Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÍB Trygging tekin til starfa: Tölurnar tala sínu máli - segir Árni Sigfússoh,'formaður FÍBf ÞETTA fer beint í skottið hr. Davíð. Þetta er í beinhörðu alvðru góðæri . ítalskir Bandaríkja- menn borða þingeysk eistu MIKIL eftirspurn er eftir hrúts- eistum á Bandaríkjamarkaði og þangað eru seld eistun úr öllum þeim hrútum sem koma til slátr- unar á Húsavík og Höfn, þeim tveimur sláturhúsum sem leyfi hafa til slátrunar á Bandarikja- markað. Frá sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsaví k fara hátt í 20 þúsund eistu á Bandarikja- markað í ár. Eistun eru hreins- uð, þvegin og hraðfryst og þann- ig eru þau flutt út. íslenskar sjáv- arafurðir annast söluna. Kaupandinn er einkafyrirtæki á austurströnd Bandaríkjanna og segir Þorgeir B. Hlöðversson Morgunblaðið/Árni Sæberg EISTUN hreinsuð í sláturhúsi KÞ á Húsavík. kaupfélagsstjórí að fólk af ítölsk- um ættum sé helstu neytendurn- ir. Eistun eru mikið notuð í sér- rétti á dýrum ítölskum veitinga- húsum. Þau eru sneidd niður, velt upp úr kryddblöndu og djúp- steikt. Ekki er vitað til þess að eistun séu súrsuð ytra og því yóst ítalirnir borða ekki súrsaða hrútspunga eins og íslendingar á þorrablótum. Þau tvö sláturhús sem hafa leyfi til að flytja út sláturafurðir á Bandarikjamarkað anna ekki eftirspurn. Þorgeir segir að verðið sé gott og telur hann að þetta sé eina afurð sauðkindar- innar sem skili hærra verði við útflutning en á innanlandsmark- aði. Formaður Landssambands hestamanna hættir Leit hafin ad nýjum formanni LJÓST er að stefnir í formannskjör á ársþingi Landssambands hesta- manna í október. Formaður sam- takanna Guðmundur Jónsson hefur lýst því yfír að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs og varaformað- urinn Guðbrandur Kjartansson mun sömuleiðis ekki gefa kost á sér en hann var endurkjörinn varaformað- ur á síðasta ári. Er leit hafín að nýjum formanni. Guðbrandur segir að sínir einka- hagir hafí breyst og staðan sé sú að hann hafi ekki þann frítíma frá vinnu sem hann telji sig þurfa til að geta sinnt embætti formanns svo vel fari. Úr stjórn eiga að ganga Krist- mundur Halldórsson, Jón Bergsson og Halldór Gunnarsson. Hafa þeir ekki gert upp við sig hvort þeir gefí kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Varðandi formanns- kjör kann svo að fara að leita verði af formanni út fyrir raðir stjórnar- manna því enginn þeirra kveðst til- búinn á þessari stundu til að taka að sér formannsembætti. Þess er þó að gæta að ekki er langur tími liðinn síðan Guðmundur tók þessa ákvörðun og sögðust aðrir stjórnar- menn að Guðbrandi undaskyldum ekki hafa hugleitt þessa nýju stöðu. Tveir stjórnarmenn þeir Sigur- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GUÐMUNDUR Jónsson, sem láta mun af formennsku i L.H. geir Bárðarson og Jón Bergsson tóku þó skýrt fram að þeir myndu ekki gefa kost á sér í formanns- kjör. Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum hvort leitin að nýjum formanni berist út fyrir stjórnina. Rannsóknir á bakteríum í munnholi Verðlaunaður fyrir uppgötvun á nýjum sýklahópi Gr mjog unnsteinn Haralds- on líffræðingur stundar masters- nám hjá Peter Holbrook prófessor í örverufræði við sýkladeild Háskóla íslands. Hann fékk fyrstu verðlaun á tannlæknaþingi fyrir unga efnilega vísindamenn í Berlín nýlega, fyrir rann- sóknir sínar á bakteríum í munnholi en þær eru taldar geta valdið tannholds- bólgu. - Út á hvað ganga verðlaunarannsóknir þín- ar? _ „Úti í Berlín var ég að kynna rannsókn sem ég hef gert á samanburði á grein- ingaraðferðum fyrir tann- holdssýkla og auk þess bakteríur sem ég tel að séu nýr hópur tannholdssýkla sem tengjast sjúkdómum sterklega. Þetta er bakteríutegund sem kekkjar rauð blóðkorn og hefur verið talið þáttur í sýkingar- mætti. Þær valda tannholdsbólgu og halda til niðri í tannholdinu á milli tannrótarinnar og gómsins." - Var hvergi vitað áður um tilvist þessara baktería? „Hluti af þeim var óþekktur og hafa