Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 17 VIÐSKIPTI Tap Sumitomo er enn meira en ætlað var London. Reuter. SUMITOMO fyrirtækið í Japan hefur skýrt frá því að það hafi tapað enn meir á koparviðskiptum en ætlað var, en mörgum spurning- um um dularfulla stöðu þess á málmmarkaði heimsins er ósvarað. „Heimskulegt væri að ætla að málinu sé hér með lokið," sagði sérfræðingur verðbréfafyrirtækis Brandeis í London. Sumitomo segir að tapið hafi hækkað í 2.6 milljarða dollara úr 1.8 milljörðum þegar það hafí ver- ið gert upp. Óvissu gætir á málm- markaði, því að ekki er vitað hvort hugsanlegir viðskiptabankar Sumitomo verða að selja meiri kopar. Koparverð hækkaði um tíma í London um 10 dollara í 1953 doll- ara tonnið. Síðan Sumitomo skýrði fyrst frá tapi sínu í júní hefur ver- ið óttazt að fyrirtækið verði að selja gífurlegt magn af kopar til að bæta stöðu sína. Síðar um dag- inn lækkaði verðið á málmmark- aðnum í London (LME) og loka- verðið var svipað og sólarhring áður, um 1925 dollarar. Talið er að fyrrverandi starfs- maður Sumitono, Yasuo Haman- aka, sem nú kann að verða saksótt- ur, hafi hamstrað kopar til að reyna að ráða verðinu. Sumitomo hafði mikil umsvif á koparmarkaði og seldi viðskipta- vinum um 600.000 tonn á ári. í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að það hafí eingöngu tapað á viðskipt- unum í London. Faldar koparbirgðir? Spurningin er hvort verulega miklar birgðir hafa verið faldar," sagði annar verðbréfasérfræðingur í London. „Um það er ekki hægt að dæma að svo stöddu, en svarið virðist vera nei." Verðið hefur hækkað um 100 dollara síðustu daga og sérfræð- ingur verðbréfasölu Rudolf Wolff telur að það geti haldið áfram að hækka og farið í yfir 1970 dollara, sem hefur verið erfið „hindrun" fram að þessu. Aðrir segja um- frambirgðir stuðla að verðlækkun. Búizt er við óvissu og óróa. Alcatel vill sam- einast Thomson Parfs. Reuter. ALCATEL Alsthom SA í Frakk- Iandi hefur skýrt frá fyrirætlunum um að gera ríkisrekið hergagna- og rafeindafyrirtæki, Thomson SA, að öðrum helzta hergagnaseljanda heims og öflugum neytendarisa. Serge Tchuruk stjórnarformað- ur sagði að tilboð Alcatel í Thom- son hefði verið kynnt frönsku ríkis- stjórninni. Hinn bjóðandinn í Thomson, Lagardere Groupe, hef- ur ákaft reynt að afla stuðnings stjórnarinnar. Tchuruk kvað Alcatel vilja eign- ast allt fyrirtækið Thomson SA, það er bæði Thomson-CSF, sem er ábatasamt, og rafeindafyrirtæk- ið Thomson Multimedia, sem tap er á. Hann sagði að Alcatel mundi leita eftir víðtækri samvinnu við annað stórfyrirtæki til að koma Thomson-CSF í annað sæti meðal hergagnafyrirtækja heims. Þannig muni fyrirtækið fara fram úr GM Hughes Electronics Corp, en koma á eftir Lockheed Martin. Tchuruk sagði að með samein- ingu Alcatels og Thomson-CSF yrði til leiðandi fyrirtæki á sviði herfjarskiptakerfa, sem væri að fá síaukna þýðingu í nútímahernaði. Thomson Multimedia er fremsta sjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna vegna vörumerkjanna RCA og General Electric, en í öðru sæti í Evrópu á eftir Philips. Á heimsmarkaði rafeindatækja til heimilisnota er Thomson Multi- media í fjórða sæti á eftir Sony og Mitsubishi í Japan og Philips í Evrópu. Vilja hvíld á ferðalögum í viðskipta erindum London. Reuter. EVRÓPSKA kaupsýslumenn dreymir um að nota viðskiptaferðir til sjálfsbetrunar, lesa skáldsögur eða sofa, en sárafáir gera það sam- kvæmt skoðanakönnun. Fimmtíu og sex af hundraði ferðamanna verja tíma sínum til að vinna þegar þeir ferðast, þótt 90% þeirra telji að hvíld og afslöpp- un mundi bæta frammistöðu þeirra í starfi samkvæmt könnun greiðslukortafyrirtækisins Visa. Bretar og Svíar voru líklegastir til að blunda á ferðalögum, en flestir evrópskir starfsbræður þeirra sðgðust ekki hafa tíma til þess. Sístarfandi franskir, spænskir og tyrkneskir ferðamenn vildu heldur vinna. Tæplega helmingur ítala, sem spurðir voru, kváðust vilja nota ferðalög til sjálfsbetrunar, en að- eins 20% tókst það. Þótt Frakkar hafi orð fyrir að vera rómantískir sögðust aðeins 38% franskra ferðamanna vilja taka maka sinn með í viðskipta- ferðir, samanborið við 58% Breta og um helming flestra annarra evrópskra ferðamanna. N- Sölumaður óskast til að selja norrænt merki - tákn - sem er hand- unnin eftirlíking af „víkingaskipinu Oseberg" - beint til fyrirtækja og stofnana. Sími 00 47 22 11 54 55, símbréf 00 47 22 69 40 43. 11' ¦ ' um land allt athugið! Fundaferð RSÍ verður sem hér seglr* Miðvikudagur 25. september: í Keflavík aö Tjarnargötu 7 kl. 18:00 Fimmtudagur 26. september: Á Akranesi að Kirkjubraut 40 kl. 18:00 Föstudagur 27. september: Á Sauðárkróki að Sæmundargötu 7A kl. 18:00 Laugardagur 28. september: Á Akureyri að Skipagötu 14 kl. 11:00 Þriðjudagur 1. október: Á Egilsstöðum í Hótel Valaskjálf kl. 20:00 Miðvikudagur 2. október: Á Höfn á Hótel Höfn kl. 20:00 Fimmtudagur 3. október: Á Selfossi að Eyrarvegi 15 kl. 18:00 Laugardagur 5. október: í Reykjavík, í félagsmiðstöðinni kl. 11:00 Mánudagur 7. október: í Vestmannaeyjum á Hótel Bræðraborg kl. 20:00 Þriðjudagur 8. október: Á ísafirði á Hótel ísafirði kl. 20:00 Á fundina mætir formaður RSÍ og fulltrúar aðildarfélaga sambandsins. Auk þessara funda verða haldnir vinnustaöafundir um land allt Dagskrá: 1. Kynning og afgreiðsla á kröfugerðum RSÍ vegna komandi kjarasamninga. 2. Samninganefndir. 3. Breytingar á löggjöf. 4. Umræður um starfsemi RSÍ. 5. Önnur mál. Tilefni: Endurnýjun kjarasamninga RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Sterkt samband

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.