Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Jónshús vel staðsett í Kaupmannahöfn en að mörgu leyti óheppilegt skólahúsnæði
íslenskan
kennd í sögu-
frægri húsi
*
Islenskukennsla í Jónshúsi í Kaupmannahöfn
hefur verið hluti af ágreiningi um notkun
Jónshúss. Sigrún Davíðsdóttir heilsaði upp
á krakka og kennara þegar kennsla hófst
um helgina og komst að því að kennslan í
Jónshúsi hefur bæði kosti og galla en sumum
fínnst það næg rök með henni að kennslan
fari fram á þessum sögufræga stað.
Morgunblaðið/Sigrún
NEMENDURNIR sem mættu í fyrsta tímann síðastliðinn Iaugar-
dag; frá vinstri eru Elsa, Iris, Pétur og Saga, en Magdalena
stendur fyrir framan.
SAMKVÆMT dönskum skólalögum
er skylt að bjóða tvítyngdum nem-
endum grunnskóla upp á kennslu í
móðurmáli sínu. Af því njóta íslensk
börn í Danmörku einnig góðs því
þar sem mikið er um íslendinga er
víða boðið upp á íslenskukennsiu og
þá einnig í Kaupmannahöfn. Móður-
málskennslan hefur verið umdeild
því ýmsir stjórnmálamenn hafa hald-
ið því fram að nær væri að styrkja
dönskukunnáttu útlendra barna.
Að sögn Sorens Heinbys á skóla-
málaskrifstofu Kaupmannahafnar
hafa borgaryfirvöld fullan vilja til
að halda kennslunni áfram og nýlega
sló Poul Nyrup Rasmussen forsætis-
ráðherra því föstu að ekki yrði hagg-
að við móðurmálskennslunni.
íslenskukennslan hefur undanfar-
in ár verið í Jónshúsi, en í kjölfar
deilna um notkun hússins var hún
flutt í skóla þann sem kennsluyfir-
völd leggja móðurmálskennslunni
til. Nú eru hins vegar horfur á að
kennslan verði aftur flutt í Jónshús.
Kennslan hefur verið í höndum
tveggja kennara sem báðir létu af
störfum í vor. Annar kennarinn
kennir nú íslenskum börnum í Gen-
tofte sem er úthverfí Kaupmanna-
hafnar. Framan af sumri leit út fyr-
ir að enginn kennari fengist en í
ágúst féllst Sigurður Pétursson
sagnfræðingur á að taka kennsluna
að sér. Hann er nýfluttur til Dan-
merkur til tímabundinnar dvalar og
þar sem hann hafði ekki vinnu og
er vanur kennari fannst honum til-
valið að slá til svo kennslan félli
ekki niður.
Þá er hann sjálfur með þijú börn
á skólaaldri sem hvort sem er þurfa
að halda íslenskunni við. Nú er hann
reyndar kominn í fulla vinnu því
hann réð sig sem húsamálara. Þar
sem vinnunni lýkur um hádegi á
föstudögum gefst góður tími til að
undirbúa kennsluna sem fram fer á
laugardögum.
Fimm nemendur
í fyrsta tímanum
I fyrsta tímann á laugardaginn
komu þrjú börn Sigurðar, þau Pét-
ur, Magdalena og Saga, en auk þess
tvær stúlkur, þær Elsa Antonsdóttir
og íris Gefnar, sem báðar eru á tólfta
ári og frænkur.
Elsa hefur búið í Danmörku í átta
ár, íris í tvö. Þær búa rétt hvor hjá
annarri, ganga í sama skóla og segj-
ast tala íslensku saman, auk þess
sem þær tala_ íslensku heima. Elsa
hefur farið til íslands á sumrin, hald-
ið önnur hver jól á Islandi og stund-
um skroppið í styttri ferðir þegar
mikið hefur staðið til í fjölskyldunni
eins og fermingar. Fleíri börn mættu
ekki í þetta skiptið, en von er á fleir-
um, svo Sigurður býst við að alls
verði íslensku nemendurnir tólf.
