Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ vörun á lyfseðilinn en með mjög óljósum orð- um. Aðrir, sem stóðust þetta próf ef svo má segja, spurðu meðal annars hvað læknirinn hefði verið að hugsa og sögðu viðskiptavinin- um að reyna ekki að framvísa lyfseðlinum neins staðar. ■ Aðeins fjórir af 17 lyfsölum vöruðu við mikilli samverkan getnaðarvarnarpillna og Rimactanc, sýklalyfs, sem notað er gegn berklum. Rimactanc dregur úr virkni pilln- anna og getur komið alveg í veg fyrir hana. ■ Aðeins þrír af 61 lyfsala vöruðu munnlega við samverkan Vasotecs og Dyazides en bæði lyfin eru við of háum blóðþrýstingi. Notuð saman geta þau valdið svima, hjartabilun og dauða. Dr. Þórir Björnsson segir, að hættan á hjartaáfalli sé að vísu ekki mikil „en fólk verður að fá að vita af henni, einkum þegar það er að byija á notkun lyQanna". Af þess- um 61 lyfsala neitaði aðeins einn að afgreiða lyfin saman. ■ Innan við helmingur lyfsalanna lét fylgja skriflega viðvörun með lyíjunum, sem þeir afgreiddu, og þær voru misjafnlega gagnleg- ar. Oft aðeins, að sjúklingurinn skyldi ráð- færa sig við lækninn sinn en slíkum nótum er yfirleitt kastað beint í körfuna enda kemur skrifleg viðvörun aldrei í staðinn fyrir munn- lega. ■ Helmingur lyfjaverslananna í könnuninni var sjálfstæður en þessi helmingur svaraði samt til tveggja þriðju þeirra, sem ekki vör- uðu viðskiptavini sína við hættulegustu lyfja- blöndunum. Lyfjaverslanir í lág- og millistétt- arhverfum voru innan við helmingur en tveir þriðju þeirra, sem sömuleiðis vöruðu ekki við áhrifum lyfjanna, væru þau tekin saman. á, að lyfsalar séu síðasti öryggisventillinn þegar um er að ræða ranga eða „hættulega“ lyfseðla en kannanir sýna, að þar er víða pottur brotinn. LYF og lyfjaframleiðsla eru ein af meginundirstöðum heilbrigðisþjón- ustunnar nú á dögum og því kemur það ekki á óvart, að lyfjafræðingar skuli vera í miklum metum. Kom það raunar fram í könnun, sem nýlega var gerð í 11 ríkjum Bandaríkjanna, að almenningur lítur meira upp til þeirra en lækna, kennara og jafnvel presta. Önnur könnun, sem banda- ríska tímaritið U.S. News gekkst fyrir í sam- vinnu við læknadeild Georgetown-háskóla, leiðir hins vegar í ljós, að brögð eru að því, að lyfjafræðingar í Bandaríkjunum bregðist skyldum sínum með mjög alvarlegum hætti. Á það sérstaklega við þegar um það er að ræða að vara fólk við hættulegri samverkan ávísanaskyldra lyfja. Er þar á ferðinni mikið og vaxandi heilbrigðisvandamál, sem kostar sjúkrahúsvist hundruð þúsunda Bandaríkja- manna á ári hveiju. Könnunin, sem U.S. News og Georgetown- háskóli gengust fyrir, náði tii 245 lyfjaversl- ana í sjö borgum og niðurstaðan var í stuttu máli sú, að meira en helmingur lyfsalanna afgreiddi þegjandi og hljóðalaust lyseðla með lyfjum, sem eru skaðlaus ein og sér en vara- söm og jafnvel lífshættuleg ef þau eru tekin saman. Svo hættuleg var samverkan tveggja lyfja á einum seðlinum, að sérfræðingar sögðu, að aldrei hefði átt að vísa á lyfin saman. Samt afgreiddi þriðjungur lyfsalanna lyfin um leið og þeir kvöddu viðskiptavininn með virktum. Dapurlegar niðurstöður Einn þeirra sjö lækna, sem unnu að könn- uninni með U.S. News og Georgetown- háskóla, er dr. Þórir D. Björnsson en hann starfar við Jefferson-læknaskólann í Fíladelf- íu. í viðtali við tímaritið segir hann, að þess- ar dapurlegu niðurstöður verði vonandi til að lyfsalar og lyfjaiðnaðurinn í Bandaríkjunum vakni af værum blundi og átti sig á því, sem er að gerast. Könnun U.S. News að þessu sinni kemur í framhaldi af annarri könnun, sem Geor- getown-háskóli gerði fyrr á þessu ári í lyfja- verslunum í Washington. Þá kom fram, að meira en 30% lyfsala í borginni fundu ekkert athugavert við að afhenda saman banvæna blöndu af hinu vinsæla ofnæmislyfi Seldane og „erythromycin", algengu sýklalyfi. U.S. News stóð þannig að síðari könnun- inni, að það fékk sjö lækna og lyfjafræðinga til að ávísa á þijár aðrar lytjablöndur, sem allar hafa einhveijar en mismiklar aukaverk- anir. Var litið svo á, að lyfsalinn eða lyfjafræð- ingurinn hefði varað sjúklinginn við ef hann ráðiagði honum, bauðst tii að hringja í lækn- inn hans eða neitaði að afgreiða lyfseðilinn. Utkoman var þessi: Banvæn blanda úr apótekinu „Vitað um möguleik- ann hér“ „ÞAÐ er vitað um þennan möguleika hér þótt ég þekki ekki nein dæmi um það sérstaklega. Það er kannski meiri hætta á, að sjúklingar taki tvöfaldan skammt af sams konar