Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 37
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 37 MINIMIIMGAR i I 1 i ! I í i i i i i i l < i i < ( lenskra knattspyrnumanna erlendis til Berlínar árið 1935. Óli þjálfaði síðar yngri flokkana í KR, átti sæti í ýmsum nefndum á vegum félags- ins og reyndist því á allan hátt mik- il stoð. Kaupmenn höfðu jafnan gaman af heimsóknum Óla Hala þegar hann flutti þeim kaffið á sínum daglega rúnti um Stór-Reykjavíkur- svæðið. Og létu þeir einhver misjöfn orð falla um annaðhvort KR eða Kaaber, gátu þær heimsóknir dreg- ist á langinn, því Óli lét þeim aldrei ósvarað. Ég hef heyrt að kaupmenn- irnir hafi jafnvel farið í keppni sín á milli um hver þeirra gæti tafið Óla sem lengst í kappræðum um þessi hjartans mál hans, en engar spurnir hef ég þó af því hver hafi farið með sigur af hólmi. Önnur saga segir að einhver þeirra hafi fengið konu til að hailmæla kaffinu frá Kaaber og sagt það vera bland- að með kaffibæti. Óla hafi þá verið svo í mun að sanna fyrir henni að svo væri ekki, að hann fékk konuna með sér í bílinn, ók alla leið upp í kaffibrennslu og sýndi henni allt ferlið frá því að baunasekkir voru tæmdir og þar til kaffið var komið í umbúðir. Enginn kaffibætir þar, takk fyrir! Eiginkonu sína, Klöru, missti Óli árið 1977. Þá var orðið tómlegt í kotinu og þegar honum bauðst að flytja í glæsilega íbúð Verslunar- mannafélags Reykjavíkur í nýja miðbænum, þáði hann það með þökkum. Hann undi hag sínum þar hið besta, var ávallt fyrstur manna á fætur og fékk til umráða lykil að leikfimisal íbúanna til að stunda sín- ar daglegu æfingar klukkan sex árdegis, meðan aðrir sváfu. Hann gekk mikið og stundaði íþróttir eins og frekast var kostur. Hann hafði líka yndi af því að ferðast og lagði oft land undir fót til að skoða heim- inn, stundum í fylgd Ágústs bróður síns, en stundum einn. Alltaf fann hann nýjan og nýjan spennandi áfangastað og eitt sinn fór hann alla leið til Kína. Undir það síðasta var heilsa Óla farin að bila og fluttist hann þá á hjúkrunarheimilið Eir þar sem hann bjó fram á síðasta dag. Og fram á síðustu stund var hann trúr sínum félögum, bæði hjá KR og Ó. John- son & Kaaber. Það er því með hlýju og þakklæti sem við minnumst þessa gamla vinar og samstarfs- manns og þökkum honum árin öll og minningarnar góðu. Ólafur Ó. Johnson. Kveðja frá KR Látinn er í Reykjavík Ólafur Þ. Guðmundsson 88 ára gamall. Kall- aður Óli í Hala eftir heimili sínu sem var á Bræðraborgarstígnum nálægt Vesturgötu. Óli gekk í KR ungur drengur og lék knattspyrnu,_en alveg frá upp- hafi snerist líf Óla um KR. Fyrst sem keppnismaður, síðan dugmikill KR-ingur sem vann að uppbyggingu félagsins. Hann var féhirðir til margra ára og í mótanefnd KRR í marga áratugi. Einstakt starf Óla í húsnefnd KR hófst með kaupum á Bárunni í Von- arstræti sem var fyrsta íþróttahús félagsins. Þar er nú Ráðhús Reykja- víkur. Hann var í byggingarnefnd fyrsta skíðaskálans í Skálafelli og var í hópi KR-inga sem báru eða drógu á sleða byggingarefnið frá Þingvallavegi. Seinna þegar KR nam land í Frostaskjóli var Óli í að þurrka landið og við að byggja íþróttahús KR. Á efri árum var hann líka með okkur að byggja áhorfendastúkuna. Aðeins lítið eitt liefur með þess- ari upptalningu verið nefnt af störf- um Óla í Hala. Vinnuþrek og um- hyggja hans fyrir „gamla góða KR“ hefur skapað okkur góða aðstöðu. Að leiðarlokum eru honum færðar einlægar þakkir fyrir öll hans verk sem þó verða aldrei fullþökkuð. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sendir aðstandendum samúðar- kveðjur. Kristinn Jónsson, formaður KR. INGÓLFUR PÉTURSSON + Ingólfur Pét- ursson fæddist í Reykjavík 6. júní 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 24. júlí síðast- liðinn. Móðir hans var Herdís Guð- mundsdóttir húsfrú og faðir hans Pétur Bjarnason, skip- stjóri. Bæði dóu þau frá ungum börnum, Herdís úr spænsku veikinni 19. nóvem- ber 1918, skömmu eftir barnsburð og Pétur úr lungnabólgu 15. febr- úar 1921. Elsku Ingólfur minn. Er einmana ég vaki og allt er orðið hljótt þá fínnst mér ég stundum heyra þar fótatakið þitt og fínn þar hjartasláttinn við særða bijóstið mitt. Ég hugsa oft um hversu lánsöm ég var að kynnast þér og eiga með Ingólfur átti níu systkini og ólst upp í Péturshúsi við Bræðraborgarstíg i Reykjavík. Hinn 11. september 1948 kvæntist Ingólfur Svövu Sigurðardótt- ur og eignuðust þau þrjú börn, Rúdólf Sævar, f. 18. desem- ber 1939, Sigrúnu Erlu, f. 31. janúar 1945, og Unni Her- dísi, f. 20. október 1955. Útför Ingólfs fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey að hans ósk. þér sextíu ár. Þetta var yndislegur tími og þess vegna er söknuðurinn líka mikill. Minningar streyma fram í hugann og ég minnist þess er við kynntumst árið 1936. Ég minnist þess er þú last fyrir mig upphátt uppi í rúmi á kvöldin, bækur Þór- bergs, ljóðabækur og kynstrin öll af fróðlegum og vel skrifuðum bók- um. Þú varst vel gefinn og gáfaður BÁRÐUR JÓHANNESSON + Bárður Jóhann- esson gull- og silfursmiður fædd- ist í Reykjavík 24. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum 21. ágúst síðastlið- inn sjötugur að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Bárðar- son og Margrét Jónsdóttir. Eftirlifandi eigin- kona Bárðar er Osk Auðunsdóttir. Þijú börn hans frá fyrra hjónabandi eru Margrét Stein- unn, Magnús Dan og Jóhannes. Útför Bárðar fór fram í kyrr- þey. Þessar fáu línur langaði mig strax til að setja á blað, er mér barst fregn um lát Bárðar Jóhann- essonar, en ég var þá nýkomin frá ferð til annars lands. Ég kynntist Bárði, og hans ágætu konu og samstarfsmanni, Ósk, að einhverju verulegu leyti fyrst á síðari árum eftir heimkomu mína frá langri dvöl erlendis. Auð- vitað hafði ég alltaf vitað um og þekkt til starfa Bárðar, þar sem hann hafði um árabil skartgripa- verslun í Hafnarstræti og svo síðar á Flókagötu. Ég þurfti oft á þessum árum mínum erlendis að finna gjaf- ir fyrir erlenda vini, og var þá ætíð farið beint í smiðju til Bárðar, því þar vissi maður að fyrirfannst það sem leitað var að, og hugurinn girntist, og ávallt með sama góða árangrinum. Bárður vann alla ævi við gull- og silfursmíð, enda átti sú iðja hug hans allan. Hann hafði einstaka ánægju af að skapa fagra hluti. Hann var gæddur óvenju miklu hugmyndaflugi og það var engu lík- ara en að hann hefði ekkert fyrir að skapa fagra og sérstæða gripi á mjög skömmum tíma. Bárður var um tíma við nám í Þýskalandi, við handverksskóla þar og svo einnig í Englandi, London. Það tæki langan tíma að tíunda alla þá mörgu listmuni, sem Bárður skóp, enda engar skrár yfir slíkt, þannig gripir fara um víðan veg. Eitt er þó víst, að þeir sem urðu svo lánsamir að eignast gripi, unna af Bárði, munu finna fyrir þakk- læti til listamannsins og minnast hans lengi. Það er á engan hallað, þó ég álíti, að með Bárði Jóhannessyni sé genginn einn af okkar snjöllustu og hug- myndaríkustu lista- mönnum í sinni grein. Að slíkum manni er mikill missir. Bárði var margsinnis falið af opinberum stjórnvöldum hér, að hanna listsmíð til gjafa til erlendra þjóðhöfð- ingja. Sjáif hef ég séð myndir af sumum þess- ara smíða og voru þetta hinir fegurstu munir. Bárður Jóhannesson var sérstak- ur og sterkur persónuleiki. Hann var skapmaður, hafði mjög ákveðn- ar og mótaðar skoðanir á flestum málum, sem upp komu í samræð- unni. Ekki líkaði honum