Skrautlegt á
kennarastofunni
Skólinn, sem móðurmálskennslan
er í, heitir Bavnehojskoie og er í
svokölluðu suðausturhverfi, sem er
eitt þeirra hverfa er liggja að mið-
borginni. Skólinn er vel í borg settur
því hann er steinsnar frá brautar-
stöð. Skólastofan er stór og björt
og stórt leiksvæði er við skólann. í
skólanum eru kennd tólf tungumál
þarna á laugardagsmorgnum enda
segir Sigurður að það sé skrautlegt
um að litast á kennarastofunni og
fólk þar frá öllum heimshornum.
Nokkrar þjóðir hafa valið að
kenna í eigin húsnæði. Þannig er
finnskum börnum kennd finnska í
finnsku menningarstofnuninni í Ný-
höfninni, eftir að hún var opnuð
fyrir nokkrum árum. Sú stofnun er
eins og fleiri slíkar rekin undir
verndarvæng finnska menntamála-
ráðuneytisins og utanríkisráðuneyt-
isins. Þar er sérstakt húsnæði fyrir
kennsluna og vel að henni búið,
bæði með tækjum og góðu rými.
Aðgangur að tækjum
annars staðar
í Jónshúsi er ekki sérstök
kennslustofa, en börnunum hefur
verið kennt í hornherbergi inn af
kaffistdfunni og í kjallaraherbergi,
þar sem þeim Elsu og íris kemur
saman um að hafi verið köld vist á
veturna. Þar er ekki aðgangur að
ijósritunarvél eða öðrum tækjum, en
í Bavnehoj-skólanum segir Sigurður
að hægt sé að komast í ljósritunar-
vél og eins sé myndbandstæki til
notkunar við kennsluna. Kennararn-
ir hafa því þurft að fara í skólann
til að ijósrita þegar þess hefur þurft.
Jónshús stendur við umferðargötu
og því ekki hægt að hleypa börnun-
um út í frímínútum og hefur þeim
verið fylgt í nálægan skemmtigarð.
Bókasafn er í Jónshúsi og þar fengu
nemendur að sækja sér bækur stöku
sinnum yfir veturinn að sögn Sigurð-
ar. Bókasafnið var þó ekki fastur
liður í kennslunni þar sem það var
ekki opið á kennslutíma.
Helsti kosturinn við Jónshús er
að það er vel staðsett enda nálægt
Austurport brautarstöðinni sem er
ein aðalstöðin fyrir umferð í og út
úr borginni. Foreldrar hafa talið það
kost að kennslan væri í húsinu því
þeir hafa getað skroppið í bæinn
meðan kennslan fór fram en eldri
börnin koma mörg hver ein í kennsl-
una og þurfa ekki fylgd. Og svo
má ekki gleyma að það hefur í huga
margra ákveðið tilfinningagildi að
börnunum sé kennd íslenska einmitt
í húsi Jóns Sigurðssonar þó húsa-
kynnin henti á engan hátt til kennsl-
unnar.
íslenskan
svolítið erfið
Fyrsti tíminn nú í vetrarbyijun fór
í að átta sig á hvar nemendurnir
væru staddir. Elsa segist hafa verið
í kennslunni öðru hvetju síðan hún
komst á skólaaldur og þær frænk-
urnar voru báðar í fyrra í Jónshúsi.
Elsu finnst íslenskan svolítið erfið
en það finnst írisi ekki enda hefur
hún gott forskot á frænku sína þar
sem hún hefur verið í skóla á ís-
landi. Aðspurðar hvort þær vildu
frekar vera í Jónshúsi eða í Bavne-
hoj-skólanum segja þær að Jónshús
sé á góðum stað, en það hafi ekki
farið vel um þær í húsinu, svo erfitt
sé að gera þetta tvennt upp við sig.
