Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson. FRA úrslitaleiknum í bikarkeppni Suðurnesja. Talið frá vinstri: Sigfús Örn Árnason, Gísli Torfason, Svala K. Pálsdóttir, Friðjón Þórhallsson og Jóhannes Sigurðsson. BRIDS I) ni s "(ó n Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn Sandgerði í kvöld kl. 20 hefst þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Spilað er í húsi félagsins við Sandgerðisveg og hefst spilamennskan kl. 20. Á síðasta spilakvöldi var spilaður eins kvölds tvímenningur og sigruðu Jóhannes Sigurðsson og Gísli Torfa- son, hlutu 210. Halldór Aspar og Sigurjón Jónsson voru í öðru sæti með 191 og Björn Dúason og Valdi- mar Elíasson þriðju með 173. Topp-16 einmenningur var spil- aður hjá félaginu nýlega og sigraði Garðar Garðarsson með 111. Karl G. Karlsson varð annar með 110 og Björn Dúason þriðji með 106. Sam- hliða var topp-16 spilaður hjá Brids- félagi Suðurnesja. Þar varð efstur Óli Þór Kjartansson með 109. Gísli ísleifsson varð í öðru sæti með 104 og Guðjón Svavar Jensen þriðji með 99 stig. Eins og áður sagði hefst hraðsvei- takeppni í kvöld en frá og með næstu viku færast spiladagar Munins á fimmtudaga auk þess sem byrjað verður að spila kl. 19.45. Bikarkeppni Suðurnesja lokið Sveit Heiðars Agnarssonar sigraði í bikarkeppni Reykjaness sem lauk um helgina. Úrslitaleikurinn var milli sveitar Heiðars og Landsveitarinnar og var hann jafn og spennandi allan leikinn. Þegar 20 spilum var lokið áttu Suðurnesjamenn 6 impa en skulduðu 5 eftir þrjátíu spil. Lokalotuna unnu Suðurnesjamenn með 53 gegn 25 og þar með leikinn með liðlega 20 impa mun. í sigursveitinni spiluðu ásamt Heiðari þeir Gísli Torfason, Pétur Júlíusson, Jóhannes Sigurðsson, Hjálmtýr Baldursson og Einar Jóns- son. Silfurliðið var skipað Jóni Páli Sigurjónssyni, Friðjóni Þórhallssyni, Sigfúsi Erni Árnasyni, Sigurði Sigur- jónssyni, Borgþóri Pálssyni og Trausta Valssyni. Einar Jónsson, einn sigurvegar- anna, spilaði einnig í sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar sem á sama tíma spilaði til úrslita í bikarkeppni Brids- sambandsins. Hann hampaði því bæði gulli og silfri sama daginn. Bridsfélag Selfoss og nágrennis SL. fimmtudag var haldinn eins kvölds tvímenningur með þátttöku 10 para og urðu úrslit sem hér segir: Kristján M. Gunnarss. - Helgi G. Helgas. 127 Guðjón Bragas. - Kristinn Kristinss. 122 BrynjólfurGestss.-Guðm.Gunnarss. 119 Næsta mót á dagskrá er Suður- garðstvímenningur, sem spilaður er sem þriggja kvölda barómeter. Skráning er hjá Guðmundi, sími 482 2213. Byrjar spilamennska kl. 19.30 stundvíslega. Minningarmótið um Einar Þorfinnsson Hið árlega minningarmót um Ein- ar Þorfinnsson verður haldið í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands laugar- daginn 19. október. Skráning er nú hafin hjá Bridssambandi íslands í síma 587 9360 og hjá Guðmundi í síma 482 2213. Námskeið fyrir konur Bridsæfíngar/námskeið fyrir konur verður haldið í húsnæði BSÍ að Þönglabakka 1. Boðið verður upp á þriðjudags og/eða fímmtudagskvöld. Stefnt er að þvi að byrja í næstu viku. Leiðbeinandi verður Einar Jónsson. Nánari upplýsingar og skráning er á skrifstofu BSI s. 587 3960. H.U.IÍC KYNNINGARMIÐSTÖÐ R A N N 19 EVRÓPURANNSOKNA Upplýsingatækniáætlun ESB - ESPRIT - Kynningarfundur á Hótel Sögu 27. september kl. 14.00-15.30 Upplýsingátæknin er helsta áherslusviðið innan rannsóknar- og þróunaráætlunar ESB. Áætlunin hefur til ráðstöfunar 180 milljarða kr. til sam- starfsverkefna á sviði upplýsinga tækni. Verkefni sem áætlunin styrkir miðast sérstaklega við þarfir ii notenda og markaðarins. í tilefni af heimsókn hr. Metakidesar, yfirmanns upplýsingatækniáætlunarinnar, verður haldinn opinn fundur þar sem áhugasömum aðilum gefst tækifæri til að kynnast megináherslum ESB á sviði upplýsingatækni. Dagskrá: Upplýsingatækni, yfirlit yfir íslenskan hug- búnaðariðnað. - Oddur Benediktsson, Háskóla íslands. Kynning á upplýsingatækniáætlun Evrópu- sambandsins. - Hr. Metakides, yfirmaður upplýsingatækniáætl- unar ESB. Umræður og fýrirspurnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Rannsóknar- ráðs Islands í síma 562-1320. IDAG Með morqunkaffinu Ast er. að eiga góðan gvanna. 630 ¦Vf*> ,oWÍ'10 Farsi 5-17 SiiSSmm^mmmmmmmSímm^mCm^mSSmÍSmSm^ím tJAK6LAS$/CöOCTHA/2.T t ifösTna&úr/M/e/TXr fenguð þið *ima>?" Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk SAUTJÁN ára sænsk stúlka stúlka með áhuga á íþróttum, með margvíslega áhugamál: °g bréfaskriftum hljóðfærum: Kumiko Sato, 2-1-7 Higashihama Oita-shi, Oita-ken, 870 Japan. blásturs- Jessica Danielsson, Skorstensvagen 82, S-393 63 Kalmar, Sweden. SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á sænska meistaramótinu Linköping í ár. Alþjóðlegi meistarinn Robert Aström (2.425) var með hvítt og átti leik, en Emil Her- mansson (2.265) hafði svart. 40. Hxg7+! og svartur gafst upp því hann er mát H VITUR mátar í þriðja leik eftir 40. - Dxg7 41. Dxe6+ - Kf8 42. De8. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: Iauga@mbl.is Leita upplýsinga VIÐ erum nokkrir nemendur í Tjarnarskóla og erum að skrifa sögu hússins sem skólinn okkar er í, Lækjargötu 14b, eða gamla Búnaðarfélag- inu. Húsið var byggt um 1906 og er því 90 ára. Ætlunin er að halda sýningu, gera bók og heimildamyndband. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar, eiga gamlar myndir eða muni, sem komið gætu að gagni, eru beðnir að hringja í Tjarn- arskóla s. 562-4020 milli klukkan 8 og 14. Með þakklæti, fyrir hönd 9. bekkjar ASÞ; Harald G. Halldórsson Fáfnir Árnason Tapað/fundið Svartur Nike bakpoki SVARTUR Nike bak- pokimeð íþróttafatnaði tapaðist í húsnæði Tón- listarskólans í Reykja- vík Laugavegi 178 eða við biðstöð SVR og AV hjá Sjónvarpinu Lauga- vegi þann 10. sept- ember síðast liðinn. Finnandi hringi í síma 5546766. Kvenhanskar og myndarammi LÍTILL hvítur plastpoki týndist á Laugavegin- um fyrir stuttu. I honum var lítill silfurmynda- rammi og kvenhanskar. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í Kristínu í síma 565-8618. Hringur tapaðist GULLHRINGUR með gulgrænum steini tap- aðist í félagsvist aldr- aðra Hvassaleiti 58, fimmtudaginn 19. sept- ember. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 5530016. Budda f annst í Breiðholtinu SVÖRT budda fannst á sunnudag í Efra Breið- holti. Upplýsingar í síma 5571568. Gleraugu í selskinnshulstri KVENGLERAUGU í selskinnshulstri fundust á gatnamótum Hverfis- götu og Barónstígs síð- astliðinn föstudag. Upp- lýsingar í síma 551- 4706. Víkverji skrifar... ATHYGLISVERÐ tilraun er gerð á Húsavík um þessar mundir sem lesa mátti um hér í blaðinu sl. föstudag. íþróttafélagið Völsungur hefur stofnað íþrótta- skóla þar sem gerð er tilraun með alhliða þjálfun yngstu grunnskóla- barnanna en jafnframt dregið úr sérhæfingu eftir greinum og til- heyrandi keppnishörku. Börnunum er ekki skipt upp eftir íþróttagrein- um heldur er öllum boðið upp á grunnþjálfun í ýmsum greinum. Ahersla er lögð á alhliða líkams- og hreyfiþroska og félagslega gott umhverfi. Er hér um að ræða braut- ryðjendastarf Völsungs. Hér er vissulega hreyft þörfu máli. Það hefur verið mat margra að ungu íþróttafólki sé beint í keppni alltof snemma. Keppnis- andinn er magnaður upp hjá ung- viðinu strax og það getur sparkað bolta og þrýstingurinn er aukinn af æstum foreldrum sem hrópa hvatningarorð á hliðarlínunni. Von- andi tekst þessi tilraun vel hjá Völsungi svo önnur íþróttafélög geti fylgt í kjölfarið. VÍKVERJI átti þess kost fyrir nokkrum dögum að skoða sjóminjasafn Jósafats Hinrikssonar iðnrekanda. Er með hreinum ólík- indum hve safnið er orðið myndar- legt og ríkt af merkum munum. Mun safnið ásamt hinum myndar- lega iðnrekstri halda nafni Jósafats lengi á lofti. Vill Víkverji hvetja fólk til að skoða hið merka safn Jósafats. ER EKKI kominn tími til að setja upp veglegt minjasafn um verzlun á Islandi? Þessari hugs- un skaut upp í kolli Víkverja þegar hann ók um Ingólfstorg fyrir nokkrum dögum og framhjá því húsi sem hýsti um áratuga skeið Björnsbakarí. Húsið er nú komið í eigu Pósts og síma og bakaríið hætt starfsemi. En ennþá skartar húsið fagurlega útskorinni hurð með nafninu Björnsbakarí. í þessa hurð hafa tugþúsundir Reykvík- inga togað í gegnum árin. Hana þarf að varðveita og geyma á verzl- unarminjasafni. Víkverji man sem ungur dreng- ur eftir Haraldarbúð í Reykjavík. Skyldu enn vera til munir úr þeirri frægu verzlun? Hvað t.d. um flutn- ingakerfið sem flutti peninga með þrýstilofti og þótti mikið galdra- verk? Á Akureyri er KEA hætt verzlunarrekstri í húsi sínu við Hafnarstræti. Engu að síður hafa gluggapóstarnir haldið sér, en þeir mynda stafina KEA. Þá þarf að varðveita. Og áfram mætti telja. OG STUTT ábending til bíleig- enda að lokum. Nú þegar skammdegið fer í hönd kemur í ljós eins og venjulega á haustin að ótrúlega margir bílar eru ein- eygðir. Bíleigendur ættu að huga að þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.