Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 4

Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukinm orku- þörf mætt TIL ÞESS að anna orkuþörf vegna fyrirhugaðs 60 þúsund tonna álvers Columbia Ventures á Grundartanga og stækkunar Járnblendiverksmiðj- unnar þarf Landsvirkjun að ráðast í ýmsar stórframkvæmdir á næstu árum. Orkuþörf álversins er áætluð um 900 gígavattstundir á ári. Landsvirkjun áformar að taka seinni vél Kröfluvirkjunar í notkun haustið 1998 og bætast þá við 120 gígavattstundir á ári. Einnig stendur til að ráðast í gerð Hágöngumiðlunar norðan Þórisvatns til að auka enn miðlunarrými vegna virkjana á Þjórs- ár- og Tungnaársvæðinu. Há- göngumiðlun mun skila um 200 gíga- vattstundum á ári og er ætlunin að ljúka því verki haustið 1998 en úr- skurður umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum vegna fram- kvæmda við gerð Hágöngumiðlunar er væntanlegur upp úr næstu mán- aðamótum. Loks er gert ráð fyrir byggingu Sultartangavirkjunar sem mun framleiða 880 gígavattstundir á ári og hefja rekstur haustið 1999. Hér er alls um að ræða um það bil 1.200 gígavattstundir ti! viðbótar við núverandi kerfi eða um 20% aukn- ingu á orkuframleiðslunni, að sögn Agnars Olsen, framkvæmdastjóra verkfræði- og framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Á meðfylgjandi korti má sjá núver- andi og fyrirhugaðar virkjanir og veitur á Þjórsár- og Tungnaársvæð- inu, en þangað verður umrædd orka fyrst og fremst sótt. Á kortinu kem- ur fram hversu mikla orku hver þeirra um sig framleiðir eða mun framleiða og einnig hvenær þær hafa verið eða verða teknar í notkun. Agnar segir Norðlingaöldumiðlun, Vatnsfell og Búðarháls ekki vera inni í myndinni alveg á næstu árum en það séu möguleikar sem séu til taks ef orkuþörf aukist í framtíðinni. Virkjanir og veitur á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, og áætlanir um frekari veitur og virkjanir íslaveitu (1997) HACÖNCU- MIPLUN> 380 cr(1998) NORÐLINCA- ■ ÖLDUMIÐLUN 325 C/ f> SauiafeUslón Stækkaö svæói Jökul- heimar V JÆ ÞORISVATNSMIÐLUN C 1.330 Cl Þórisvátn VATNA- JÖKULL Hráuneyjafoss— 210 MW (1981) Sigalda— 150 MW (1977) Krókslón Forstjóri Landsvirkjunar segir ekki hallað á landsbyggðina með Nesjavallavirkjun Orkuverð verður lækkað árið 2001 HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að samning- ur Landsvirkjunar og Reykjavíkur- borgar um byggingu Nesjavalla- virkjunar breyti ekki áætlunum Landsvirkjunar um að lækka raf- orkuverð til almenningsveitna um 3% árlega á tímabilinu 2001-2010. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra segist treysta því að Landsvirkjun hafí ekki með samningi um Nesja- velli gert samning sem leiði til hækkunar á raforkuverði til al- menningsveitna. Við afgreiðslu í stjórn Lands- virkjunar greiddi Sturla Böðvarsson alþingismaður atkvæði gegn samn- ingi Landsvirkjunar og Reykjavík- urborgar um Nesjavallavirkjun á þeirri forsendu að hann leiði til þess að fjárhagsstaða Landsvirkj- unar veikist og af þeim sökum geti fyrirtækið ekki lækkað verð á al- mennum raforkumarkaði. „Ég treysti því að stjóm Lands- virkjunar hafí gætt þess að samn- ingur við Reykjavíkurborg leiddi ekki til hækkunar á verði til ann- arra raforkunotenda. Þessi samn- ingur er algjör forsenda fyrir því að samningar við Columbia Vent- ures geti gengið upp. Ef samning- urinn við Reykjavík er ekki gerður mun Landsvirkjun ekki geta samið við Columbia um orkuverð. Þetta hangir algjörlega saman," sagði Finnur Ingólfsson um gagnrýni Sturlu. Iðnaðarráðherra þarf að stað- festa samning Landsvirkjunar og borgarinnar til að hann öðlist form- legt gildi. Finnur sagði að áður en hann staðfesti samninginn myndi hann leggja á hann mat og m.a. skoða hann með tilliti til áhrifa hans á almennt raforkuverð. Tengist ekki breyttu skipulagi Landsvirkjun hefur frá stofnun fyrirtækisins haft einkarétt á að virkja og selja rafmagn til almenn- ingsveitna. Með samningi fyrirtæk- isins við Reykjavíkurborg verður hér breyting á. Nefnd á vegum iðn- aðarráðuneytisins vinnur nú að til- lögum um breytingar á skipulagi orkumála, en nefndinni er m.a. ætlað að skoða hugmyndir um aukna samkeppni í orkumálum. Finnur sagði að nýgerður samning- ur tengist ekki nefndarstarfinu. Nefndin hefði ekki skilað tillögum og þess vegna of snemmt að svara spumingum um hugsanlegar breyt- ingar á skipulagi orkumála. Halldór Jónatansson sagðist ekki vera sammála gagnrýni Sturlu. „Enda hefði ég ekki staðið að gerð þessa samnings ef málin væru þannig vaxin. Eg lít svo á að þetta samkomulag um Nesjavelli eigi ekki að þurfa að leiða til þess að eigið fé Landsvirkjunar rými miðað við fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir fyrirtækisins. Samkomulagið á því ekki að koma í veg fyrir að Lands- virkjun geti staðið við það markmið sitt að lækka rafmagnsverð til al- menningsveitna um 3% árlega að raungildi á ámnum 2001-2010.