði nauðsynlegt að slaka ekki á baráttunni gegn glæpum. Ráðherrann þakkaði fækkun glæpa baráttu stjórnvalda gegn eit- urlyíjahringum og glæpahópum, fjölgun lögreglumanna á götum úti og meiri samvinnu löggæslumanna. Þá hafa sérfræðingar nefnt hert vopnaeftirlit, fjölgun fangelsa og bættar starfsaðferðir lögreglu. Þá hefur einnig dregið úr inn- brotum og þjófnuðum um 5,5% og morðum um 8%. ♦ ♦ ♦ Kerry kom- inn á flakk London. Reuter. PETER Kerry, fimmtán ára gam- all, breskur drengur, sem komst í fréttirnar í fyrra þegar hann brá sér til Malasíu með vegabréf föður síns og krítarkort, er hlaupinn að heiman enn einu sinni. Lögreglan telur, að Kerry hafi farið til meginlands Evrópu og seg- ist hafa miklar áhyggjur af öryggi hans. Er hann með sitt eigið vega- bréf, einhverja peninga og föt til skiptanna. Kerry er ekki að hlaupast að heiman í fyrsta sinn því að áður hefur hann skotið upp kollinum í París og Edinborg og í fyrra í Mal- asíu en þangað fór hann eftir rifr- ildi við foreldra sína. Fékk hann skilyrðisbundinn dóm fyrir það uppátæki en hann viðurkenndi að hafa breytt mynd af föður sínum og fæðingardegi hans í vegabréfínu auk þess að hafa notað krítarkortið hans til að borga fyrir flugferðina og hótelgistingu. Leifar af brennisteinssýru fundust í íbúð Lopez í Flórída Fjölskyldan vill ræða við Björk Kynþáttaf ordómar taldir hafa verið helsta orsök tilræðisins SAMKVÆMT upplýsingum bandaríska dag- blaðsins Miami Herald hafði Ricardo Lopez, sem póstlagði Björk Guðmundsdóttur vítisvél falda í bók áður en hann fyrirfór sér, ekki ógnað öðrum kunnum einstaklingum en Björk svo vitað sé. Kunni til verka Rannsóknarmenn lögreglunnar í Hollywood í Flórída hafa uppgötvað leifar af brennisteins- sýru í íbúðarkytrunni sem Lopez fannst í á mánudag. Lögregian er búin að skoða hluta allra myndbandanna ellefu sem Lopez skildi eftir sig, alls um 22 klukkustundir, og segja talsmenn hennar að þau leiði í ljós að hann hafi kunnað til verka við gerð sprengjubúnaðar- ins sem sprauta átti sýrunni á hvern þann sem opnaði bókina. Talsmenn lögreglunnar segjast vera nokkuð öruggir um að hann hafi ekki hótað fleirum en Björk, og samkvæmt bráðabirgðarannsókn er ekkert sem bendir til að hann hafi verið á sakaskrá eða á annan hátt komið við sögu lögreglunnar á staðnum. Ljósmynd/Miami Herald Ricardo Lopez, tilræðismaður Bjarkar. Aðeins eru til sannanir fyrir einni sendingu frá Lopez til Bjarkar en verið er að rannsaka möguleikann á að fleiri séu til, þótt slíkt sé talið ólíklegt. Kynþáttafordómar eru taldir vera ráðandi þáttur í tilræði Lopez, en auk þess sem fram hefur komið um að hann sætti sig alls ekki við að unnusti Bjarkar væri blökkumað- ur, fann lögreglan ókvæðisorð beint gegn öðr- um kynþáttum máluð á vegg íbúðar hans. Fjölskyldan hélt Lopez meinlausan Fjölskylda tilræðismannsins hefur forðast fjölmiðla eftir megni en blaðakona Miami Her- ald náði tali af bróður hans og vinnuveitenda hjá fyrirtækinu Miami Mice sem annast eyð- ingu meindýra. Bróðirinn, Jorge Lopez, kvað fjölskylduna vera harmi lostna vegna þessara atburða, en fagnaði því samtímis að enginn nema Ricardo hefði beðið skaða af. Hann sagði fjölskylduna syrgja Ricardo en að hún teldi að auðveldara yrði að yfirstíga áfallið og sorg- ina, næði hún tali af Björk. Líf Ricardos hefði snúist nær alfarið um Björk. Jorge Lopez kvaðst gera ráð fyrir að fjöl- skyldan myndi senda frá sér yfirlýsingu næst- komandi föstudag um geðsjúkrasögu Ricardos. Samkvæmt upplýsingum frá Miami Herald gaf hann í skyn að hann hefði vitað að bróðir sinn ætti við andlega örðugleika að etja, en ekki grunað að af honum gæti stafað hætta. Verður grafinn með leynd Á næstu dögum mun hefjast rannsókn á leifum pakkans sem Lopez sendi, en grunur leikur á að brennisteinssýran sem hann setti í böggulinn sé frá fyrirtæki bróðurins. Lopez verður grafinn með leynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.