ekki fundist áður. Það eru mjög skyldar bakteríur annars staðar í líkamanum eins og í leg- göngum meðal annars. Þær þola ekki súrefni og kallast loftfælnar bakteríur og í munnholinu kemst ekkert súrefni að þeim. Þær nær- ast aðallega á vörnum líkamans, brjóta niður prótein og eyða bein- inu sem liggur að tönninni þannig að tönninn vill losna og detta úr. Þær lifa sem sagt að töluverðu leyti á því sem að líkamainn notar til að losa sig við þær - Er þær að finna í öllum mönnum? „Það bendir margt til þess að þær séu bara í sjúklingum. Við sem vinnum að rannsóknunum höfum bara fundið þær í níu sjúkl- ingum sem allir eru með tann- holdssjúkdóma og beineyðingu í kringum tennur. Þó að við höfum ekki fundið þær enn í heilbrigðu fólki þýðir það ekki að þær finnist ekki þar? - Hvaðan koma þessar bakter- íur, hverjar eru smitleiðirnar? „Þær koma með smiti eins og aðrar bakteríur gera. Það eru bakteríur alls staðar í kringum okkur og 90% af frumunum í lík- amanum eru bakteríur. Þær smit- ast jafnt með kossum af hnífapör- um og fleiru. Það hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir bakteríu að komast af einum stað á annan. Þetta er samt aðeins ----------- einn hópur af mörgum sem valda tannholds- sjúkdómum og margir þeirra eru þekktir. Bakterían er frekar sjaldgæf en tannholdssjúkdómar eru ekki óalgengir." - Skoðar þú leiðir til að vinna gegn þeim? „Rannsóknin fer ekki út í með- ferðina eða klíníska greiningu á sjúklingum. Það eru deilur um hvort á að nota sýklalyf eða aðrar aðferðir gegn þeim. Það hefur til dæmis gefist vel að skafa innan úr tannholdinu og jafnvel skera fyrir þeim. Sýklalyfin hafa líka reynst vel en vandamálið með þau er að ónæmi fer vaxandi. Það hafa aftur á móti ekki verið gefin sýklalyf gegn okkar bakteríum enn þá." - Hvernig fer samvinna þín við tannlækna og sjúklinga fram? Gunnsteinn Haraldsson Eyða beini og valda tann- holdsbólgum ?Gunnsteinn er útskrifaður úr Menntaskólanum við Sund. Hann útskrifaðist með BS próf í líffræði frá Háskóla íslands 1995 og stundar nú mastersnám í örverufræði við sama skóla. Hann er fæddur 18. október 1970 og er í sambúð með Eddu Sigurdís Oddsdóttur. „Það eru tekin sýni úr sjúkling- um sem koma hingað á deildina í skoðun auk þess sem við fáum sýni frá tannlæknum úti í bæ. Mitt hlutverk er að rækta bakter- íur upp úr þessu og staðfesta hvort þessir þekktu tannholdssýklar séu til staðar." - Hvert verður framhaldið á þinni vinnu? „Upp úr rannsóknunum verða væntanlega skrifaðar tímarits- greinar sem fara í erlend fagtíma- rit á sviði munnholsörvera og tannlækninga auk þess sem ég mun væntanlega skrifa masters- ritgerð á íslensku." - Hvernig eru atvinnuhorfur í faginu hjá þér eftir nám. „Atvinnuöryggi í svona rann- sóknarstörfum er alveg geysilega lítið. Þetta veltur allt á styrkjum frá Rannsóknarráði sem eru veitt- ir til eins árs í senn. Ég er samt búinn að vera nokkuð heppinn og næ væntanlega að klára masters- námið en hvað við tekur veltur á þeim sem veita peninga í þetta. Ég vona að verðlaunin þarna úti veiti mér eitthvert brautargengi. Viðurkenningin er fagleg og kem- ur manni vonandi til góðs og er í raun staðfesting á að maður hafi verið að gera eitthvað sem skiptir máli. Verðlaunin felast í ferðastyrk til að taka þátt í ráð- - stefnu í Orlando í Bandaríkjunum í mars á næsta ári. Þar mun ég fara með sama mál og í Berlín." - Hversu mikilvæg er uppgötvun þín talin vera? „Það er náttúrlega alltaf verið að gera nýjar uppgötvanir í þessu fagi sem eru svo mismerkilegar. Við viljum náttúrlega meina að þetta sé mjög merkilegt þó eín- hverjir vilji sjálfsagt deila um það.' - Hvaðan kom áhugi þinn á örverurannsókn um ? „Það var ekki um auðugan garð að gresja þegar ég útskrifaðist og ákvað að snúa mér að örverum. Það var eiginlega hálfgert slys að ég fór út í þetta því þetta var eitt af fáum tækifærum sem voru í boði en ég sé ekki eftir því enda hef ég öðlast mikla reynslu í þess- um rannsóknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.