Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 35 ) I ) I 1 ) I ! I ! I I I I I í I I < < < < < < < < ROYDEN BROWN + Royden Brown fæddist í Banda- ríkjunum hinn 26. júní 1917. Hann lést þar hinn 28. maí 1994. Nú eru tvö ár liðin frá andtáti vinar míns, hugsjónamannsins, sir Roydens Browns. Oft hefur mig langað að minnast hans í ein- hveiju en ekki látið af verða fyrr en nú. Hann var einstakur hugsjóna- maður sem á þeim árum, þegar flestir huga að því að draga sig í hlé, hellti sér út í viðamiklar vís- indarannsóknir og byggði upp stór- fyrirtæki, CC Pollen Co. sem ein- beitir sér að framleiðslu og nýtingu afurða býflugnabúsins. Sir Royden kynntist blómafijó- kornum fyrst í London á stríðsárun- um. Sveit hans í kanadíska flug- hernum var þar staðsett og borðfé- lagi hans í matsalnum stakk upp í sig á hveijum morgni einhveiju undarlegu efni sem Royden hafði áhuga á að vita hvað var. Félaginn benti honum á greinar sem fjölluðu um kraftaverkafæðið blómafijó- korn en Royden var vantrúaður og gleymdi fljótt því sem hann hafði lesið. Hann settist að í Colorado í Bandaríkjunum, gerðist bankastjóri og safnaði auði. Síðar flutti hann til Arizona og setti á stofn eigið ijárfestingaráðgjafarfyrirtæki en alltaf voru blómafijókornin og um- ræða um þau að koma upp í kring- um hann. Að lokum ákvað hann að gera tilraun til að sanna eða afsanna mátt þeirra og fékk alla íjölskylduna til að taka inn fijókorn- in. Fjölskylda hans var hraust fólk sem lifði heilsusamlegu lífi og í fýrstu varð hún ekki vör mikilla breytinga en eftir nokkurra ára stöðuga notkun áttaði hún sig á að engu þeirra hafði orðið mis- dægurt þennan tíma og það vildu þau þakka blómafijókorn- unum. Sir Royden seldi þá fyrirtæki sitt og hóf vísindarannsóknir á fijókomum í þeim til- gangi að tryggja sér og fjölskyldu sinni og mannkyninu öllu bestu fá- anlegu blómafijókorn í heimi. Fyrsta stóra vandamálið sem hann rak sig á var að fijókornin tapa allt að 76% næringarinnihaldi sínu við geymslu. Eftir umtalsverðar til- raunir komst Royden að því að séu þau fryst um leið og þau hafa ver- ið hreinsuð úr búunum og geymd í frysti halda þau öllum næringar- efnum endaiaust. Annað vandamál var tvö hörð hylki sem af náttúrunnar hendi veija fijókornin skemmdum og gera það að verkum að fundist hafa heil margra milljóna ára gömul fijókorn en meltingarfæri manna geta ekki brotið hylkin niður. Vísindamenn CC Pollen hófu þegar að rannsaka hvernig ijúfa mætti hylkin án þess að eyðileggja fijókornin og næring- arinnihald þeirra. Aðferðin upp- götvaðist nánast fyrir tilviljun og er leyndarmál CC Pollen. Enn þann dag í dag hefur engum öðrum tek- ist að finna leið til þessa. Mengun lofts og jarðvegs var svo þriðja stóra vandamálið sem varð að finna lausn á áður en heimsins bestu blómafijókorn yrðu til. í Kákasusfjöllum þar sem rússneskir vísindamenn höfðu rannsakað gaumgæfilega mátt frjókorna sem fæðis var þurrt loftslag og and- rúmsloftið ómengað. í ijöllum Ariz- ona var sambærilegt loftslag en jarðvegurinn var víða svo illa farinn af notkun verksmiðjuframleidds áburðar og skordýraeiturs í fylkinu að mörg nauðsynleg næringarefni voru horfin úr moldinni. Næstu þijú og hálft árið leitaði hann að hinum fullkomna jarðvegi en komst að því að hann fyrir- fannst hvergi á einum stað í Banda- ríkjunum. High Desert blómafijó- kornin eru því tekin úr búum í tutt- ugu fylkjum Bandaríkjanna og þeim blandað í hárnákvæmum hlutföll- Sömu nákvæmni og undirbún- ingsvinnu beitti hann við fram- leiðslu sína á drottningarhunangi. Hann