Morgunblaðið - 26.09.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 26.09.1996, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Strútarækt í undir' búningi á Suðurlandi Bíddu bara Árni minn þangað til að þú verður þyrstur. Formaður Félags íslenskra heimilislækna undrandi á hugmyndum hjúkrunarfræðinga Ekki rétt að ein stétt gangi í störf annarrar KATRÍN Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, kveðst undr- andi á þeim hugmyndum sem Ásta Möiler, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, kynnir í nýút: komnu Tímariti hjúkrunarfræðinga. í greininni segir Ásta meðal annars að æskilegt sé að hjúkrunarfræðingar fái takmarkað leyfi til lyfjaávísana. Einnig talar hún um að stjómvöld leiti nýrra leiða varðandi rekstrarform innan heilsugæslunnar og bendir þar meðal annars á einkarekstur, þar sem hjúkrunarfræðingar komi að rekstr- inum til jafns á við lækna. Ábyrgð byggð á menntun „Ástandið sem skapaðist í lækna- deilunni var mjög afbrigðilegt og mér finnst það ekki rétt nú þegar menn eru að reyna að ná endum saman að nýju, að ein heilbrigðisstétt komi og sjái það sem eðlilegan farveg að ganga inn í störf annarrar heilbrigðis- stéttar sem hefur aðra menntun. Hjúkrunarfræðingar hafa hingað til viljað standa vörð um sitt eigið starfs- svið, ef marka má hvemig þeir hafa brugðist við þegar sjúkraliðar hafa viljað vinna með læknum. Það hefur ekki verið vel séð af hjúkrunarfræð- ingum,“ segir Katrin. Hún segist telja að samstarf lækna og hjúkrunarfræðinga eigi að vera gott og fagmannlegt, en þó þannig að hvor um sig sinni sínu starfí. „Það er mjög gott samstarf á flestum stöð- um milli lækna og hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni. Hjúkmnarfræðing- amir vinna mikilvægt starf og víðast hvar þar sem ég þekki til er það vel af hendi leyst. En mér fínnst það skjóta skökku við að þetta komi fram á þessum tíma. Það má vel vera að læknar og hjúkrunarfræðingar þurfí að ræða um sitt samstarf og sín verk- efni en ábyrgð lækna, til dæmis á meðferð með lyfjum, byggir auðvitað á þeirra menntun. Lyfjafræðingum er ekki heimilað að afgreiða lyf nema í undantekningartilvikum, en þá geta þeir afgreitt minnsta skammt eins og gerðist í læknadeilunni. Það hefur þó ekki komið til umræðu að lyfjafræð- ingar fari að vinna þannig áfram. Eitt er hvað gerist í neyð og annað er síðan hvort menn ætla að fara að hagnýta sér það fyrir sína eigin stétt,“ segir hún. Hvað varðar hugmyndir um einka- rekstur í heilbrigðisþjónustu segist Katrín vera mjög hlynnt honum þar sem hægt sé að koma honum við. Hún nefnir að í undirbúningsvinnu að stefnumörkun heilbrigðisráðu- neytisins í heilsugæslu í vor hafi þau mál verið rædd ítarlega. í stefnunni sé talað um að endurskoða rekstrar- form heilsugæslustöðvanna, athuga hvort hægt sé að koma á þjónustu- samningum og fá byggingaverktaka til að byggja húsnæði. „í Reykjavík er ein einkarekin heilsugæslustöð, í Lágmúla. Þar hef- ur verið gerður samningur við lækna, sem ég tel mjög eðlilegt, þar sem starfsemin grundvallast jú fyrst og fremst á því að það eru sjúklingar sem velja sér lækni á stöðinni. Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr því starfí sem hjúkrunarfræðingar vinna, síður en svo, en ég sé enga þörf á því að þeir komi inn í þennan rekstur.