Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 11 FRETTIR Nýir gripavagnar auka hag- kvæmni í fjárflutninffum Höfn. Morgunblaðíð. FYRIR skömmu flutti Kaupfélag Austur-Skaftfellinga inn tvo gripa- vagna í samvinnu við Bílabúðina H. Jónsson og co. Annan vagninn notar KASK til að flytja fé fyrir eig- ið sláturhús en hinn vagninn keypti Sláturfélag Suðurlands. Vagnarnir eru bandarískir að upp- runa en fluttir inn notaðir frá Kanada. Þeir eru um 13 metra lang- ir og geta flutt allt að 320 fj'ár á þremur hæðum. Stytta þurfti vagn- ana nokkuð vegna hámarkslengdar sem leyfð er hér á landi. Til að auka hreinlæti og um leið bæta aðbúnað fjárins voru smíðaðar trégrindur á öll gólf sem eru hreinsuð með há- þrýstidælum eftir hverja ferð. Að sögn Pálma Guðmundssonar, kaupfélagsstjóra, hefur gripavagn- inn staðist allar væntingar og sé hann grundvöllur þess að sækja fé jafn langa leið og nú er gert enda lækkar flutningskostnaður með til- komu hans. KASK hefur nú leyfi til að flytja fé allt frá Jökulsá á Sólheimasandi og hefur jafnframt Morgunblaðið/Stefán Ölafsson NÝR gripavagn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. sótt um leyfi til að halda vestar. Áður en vagninn var tekinn í notk- un heyrðust úrtöluraddir og efasemd- ir um að slíkur vagn væri nothæfur við íslenskar aðstæður. Pálmi telur að reynslan, þó stutt sé, sýni annað. Þetta sé stór vagn sem ekki komist hvert sem er en henti prýðilega þar sem rúmt er. Vel gengur að koma fénu í vagninn en það gengur upp landganginn beint af jörðinni og inn. Fyrst er fyrsta hæðin fyllt, þá sú þriðja og að lokum miðhæðin. Tók tæplega eina klukkustund að setja í hann um 300 fjár í Kerlingardal sl. sunnudag og innan við hálftíma að tæma hann á Höfn. Aksturstíminn þessa 270 km leið var um 4'/j klukku- stund. Vel fór um féð enda rúmt um það. Loftræsting er ákaflega góð og því myndast enginn raki vegna svita af fénu og ekkert virðist ná að rigna inn í vagninn þrátt fyrir loftræstigöt- in á hliðum hans. íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið Sjávarútvegsráðstefna Evrópusambandsins og sjávarútvegsráðuneytisins Hótel Sögu - 27. september 1996 Ráðstefna um sjávarútvegsmál og samskipti ESB og Islands á sviði sjávarútvegs. Ráðstefnan er ætluð forystumönnum í sjávarútvegi, stjórnmálamönnum, opinberum aðilum, fulltrúum launþega, forystumönnum í verslun og viðskiptum og áhugafólki um sjávarútvegsmál og Evrópumálefni. 11:30 Innritun 12:00 Hádegisverður með Emmu Bonino í Ársal Ávarp flytur Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra 13:30 Sjávarútvegsstefna ESB og samskiptin við Island Emma Bonino, framkvæmdastjóri sjávarútvegsdeildar ESB í Brussel 13:50 Fyrirspurnir 14:00 Efnahagslegt mikilvœgi fiskveiðistjórnunar Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna 14:20 ESB og sjávarútvegsmál; sjónarmið íslenskra fiskimanna og fiskverkafólks Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands 14:40 Nœstum því aðild Þórunn Sveinbjarnardóttir, talsmaður Evrópusamtakanna 15:10 Kaffihlé - veitingar 15:30 Okkar leið - stjórnkerfi með framseljanlegum aflakvótum Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. 15:50 ESB og sjávarútvegshagsmunir Islendinga Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands 16:10 Island og Evrópusambandið John Maddison, sendiherra ESB á íslandi og Noregi 16:30 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Ólafur Þ. Stephensen, blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Ráðstefnugjald, sem innifelur hádegisverð og kaffi, er kr 2.500.- Vinsamlega tilkynnið þátttöku til KOM ehf. í síma 562 2411 eða með faxi 562 3411, fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 25. september nk. Ræður erlendra ræðumanna verða túlkaðar samtímis af ensku yfir á íslensku. Fyrirspumir verða leyfðar eftir hvert erindi. Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér rétt til að breyta dagskrá vegna ófyrirsjánlegra atvika. Umsjón og skipulag KOM ehf. Ráðstefnan er haldin af Evrópusambandinu (ESB) og sjávarútvegsráðuneytinu í samvinnu við Fiskveiðasjóð \ \ í I Hvernig sjónvarpstæki fengirðu þér ef þú ynnir 44 milijónir í Víkingalottóinu? P FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS Sjávarútvegsráðuneytið TT# Til mikils að vinna! Alla mið vikudaga fyrir kl 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.