Samkeppnisráð
um þyrlumarkað
Telja
Gæsluna
fara út
fyrir verk-
svið sitt
ÞYRLUÞJÓNUSTAN hf. segir
Landhelgisgæsiuna fara út fyrir
verksvið sitt á sviði þyrluþjónustu
og dregur í efa að sú starfsemi
samræmist eðli og markmiðum
samkeppnislaga. Lögfræðingur
Þyrluþjónustunnar hefur sent Sam-
keppnisstofnun erindi þessa efnis
og krafist þess að Samkeppnisráð
grípi til aðgerða til að jafna sam-
keppnisaðstöðuna.
Dómsmálaráðuneyti og Flug-
málastjórn hafa einnig verið send
erindi vegna þessa máls. Þess er
krafist að þyrluþjónusta Landhelg-
isgæslunnar verði stöðvuð á þeirri
forsendu að Landhelgisgæslan fari
þar út fyrir starfssvið sitt og búi
við önnur rekstrarskilyrði en Þyrlu-
þjónustan hf. Eftirfarandi atriði eru
talin því til stuðnings: Landhelgis-
gæslan noti í þyriuþjónustu sinni
fjárfestingu sem ríkið hefur útveg-
að til þess að Landhelgisgæslan
geti framkvæmt það sem fyrir
stofnunina er lagt í lögum. Land-
helgisgæslan hafi ekki flugrekstr-
arleyfi sem nauðsynlegt er að hún
hafi til að hún hafi heimild til að
leigja út þyrlur sínar. Þá uppfylli
viðhald þyrlnanna ekki alþjóðlegar
kröfur, sem séu forsenda þess að
Landhelgisgæslan fái flugrekstrar-
leyfi. Ennfremur hafi þyrlur Land-
helgisgæslunnar verið leigðar á
verði sem sé talsvert undir eðlilegu
verði.
Langt undir
kostnaðarverði
Erindið til Samkeppnisstofnunar
snýr að verði því sem Landhelgis-
gæslan býður þeim sem til hennar
leita en Þyrluþjónustan hf. álítur
það langt undir kostnaðarverði. í
sumum tilvikum sé um að ræða
nánast ókeypis flug eða þá að sá
sem þjónustuna kaupir sé látinn
greiða hluta beins kostnaðar og lit-
ið á flugið sem æfingaflug.
í erindinu til Samkeppnisstofn-
unar eru talin nokkur dæmi um
verk sem Landhelgisgæslan hefur
tekið að sér og Þyrluþjónustan hf.
telur utan starfssviðs hennar. Með-
al þeirra verkefna sem þar eru tal-
in er uppsetning snjóflóðavarnar-
garða víða um land. Þyrluþjónustan
segir verkefnið vissulega tengjast
almannavarnahlutverki Land-
helgisgæslunnar en þó sé það í
eðli sínu hrein þjónustustarfsemi
fyrir verkkaupann, Framkvæmda-
sýslu ríkisins.
Föst regla að benda
á einkaflugfélögin
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, vísar því á
bug að Landhelgisgæslan fari út
fyrir verksvið sitt. „Það hefur verið
föst regla hjá okkur að benda á
einkaflugfélögin, þar á meðal
Þyrluþjónustuna, gagnvart öllu því
sem við höfum verið beðnir um að
gera og liggur utan okkar sviðs.
Geti þau ekki framkvæmt verkið
þá höfum við gengið í það. Við
leggjum ríka áherslu á að vera
ekki að taka að okkur eitthvað sem
aðrir geta framkvæmt," segir
hann. Aðspurður um viðbrögð við
erindi Þyrluþjónustunnar hf. segir
Hafsteinn að verið sé að vinna að
svari til Samkeppnisstofnunar og
það verði sent í lok þessarar viku
eða byijun þeirrar næstu. „Við
höfum ekkert að fela og munum
skýra þetta allt nákvæmlega,“ seg-
ir Hafsteinn.
Tillögur að stefnu Alþýðubandalagsins um stjórn fiskveiða
Sala á varanlegum veiði-
heimildum eða veiðileyfaleiga
MIÐSTJÓRN Alþýðubandalagsins er andvíg þeim
hugmyndum sem hafa verið settar fram um gjald
fyrir veiðiheimildir sem byggist á áframhaldandi
úthlutun veiðiréttar samkvæmt núgildandi kvóta-
kerfi í sjávarútvegi.
