Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens P&GAK NÁOSTHBFuKi VAi-ÞM 7Ó-7Ó/NU £/?f J^% ^5" HÆérAP éene/i alls ' i<Ofi/AÆ B/ZBLLU/Zf Grettir B 5P^f TTUMSrJ 1 Tommi og Jenni */[)KAKHS ég Cyg afdre^J "X / ^&tii ^Sr VpTo *) Ml 31 pl h-s^ Ferdinand BREF rrr ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is EINAR Þór Daníelsson, KR, í baráttu um knöttinn við Jón Grét- ar Jónsson, Val. Fyrir aftan þá er Gylfi Orrason, dómari. Um dómara Frá Ernu Einarsdóttur: KNATTSPYRNA er ein vinsælasta íþróttagrein sögunnar. Nýafstaðin Evrópukeppni sýndi vel hve knatt- spyrna er stór hluti af lífi heilla þjóða. Flestir voru ánægðir með framkvæmd hennar en margir lýstu áhyggjum sínum vegna dómaranna. Menn gagnrýndu dómgreindarleysi og geðþóttaákvarðanir þeirra sumra sem í raun réðu úrslitum í stórum leikjum. Hlutur dómarans er stór í knattspyrnunni og skiptir því miklu að þeir séu undir ná- kvæmu eftirliti sjálfstæðrar gæða- og aganefndar. Ahorfendur missa áhuga á íþróttinni ef duttlungar dómara ráða fremur úrslitum en leikni, skipulag og æfingar liðanna. Silfurfat Eins og vænta má hafa íslenskir dómarar lika verið gagnrýndir. Einn hefur þó verið sýnu umdeildastur í sumar; Gylfi Orrason. í úrslitaleik í bikarnum milli ÍBV og ÍA dæmdi hann vítaspyrnu á Eyjamenn sem menn hafa ekki getað sætt sig við þrátt fyrir fjölmargar sjónvarpssýn- ingar á téðu atviki. Þessi umdeildi dómur skipti sköpum í leiknum og færði Skagamönnum bikarinn á silfurfati. Fleiri dómar Gylfa hafa þótt vafasamir, en hann kappkostar að láta að sér kveða sem röggsam- ur dómari. Hann dæmdi síðast leik KR og Stjðrnunnar um helgina. í leikslok var staðan 1-1 og Kr-ingar sáu fram á hreinan úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn við ÍA. Þeg- ar nokkrar mínútur voru liðnar fram yfir venjulegan leiktíma og úrslitin í raun ráðin vísaði Gylfi ein- um besta leikmanni KR, Einari Þ. Daníelssyni, af leikvelli. Fæstir í stúkunni skildu upp né niður í þess- ari ákvörðun og sjónvarpsmyndir af téðu atviki sýna ekki að Einar hafi gert sig sekan um brot sem réttlætti þessa ákvörðun. Afleiðingar Þau völd sem dómaraflautan færir Gylfa Orrasyni virðast hafa þau áhrif að dómgreind og skilning- ur á mannlegu eðli hverfur algjör- lega og knattspynuvellina virðist hann nota til að leysa persónuleg vandamál sín. Afleiðingarnar eru geigvænlegar. Hann brýtur ólög- lega á leikmönnum sem ekkert hafa til saka unnið annað en að gefa sig alla í íþrótt sína. Hann brýtur á áhorfendum og fylgismönnum lið- anna sem vilja sjá jafna og drengi- lega keppni þar sem dómarinn leik- ur ekki aðalhlutverkið á leikvellin- um. Hann brýtur á sjálfri knatt- spyrnunni sem ekki fær að þróast og blómstra þegar menn eins og Gylfi Orrason taka sér alræðisvöld í 90 mínútur. Það er krafa mín sem áhorfanda og knattspyrnuunnanda að tekin verði afstaða til framgöngu Gylfa á íslandsmótinu í sumar. Væri hann leikmaður hefði hann ekki komist í lið en nú er kominn til tími til að flauta hann endanlega útaf. ERNA EINARSDÓTTIR, Tjarnarmýri 10, Reykjavík. Hyað skal segja? 21 Væri rétt að segja: Honum hlakkar til jólanna. Rétt væri: Hann hlakkar til jólanna. Ég hlakka til jólanna. Þú hlakkar til jólanna. Hann hlakkar til jólanna. Barnið hlakkar til jólanna. Börnin hlakka til jólanna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.