Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 26. SEFfEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veitustofnanir kaupa Hvammsvík af Lögreglufélagi Reykjavíkur Kaupverð jarðarinnar 26,2 milljónir kr. FULLTRÚAR meirihluta R-listans samþykktu á stjórnarfundi Veitu- stofnana Reykjavíkurborgar í gær að kaupa land Hvammsvíkur í Kjós- arhreppi af Lögreglufélagi Reykja- víkur að tillögu hitaveitustjóra. Kaupverðið er 26,2 milljónir kr. „Standa í samkeppni við einstakling um kaupin“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórninni sátu hjá við afgreiðsluna og skiluðu bókun þar sem lýst er vanþóknun á hvernig staðið var að kaupunum. Reykjavíkurborg hafi engan augljósan ávinning af því að standa í samkeppni við einstakling, sem gert hafði kauptilboð í jörðina, um kaup á þessu landi, og í ljósi þeirrar gagnrýni sem margir full- trúar R-listans hafi látið falla þegar borgin keypti jarðhitaréttindi ájörð- inni af lögreglufélaginu á sínum tíma, séu kaupin á landinu nánast óskiljanleg. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana, segir að Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna við- skiptin harðlega hálfgerð pattstaða hafi verið í Hvammsvíkurmálinu undanfarin þrjú ár eða síðan Hitaveitan keypti jarðhitaréttindin af Lögreglufélag- inu. Jarðhitaréttindin hafí ekki nýst Hitaveitunni, ekki sé fyrirsjáanlegt að þau muni nýtast í náinni fram- tíð og þau séu óseljanleg ein og sér. Því hafi margt mælt með því að jörð og jarðhitaréttindi væru sameinuð á ný. Um er að ræða jarðirnar Hvamm og Hvammsvík, sem í daglegu tali kallast Hvammsvík. Lönd jarðanna iiggja saman og mynda samtals 600 hektara lands. Á landinu eru tvö íbúðarhús, hesthús og hlaða, áhaldaskemmur og tvö minni hús. Þá er þar skáli sem í er veitingaað- staða og aðstaða fyrir veiðimenn og kylfinga en á svæðinu er 9 holu golfvöllur, veiðitjörn, flotbryggja og skipulagt sumarbústaðaland fyrir 44 sumarbústaði. Sala eða nýting til útivistar I bókun fulltrúa R-listans segir að fulltrúar hans hafi hvatt Lög- reglufélagið til að selja jörðina öðr- um aðila. Ekki hafí hins vegar gengið saman með félaginu og þeim einstaklingi sem falaðist eftir jörð- inni og þá hafi félagið enn á ný óskað eftir viðræðum um kaup Hitaveitunnar á jörðinni. Að athug- uðu máli hafi verið talið rétt að kaupa jörðina sama verði og Lögre- glufélaginu hafi boðist. Rökin eru m.a. sögð að til greina komi að selja Hvammsvík ásamt jarðhitaréttindunum í einu lagi en einnig komi til greina að nýta jörð- ina sem útivistarsvæði fyrir al- menning. Hyggst meirihluti stjórn- arinnar beita sér fyrir skipan starfs- hóps til að gera tillögur um framtíð- arafnot Hvammsvíkur. Hofsjökull lengsta skipið í flotkvína Akureyri. Morgunblaðið. HOFSJÖKULL, flutningaskip Jökla hf. er í flotkvínni við Slippstöðina á Akureyri, þar sem unnið er við viðgerðir og viðhald á skipinu. Hofsjökull er lengsta skip sem tekið hef- ur verið í flotkvína, alls um 120 m að lengd og er þetta í annað sinn sem skipið er tek- ið upp. Viðgerð og málningarvinnu verði lokið um helgina Vinna við skipið hófst síð- astliðinn mánudag en stefnt er að því að henni ljúki um næstu helgi. Allur botn Hofsjökuls er málaður og síðurnar að hluta. Unnið er að viðgerð á skrúfu skipsins og lögnum í frysti- kerfi, auk þess sem verulegur hluti háþrýstilagna á þilfari Hofsjökuls er endurnýjaður. Uppboð í Kaupmannahöfn Fótbolta- mennirnir á fjórar milljónir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FÓTBOLTAMENNIRNIR, högg- mynd eftir Siguijón Ólafsson, var slegin á 345.000 d.kr. á uppboði hjá Bruun Rasmussen uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn í gær. Matsverð Fótboltamannanna var 400.000 d.kr. eða um 4,6 milljónir ísl. kr. Önnur tveggja módelmynda Gunnlaugs Blöndal sem voru á upp- boðinu var slegin á 48.000 d.kr. en matsverð var 50-75.000 d.kr. Hin módelmyndin var metin á 125.000 d.kr. Fjórða íslenska verkið, íslenski grísinn þinn, eftir Svavar Guðnason, seldist á 38.000 d.kr. Matsverð var 50.000 d.kr. Uppboðshúsið vildi í gærkvöldi ekki gefa upp hvort íslenskir kaup- endur hefðu keypt myndirnar. Yfir- leitt seldust verkin á uppboðinu á verði um eða rétt aðeins yfir mats- verði. I dag og á morgun verða boð- in upp verk eftir