En í samþykkt í lok ráðstefnu um stjórn físk-
veiða um síðustu helgi lýsti miðstjórnin sig reiðu-
búna til að skoða betur hugmyndir um gjaldtöku
eða auðlindaskatt við heildarendurskoðun á
stjómkerfi fiskveiða.
Sjávarútvegshóp miðstjórnar Alþýðubanda-
lagsins var falið að kanna hvort sala á varanleg-
um veiðiheimildum á opnum markaði eða veiði-
leyfaleiga stjórnvalda samrýmist markmiðum
flokksins í sjávarútvegsmálum.
Jóhann Ársælsson, formaður sjávarútvegshóps
Alþýðubandalagsins hefur sett fram hugmynd um
veiðileyfaleigu stjórnvalda á opnum markaði.
Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að heildar-
kvóti yrði ákveðinn með sama hætti og áður en
á fyrsta ári yrði um það bil fimmtungur aflahlut-
deildar leigður út til fimm ára og 80% úthlutað
á skip. Hlutur leigunnar yrði smám saman aukinn
og að fimm árum liðnum væru allar aflaheimildir
komnar í leigu. Til ráðstöfunar ár hvert yrði um
20% aflahlutdeildar að viðbættum innskiluðum
aflaheimildum.
Tryggingu þyrfti að setja fyrir samningi um
veiðiheimildir en greiðslur mætti innheimta sem
aflagjald af lönduðum afla.
Samkvæmt útfærslu Jóhanns fer kvóti aftur á
markað hafi viðkomandi skip ekki fiskað tiltekinn
hluta aflans að ákveðnum tíma iiðnum. „Einnig
gæti útgerðarmaður ákveðið að skila aflaheimild-
um inn aftur en þar sem greiðslan yrði innheimt
sem aflagjald þá hefði hann ekki greitt fyrir
óveiddan afla og fengi því enga greiðslu fyrir.
Þannig væri hægt að koma í veg fyrir brask með
veiðiheimildir," sagði Jóhann.
Sala á opnum
markaði
Steingrímur J . Sigfússon alþingismaður hefur
útfært hugmynd um breytingu á núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfl sem felur í sér sölu á varan-
legum veiðirétti á einum markaði sem allir hafa
aðgang að, líkt og um verðbréfaþing væri að ræða.
Smábáta- og bátaútgerð á grunnslóð er tekin
undan aflamarkskerfinu samkvæmt tillögum
þingmannsins. Beitt yrði í stað þess sóknartak-
mörkunum, þar sem yrði óframseljanlegt þor-
skaflahámark.
Miðað er við að aflamarkskerfi gildi áfram
fyrir stærri skipin en í því fyrirkomulagi yrði leiga
á veiðiheimildum innan árs afnumin og viðskipti
með varanlegan veiðirétt færu fram á viðurkennd-
um markaði þar sem samband kaupenda og selj-
enda er rofið.
Til viðbótar vill Steingrímur innleiða fyrningar-
reglu þar sem ónýttar veiðiheimildir fyrnast og
færast til annarra.
Steingrímur segir ekki mögulegt að leigja kvót-
ann samkvæmt tillögum sínum. „Á markaðinum
verður því að vera hreyfanleiki þar sem hægt að
skiptast á veiðiheimildum og láta frá sér það sem
ekki er nýtt og kaupa það sem vantar."
Steingrímur hefur einnig útfært hugmynd um
meðaflareglu þar sem möguleiki er að landa afla
utan kvóta sem meðafla og þannig draga úr þeirri
hættu að fiski verði hent.
„Með þessu móti er hægt að uppræta þær
meinsemdir í kerfinu sem tengjast leigu og því
siðferðislega álitamáli að menn geti haft veiðiréll
endurtekið að tekjulind án þess að nýta hann sjálf-
ir,“ sagði Steingrímur.