Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 25 SKRIFSTOFUTÆKIN hafa tekið stakkaskiptum frá því bókarinn stóð og hand- Ó. JOHNSON og Kaaber ráku lýsisbræðslu um tíma og keyptu meðal annars skrifaði færslurnar og nú vinna tölvur hluta af verkunum. tvö lítil skip til að flytja farmana til Bandaríkjanna. öll árin. „Gamla Ríó-kaffið var rammt en nú er kaffíð mýkra og bragðið fer um alla tunguna þann- ig að það hefur meiri karakter," segir Friðþjófur og líkir því við gott koníak. Nú eru framleiddar þijár tegundir kaffis, Ríó, Dílettó og Kólumbía. Síðastliðin fjögur ár hefur fyrirtækið gengið í gegnum mikla gæðaþróun og til þess var fenginn fjöldi sérfræðinga. Fóru þeir meðal annars yfir allt fram- leiðsluferlið, s.s. vélar, tæki, vinnslu, hita- og rakastig, pökkun og fleira. „Nú höfum við lagað kaffið að kröfum neytenda," segir Friðþjófur. Ekki bara kaffi Þó að ímynd Ó. Johnson & Kaaber standi fyrir kaffi og hafi alla tíð gert fer hlutur þess minnk- andi í heildarumsvifum fyrirtækis- ins, meðal annars vegna aukinnar starfsemi á öðrum sviðum. Að sögn Friðþjófs er hlutdeild Kaab- er-kaffis nú 22-25% af heildar- markaðnum eða svipuð og hún hefur verið undanfarin ár. Segja má að Ó. Johnson & Kaaber sé í raun fjögur fyrirtæki, þar af er annað systurfyrirtækj- anna, Heimilistæki hf., rekið alveg sjálfstætt en er þó undir sömu stjóm. Hitt __ systurfyrirtækið, Kaffibrennsla ÓJ & K, er sjálfstæð eining en heyrir undir móðurfyrir- tækið. Undir móðurfyrirtækið heyra tvær deildir, annars vegar heildsalan, þar sem verslað er með fjölbreytta vöruflokka, s.s. mat- og hreinlætis- og snyrtivörur, hunda- og kattamat, sælgæti, öngla, efnavöru til framleiðslufyr- irtækja í matvöruiðnaði auk lyfja og ýmissa sjúkrahússvara, sem byijað var að flytja inn fyrir rúmu ári. Hins vegar er tæknideild sem áður var blikksmiðja, en þar eru smíðaðir staðlaðir hlutir í loft- ræstikerfi auk þak- og húsklæðn- inga, loftræsti- og hitablásara o.fl. Velta fyrirtækisins er um 800 milljónir króna á ári, þar af koma um 60% frá matvörudeild, 28% frá sérvörudeild og 12% frá tækni- deild. Starfsmenn ÓJ & K eru nú 35, í tæknideild starfa 12 manns, hjá Heimilistækjum 70 manns og fimm hjá Kaffibrennslunni. Opnir fyrir nýjungum Eigendur Ó. Johnson & Kaaber hafa alla tíð fetað í fótspor frum- heijanna og verið opnir fyrir nýj- ungum. „Við höfum oft tekið áhættu eins og til dæmis 1991 þegar við fórum í fiskúiflutning. Hann gekk ekki og við fórum illa út úr því.“ Nú er fjárhagsleg staða fyrirtækisins mjög góð að sögn Friðþjófs, enda er endurskipulagn- ingin farin að skila sér. Hann segir að í svo miklum og hröðum breytingum sem hafi átt sér stað í viðskiptum á undanförn- um árum sé auðvelt að missa sjón- ar á einhveiju einu sviði innan fyrirtækisins. Til að forðast slíkt sé unnið í gæðahópum, þannig að FARARTÆKIN sem sem notuð voru fyrstu árin fyrir framan Hafnarstræti 1-3, ÞÓ AÐ tækin í kaffibrennslunni hafi tekið miklum breytingum hefur ferli brennslunnar lítið breyst. hver hópur taki sífellt á nýjum málum og meti utanaðkomandi sveiflur eða aðstæður hveiju sinni. Hann bendir ennfremur á að með tölvutækni sé mun auðveldara að skoða hvern þátt rekstrarins frá ólíkum sjónarhornum. Áður fyrr hafi falist í þessum samanburði mun meiri vinna þannig að nú séu starfsmenn