Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ N VIÐSKIPTI Vísitala byggingar- kostnaðar óbreytt VÍSITALA byggingarkostnaðar er óbreytt milli mánaðanna ágúst og september, 217,5 stig, samkvæmt útreikningi Hagstofu Islands. Vísi- talan gildir fyrir október 1996 en miðað við eldri grunn er vísitalan 696 stig. Vístala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 6,3% síðastliðna tólf mánuði en síðustu þrjá mánuði nem- ur hækkunin 3,6% sem jafngildir 15,3% hækkun á heilu ári. Hagstofan hefur einnig reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í ágúst 1996. Vísitalan er óbreytt frá fyrra mánuði 147,9 stig. Sam- svarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteigna- veðlána í október er 3.232 stig. Þá kemur fram í frétt frá Hagstof- unni að leiga fyrir íbúðar- og at- vinnuhúsnæði sem samkvæmt samningum fylgi vísitölu húsnæðis- kostnaðar eða breytingum meðal- launa samanber lög nr. 62/1984 sé óbreytt frá 1. október og gildir það einnig um mánuðina nóvember og desember. Bætt afkoma Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri íyrstu sex mánuði ársins Hagnaður nam 39 millj. króna HAGNAÐUR Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri nam tæpum 39 milljónum króna á fyrri árshelmingi eða sem nemur tæpum 8,7% af veltu. Velta fyrirtækisins nam rúmum 445 millj- ónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en allt árið í fyrra nam hún 835 milljónum. Helstu lykiltölur úr milliuppgjöri félagsins eru sýndar á meðfylgjandi korti. Hagnaður Skinnaiðnaðar fyrir fjármagnsliði fyrstu scx mánuðina nam tæpum 76 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta tæpum 62 milljónum. Milliuppgjör var ekki gert hjá félaginu fyrir sama tímabil í fyrra þannig að sambærilegar tölur frá síðasta ári liggja ekki fyrir. 16% veltuaukning fyrstu átta mánuði ársins Hins vegar liggja nú fyrir tölur um rekstur Skinnaiðnaðar hf. fyrstu átta mánuði þessa árs og samkvæmt þeim námu tekjurnar rúmum 573 milljónum króna. Fyrstu átta mán- uðina í fyrra námu tekjur félagsins tæpum 496 milljónum og nemur aukningin milli ára því 77 milljónum eða 15,6%. Niðurstöður milliuppgjörsins eru í samræmi við það, sem stjórnendur Skinnaiðnaðar hf. höfðu gert sér vonir um að sögn Bjarna Jónasson- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Veltan hefur aukist talsvert, sem má að mestu rekja til þess að við seldum meira magn fyrri hluta árs- ins nú en á sama tíma í fyrra. Jafn- framt er verð fyrir fullunnar afurðir ívið hærra nú en í fyrra, segir Bjarni." Búist við svipaðri afkomu og á síðasta ári Bjarni á von á að rekstrarafkoma Skinnaiðnaðar hf. í árslok verði svip- uð og í fyrra en þá nam hagnað- urinn rúmum 68 milljónum króna. Gengi hlutabréfa í Skinnaiðnaði hf. haekkaði um 13% á Verðbréfa- þingi íslands í gær, úr 6,20 í 7,0. Frá ársbyrjun hefur gengi bréfanna hækkað um alls 133%. m Skinnaiðnaður hf. Úr milliuppgjöri janúar-júní 1996 Rekstrarreikningur Miiijonir króna 1996 1995 Rekstrartekjur 445,3 835,5 703.4 - Rekstrargjöld 358.2 Rekstrarhagn. f. fjármagnsl. og skatta 75,7 132,0 Fiármaunslióir -13,9 -31,7 Skattar (áætlaöir) 23,1 32,2 Hagnaður tímabilsins 38,6 68,2 Efnahagsreikningur Miiijónir króna ,30/6'96 31/12 »95 [ Eignir: \ Veltufjármunir 531,9 633,4 191,8 Fastafjármunir 187,1 Eignir samtals 719,0 825,1 1 Skuldir og Skammtím Langtímas Eigið fé eigiðfé:\ askuldir kulriir ggpggggp 292,3 130,3 437,9 135,1 252,2 296,4 Skuidir og eigið fé samtals 719,0 825,1 Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 41,2% 30,6% Veltufjárhlutfall 1,82 1,45 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 53,3 88,9 • FULLTRÚAR þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem hlutu viðurkenningar SÍFT. Heimasíða Oz hf. verð- launuð HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Oz hf. hlaut í gær viðurkenningu Samtaka töivu- og fjarskiptanot- enda fyrir bestu heimasíðuna á alnetinu. Finnur Ingólfsson, við- skiptaráðherra afhenti viður- kenninguna við hátíðlega athöfn á fundi samtakanna í gær. Auk Oz fengu fimm aðilar