lyfi, einkum eft- ir að farið var að leggja áherslu á ódýr- ustu lyfin, sem heita þá kannski ýmsum nöfnum,“ sagði Ingolf J. Petersen, for- maður Apótekarafélags íslands, í sam- tali við Morgunblaðið. Ingolf sagði, að til jafnaðar afgreiddu lyfsalar hér á landi 1,5 lyf á hverjum lyfseðli, sem þýddi, að oftast væri vísað á eitt en stundum á tvö eða fleiri samtím- is. Sagði hann, að lengi hefði verið um það rætt áð tölvuskrá lyfjasögu sjúkl- inga til að hún væri aðgengileg á einum stað en ekki í pörtum hér og þar, til dæmis í öllum þeim apótekum, sem þeir hefðu skipt við. Af því hefði þó ekki orðið enn. Sagði Ingolf, að ástandið í lyfjasmásöl- unni í Bandaríkjunum minnti um sumt á það, sem hér væri að gerast. Fjölgun apótekanna og æ minni álagning leiddi til þess, að litlu apótekin hefðu ekki ráð á nema einum lyfjafræðingi og við þær aðstæður væri ljóst, að hér gætu komið upp sams konar mistök og sýnt hefði verið fram á í Bandaríkjunum. Drí TRflcy' ÍOT i HISMANAL og Nizoral. Séu þessi lyf tekin saman geta þau valdið óregluleg- um hjartslætti, hjartaáfalli og skyndi- legum dauða. Ólík viðbrögð ■ Um þriðjungur lyfsalanna varaði ekki munnlega við alkunnum og hugsanlega mjög alvarlegum afleiðingum af samverkan of- næmislyfsins Hismanals og Nizorals, sem er notað við sveppasýkingum. Helmingur lyfsal- anna í þessum hópi skrifaði þó einhveija við- Gífurlegur kostnaður Notkun Bandatíkjamanna á ávísanaskyld- um lyfjum hefur aldrei verið meiri en nú og áhyggjur af aukaverkunum eða samverkan þeirra vaxa sífellt. Lyfjafræðingar þar í landi afgreiða meira en tvo milljarða lyfseðla árlega og almennt er litið á þá sem síðustu varnarlín- una hvað það varðar að koma í veg fyrir mistök lækna og girða fyrir óhöpp, sem að dómi bandarísku ríkisendurskoðunarinnar kosta samfélagið 1.320 milljarða ísl. kr. ár- lega. Ábyrgð lyfjafræðinga er því mikil og sjálf- ir benda þeir á, að sex ára erfitt nám í fræð- unum geri þá að sjálfsögðu miklu hæfari en lækna til að vega og meta allt, sem að lyfjum lýtur. Miklar sviptingar í smásöluversluninni með lyf valda því hins vegar, að álagið á lyfja- fræðingum og lyfsölum er miklu meira en áður. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi lyfjasmásala hefur rekstri 3.000 óháðra lyfja- verslana verið hætt á síðustu tveimur árum vegna aukinnar samkeppni við stóru lyfja-, matvæla- og verslanakeðjurnar. Jafnvel enn verri eru sjúkratiyggingafélögin, sem tryggja marga viðskiptavini lyfjaverslananna. Þátt- taka þeirra í kostnaðinum hefur verið minnkuð þannig að oft fara lyfja- verslanir með hreinu tapi út úr þessum viðskiptum. Þessi blanda aukins tilkostn- aðar og aukinnar samkeppni er ekki síður hættuleg en lyij’a- blöndurnar fyrrnefndu og margir lyfjafræðingar hafa á orði, að starfinu fylgi ekki lengur nein ánægja. Vinnutíminn hefur lengst, álagið er miklu meira en áður og afkoman er lakari. Lyfjafræðingar í Bandaríkjun- um leggja þó áherslu á, að hvað sem þessu líður séu þeir siðferði- lega skyldugir til að grípa í taum- ana þegar um varasama eða ranga lyfseðla sé að ræða þótt lögin kveði ekki sérstaklega á um það. Raunar er að verða breyting á því líka. Bæði alríkið og einstök ríki hafa verið að setja lög, sem skylda lyf- sala til að veita viðskiptavinum sínum ráðgjöf, að minnsta kosti ákveðnum hópum þeirra. Aðalástæðan aukið álag Dr. Þórir D. Björnsson, sem þátt tók í könnuninni með U.S. News og búið hefur í Bandaríkjunum í meira en 20 ár, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mörgum hefði brugðið í brún þegar niðurstöður könnunarinnar voru birtar. Ætti það sérstaklega við um þá, sem þurfa mest á lyfj- um að halda. Sagði Þórir, að í Bandaríkjunum væri miklu nánara samband með lyfsölum og sjúklingum en til dæmis á íslandi hvað varðaði ýmsar ráðleggingar enda væri ekki við því að bú- ast, að læknar væru 100% vissir um samverk- an allra lyfja. Um ástæðuna fyrir niðurstöðunni sagði Þórir, að líklega mætti rekja hana að miklu leyti til aukins álags. Heilsugæsluþjónustan væri dýr og við því væri brugðist með nýjum og nýjum sparnaði og um leið ykist hættan á mistökum. Notkun ávísanaskyldra ur aldrei verið meiri en nú. Á ári hverju eru hundruð þúsunda manna lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa tekið inn lyf, sem eru í besta falli varasöm og stundum lífshættuleg sam- an. Almennt er litið svo lyfla í Bandaríkjunum hef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.