Axel Einarsson, Ásgrím Jónsson og Ragnar Jónsson. Morgunblaðið/Golli Þijú alvarleg árásarmál tilkynnt lögreglu sama kvöld Fólk varað við afskiptum af líklegum óróaseggjum ÞRJÚ árásarmál þar sem unglingar áttu í hlut voru tilkynnt Iögreglunni í fyrrakvöld. Sýnu alvarlegust var árás sem tilkynnt var til lögreglu um klukkan 22.40 og átti sér stað við Langarima í Grafarvogi. Lög- reglan bendir fólki á að varast af- skipti af líklegum óróaseggjum. Þess í stað eigi umsvifalaust að hafa samband við lögreglu. Orsök rakin til afbrýðisemi í atvikinu við Langarima var sextán ára piltur staddur á skóla- svæði þegar bifreið kom aðvífandi og með henni jafnaldri hans sem steig út og sló fórnarlambið í andlit- ið. Við höggið missti pilturinn gler- augu, sem hann bar, í götuna með þeim afleiðingum að þau brotnuðu. Þegar hann beygði sig eftir gler- augunum sparkaði árásarmaðurinn í andlit hans. Þolandinn hlaut skurð á auga- brún við árásina þannig að foss- blæddi úr. Hann var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið, en árásar- maðurinn hélt á brott ásamt félög- um sínum í bifreið. Þegar hún fannst skömmu síðar, viðurkenndu farþegar og ökumaður að árásar- maðurinn hefði farið í hús í Kópa- vogi og var hann sóttur þangað. Árásarmaðurinn var ókunnugur fórnarlambinu, en talið er líklegt að upphaf málsins hafi verið af- brýðisemi vegna stúlku. Nokkru siðar, eða skömmu fyrir klukkan 2 aðfaranótt miðvikudags, var tilkynnt að unglingar hefðu ráðist á mann á bílastæði við Frostafold, en hann hafði haft af- skipti af þeim. Maðurinn var við vinnu á heimili sínu þegar hann heyrði brothljóð, skyggndist út og sá þijá unglinga sem höfðu senni- lega unnið skemmdarverk á bifreið í stæði þar. Ungmennin héldu á brott stuttu seinna en hann elti þau uppi og náði tali-af þeim skammt frá. Eftir orðaskipti þeirra á mi skipti engum togum að einn þr menninganna réðst á manninn c sló hann í síðuna. Leikurinn bar um stæðið og lenti maðurinn upp vélarhlíf nærliggjandi bifreiðar se skemmdist fyrir vikið. Tókst ekki að hemja árásarmanninn Hann komst síðan undan og t kynnti um atvikið til lögreglu. F lagar árásarmannsins reyndu i árangurs að hindra hann við a hæfi sitt. Lögreglan kom á vettvar og náði tveimur piltanna, en eii þeirra komst undan á hlaupui Maðurinn sem varð fyrir árásin kvartaði yfir verkjum í síðu og róf beini og fór á slysadeild til ran sóknar. Einnig var tilkynnt til lögregli fyrrakvöld að unglingar hefðu rá ist aftan að manni sem starfar v varðgæslu við Álfabakka og f hann á slysadeild til rannsóknar. VÍS kynnir viðbrögð við tryggingum FIB VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands hf. hefur boðað til blaðamannafund- ar í dag þar sem starfsmenn félags- ins ætla að kynna viðbrögð VÍS við þeim iðgjöldum ökutækjatrygginga sem FIB-trygging-IBEX kynntu landsmönnum í seinustu viku. „Við ætlum að kynna hvernig við lítum á þetta og hver okkar við- brögð við því verð_a,“ sagði Axel Gíslason forstjóri VÍS, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Klébergs- skóla lok- að vegna lúsarleitar LÚ S ARTILFELLUM hefur að sögn Helga Guðbergssonar, læknis á Heilsuverndarstöðinni, farið hægt fjölgandi hér á landi frá ár- inu 1980. Hann tengir breytinguna við almennari ferðalög til annarra landa. Klébergsskóli á Kjalarnesi er lokaður vegna lúsarleitar í dag. Helgi sagði að lús gæti smitast hratt. Á hinn bóginn væri auðvelt að ráða niðurlögum lúsarinnar enda mætti auðveldlega nálgast lúsarsjampó og leiðbeiningar í apótekum. Hann sagði algengast að lús kæmi upp á haustin en hafði ekki upplýsingar um ástandið nú. For- eldrum barna í Klébergsskóla hef- ur verið tilkynnt að lús hafi fund- ist á bömum í skólanum. Nauðsyn- legt sé að kemba vel hár allra heimilismanna. Ef lús finnist verði að þvo öllum með Quellada- hársápu. Valt og rann 40 metra UMFERÐARSLYS varð á Miklu- braut fyrir austan Skeiðarvog á tíunda tímanum í gærkvöldi. Bif- reið var ekið á fyrirstöðu vegna þrengingar á götunni og valt við það og rann um 40 metra. í bílnum voru kona og eitt barn og skarst konan nokkuð af gler- brotum en barnið slapp ómeitt, samkvæmt upplýsingum lögreglu. BLAÐINU í dag fylgir átta síðna auglýsingablað frá Hagkaupi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.