Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEFÁNR. GUNNARSSON + Stefán Ragnar Gunnarsson fæddist á Sauðár- króki 28. febrúar 1945. Hann lést í sjúkrahúsi í Brussel 15. september síð- astliðinn. Foreldrar hans eru sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ í Skagafirði, f. 5.4. 1914, og kona hans, Ragnheiður Mar- grét Óiafsdóttir, f. 13.4. 1915. Stefán var elstur sex systkina, en þau eru Gunnar, f. 27.6. 1946, Ólaf- ur, f. 18.4. 1950, Arnór, f. 19.7. 1951, Margrét, f. 17.7. 1952, og Gísli, f. 5.1. 1957. Fyrri kona Stefáns var Jón- ina Bjarnadóttir, f. 8.6. 1944. Þau skildu. Börn þeirra voru tvö, 1) Gunnar, verkfræðingur, f. 20.4. 1963, kvæntur Helgu Agústu Sigurj ónsdóttur, lækni, f. 20.1. 1964 og eiga þau eitt barn, írisi Björk, fjögurra ára. 2) Gunnlaug Margrét, f. 10.8. 1965, d. 10.1. 1969. Seinni kona Stefáns er Gréta María Bjarnadóttir, f. 29.3. 1941. Synir þeirra eru 1) Stef- Þetta var eitt af þessum fögru skagfirsku sumarkvöldum. Við sát- um á Flæðunum sunnan sundlaug- arinnar á Króknum nokkrir peyjar og spjölluðum. Jeppabíll stoppaði skammt frá okkur og út steig piltur á okkar reki, hár, grannur, svart- hærður, og kallaði til eins okkar. Meðan þeir ræddust við spurði einn okkar sem eftir sátum: Hver er þetta? Einhver svaraði: Þetta er Stebbi í Glaumbæ. Um haustið kynntumst við betur þegar hann hóf nám í gagnfræða- skólanum á Króknum. Sfðan þá höfum við verið vinir og aidrei skugga borið á þá vináttu. En nú er Stebbi vinur minn lát- inn. Á besta aldri, hrifinn á brott frá fjölskyldu og ástvinum. Ósann- gjarnt, óskiljanlegt, óbærilegt. Fullu nafni hét hann Stefán Ragnar. Elstur sex barna séra Gunnars Gíslasonar, fyrrverandi prests og alþingismanns í Glaumbæ í Skagafirði, og konu hans Ragn- heiðar Ólafsdóttur, sem bæði lifa son sinn. Þrátt fyrir að áhugamálin okkar Stebba færu ekki alltaf saman á okkar yngri árum, þá var ætíð eitt- hvað sem varð þess valdandi að við áttum samleið. Stebbi var tæknisinnaður og nam vélsmíði að loknu gagnfræðaprófi. Hugur hans stóð til frekara náms og hóf hann nám við Tækniskólann í Reykjavík en um það leyti stóð honum til boða nám í flugvirkjun í Bandaríkjunum að frumkvæði Loft- leiða, sem hann þáði og lauk prófi í. Á þessum vettvangi naut Stebbi sín, flugið og tæknin heilluðu hann. LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 "A" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek án, nemi, f. 8.9. 1977 og 2) Davíð, nenii, f. 23.5. 1980. Stefán lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1961 og sveinsprófi í vél- smíði 1964. Á árun- um 1965 til 1967 stundaði hann nám í flugvirkjun í Tulsa, Oklahoma, Bandaríkubum. Stefán starfaði sem flugvirki hjá Loft- leiðum árin 1968 til 1972, fyrst á íslandi og síðan í Lúxemborg. Árið 1972 hóf hann störf sem flugvélstjóri hjá Cargolux í Lúxemborg og starf- aði þar nær samfellt síðan. Hann varð þjálfunarflugvél- stjóri hjá Cargolux árið 1993 og yfirflugvélstjóri 1995. Stef- án átti sæti í stjórn flugmanna- félags Cargolux 1987 til 1995 og var fulltrúi félagsins hjá Alþjóðasamtökum flugvélstjóra 1987-1996. Útför Stefáns fer fram frá Fossvogkirkju á morgun, mánudaginn 23. