Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðar- lausu, og þurfa þær að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja með og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. BRIDS llmsjón Guómundur Páll Arnarson AUSTURRÍKISMENN hafa átt sína gullöld í brids. Þeir uðru Evrópumeistarar árið 1936 og heimsmeistar- ar ári síðar. Félagarnir Karl Schneider og Hans Jellinek voru í báðum þessum liðum. Það lá fyrir Schneider að vinna mörg önnur afrek við spilaborðið, en Jellinek varð nasistum að bráð og lést í útrýmingabúðum árið 1940. Jellenik hélt á spilum aust- urs í spilinu hér að neðan: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á64 V K10754 ♦ 10987 Vcstur 4 3 Austur ♦ DG1082 4 95 f 986 IIIIH V DG2 ♦ 4 ♦ KG32 4 D1062 4 ÁG75 Suður ♦ K73 V Á3 ♦ ÁD65 4 K984 Vestur Norður Austur Suður 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Spilið er frá árinu 1930, en þá var Stayman enn barn að aldri og yfirfærslur að- eins til í vísindaskáldsögum. í kerfi Culbertson, sem þá var allsráðandi, var svar á iit við grandopnun krafa einn hring. Útspil vesturs var spaðadrottning. Sagn- hafi drap á ásinn og spilaði laufi, sem Jellinek tók með ás og spilaði aftur spaða. Suður drap og henti spaða niður í laufkóng. Síðan trompaði hann spaða í blind- um. Og nú var komið að Jellinek. Hann yfirtrompaði, en ekki með gosa, heldur kóng! Sagnhafi þóttist þar með viss um að vestur ætti trompgosann og lagði niður ás og drottningu. Árnað heilla rr/AÁRA afmæli. í dag, I U sunnudaginn 22. september, er sjötugur Guðbjartur Guðmunds- son, leigubifreiðarstjóri, Árskógum 6, Reykjavík. Eiginkona hans var Elín Ólafsdóttir, frá Vest- mannaeyjum, en hún and- aðist 1990. Guðbjartur tek- ur á móti ættingjum og vin- um í samkomusalnum að Árskógum 6-8 í dag, af- mælisdagin milli kl. 15-18. 70 ÁRA afmæli. Þriðju- daginn 24. septem- ber nk. ve/ður sjötugur Ragnar G. Árnason, fyrr- verandi verkamaður í Þorlákshöfn, Laugarnes- vegi 76, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í Skíðaskálanum í Hveradöl- um í dag, sunnudaginn 22. september kl. 14-17. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudag- inn 23. september, verður fimmtugur Hilmar Eg- gertsson, Bogahlíð 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Fanný Stefnisdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, laugardaginn 28. septem- ber nk. kl. 17-19. Ljósmynd Vigfús Birgisson BRUÐKAUP. Gefin voru saman 7. júlí í Dómkirkj- unni af sr. Jakobi Hjálmars- syni Ása Valgerður Sig- urðardóttir og Baldur Hermannsson. Heimili þeirra er í Álfatúni 7, Kópa- vogi. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stelpur tóku sig til og seldu ýmis- legt dót í Kolaportinu til styrktar krabbameinssjúk- um börnum og varð ágóðinn 8.025 krónur. Þær heita Rósa Björk Bergþórsdóttir og Erika Aikins. ORÐABÓKIIM Verpa AÐ UNDANFÖRNU hef ég séð skemmtilega þætti í Sjónvarpinu um fuglalíf í eyjum og við strendur landsins. Ekki verður hjá því komizt að nota so. að verpa við þær fuglalýsingar. í því sambandi hef ég ekki heyrt betur en þulur myndanna segi sitt á hvað: fuglinn verpur eða verpir í 3. p. et., nt., þ. e. hefur sagnorð- ið annars vegar í sterkri beygingu: verpa - varp - urpum - orpið. Þá er sagt: fuglinn verpur í nútíð, en varp í þátíð. Ef hins vegar er notuð veik sagnbeyging, er hún á þessa leið: verpa - verpti - verpt. Þá er nt. et. fuglinn verpir. Hér þarf nokkurrar at- hugunar við. Vissulega eru báðar þessar beyg- ingar og orðmyndir þeirra gjaldgengar í máli okkar. Hins vegar fer ekki vel á því að nota þær sitt á hvað í sömu frásögn. Enda þótt sterka beygingin sé upprunaleg, er eng- inn efi á því, að veika beygingin er orðin al- mennt talmál fyrir löngu. Þá er sagt sem svo: Fuglinn verpir sex eggjum eða verpti sex eggjum. Menn segja trúlega síður: Fuglinn verpur eða varp sex eggjum. Enda þótt sb. hafi þannig orðið að þoka fyrir vb., vill oft einhver hluti hennar lifa áfram í talmálinu. Þannig eru (eða voru) ævinlega auglýst ný- orpin egg, en ekki ný- verpt egg. Sjálfsagt er að greina hér skýrt á milli, en hræra beyg- ingum ekki saman að óþörfu. - J.A.J. STJÖRNUSPÁ cílir franccs Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir miklum hæfi- leikum og lætur þér annt um mannúðarmál. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Þú átt auðvelt með að sann- færa aðra og fá þá tii fylgis við skoðanir þínar. Láttu ekki bætta afkomu leiða til óþarfa eyðslu. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft ekki að efast um getu þína til að leysa smá vandamál, sem upp kemur í dag. En þú nýtur einnig góðrar aðstoðar vina. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Viðurkenning fyrir vel unnin störf veitir þér aukið sjálfs- traust. Ástvinir taka sameig- inlega ákvörðun um framtíð- ina. Krabbi (21. júní — 22. júll) Þú ert óvenju eirðarlaus ár- degis, og þarft að varast óþarfa eyðslu. Hugsaðu þig um tvisvar áður en þú ákveð- ur fjárfestingu. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Með einbeitingu og dugnaði tekst þér að leysa gamalt vandamái, sem þú hefur lengi glímt við. Þér er óhætt að slaka á í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Láttu það ekki á þig fá þótt óvæntar breytingar verði á fyrirhuguðu ferðalagi ást- vina, því breytingarnar verða til bóta. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Þú þarft að sýna aðgát í samningum um viðskipti, og gæta þess að lesa vel smáa letrið. Treystu ekki öðrum í blindni. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú nýtur dagsins heima með flölskyldunni, en þegar kvöldar sækja ástvinir ánægjulegan mannfagnað með góðum vinum. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Reyndu að draga úr eyðsl- unni og finna leiðir til sparn- aðar. Það kemur sér vel síð- ar. Láttu drauma þína ræt- ast. Steingeit (22. des. - 19: janúar) Vertu ekki að fárast yfir þvi sem liðið er og ekki verður breytt. Þú ert reynslunni rík- ari, og getur notfært þér hana. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Heppnin er með þér í dag, og þú ættir að nýta þér þau tækifæri sem bjóðast. Ekki væri úr vegi að lyfta sér upp í kvöld. Fiskar (19. febrúar- 20. mars) Láttu vinnuna eiga sig í dag, og sinntu ijölskyldu og vin- um. Þér berst óvænt gjöf, og ferðalag virðist á næstu grösum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traust- um grunni vísindalegra stað- reynda. SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 43 LEIKSKÓLI KFLM OG KFLK Langagerði í, Reykjavík cr með laus dagvistarrými. \v---7/ KFUM V Leikskólinn er einkarekinn og við skipulag starfsins er gengið út frá forsendum kristinnar trúar, en auk þess starfar hann að sett- um uppeldismarkmiðum samkvæmt lögum um leikskóla. Á leikskólanum er lögð áhersla á að börnin læri að biðja og fái kristilega fræðslu í starfi og leik. Upplýsingar hjá lcikskólastjóra í síma 553-3038. V ____________________________________J Heiídarjóga Jóga fyrir alla Anna Ðóra Grunnnámskeið: 25. sept.-16. okt. (7 skipti) mán. og mið. kl. 16.30-18.00. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson. Grunnnámskeið: 2.-23. okt. (7 skipti) mán. og mið. kl. 20.00-21.30. Leiðbeinandi: Pétur Valgeirsson. % Ásmundur Pétur Kenndar verða hatha jógastöður, öndunanækni, slökun og hugleiðsla. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. Opnir jógatímar alla daga ncma sunnudaga: Tími Mánud. Þriöjud. Miövikud. Fimmtud. Föstud Laugard. 7:30 - 8:30 Lísa Pétur 10:30-11:45 A - P - AD 12:10-13:10 Ásmundur AnnaDóra Ásmundur AnnaDóra AnnaDóra 16:10-17:10 AnnaDóra AnnaDóra 16:40-17:40 Pétur Pétur 17:15-18:15 Pétur Ásmundur Pétur Ásmundur 17:45-18:15 Hugleiðsla 18:20-19:35 Ásmundur AnnaDóra Ásmundur AnnaDóra Ásmundur Mánaðarkon, 3ja mánaða kon og morgunkort. Fyrsta flokks aðstaða. sauna, böð og nudd. Einnig bækur, tónlist, náttúrulegar snyrtivörur, kærleikskort o.fl. Afgreiðslan er opin alla virka daga kl. 11.00-18.30. Hátúni 6A,105 Reykjavík, sími 511-3100. ESTEE LAUDER Spuróu sjálfa þig: ESTEE LAUDER Vérité Toi Sensitive Stin Pour peaux sensibies IjelltLotion Clcaitsor náloyante légCre l.7 Ft.OUSM MtStn imíM’ Finnur þú oft fyrir ertingu eða óþægindum í húðinni? Er húð þín nokkurn tíma rauð eða upphleypt? Myndir þú lýsa húð þinni sem óútreiknanlegri eða eðlilegri? Bregst húð þín stundum óþægilega við notkun ýmissa andlitskrema? Ef þú svarar játandi einhverri þessara spurninga er húð þín ef til vill mjög viðkvæm. Hvort sem þú ert fædd með viðkvæma húð eða hún hefur þróast þannig, þarf hún sérstaka umönnun. Viðkvæm húð getur orðið heilbrigðari með réttum húðsnyrtivörum. Þess vegna setti Estée Lauder Vértité andlilslínuna á markaðinn — styrkjandi og uppbyggjandi húðsnyrtivörur fyrir viðkvæma húð. Nú gefst þér tækifæri til að prófa Vérité - sérstakur kynningarpakki á einstöku tilboðsverði sem inniheldur: Vérité calming fluid 15 ml. Vérité Lighthotion clcanscr 50 ml og Vérité Moisture relicf crcmc 15 ml. Alls kr. 1.960. Með Vérité getur hitð þin loksins farið að starfa eðlilega. Vérité-tilboðið fæst í eftirtöldum Estée Lauder verslunum: Aniaró Akureyri, Apótekinu Kefiavík, Brá Laugavegi. Gullbrá Nóatúni, Hygeu Austurstræti, Hygeu Kringlunni, Ninju Vestmannaeyjum, Siiru Bankastræti, Snyrtistofunni Hrund Grænatúni, Snyrtivöruversluninni Glæsibæ. Í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.