Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 13

Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 13 „Reyktu“ með áskrift að spariskírteinum Áttu erfitt með að stíga fyrsta skrefið og hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs? Ef svo er skaltu líta á sparnaðinn eins og hverja aðra eyðslu og lið í reglulegum útgjöldum þínum. Ein leið til þess er að „reykja með áskrift". Þú getur til að mynda „reykt pakka á dag með áskrift" með því að leggja fyrir andvirði sígarettupakka í reglulegan sparnað (sumir „reykja" tvo pakka á dag). Það þarf enginn að efast um hvor þessara „reykinga" eru hollari, en með því að tengja sparnaðlnn á þennan hátt við daglega neyslu verður oft auðveldara að stíga fyrsta skrefið og byrja að spara reglulega. Sparnaður er ekki andstæða neyslunnar, heldur eðlilegur hluti hennar og þegar upp er staðið er jafn auðvelt að spara eins og að eyða. Byrjaðu að spara strax í dag með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Það þarf bara eitt símtal til að byrja - að spara! Áskriftarsíminn er 562 6040 og 800 6575 (sem er opinn allan sólarhringinn). Áskrift er lífstíll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.