“ Katrín bendir á að hjúkrunarfræð- ingar hafi þegar haslað sér völl í einkarekstri á öðru sviði, þ.e. heima- hjúkrun. „Eg veit ekki annað en að það gangi ágætlega. Þannig að allt á sér sinp stað og sinn tíma,“ segir formaður Félags íslenskra heimilis- lækna. Nýir yfirmenn til P & S PÓSTUR og sími hefur auglýst eftir umsækjendum um stöður fimm framkvæmdastjóra í nýju hlutafélagi sem myndað verður um Póst og síma um næstu ára- mót. Auglýsing um störfin var birt í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Þar segir m.a. að framkvæmdasljórarnir muni heyra beint undir forstjóra og þeir muni bera ábyrgð á dagleg- um rekstri sinna sviða og fram- fylgja þeirri stefnu sem stjórn fyrirtækisins markar. Póstur og sími leitar að framkvæmdastjóra póstsviðs, sem ber ábyrgð á rekstri og uppbyggingu póstþjón- ustunnar um allt land, fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs, sem ber ábyrgð á uppbyggingu og þróun upplýsingakerfa fyrirtæk- isins og sér um starfsmannahald og gerð kjarasamninga, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs, framkvæmdastjóra fjarskipta- netsins og framkvæmdastjóra þjónustusviðs. Guðmundur Björnsson, að- stoðarpóst- og símamálastjóri, segir að starfsmenn Pósts og síma sem gegni þessum yfir- mannastöðum nú séu allir að nálgast þann aldur að þeir þurfi að láta af störfum. Þeir séu að breyta um störf innan fyrirtækis- ins meðal annars af þeirri ástæðu. „Það eru töluverð kynslóðaskipti innan fyrirtækisins þessa dagana. Breyting þess í hlutafélag um áramótin hefur minnt menn á það,“ sagði Guðmundur. Stuðiar, ný meðferðarstöð Lítum á foreldra sem mikilvæga samstarfsaðiia Áskell Örn Kárason STUÐLAR, með- ferðarstöð fyrir 12-16 ára ungl- inga í vanda, verður opn- uð í dag í sérhannaðri nýbyggingu í Fossaleyni efst í Grafarvógi. „Þetta verður meðferðarstöð fyrir unglinga sem eiga við hegðunartruflanir og vímuefnavanda að stríða og við ætlum okkur einnig að taka yfir með- ferð unglinga á þessum aldri sem eiga í vímu- efnavanda," segir Áskell Örn Kárason, forstöðu- maður Stuðla. „Opnun Stuðla er lið- ur í endurskipulagningu sem meðferðarmál ungl- inga hafa farið í gegnum undanfarin þrjú ár. Nú er ekki lengur nein starfsemi undir merkjum Unglingaheimilis ríkisins, en meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, sem rekur Stuðla, og barnaverndarstofa, hafa tekið við hlutverki þess. Stuðlar koma í staðinn fyrir þrjár af deildum Unglingaheimilis ríkisins; mót- tökudeild í Efstasundi, meðferð- arheimilið Sólheimum 7 og með- ferðarheimilið Tinda. Við höfum möguleika á að hýsa að hámarki 12 unglinga og gerum ráð fyrir að það fari 50-60 ungl- ingar í gegnum meðferð hjá okkur á ári. Nú þegar liggja fyrir um- sóknir fyrir um 20 unglinga þann- ig að húsið verður strax fullnýtt." - Hvert verður hlutverk Stuðla og hvaða breytingu hefur tilkoma stöðvarinnar í för með sér? „Hlutverk Stuðla er móttaka, greining og meðferð sem staðið getur í 1-4 mánuði. Eitt af því sem felst í þessu er að það verð- ur gerður greinarmunur á skammtímameðferð og vistun til lengri tíma sem fer fram á með- ferðarheimilum sem flest eru ut- an Reykjavíkur. Við verðum líka með eftirmeð- ferð, líkt og var viðhöfð á