rannsakaði og vann propolis úr búum sínum og var fyrstur til að kynna það efni á Bandaríkja- markaði. Fyrir störf sín í þágu náttúru- lækninga var Royden Brown árið 1988 sæmdur riddaranafnbót í reglu Sánkti Jóhannesar riddara af Jerúsalem og Möltu. Þessi gamla virta riddararegla var stofnuð í krossferðunum 1048 og meðal inn- vígðra hefur ætíð verið mikill áhugi á læknislist. Það þykir mikill heiður að hljóta nafnbót þá sem sir Royd- en var sæmdur. Meðal allra áhugamanna um náttúrulækningar er sir Royden Brown virtur og viðurkenndur fyrir störf sín og rannsóknir. Ótímabær dauði hans af slysförum fyrir tveim- ur árum skildi eftir skarð fyrir skildi í röðum hugsjónamanna sem af óeigingirni og umhyggju fyrir vel- ferð manna eru tilbúnir að eyða ómældum tíma og auði í málefni sem þeir telja að muni koma okkur öllum til góða. Ragnar Þjóðólfsson. PETREA JÓHANNSDÓTTIR + Petrea Jó- hannsdóttir fæddist í Görðum á Eyrarbakka 22. maí 1903. Hún lést í Borgarspítalan- um eftir stutta sjúkrahúsvist 14. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Gíslason, f. 26. júlí 1874, d. 26. september 1952, og Þuríður Árnadóttir, f. 30. maí 1861, d. 21. september 1918. Systkini Petr- eu voru ellefu, alls sjö hálf- systkini frá móður, ein alsystir og bróðir sem öll eru látin, og tvö hálfsystkini frá föður sem bæði eru á lífi. Árið 1929 giftist Petrea Upp úr 1946 greindist amma með berkla en í þetta skiptið voru afleiðingarnar ekki eins örlagaríkar og 13 árum áður því hún læknaðist eftir sjúkrahúsvist á Vífilsstöðum. Hinn 25. maí 1957 markaði enn ein tímamót í lífi ömmu og Guðjóns því þá fæddist sonarsoriur hennar og bróðir minn, Pétur Óli Þorsteinsson rafvirki. Guðjón og amma gengu honum þegar í foreldra stað og inna það hlutverk af hendi af stakri prýði. Fljótlega eftir fæðingu Péturs fluttu þau í Gnoðarvog 38 og bjuggu þar bæði til dauðadags. Ef litið er til baka á lífsskeið ömmu minnar hlýtur það að hafa verið mikið áfall fyrir unga konu í blóma lífsins að verða fyrir slíkum missi sem hún varð að þola. En amma var ekki kona sem gafst upp, hvorki þá né síðar. Hvort sem þetta hefur mótað hennar líf á einn eða annan hátt er erfítt að dæma um. Ef ég ætti að lýsa henni með fyrri manni sínum, Ola Kristni Þor- steinssyni vél- síjóra, f. á Patreks- firði 1904. Hann lést úr berklum 1933. Þau eignuð- ust tvo syni, Þor- stein , f. 1930, raf- virkja, sem búsett- ur er í Svíþjóð, og dreng 1932 sem lést óskírður viku á eftir föður sinum, einnig úr berklum. Seinni maður Petr- eu var Guðjón Brypjólfsson skósmiður, ættaður úr Landeyjum, d. 1984. Þau eignuðust dótturina Ólínu Kristínu, f. 1934. Útför Petreu fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík hinn 20. september. fáum orðum var hún hæglát, traust sem klettur, nægjusöm með ein- dæmum og virtist alltaf geta bros- að, hvernig svo sem stóð á. Upp í huga minn kemur atvik frá því að ég var sjö ára og hafði gefið einum bekkjarfélaga mínum í Vogaskólan- um á baukinn með þeim afleiðing- um að tönn brotnaði í honum. Amma starfaði þá við ræstingar i sama skóla og hafði heyrt um ær- slagang minn. Þegar ég svo var í heimsókn hjá henni nokkrum dög- um seinna minntist hún á þennan atburð við mig og ég reiknaði eðli- lega með langri skammaræðu. En eins og venjulega hafði hún sinn hátt á og sagði einfaldlega: „Svona gerir maður ekki, Steini minn.