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fyrst eftir heimkomu starfaði hann hjá Loftleiðum, en síðar hjá Cargo- Iux í Lúxemborg að mestu til dánar- dags. Fyrst í stað sem flugvirki, síðar sem flugvélstjóri og nú síð- asta ár sem yfirflugvélstjóri. Hann var frábær fagmaður að sögn sam- starfsmanna hans, honum var treyst, til hans leitað og snyrti- mennska hans og vandvirkni var annáluð. Stebbi var góður vinur og félagi. Það fengu allir að reyna sem kynnt- ust honum. Þægilegur, hógvær í dómum, vinsæll. Þetta sýndi hinn mikli fjöldi vina og samstarfsmanna íslenskra og erlendra sem vottuðu honum virðingu sína við hinstu för hans frá Lúxemborg til íslands. Stebbi var alltaf tilbúinn að hjálpa til og leggja lið og stundum var greiðinn gerður áður en um hann var beðið. Við Svala og íris Lana þökkum þér, Stebbi minn, fyrir vin- semdina, alla greiðana og ekki síður allar þær ánægjustundir sem við höfum átt með ykkur Grétu og son- unum í gegnum árin. Ekkert af þessu gleymist. í febrúar síðastliðinn kenndi Stebbi sér lasleika. Við rannsókn kom í ljós að um alvarlegan sjúk- dóm var að ræða. Þó var talið að með réttri og markvissri læknis- meðferð mætti vænta bata. í fyrstu gekk vel og virtist um tíma sem sigur hefði unnist, en í sumarbyrjun kom í ljós að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp aftur. Hófst nú hörð barátta að nýju, en að lokum varð ekki við neitt ráðið. Horfinn er einn af bestu sonum Skagafjarðar. Þar dvaldi hugur hans svo oft. Þar ætlaði hann síðar að njóta útsýnisins yfir Hólminn, Kvíslina og Glóðafeyki. Þar hafði hann eignast landskika, sem hann og Gréta ætluðu að reisa sér bústað á þegar fram liðu stundir. Horfinn er einnig einn af þeim ungu djörfu Islendingum sem námu land á er- lendri grund og hafa skapað landi sínu og þjóð virðingu um heim allan. í veikindum Stebba var aðdáun- arvert æðruleysi og hugrekki Grétu konu hans og sona í þessu harða stríði, alit til hinstu stundar. Kæra Gréta, Gunnar, Stefán, Davíð og ástvinir allir, ég geri síð- ustu orð vinar míns að mínum: Guð blessi ykkur öll. Leifur. Við kynntumst Stefáni fyrst fyrir rúmum 20 árum er hann giftist Grétu en vissum ekki í raun hvern mann hann hafði að geyma fyrr en við fluttumst til Lúxemborgar 1988. Þá kom í Ijós það sem við vissum ekki fyrr af eigin raun, að hjálpsemi hans og greiðvikni voru lítil tak- mörk sett. Hann var alltaf boðinn og búinn að rétta okkur hjálparhönd og bjóða aðstoð sína við hvaðeina sem upp kom. Fyrir okkur sem vorum að koma í framandi um- hverfi var ómetanlegt að geta leitað til hans við ýmsar kringumstæður sem við vissum ekki hvemig átti að ráða fram úr. Við hjónin höfum notið mikillar velvildar þeirra Stef- áns og Grétu sem við fáum seint fullþakkað, og það varð okkur mik- ið áfall þegar við fréttum andlát Stefáns þrátt fyrir að við hefðum fylgst með sjúkdómi hans frá því að hans varð vart snemma á þessu ári. Við höfðum vonað að fullkomin læknis- og sjúkrahúsþjónusta svo og líkamlegt atgervi hans myndu vinna bug á þessum illvíga sjúk- dómi, eins og fjöldi dæma er um, en það átti ekki að verða og við stöndum eftir hnípin og sorgmædd yfir þessum dapurlegu örlögum. Við eigum samt í hugskotinu dýrmætar minningar um góðan dreng sem á Iífsleiðinni yfirvann ýmsa örðugleika og ávann sér traust og virðingu samstarfsmanna og yfirboðara í starfi og mér er kunnugt um það að hann sóttist ekki eftir frama né vegtyllum en vékst ekki undan að taka að sér sífellt meiri ábyrgð í starfi sínu sem flugvélstjóri þegar til hans var leit- að til þess að taka að sér þjálfun og kennslu flugmanna og þegar honum var boðin staða yfirflugvél- stjóra. Okkar síðustu fundir voru snemma árs 1995 þegar við hjónin fluttum heim til íslands og Stefán sá um að safna liði til að hlaða gáminn með búslóðinni og stjórnaði hleðslu og skipulagði verkið eins og best varð á kosið. Síðast höfðum við símasamband við Stefán fyrir nokkrum vikum á spítalann í Brussel og mátti þá glöggt heyra að sjúkdómurinn hafði fengið mjög á hann en hann var samt vongóður um að hafa betur í þessari baráttu. Síðan þróuðust málin á verri veg og endalokin urðu óumflýjanleg. Við vottum Grétu og sonum okk- ar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau og hugga í sorginni. Kristján og Hrönn. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Þegar við kveðjum góðan vin okkar, Stefán Gunnarsson, kemur að sjálfsögðu margt upp í hugann. Við kynntumst fyrir 25 árum er við unnum öll hjá Loftleiðum á Kefla- víkurflugvelli. Þessi jafnlyndi geðprúði maður varð strax vinur okkar og hefur sú vinátta haldist síðan. Hann og Gréta vinkona okkar fluttu til Lúxemborgar árið 1971 þar sem hann tók þátt í uppbygg- ingu Cargolux og starfaði þar síðan sem flugvélstjóri. Margar ferðir voru farnar til Lúx og oftast gist hjá Grétu og Stebba. Ætíð voru allir hjartanlega velkomnir og þau óþreytandi við að aðstoða og aka um til að fínna það sem landinn varð að kaupa áður en haldið var heim. Þegar við fréttum í sl. febrúar- mánuði að Stebbi væri orðinn veik- ur var það sem reiðarslag, það var aldeilis alveg ótrúlegt að hann, að- eins 51 árs og svo hraustur, gæti verið svona veikur. Baráttan varð ekki löng og því miður vann krabba- meinið þennan slag eins og oftast áður. Það er erfítt að kveðja góðan vin, en við huggum okkur við það að nú er Stefán kominn norður í sveitina sína, Skagafjörðinn. Við kveðjum Stefán með þakk- læti fyrir allt sem hann var okkur í lifanda lífi. Grétu, Stefáni, Davíð og Gunnari og öðrum aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúð og vonum að guð veiti þeim styrk til að takast á við sorgina. Nína, Jón og María. FINNBOGI INGÓLFSSON + Finnbogi Ing- ólfsson fæddist á Bjargshóli í Mið- firði 9. júlí 1906. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 13. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingólfur Þorkelsson, f. 18.10. 1884, d. 13.12. 1963, verkamaður í Hafn- arfirði, og kona hans Guðrún Bene- diktsdóttir, f. 3.9. 1884, d. 22.11. 1975. Systkini Finnboga voru Ingvar Þorkell, f. 30.11. 1914, d. 20.1. 1917, Benedikt, f. 16.1. 1917, og Aðalbjörg, f. 2.9. 1921, d. 20.3. 1980. Hinn 2.11. 1929 kvæntist Finnbogi Guðrúnu Jakobsdótt- ur, f. 9.4. 1910, d. 28.2. 1974, dóttur Jakobs Þórðarsonar, bónda á Urriðaá í Miðfirði og Helgu Guðmundsdóttur. Börn Finnboga og Guðrúnar eru: 1) Aðalsteinn, f. 3.7. 1930, kvænt- ur Huldu G. Sigurðardóttur. Börn þeirra eru Hafsteinn, Finnbogi, Sigurður, Guðrún Halldóra og Olöf. 2) Karl, f. 25.9.1931, ekkill eftir Önnu ídu Nikulásdóttur. Núverandi sam- býliskona hans er Bryndís Jóns- dóttjr. Dóttir Karls og Önnu ídu er El- ísabet og fóstur- sonur þeirra er Magnús. 3) Helga, f. 23.12. 1932, ekkja eftir Steinar Þorfinnsson. Börn þeirra eru Þorfinn- ur, Guðrún, Finn- bogi, Steinunn og Hrefna. 4) Rúnar, f. 6.7. 1937, kvænt- ur Elínbjörgu Jónu Ágústsdóttur. Börn þeirra eru Ágúst og Ester. 5) Bragi, f. 8.4. 1953, kvæntur Margréti Svavarsdóttur. Börn þeirra eru Ásrún, Svava, Grétar Bragi og Aðalsteinn. Finnbogi stundaði fiskvinnu hjá Einari Þorgilssyni, var á togurum á árunum 1925-40 og stundaði almenna vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ, m.a. við hafnargerð. Hann var um skeið verkstjóri hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og starfaði hjá Olíustöðinni við Hvaleyrar- braut í sextán ár. Utför Finnboga fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, mánudaginn 23. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látinn er afí okkar Finnbogi Ing- ólfsson eftir langa og farsæla ævi- göngu. Afi okkar tilheyrði þeirri kynslóð á íslandi, sem gekk í gegn- um meiri breytingar en nokkur önn- ur fyrr og síðar. Þeirri kynslóð sem háði harða lífsbaráttu, gekk í gegn- um kreppuna miklu og byggði upp þá velsæld, sem síðari kynslóðir nutu góðs af. Hann var einn af þeim hvers- dagshetjum, sem ekki er hampað í sögubókum eða birtast á síðum tímarita, en vann sín afrek í lífsbar- áttu til sjós og lands án þess að hreykja sér af. Afi okkar kom fímm börnum til manns á erfiðum tímum kreppuáranna. Við systkinin í Skipholtinu fund- um aldrei til þess að eiga aðeins einn afa, því við áttum góðan afa. Afa sem alltaf var tilbúinn að hjálpa og styðja á einn eða annan hátt hvort sem um var að ræða að skjót- ast með okkur bæjarleið eða að lána okkur bílinn sinn þótt við værum nýkomin með bílpróf. Elsku afi, það er skrýtið til þess að hugsa að eiga ekki eftir að heim- sækja þig oftar á Hrafnistu. Þú varst alltaf svo sterkur og óbug- andi þó áföllin dyndu yfír og heils- unni hrakaði. Þú eltist, við það fær enginn ráðið, en þú vildir aldrei verða gamall. Þú varst lífsglaður og félagslyndur og sast aldrei auð- um höndum; föndraðir, spilaðir, dansaðir og gantaðist. Alltaf fylgdistu vel með þínum afkomendum og spurðir ætíð um barnabörnin og börnin þeirra af einlægum áhuga. Elsku afi okkar. Þakka þér fyrir árin sem þú gafst okkur og þá umhyggju sem þú ætíð sýndir. Þín minning verður ávallt ljós í huga okkar. Þín hlýtur að bíða bjartur og fallegur staður. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þorfinnur, Guðrún, Finnbogi og Hrefna Steinarsböm. Elsku afi minn. Mig langar að þakka þér fyrir samfylgdina í þessu lífi. Nú er þínu hlutverki á jörðinni lokið og þú ert farinn yfír í hinn andlega heim, laus við allan hrörleika og sjúk- dóma. Þar tekur amma á móti þér og allir ástvinir sem á undan hafa farið. Mikið held ég að þið verðið ánægð að hittast á ný. Eg veit að þú kvaddir sáttur og þráðir hvíld. Þú sagðir mér eitt sinn að þú vær- ir ekki hræddur við að deyja og trúðir á annað líf. Minningarbrot úr æsku streyma um hugann. Það er mér minnis- stætt þegar ég fékk að gista hjá ykkur ömmu á Hlíðarbraut 1. Þegar ég fékk að greiða síða fallega hárið hennar ömmu og æfa mig að flétta það. Amma var alltaf svo ljúf og góð og þú hress og kátur, sast oft með litlu forvitnu hnátuna í kjöltu þér og hlustaðir og talaðir við hana. Mér þótti svo gaman að skoða í kommóðuna þar sem amma geymdi allar hannyrðirnar sínar og bað hana stundum að sýna mér hvað hún væri nú búin að sauma, pijóna eða hekla. Mér fannst margt svo fallegt. Ofáar minningar á ég frá fjölskylduboðunum sem voru alltaf hjá ykkur á jóladag. Þið áttuð stóra fjölskyldu og vilduð halda henni saman. Það sem einkenndi ykkur bæði var samheldni, hlýja, um- hyggjusemi og hjálpsemi í garð barna ykkar, barnabarna og ann- arra samferðamanna. Þú varst fé- lagslyndur maður og eftir að hafa búið einn á Hlíðarbraut 1 í átta ár eftir lát ömmu ákvaðstu að flytja á Hrafnistu 76 ára gamall. Þá varst þú við góða heilsu og undir þér vel þar. Tókst virkan þátt í öllu félags- starfí sem fram fór á Hrafnistu, m.a. spilamennsku, dansi, útsaumi og margvíslegu föndri. Einnig keyrðir þú bíl ennþá og varst dug- legur að heimsækja börnin þín og önnur skyldmenni. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér og minni fjöl- skyldu og alltaf áttirðu eitthvert góðgæti til að gefa okkur. Kæri afi, minningarnar sem ég á um þig eru bjartar og góðar og þær mun ég varðveita. Þú varst mér góður afi. Vertu sæll, elsku afi minn, og takk fyrir allt. Við eig- um eftir að hittast aftur. Ég bið þér guðs blessunar í nýjum heim- kynnum. Far nú sæll í friðarlandið bjarta, farsæll þar, munt gleyma allri þraut, og göfug sál'þín guð í kærleik skarta hans gjöful hönd þig leiði rósabraut. (Þorfinnur Jónsson) Þín Steinunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.