Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 29
GREINARGERÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Forsjármál
Svar Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra
við opnu bréfi Arnars Sverrissonar
FYRIR skömmu birtist í Morgun-
blaðinu opið bréf um forsjánnál frá
Arnari Sverrissyni sálfræðingi til
dómsmálaráðherra. Fagna ber allri
málefnalegri umræðu um þessi mál
en hið opna bréf sálfræðingsins getur
varla talist stuðla að slíkri umræðu.
í bréfinu eru settar fram órökstuddar
fullyrðingar, staðreyndir ekki settar
fram í réttu samhengi og af þeim
dregnar villandi ályktanir. Er bréfið
því til þess fallið að stuðla að þeim
misskilningi sem víða gætir, að feður
geti engar vonir gert sér um að fá
forsjá barna sinna komi til skilnaðar
eða sambúðarslita foreldra.
Samningar foreldra um
sameiginlega forsjá
í byijun bréfs síns íjallar sálfræð-
ingurinn um sameiginlega forsjá en
það úrræði kom inn sem nýr valkost-
ur fyrir foreldra við gildistöku barna-
laga nr. 20/1992. Samkvæmt þessu
úrræði fara báðir foreldrar saman
með forsjá barns og það skal eiga
lögheimili hjá öðru hvoru þeirra. Með
því að lögleiða ákvæði um sameigin-
lega forsjá var bæði verið að koma
til móts við óskir margra foreldra
og um leið að gera foreldraskyldur
beggja foreldra virkari en ella er
þegar annað foreldra fer eitt með
forsjá.
Sálfræðingurinn vísar í bréfi sínu
til könnunar, sem gerð hafi verið á
ári fjölskyldunnar, og að í könnun
þessari hafi komið fram að 75% frá-
skildra feðra hafi óskað eftir sameig-
inlegri forsjá en á þriggja ára tíma-
bili eftir að barnalög tóku gildi hafi
einungis u.þ.b. 30% foreldra samið
um sameiginlega forsjá við skilnað.
Þeir feður séu því fáir sem fái upp-
fylltar óskir sínar um sameiginlega
forsjá. Sálfræðingurinn gerir það
síðan að umræðuefni, að þar sem
barn skuli eiga lögheimili hjá öðru
foreldra hafi hitt foreldrið lítið af
því að segja, enda sé því haldið fram
fullum fetum, ekki kemur þó fram
af hverjum, að sameiginleg forsjá
sé einungis til þess fallin að friða
feður og telur sálfræðingurinn, að
það kunni að hafa við rök að styðjast.
Um þetta er það að segja, að það
er samningsatriði milli foreldra hvort
forsjá skuli vera sameiginleg eða
ekki og jafnframt er það samnings-
atriði hjá hvoru foreldra barn skuli
eiga lögheimili. Það að fleiri feður
myndu kjósa að fara sameiginlega
með forsjá en þeir sem beinlínis semja
á þann veg þýðir ekki að úrræðið sé
gagnslaust eða til málamynda. Hér
er hins vegar um alveg nýtt úrræði
að ræða í íslenskri barnalöggjöf, sem
án efa tekur nokkur ár að þróast og
mótast. Það er hins vegar athyglis-
vert, að fyrstu þrjú árin eftir gildi-
stöku þessa úrræðis skuli nær þriðj-
ungur foreldra, sem semurum forsjá
barna sinna, nýta sér það. I tengslum
við þessa umfjöllun um sameiginlega
forsjá er rétt að fram komi, að ekki
verður annað séð en að þetta úrræði
hafi gefist vel hér á landi og þau
mál eru mjög fá þar sem óskað hefur
verið niðurfellingar sameiginlegrar
forsjár.
Samningar foreldra
um að annað þeirra
skuli eitt fara með forsjá
I
Þegar um er að ræða samninga
foreldra um forsjá kemur tvennt til:
Að þeir fari sameiginlega með for-
sjá, en fyrir henni var gerð grein
hér á undan, eða að þeir semji um
að annaðhvort þeirra fari eitt með
forsjá barns eða barna sinna. Þegar
skoðaðir eru samningar foreldra um
að annaðhvort þeirra skuli fara eitt
með forsjá barns eða barna tímabil-
ið frá 1. júlí 1992 og til ársloka
1995 kemur í ljós að í 94% tilvika
sömdu foreldrar á þann veg að móð-
ir skyldi fara með forsjá en í 6%
tilvika að faðir skyldi fara með for-
sjá. Hér verður auðvitað að gera ráð
fyrir því, að einhveijir þeirra feðra
sem semja á þennan veg geri það
vegna þess að þeir telja að þeir
myndu ekki fá forsjá barna sinna
kæmi til ágreinings. Það eitt getur
þó tæplega skýrt þennan mikla mun.