“ Svavar Gestsson alþingismaður RAFORKUVIRKJUN verður reist við hliðina á orkuveri Hita- veitu Reykjavíkur á Nesjavöllum og samtengd því, verði af samn- ingum um nýtt álver Columbia Ventures Corporation. Virkjunin verður byggð í tveimur áföngum og er undirbúningur fram- kvæmda þegar hafinn. „Við höfum alltaf verið með það á prjónunum að framleiða rafmagn líka, samhliða hita- vinnslunni. Þetta passar vel inn í vinnslurásina, þannig að við sat hjá við afgreiðslu samningsins um Nesjavallavirkjun í stjóm Landsvirkjunar, en hann er einn fjögurra fulltrúa Alþingis í stjóm- inni. „Ég taldi að miðað við allar að- stæður væri þetta eðlilegur samn- ingur af beggja hálfu. Þess vegna vildi ég ekki greiða atkvæði á móti honum, en ég taldi að það hefði erum ekki að nota meiri gufu en áður. Það er aukageta hjá okkur að framleiða rafmagn og var hugsað sem uppbót á hitavinnsl- una. Þetta eykur mjög nýtni og hagkvæmni virkjunarinnar," segir Gunnar H. Kristinsson, hitaveitustjóri. Borgin keypti Nesjavelli 1964 Reykjavíkurborg keypti Nesjavelli árið 1964 og hófust rannsóknir og boranir þar árið eftir. Á árunum 1984-86 fóru verið rétt að leggja meiri vinnu í ýmis atriði sem tengjast þessum samningi og þá sérstaklega spum- inguna um orkuverðsþróun og orkuverðsjöfnun á komandi ámm. Það er auðvitað verkefni ríkisstjóm- arinnar að gera það. Verðjöfnun á orku er grundvallaratriði í lögunum um Landsvirkjun, en um leið og þetta stór skammtur fer út úr fram umfangsmiklar tilrauna- boranir og sumarið 1987 hófust framkvæmdir. Fyrsti áfangi virkjunarinnar var tekinn í notkun haustið 1990 og höfðu þá verið virkjuð 100 MW. Árið 1992 var virkjunin stækkuð í 150 MW og að sögn Gunnars var gert ráð fyrir stækkun upp í 200 MW á næsta ári. Nú hafi raunar verið ákveðið að stækka virkjunina í 250 MW, þar sem það falli betur saman við raforkuvinnsluna. dæminu er það mál í vissu upp- námi,“ sagði Svavar. Svavar sagðist ekki kannast við að stjórn Landsvirkjunar hafí sam- þykkt að marka þá stefnu að lækka rafmagnsverð um 3% árlega á ámn- um 2001-2010. „Þarna er um að ræða almenna óskhyggju sem styðst ekki við neinar ákvarðanir. Verðlag frá Landsvirkjun fer eftir því hversu hratt menn borga niður skuldir og arðgreiðslur fyrirtækis- ins til eigenda sinna. Landsvirkjun skuldar 50 milljarða og að mínu mati þurfa skuldimar að lækka. Landsvirkjun verður hins vegár á næstu ámm að lækka verð á rafr magni til almenningsveitna." Svavar sagði að með samþykkt þessa samnings hafí spuminga- merkjunum um framtíð Landsvirkj- unar fjölgað. Það væri hins vegar fullkomlega eðlilegt af hálfu Reykjavíkurborgar að gera þennan samning. Columbiamenn hér á landi Stjórnendur Columbia Ventures Corp. halda viðræðum við Lands- virkjun og íslensk stjórnvöld áfram hér á landi næstu daga. James A. Hensel, yfirmaður nýrra verk- efna hjá Columbia, kom til landsins í fyrradag og Kenneth Peterson, forstjóri fyrirtækisins, kemur í dag. Halldór sagði að stjórnendur Columbia kæmu hingað til að skipuleggja vinnuna framundan og tímasetja einstaka áfanga í samn- ingsgerð. Þótt fyrir lægi samkomu- lag um meginatriði raforkusamn- ingsins væri margt enn ógert. Við- ræður Columbiamanna við íslensk stjórnvöld snúa fyrst og fremst að skattamálum og aðstöðu fyrir nýtt álver á Grundartanga. Halldór sagðist vera bjartsýnn á að af byggingu álvers á Grundar- tanga verði. Samningavinnunni miðaði vel áfram og menn færðust stöðugt nær endanlegu marki. Menn yrðu hins vegar að hafa hraðar hendur ef hægt ætti að vera að standa við þá tímaáætlun sem lægi til grundvallar samning- um, en hún gerir ráð fyrir að álver- ið taki til starfa um mitt ár 1998 og verði komið í fullan rekstur í ársbyijun 1999. Iðnaðarráðherra er einnig bjart- sýnn. „Með þeim ramma að raf- orkusamningi sem nú liggur fyrir erum við komnir yfír erfiðan hjalla og við höfum færst nær því endan- lega markmiði okkar að ná samn- ingum. Það er hins vegar enn margt ófrágengið og ýmsar hindr- anir sem við eigum eftir að yfír- stíga. Því lengur sem við tölum saman, því nær nálgumst við nið- urstöðuna," sagði Finnur. Morgunblaðið/Kristinn FYRIRHUGUÐ raforkuvirkjun verður til húsa í 2.000 fermetra byggingu sem reist verður við hlið- ina á orkuveri Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum. Nýbyggingin verður um 50 metrar að lengd og samtengd núverandi byggingu að suðaustanverðu eða til vinstri á myndinni. Raforkuvinnsla lengi áformuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.