fljótari að sjá sveifl- urnar og grípa inn í. Eftirlit sé mun einfaldara og deildaskiptingin geri mikið, því hægt sé að skoða hvern þátt fyrir sig. Friðþjófur segir mikilvægt nú á tímum að vera opinn fyrir alls konar samstarfi, enda sé ekki á vísan að róa þó að menn hafi ver- ið með sömu umboð í langan tíma. Það geti breyst eins og hendi sé veifað, til dæmis með kaupum er- lendra fyrirtækja á öðrum. „Þegar ég skoða reksturinn tek ég sér- staklega út lagerinn, dreifinguna eða launabókhald svo dæmi séu tekin. Þannig sé ég hvort við erum að reka starfsemina á sem hag- kvæmastan máta, hvort hún sé betur komin í höndum annarra, í samvinnu við okkur eða að við Stofnuðu fyrstu alíslensku heildversl- unina bjóðum öðrum að taka við þeirra starfsemi," segir hann. Sem dæmi nefnir hann samvinnu við aðra um vörugeymslur, dreifingu og fleira. Hagkvæmni felist einnig í að nú þegar sjái einungis þijú fyrirtæki um alla dreifingu út um land fyrir þá hvort sem er með skipum eða landflutningum. Þar með losni fyr- irtækið sjálft við alla samninga og eftirlit, sem felist í að eiga við einstakar flutningamiðstöðvar eða bílstjóra. Annað dæmi tekur hann og seg- ir að þeir hafi boðið nokkrum fyrir- tækjum skjól. „Þeir halda sínum umboðum og sjá um pantanir, en við kaupum vöruna og erum eini viðskiptavinur þeirra. Síðan seljum við vöruna, dreifum henni, sjáum um innheimtu og sinnum öllu því sem venjulegum rekstri fylgir. Einnig erum við mjög stoltir af aukinni samvinnu við innlenda framleiðendur. Sem dæmi um vör- ur sem við sjáum um dreifingu á eru Vilko, Mömmusultur, Vala o.fl. Þannig erum við í raun orðnir markaðsmiðstöð fyrir aðra. í kjöl- farið hefur velta okkar aukist," segir Friðþjófur og bætir við að þessi ferill hækki ekki vöruverðið því hægt sé að lækka álagningu þar sem um minni yfirbyggingu er að ræða. Vaxandi umsvif Aðspurður hver sé helsti vaxtar- broddur fyrirtækisins segir hann að varia sé hægt að tala um eitt- hvert eitt, þar sem fyrirtækið sé á svo mörgum sviðum, en nefnir þó framangreinda starfsemi, þ.e. fyrirtækjaskjólið. „Fyrir rúmu ári þegar við hófum innflutning á pítubrauði hafði ég ekki mikla trú á því að það væri svo mikill vaxtar- broddur sem raun ber vitni. Fyrir- tækið sem við kaupum af og er í Danmörku framleiðir rúmlega milljón pítur á dag fyrir 22 lönd. Sjálfir flytjum við inn 40 feta gám mánaðarlega. Sömuleiðis seljum við óhemju magn hveitis til pizzu- gerðar og í þriðja lagi má nefna Colgate-Palmolive-hreinlætisvör- ur sem er umsvifamesta umboð okkar. Vörur frá þeim hafa tekið mikinn sölukipp að undanförnu með tilkomu nýrra vörutegunda.“ Friðþjófur segir að miklar breyt- ingar séu á stöðu heildverslunar í landinu og hafí verið á undanförn- um misserum eða árum, því sé ekki auðvelt að spá um framtíðina. Hann nefnir sem möguleika að Ó. Johnson & Kaaber verði eingöngu markaðsfyrirtæki sem sjái um sölu, þannig að lager og dreifing verði á annarra höndum. Hann segist einnig sjá fyrir sér breytingar á matvörumarkaðnum, þannig að kaup á dagvöru muni æ meir fara í gegnum tölvur. „Sú kynslóð sem nú vex upp er vön tölvum og í raun er ekkert því til fyrirstöðu að búðin verði einungis á skjánum. Um leið mundi starfsemi heildsölu- verslana breytast enn meir í kjöl- farið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.