Ágreiningsmál um forsjá
Ef foreldrar ná ekki að semja um
forsjá barna sinna kemur til kasta
yfirvalda að leysa úr ágreiningi
þeirra. Samkvæmt barnalögum er
meginreglan sú, að dómstólar leysa
úr ágreiningi um forsjá en dóms-
málaráðuneytið getur leyst úr
ágreiningi, ef báðir aðilar eru sam-
mála um þá málsmeðferð.
Þegar skoðaðar eru niðurstöður
úrlausna dómstóla og dómsmála-
ráðuneytis á árunum 1993 til og
með 1995 í málum þar, sem annað-
hvort móður eða föður var dæmd
eða úrskurðuð forsjá, kemur í ljós,
að í u.þ.b. 80% tilvika var móður
dæmd eða úrskurðuð forsjá en föður
í u.þ.b. 20% tilvika. Forsjá kemur
því oftar í hlut feðra, þegar dómstól-
ar og dómsmálaráðuneytið taka
ákvörðun um hvar forsjá barns skuli
liggja, en þegar feður semja sjálfir
um forsjá.
Sjónarmið sem liggja
til grundvallar úrskurði
eða dómi um forsjá
Þegar dómstólar eða dómsmála-
ráðuneyti dæma eða úrskurða í
málum um forsjá koma til skoðunar
fjölmörg atriði og eru nokkur þeirra
talin upp í greinargerð með barna-
lögum. Þetta eru atriði eins og tengsl
barns við hvort foreldri um sig, per-
sónulegir eiginleikar og hagir hvors
foreldris um sig, breyting á um-
hverfi, systkinahópur, hvort foreldra
annast daglega umönnun og umsjá
og kyn barna og aldur. Þessi sömu
atriði og svipuð eru einnig lögð til
grundvallar ákvarðanatöku um for-
sjá á öðrum Norðurlöndum. í bréfi
sálfræðingsins víkur hann að þess-
um atriðum og telur flest þeirra
auðskiljanleg og sjálfsögð en annað
sé óskýrt og umdeilanlegt og nefnir
þar sem dæmi það sjónarmið, að ung
börn fylgi móður og eftir atvikum
drengir feðrum en stúlkur mæðrum.
Um þetta er það að segja, að þessi
síðastgreindu sjónarmið hafa verið
á undanhaldi í réttarframkvæmd á
Norðurlöndum og áhersla lögð á að
meta beri hvert einstakt tilvik sér-
staklega og er þetta einnig stefnan
hér á landi. Hins vegar liggur í aug-
um uppi, að sjónarmið, eins og aldur
barns, einkum þegar um mjög ungt
barn er að ræða, getur vissulega
skipt máli þegar skipa skal forsjá
þess. Sú skoðun sálfræðingsins, að
þetta sjónarmið gæti verið upp úr
gamalli kennslubók um barnauppeldi
fyrir húsmæðraskóla breytir þar
engu um. Kjarni málsins er sá, að
fyrrgreind atriði eru til viðmiðunar
til að tryggja hagsmuni barns.
Framkoma foreldra
í forsjárdeilum
Þá er í bréfi sálfræðingsins nefnt,
að í fyrrgreindri greinargerð með
barnalögum sé vikið að tengslum
foreldris og barns við ákvörðun for-
sjár og hafi hann margsinnis séð
annað foreldri í forsjárdeilu meina
hinu samvistir við barn og leitast
þannig við að slíta tilfmningabönd
við hitt foreldrið. Svona „ofbeldi" sé
foreldrum í forsjárdeilum jafnvel
„kennt", svo þeir standi betur að
vígi þegar að úrskurði eða dómi
kemur.
Það er staðreynd og henni verður
ekki neitað, að þeir sem leysa úr
ágreiningi foreldra um forsjá verða
þess oft varir, að það foreldri sem
barn hefur hjá sér meinar hinu for-
eldrinu eðlilega umgengni við barnið
meðan á forsjárdeilu stendur. Það
er nú oft svo, að deilur foreldra um
forsjá kalla fram miklar og sterkar
tilfínningar sem oft valda því, að
framkoma foreldra, sem ella er til
fyrirmyndar, verður afar óbilgjörn
og hörð. Hér er ekki verið að afsaka
slíka framkomu heldur aðeins verið
að benda á þessa staðreynd, sem
ekki verður litið fram hjá, og jafn-
framt að afar erfitt er að koma í
veg fyrir framkomu af þessu tagi.
Það er því rétt hjá sálfræðingnum,
að framkoma sem þessi getur haft
áhrif á tengsl foreldris og mjög ungs
barns, en séu tengsl foreldris og
barns góð þegar til skilnaðar eða
sambúðarslita kemur verður að telja
að þau tengsl nái ekki að rofna þann
tíma sem forsjárdeila stendur yfir.
Hvetjir það svo eru, sem „kenna“
foreldrum áðurgreinda framkomu,
kemur ekki fram hjá sálfræðingnum.