“ Ég man ennþá eftir þessum orðum hennar því þau voru borin á borð með slíkri visku og kærleika að prakkarinn í mér bráðnaði og ég iðraðist gjörða minna sem aldrei fyrr. Þar sem ég hef verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár hafa sam- verustundir okkar ekki verið eins margar og ég hefði óskað mér. Það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar ég heyrði um veikindi hennar var það að hún yrði að lifa þetta af þar til ég flytti heim í febrúar á næsta ári. Síðast þegar ég heim- sótti hana í Gnoðarvoginn sýndi hún mér gamlar myndir af forfeðrum mínum sem hún hafði safnað sam- an. Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna hún gerði þetta, því þetta var greinilega mikilvæg athöfn fyr- ir hana. Það er ekki óhugsandi að hún hafi með þessu verið að gefa það í skyn á sinn hugljúfa hátt að það væri ekki öruggt að við sæj- umst aftur, a.m.k. ekki í þessu lífi. Það sem mér finnst erfiðast að sætta mig við er að börnin mín skuli ekki fá tækifærið sem ég fékk þegar ég var sjö ára, þ.e.a.s. að kynnast þessari góðu konu. Lokið er löngu og viðburðaríku lífi, lífi mótlætis og sigra, lífi sem við eftirlifandi ættingjar getum minnst með stolti og virðuleika og síðast en ekki síst lífi, sem hefur verið mér og mörgum öðrum gott veganesti. Blessuð sé minning hennar. Þorsteinn Þorsteinsson, Svíþjóð. I 3 1 1 I 3 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fdkafeni 11, sími 568 9120 2 | 1 1 2 I 3 ai0i*t0i*ioia + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI INGÓLFSSON, til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Hlfðarbraut 1, Hafnarfirði, sem lést 13. september, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 23. september kl. 13.30. Helga Finnbogadóttir, Aðalsteinn Finnbogason, Hulda G. Sigurðardóttir, Karl Finnbogason, Bryndís Jónsdóttir, Rúnar Finnbogason, Elmbjörg Ágústsdóttir, Bragi Finnbogason, Margrét Svavarsdóttir, barnabörn og barnbarnabörn. Elskulegur sonur minn, MAGNÚS V. HALLDÓRSSON, Logafold 46, Grafarvogi, lést laugardginn 7. september 1996. Útför hans fór fram í Fossvogskapellu, mánudaginn 16. september síðastlið- inn. Innilegar þakkirfæri ég öllum þeim sem önnuðust hann í erfiðum veikindum og sýndu okkur samúð og vinsemd við lát hans. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd systkina og aðstandenda, Guðrún H. Jónsdóttir. Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI MAGNÚSSON málarameistari, Hlévangi, áður Suðurgötu 35, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. september kl. 14.00. Vignir Guðnason, Birgir Guðnason, Eiríkur Guðnason, Steinunn Guðnadóttir, Árnheiður Guðnadóttir, Ellert Eiriksson, Hansína Kristjánsdóttir, Guðríður Arnadóttir, Harpa Þorvaldsdóttir, Þorgerður Guðfinnsdóttir, Neville Young, Jónas H. Jónsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓHANN PÉTUR KOCH VIGFÚSSON, múrarameistari, Tómasarhaga 14, Reykjavík, lést 7. september í Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát hans. Sérstakar þakkir sendum við til starfs- fólks á deild 7A Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi, fyrir hlýhug og góða umönnum hins látna. Margrét Sigurjónsdóttir, Sigþór ívar Koch Jóhannsson, Vilborg Jóhannsdóttir, Vigfús Jóhannsson, Pétur Jóhannsson, Hafdís Jóhannsdóttir, og barnabörn. RandverC. Fleckenstein, Þórdís H. Sveinsdóttir, Eva Marie Sandgren, Jón Valdimarsson + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁSÓLFS PÁLSSONAR, Ásólfsstöðum, Þjórsárdal, Ragnheiður Gestsdóttir, Margrét Ásólfsdóttir, Þorsteinn Hallgrimsson, Guðný Ásólfsdóttir, Sigurður Páll Ásólfsson, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Gestur Ásólfsson, Þórunn Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.