Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 1
88 SIÐUR B/C/D
219.TBL.84.ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Rúmlega 30 fórust með DC-3 Dakota-vél
Flugstjóri tilkynnti
um bilun í hreyfli
Den Helder. Reuter.
ALLIR, sem um borð voru, í 55
ára gamalli DC-3 Dakota flugvél,
fórust er hún steyptist í Norðursjó
um miðjan dag í gær. Skömmu
áður tilkynnti flugstjóri hennar
um bilun í hreyfli. Um borð voru
32 menn, 26 farþegar og 6 manna
áhöfn.
Flugstjóri vélarinnar sagði að
bilun væri í einum hreyfli vélarinn-
ar og hugðist reyna nauðlendingu
á herflugvellinum í De Kooy en
tókst ekki að koma í veg fyrir að
vélin steyptist í sjóinn. Seinnipart-
inn í gær sást í nokkur Iík farþega
sem voni spennt í sæti sín en í
gærkvöldi voru öll líkin fundin.
Einn maður lifði slysið af en lést
skömmu eftir komuna á sjúkrahús.
Eigandi vélarinnar var hol-
lenskt félag áhugamanna um Da-
kota-vélar og var hún eina vél
sinnar tegundar í Hollandi í flug-
hæfu ástandi. Var hún aðallega
notuð til útsýnisflugs. Vélin var á
leið til Amsterdam úr stuttri
skemmtiferð til eyjarinnar Texel,
skammt undan strönd Hollands.
Um 11.000 Dakota-vélar voru
smíðaðar á árunum 1935-1948 og
er talið að um 1.000 þeirra sé enn
flogið.
Ákveðið að gera
aðgerð á Jeltsín
i. Reuter.
HJARTASÉRFRÆÐINGAR ákváðu
í gær að gera hjartaaðgerð á Borís
Jeltsín Rússlandsforseta en frestuðu
aðgerðinni jafnframt um sex til átta
vikur. Frestunin eykur enn á pólitísk-
an óstöðugleika vegna valdabaráttu
innan Kremlar og efasemda um þvert
raunverulegt vald forsetans sé. I gær
bættist Míkaíl Gorbatsjov, fyrrver-
andi Sovétleiðtogi, í hóp þeirra sem
krefjast þess að forsetinn segi af sér
sökum heilsubrests.
Hjartalæknarnir kváðust í gær
fresta aðgerðinni á Jeltsín til að aúka
Uppskurði frestað
um 6-8 vikur
möguleika hans á því að komast til
heilsu á ný eftir hana. Sagði Andrej
Vorobíjov, sem fer fyrir læknaráðinu,
að hið mikla vinnuálag, sem verið
hefði á forsetanum í sumar, hefði
„leitt til erfiðleika sem gerðu aðgerð
nú lítt fýsilega". Ljóst er að Jeltsín
verður frá störfum í að minnsta kosti
þtjá mánuði til viðbótar, þar sem
reiknað er með því að hann verði upp
undir tvo mánuði að jafna sig eftir
aðgerðina. Spá stjómmálaskýrendur
því að nú taki við tími stöðnunar,
þar sem fjölmörgum mikilvægum
ákvörðunum verður frestað.
Óstoðugleikinn í rússneskum
stjórnmálum kom skýrt fram í gær
er Alexander Lebed, yfirmaður Or-
yggisráðs Rússlands, varaði við því
að uppreisn í hernum kynni að vera
yfirvofandi, vegna þess að hermenn
hefðu ekki fengið Iaun sín greidd.
■ Varar við hættu/23
Reuter
BJÖRGUNARMENN leita í flaki DC-3 Dakota-vélarinnar sem kom niður á sandrifi í Norðursjó, skammt undan ströndum
Hollands. Allir sem um borð voru, 26 farþegar og 6 manna áhöfn, fórust.
Ólga í Armeníu
Skotið á
andstæðinga
forsetans
Jerevan, Reuter. Morgunblaðið.
TIL átaka kom við forsetahöllina 1
Jerevan í Armeníu í gærkvöldi er
þúsundir stuðningsmanna Vazgen
Manukyan, annars frambjóðenda í
forsetakosningunum um síðustu
helgi, gerðu aðsúg að höllinni.