við- urkenningar fyrir heimasíður sínar á fundinum. Þannig fékk Bragi Halldórsson viðurkenningu fyrir bestu einstaklingssíðuna og veftímaritið Decode fékk viður- kenningu fyrir bestu frumsömdu siðuna. Netkaup hf., dótturfyrir- tæki Hagkaups, var verðlaunað fyrir bestu viðskiptasíðuna. Þá þótti Iceland Review skarta bestu landkynningarsíðunni og Alþingi hlaut viðurkenningu fyr- ir bestu upplýsingasíðuna. l±J£ £Mim jwlp '/¦** vri« kk* o o & ® o a $*& ffcfiwif ffeitö $*m*t\ faswftfss Pnrt Tillögur nefndar um upplýsingamál sam- þykktar í ríkisstjórn Nýsýnáupp- lýsingasamfélagið RIKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögur nefndar um stefnumótun um upplýsinga- samfélagið. Frá þessu var skýrt á fundi Samtaka íslenskra tölvu- og fjarskiptanotenda (SÍFT) í gær sem bar yfirskriftina „INFO 2000 upplýsingadagur á íslandi 1996". Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra mun á næstu dögum gera tillögurnar opinberar með form- legum hætti. Fram kom í ávarpi viðskiptaráð- herra á fundi SÍFT að honum hefði á grundvelli stefnuyfirlýsingar rík- isstjórnarinnar verið falið í október 1995 að skipa nefnd til að gera tillögur um stefnumótun um mál: efni upplýsingasamfélagsins. í nefndinni sátu tuttugu manns sem voru tilnefndir af ráðuneytum, hagsmunaaðilum og atvinnulífi. Formaður nefndarinnar var Tómas Ingi Olrich. Á vegum nefndarinnar var stofnað til níu starfshópa um helstu málaflokka upplýsingasam- félagsins. Málaflokkarnir voru eft- irtaldir: Iýðræði, lög og siðareglur, launafólk og neytendur, atvinnu- og viðskiptalíf, opinber stjórn- sýsla, fjarskipti og margmiðlun, menntun, vísindi og menning, heil- brigðisþjónusta og félagsmála- þjónusta og samgöngumál og ferðaþjónusta. Nefndin hefur fyrir nokkru skilað tillögum til við- skiptaráðherra undir heitinu „Framtíðarsýn ríkisstjórnar ís- lands um upplýsingasamfélagið". Byggjast þær á álitsgerðum starfshópanna. 200 manns tóku þátt í stefnumótuninni Beinir þátttakendur í stefnumót- unarvinnunni voru um 130 talsins en nokkrir fleiri komu að henni með óformlegum hætti. Lætur nærri að í framtíðarsýninni sé að fínna samræmt álit um 200 manna sem tengjast flestum greinum þjóð- lífsins. Finnur skýrði frá því að til- lögur nefndarinnar hefðu um nokkra hríð verið til umfjöllunar í ríkisstjórninni en verið samþykktar á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Tillögurnar yrðu væntanlega kynntar á næstu dögum. Búnaðarbanki fær Unisys kerfi ^^^ VÍBÐ flíáavér&lún / Nýbýlavegi'30 i Kópávosi • sími .554 6800. FORSVARSMENN Búnaðarbanka íslands og fjölþjóðlega upplýsinga- og tölvufyrirtækisins Unisys undir- rituðu í gær samning um endurnýjun á hugbúnaði sem notaður ér við af- greiðslu viðskiptavina hjá gjaldker- um og þjónusturáðgjöfum bankans. í frétt frá Búnaðarbankanum kemur fram að hið nýja þjónustukerfi bank- ans verði hannað með fullkomnustu aðferðum sem nú þekkist og eigi að leiða til fjölbreyttari þjónustu við viðskiptavinina ásamt því að gera bankanum kleift að bregðast skjótt við nýjum þörfum og nýjum aðstæð- um á starfsvettvangi bankans. Með þessum samningi sé bankinn enn að stíga skref í þá átt að nýta tölvu- tæknina til að efla þjónustuna og auka hagkvæmni í rekstri bankans. Unisys hefur til skamms tíma ekki verið fyrirferðamikið á markaði hér- lendis en er engu að síður mjög öflugt erlendis á ýmsum sérhæfðari sviðum upplýsingatækni, svo sem í upplýs- ingakerfum fyrir flugfélög og einnig fjármálaþjónustu. Hefur Unisys um langt skeið lagt áherslu á þróun hug- búnaðar fyrir hvers konar fjármála- þjónustu og eru afgreiðslukerfi frá fyrirtækinu í notkun í fjölda banka víða um lönd, að þvi er fram kemur í fréttinni. Umboðsaðili Unisys á ís- landi er tölvufyrirtækið Aco hf. Morgunblaðið/Kristinn SAMNINGAR undirritaðirí Búnaðarbanka íslands í gær. Stand- andi er Tony Ferguson, sölustjóri hjá Unisys en sitjandi frá vinstri: Jeff Gordon, framkvæmdasljóri hjá Unisys, Stefán Pálsson, bankastjóri, og Sveinn Jónsson, staðgengill bankastjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.