Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 21
Lömunarveiki-
faraldur vekur
ugg í Albaníu
Öndunarvélar vantar tilfinnanlega
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÁÆTLUNUM Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO) og
fleiri samtaka um að útrýma löm-
unarveiki fyrir árið 2000 er nú
stefnt í hættu, þar sem lömunar-
veikifaraldur hefur brotist út í Al-
baníu. Að sögn Jo E. Asvall svæðis-
stjóra WHO í Evrópu var álitið að
sjúkdómurinn væri útdauður í Evr-
ópu. WHO hefur nú hert aðgerðir
í Albaníu og enn er vonast til að
takmarkið um útrýmingu lömunar-
veiki muni ganga eftir. Þar sem
aðstæður á sjúkrahúsum í Albaníu
eru hörmulegar og tækjaskortur
mikill vantar tilfinnanlega öndun-
arvélar til að hjálpa lömunarveikis-
sjúklingum þar. Því er nú leitað
logandi ljósi að notuðum öndunar-
vélum.
Á blaðamannafundi í Kaup-
mannahöfn, þar sem Evrópuskrif-
stofa WHO er til húsa, sagði Aleks-
ander Sallabando, yfírmaður heil-
brigðisstofnunarinnar í Albaníu, að
vart hefði orðið við sjúkdóminn síð-
ari hluta vetrar og nú væri vitað
um 66 tilfelli. í fýrstu var óttast
að faraldurinn ætti rætur að rekja
til herferðar til að bólusetja börn
gegn lömunarveiki. Nú væri hins
vegar sýnt að faraldurinn kæmi upp
þar sem bólusetning hefði verið illa
skipulögð áður fyrr og bóluefnið
oft gallað. Vanræksla í þessum efn-
um á áttunda og níunda áratugnum
væri því orsök faraldursins nú.
Að sögn Asvall er ekki ástæða
til að forðast ferðir til Albaníu, en
sjálfsagt væri fyrir alla að huga
að bólusetningum sínum, hvort
sem farið væri til Albaníu eða ann-
arra landa, þar sem heilbrigð-
isþjónusta væri ófullkomin.
Aðeins til tvær öndunarvélar
Slæmt ástand á albönskum
sjúkrahúsum torveldar meðferð
lömunarveikissjúklinga. Aðeins
eru til tvær öndunarvélar í landinu
og sagði Asvall að kærkomið væri
að fá að gjöf notaðar öndunarvélar
og myndi WHO greiða fyrir flutn-
ing þeirra til Tirana. Óháð faraldr-
inum er unnið af krafti við að bólu-
setja börn og unglinga í Albaníu.
Sama á við um önnur svæði í heim-
inum eins og Indland, þar sem löm-
unarveiki var löngum landlæg.
Áfram er því vonast eftir að takist
að uppræta sjúkdóminn fyrir alda-
mót, eins og stefnt hefur verið að,
en í Asíu og Afríku er mikið af
bækluðu fólki eftir lömunarveiki.
ERLENT
Reuter
11 manns létust í
fangauppreisn
Diyarbakir. Reuter.
Pelsunum
mótmælt
FÉLAGAR í samtökum, sem berj-
ast gegn illri meðferð á dýrum,
komu saman í Moskvu í gær til
að mótmæla loðdýraeldi og
drápi. Gengu þijár konur, þar
af ein rússnesk, kviknaktar um
strætin að öðru leyti en því, að
þær sveipuðu um sig borða þar
sem á stóð: „Við viljum heldur
vera naktar en í feldi annarra
dýra.“ I Moskvu er nú alþjóðleg
loðdýrakaupstefna en Rússar
flytja út mikið af loðfeldum og
eftirspurnin innanlands er mjög
vaxandi enda er rússneski vetur-
inn kaldur.
ALLT að 11 manns létust og nokkr-
ir særðust þegar kúrdískir fangar
í öryggisfangelsi í borginni Diyar-
bakir i Tyrklandi gerðu uppreisn.
Var hún bæld niður en fangarnir
vildu með henni mótmæla illum
aðbúnaði í fangelsinu.
Tölur um látna voru nokkuð á
reiki en að sögn starfsmanns á
sjúkrahúsi í borginni voru þeir 11
en Devket Kazan, dómsmálaráð-
herra Tyrklands, sagði, að níu
manns hefðu fallið.
Fangarnir, sem uppreisnina
gerðu, eru úr Verkamannaflokki
Kúrdistans en hann hefur lengi
barist gegn Tyrkjum í austurhluta
landsins. Söfnuðust ættingjar hinna
látnu saman fyrir utan sjúkrahúsið
og kom þar til ryskinga við lögregl-
una.
Talið er, að 20.000 manns hafi
fallið í átökum Tyrkja og Kúrda frá
1984 og áætlað er, að kostnaður
Tyrkja vegna þessa hernaðar sé um
530 milljarðar ísl. kr. árlega.
HAGKAUP
Fleece-peysur
einlitar
og tvílitar.
Hálfur
rennilás
2.495 kr.
HeiU
rennilás
2.995 kr.
Jakkaföt
7.990 kr.
Polopeysa
mynstruð.
Tveir litir
2.495 kr.
Póstverslun
Grænt númer: 800 6680
Sími: 568 2255
Fax: 588 9330
Polopeysa
mynstruð.
Tveir litir
2.995 kr.