Lögregla skaut viðvörunarskotum
yfir höfuð fólksins, sem mótmælti
yfirlýsingum um að Levon Ter-Petr-
osyan, forseti landsins, hafi sigrað
í kosningunum. Sögðu yfirvöld að
enginn hefði látið lífið í átökunum.
Islenskir skákmenn, sem keppa á
Ólympíuskákmótinu í Jerevan, urðu
skothríðarinnar varir, þar sem þeir
voru staddir á veitingahúsi skammt
frá er hún hófst.
■ Mikil reiði/31
Mannskæð átök á
V esturbakkanum
Jerúsalem. Reuter.
Próf til
að greina
kúariðu
Los Angeles. Reuter.
BANDARÍSKIR vísindamenn
hafa þróað próf til að greina
kúariðu í lifandi dýrum. Kann
þessi uppgötvun, sem kynnt er
í The New England Journal of
Medicine, að koma í veg fyrir
að tugþúsundum nautgripa
verði slátrað í Bretlandi til að
hefta útbreiðslu veikinnar.
Vísindamennirnir komust
að því að ákveðið prótein
myndast í líkama manna,
nautgripa og annarra dýrateg-
unda sem sýktar eru af kúa-
riðu eða sjúkdómum skyldum
henni. Prótein þetta myndast
ekki þegar um aðrar tegundir
hrörnunarsjúkdóma er að
ræða.
Hingað til hefur ekki verið
hægt að greina kúariðu nema
með því að kryfja heila dýra
sem talið er að hafi verið sýkt.
ÍSRAELSKIR hermenn skutu að
minnsta kosti fjóra Palestínumenn
til bana og særðu rúmlega 300 þeg-
ar átök blossuðu upp á Vesturbakk-
anum í gær. Þrír þeirra sem biðu
bana voru palestínskir lögreglu-
menn. Þetta eru alvarlegustu átök
ísraela og Palestínumanna frá því
ísraelar hófu brottflutning her-
manna frá Vesturbakkanum og
Gaza-svæðinu í maí 1994.
Átökin minntu mjög á intifada eða
uppreisn Palestínumanna gegn ísra-
elum á árunum 1987-93, en eini
munurinn er sá að nú eru 30.000
vopnaðir palestínskir lögreglumenn
á sjálfstjórnarsvæðunum. Palestínu-
mennirnir voru að mótmæla nýjum
jarðgöngum nálægt helgum stað
múslima í Jerúsalem og köstuðu
grjóti og flöskum að ísraelsku her-
mönnunum í varðstöð við útjaðar
Palestínskir lög-
reglumenn falla í
bardaga við ísra-
elska hermenn
Ramallah, norður af Jerúsalem. Þá
kom einnig til átaka í Betlehem.
Hermennirnir svöruðu árásinni
með skothríð. Að sögn sjónarvotta
komu þá palestínskir lögreglumenn
og skutu á hermennina. Israelskt
herlið var síðar sent inn á sjálfstjórn-
arsvæðið til að reyna að binda enda
á átökin og palestínskir lögreglu-
menn reyndu að koma í veg fyrir
frekai'i árásir á varðstöð hermann-
anna.
Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórn-
arsvæðanna, hafði hvatt Palestínu-
menn til að mótmæla jarðgöngunum
og óeirðir blossuðu upp í Austur-
Jerúsalem og á nokkrum stöðum á
Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu.
„Vísvitandi blekkingar"
Moshe Katzav, staðgengill Benj-
amins Netanyahus, forsætisráðherra
Israels, sagði að stjórnin hefði haft
samband við leiðtoga sjálfstjórnar-
svæðanna til að freista þess að draga
úr spennunni.
Netanyahu var í París og sagði
að svo virtist sem átökin hefðu bloss-
að upp vegna villandi upplýsinga og
kvað ekkert hæft í ásökunum Ara-
fats um að Israelar hefðu svívirt
helgan stað múslima með jarð-
göngunum. „Ég tel að hér sé um
að ræða villandi upplýsingar og vís-
vitandi blekkingar - tilraun til að
æsa fólk upp án nokkurs tilefnis."
Router
ÍSRAELSKIR lögreglumenn
handtaka Palestínumann í
austurhluta Jerúsalem.