Tind- um. Unglingurinn fer þá heim eftir dvöl hjá okkur en heldur áfram tengslum og tekur þátt í meðferðardagskrá 2-3 sinnum í viku, fyrst um sinn. Með þessu getur heildarmeðferðartíminn orðið 10-12 mánuðir. Breytingin er að á einni með- ferðarstöð er sameinuð greining og meðferð allra unglinga í vanda og þá erum við hætt að aðskilja sérstaklega unglinga í vímuefnavanda. Reynslan sýnir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem leita til okkar eiga að stríða við vanda vegna áfengis- eða vímuefna og þann vanda þarf að leysa hvort sem hann telst þeirra höfuðvandi eða ekki.“ - Lítið þið þá á áfengis- og vímuefna- vanda unglinganna sem einkenni á vanda- máii frekar en sjálf- stætt vandamál? „Nei, við lítum á það sem sér- stakan vanda sem er mikilvægt að leggja áherslu á. Hins vegar er þessi skipting unglinga í vanda upp í tvo hópa; þá sem eiga í vanda vegna vímuefna og hina í raun ekki praktísk. Hérna er um að ræða hóp ungl- inga þar sem 90% eiga við að stríða í einhverjum mæli vanda vegna neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Sennilega hefur minni- ► Áskell Örn Kárason er 43 ára gamall sálfræðingur og forstöðumaður Meðferðar- stöðvar rikisins fyrir unglinga. Hann er einnig kunnur skák- maður og hefur verið í forystu- sveit skákhreyfingarinnar. Áskell er kvæntur Björk Guð- mundsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau þijár dætur. hlutinn þó sterk fíkilseinkenni. Okkar meðferð er einstaklings- bundin og hefur þann sveigjan- leika að við leggjum mismikla áherslu á þetta ánetjunarmál eft- ir hvetjum og einum. Heiðarleiki er grundvallaratr- iði fyrir þann sem vill taka sig á. Unglingur undir 16 ára aldri sem er í neyslu áfengis eða vímu- efna, sem er alltaf ólögleg fyrir þennan aldur, er alltaf flæktur í blekkingarnet óheilinda og á því er nauðsynlegt að taka strax. Á Stuðlum verður líka lögð meiri áhersla á foreldrastarf en áður hefur tíðkast. Það er tómt mál að vera með unglinga í með- ferð án þess að líta jafnframt til þeirra uppeldisaðstæðna. Mark- miðið með foreldrastarfinu er að bæta uppeldisaðstæður ungling- anna og veita foreldrum alhliða stuðning og fræðslu. Við leggjum áherslu á að for- eldrarnir eru mikilvægir sam- starfsaðilar. Flestir foreldrar, sem eru í þeirri stöðu að þurfa að vista ungling á meðferðarstofnun, eru móttækilegir fyrir stuðningi, en það er spurning hvernig sá stuðn- ingur er veittur. Margir foreldrar hafa þurft að feta þyrnum stráð- an veg og það er grundvallaratr- iði fyrir okkur að gott samstarf við foreldra getur flutt fjöll í meðferð unglinganna. Þegar koma upp vandamál er auðvelt að grípa til ásakana og leita að sökudólgi og þá er hætta á að það sem á eftir kemur einkennist af upphafinu. Það hef- ur verið of algengt að foreldrar séu ásakaðir fyrir það sem fer úrskeiðis hjá unglingun- um. Við teljum að það komi eng- um að gagni heldur teljum við að það þurfi að hjálpa foreldrun- um að sjá stöðuna eins og hún er og vinna út frá því.“ - Hvað starfar margt fólk á Stuðlum? „Það eru 24 stöðugildi; sál- fræðingar, félagsráðgjafí, læknir og ráðgjafar og auk þess starfs- fólk í eldhúsi og á skrifstofu.“ Meiri áhersla á foreldra- starf en tíðk- ast hefur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.