allt hér í okkar góða landi frekar en mörgum öðrum. Bárður var sérlega fróð- leiksfús maður og viðaði að sér alls- konar lestrarefni, fróðleik sem hann kynnti sér af miklum áhuga. Öll umræða og samtöl urðu því áhuga- verð. Það má með sanni segja, að Bárður hafi unnið fram á síðasta dag. Endalokin urðu óvænt mjög snögg, rúmir tveir sólarhringar þar til yfir lauk. Ég vil svo að endingu senda Ósk, konu Bárðar, mínar dýpstu samúðarkveðjur, einnig börnum Bárðar. Ástríður H. Andersen. Blfímastofa Fríð/ums Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tílefní. Gjafavörur. - maður. Mest langar mig að gráta þegar ég les öli fallegu bréfin þín og þegar ég skoða bók sem þú gafst mér eitt sinn og áritaðir til mín með þessum orðum: „Til Svövu konunnar minnar, sem ég kynntist árið 1936. Blessuð sé sú minning.“ Elsku Ingólfur minn, sem varst orðinn svo veikur. Nú hefur Guð kallað þig til sín og eftir sit ég inn- an um allar minningarnar, sem eru hver annarri- fallegri. Þú varst ynd- islegur maður, hógvær og traustur. Þú varst góður sjómaður í fjölda- mörg ár, en þurftir að hætta sjó- mennsku þegar þú slasaðist. Slysið varð 1969 um borð í Ingólfi Arnar- syni sem faðir þinn hafði verið skip- stjóri á og þú varst skírður eftir. Á þessum tíma vannst þú sem vél- stjóri og þegar þú slasaðist vantaði aðeins eitt ár í 40 ára starfsafmæli þitt til sjós. í kjölfar slyssins varstu í tvö ár á sjúkrahúsi og bönnuðu læknar þér síðan að stunda sjó- mennsku. Öll stríðsárin sigldir þú og varst sannkölluð hetja, eins og aðrir sjómenn sem sigldu á þessum árum. Alltaf saknaði ég þín þegar þú varst á sjónum. Ég hlakkaði líka alltaf jafnmikið til að fá þig aftur heim til mín og barnanna okkar þriggja. Þegar þú náðir heilsu á ný eftir slysið um borð í Ingólfi Arnar- syni, fékkstu góða vinnu hjá Rarik, þar sem þú vannst til sjötugs. Við höfum víða verið saman og stundum rölti ég á staði sem tengj- ast minningu um þig, góðan, yndis- legan, hógværan og vel gefinn mann. Elsku besti Ingólfur. Ég er þakklát fyrir að hafa átt með þér sextíu ár, þijú börn, öll barnabörnin og barnabarnabörnin. Það var ómetanlegt að fá að eiga jafn ljúfan mann, heiðarlegan og traustan. Margir hafa vottað mér samúð - og sýnt mér hlýhug vegna andláts þíns og ég er þeim afar þakklát. Elsku Ingólfur minn. Takk fyrir samveruna. Guð geymi þig vel og varðveiti þar til við hittumst að nýju. Svo leggur þú á hðfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum og stjama hver, sem lýsir þína leið, er lítill neisti, er hrökk af strengjum minum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera minn - í sðng og tárum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín, ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfír djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfín blá og breið, þó blási kalt og dagar verði að árum, þá veit ég að þú villist rétta leið og verður minn - í bæn, í söng og tárum. ' (Davíð Stefánsson) Svava Sigurðardóttir. ---- STEFANSBLOM Skipholti 50 b - Sími 561 0771 Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavik simí: 587 1960 -fax: 587 1986 Móðir okkar, ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR, Sogavegi 112, Reykjavík, lést á vistheimilinu Kumbaravogi þann 18. september. Útförin auglýst síðar. Herdís Helgadóttir, Skúli Helgason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, fósturföður og afa, SVERRIS RUNÓLFSSONAR, Safamýri 36, Reykjavík, Sérstakar þakkir til starfsfólks blóðskil- unardeildar og 14G á Landspítalanum. Andrea Þorleifsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Jennifer Runólfsson, Diane Holland og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.