Hið sama gildir einnig um þá fullyrð-
ingu hans, að við sáttaumleitan og
gerð skilnaðarsamnings sé til þess
ætlast að feður yfirgefi híbýli fjöl-
skyldunnar, jafnvel þó að móðir óski
í flestum tilvikum skilnaðar. Ekki
kemur fram hveijir það eru sem
setja slíkar óskir fram.
Fjárhagsstaða foreldris
Undir lokin í bréfi sálfræðingsins
gerir hann það að umræðuefni, að
séu feður sæmilega launaðir skuli
þeir m.a. greiða tvöfalt meðlag og
röksemd fulltrúa sýslumanna sé sú,
að börn skuli njóta efna föður. Þetta
telur sálfræðingurinn í sjálfu sér
gott og sanngjarnt viðhorf en sú
hugsun virðist yfirleitt órafjarri að
sæmileg laun kunni að bæta forsjár-
hæfni hans. Þetta er rangt hjá sál-
fræðingnum. Góð fjárhagsleg af-
koma foreldris er eitt af þeim atrið-
um sem vissulega geta skipt máli
varðandi hæfi þess til þess að fara
með forsjá barns. Hins vegar er
þetta aðeins eitt af þeim atriðum
sem koma til skoðunar við skipan
forsjár. Góð fjárhagsleg afkoma
getur hins vegar ein og sér ekki
verið grundvöllur þess að foreldri
verði falin forsjá.
Lokaorð
í lok hins opna bréfs spyr sálfræð-
ingurinn hvernig svara beri spurn-
ingu um hvort á íslandi ríki tyrk-
neskir stjórnsýsluhættir í forsjár-
málum.
Af því sem hér á undan hefur
verið rakið er ljóst, að þegar dóm-
stólar og dómsmálaráðuneyti dæma
eða úrskurða í ágreiningsmálum um
forsjá eru niðurstöður þær, að mæð-
rum er falin forsjá í meirihluta til-
vika. Það er því afar auðvelt að taka
þessar staðreyndir og túlka þær á
þann veg, að þær sýni hlutdrægni
yfírvalda í garð íslenskra mæðra.
Þeirri spurningu má hins vegar
varpa fram, hvort þessar staðreynd-
ir endurspegli ekki íslenskan raun-
veruleika i málefnum barna og for-
eldra. Þrátt fyrir alla jafnréttisum-
ræðu eru það enn mæður sem að
meginstefnu annast umönnun og
uppeldi barna og þeim er þar af leið-
andi í ríkari mæli falin forsjá þeirra
við skilnað eða sambúðarslit for-
eldra. Þá hljóta tölur um fjölda
samninga foreldra, þess efnis að
móðir skuli fara með forsjá barna
við skilnað eða sambúðarslit, einnig
að vekja þá spurningu hvort það sé
ekki ríkjandi viðhorf hjá íslenskum
feðrum, að mæður beri að jafnaði
meiri hita og þunga af uppeldi barna
en feður. Það skyldi þó ekki vera
að skýringa á stöðu íslenskra feðra
í forsjármálum sé e.t.v. frekar að
leita í þjóðfélagsgerðinni og almenn-
um viðhorfum í þjóðfélaginu en hlut-
drægni þeirra sem lögin semja, túlka
og taka þurfa ákvarðanir á grund-
velli þeirra.
Því má svo ekki gleyma, að barna-
lögin eru ekki sett til þess fyrst og
fremst að tryggja jafnrétti foreldra.
Markmið þeirra er að tryggja svo
sem kostur er hagsmuni barna.
Líf í alheimi:
Heillandi rann-
sóknarefni - íslensk-
ur fræðslusjóður
STÓRTÍÐINDI af tveimur merk-
um uppgötvunum hafa valdið þátta-
skilum síðustu ár í umræðum vís-
indamanna um líkur á lífi annars
staðar í alheimi en hér á jörðu.
Annars vegar er niðurstaða rann-
sóknar á hnullungi nokkrum úr
geimnum, loftsteini, sem hafði fund-
ist á Suðurheimsskauti.
Telja vísindamenn loft-
steininn upprunninn á
Mars og hafa borið með
sér leifar af frumstæðu
lífi, örsmáum lífverum
sem hafi dafnað á Mars
endur fyrir löngu.
Hins vegar er nýleg-
ur fundur hnatta í
grennd við stjörnur,
þ.e.a.s. fjarlægar sólir.
Þar með hafa með öðr-
um orðum verið upp-
götvuð önnur sólkerfi
en okkar eigið. Þetta
er stórkostleg uppgötv-
un og mætti teljast
„uppgötvun aldarinn-
ar“ engu síður en tíðindin af loft-
steininum frá Mars.
Uppgötvanirnar tvær gerast á
tveimur ólíkum vígstöðvum, en eru
Ákveðið hefur verið að
stofna íslenzkan
fræðslusjóð, segir Þór
Jakobsson, um raun-
vísindalegar rannsóknir
á lífíi í alheimi.
gott dæmi um hvernig unnið er nú
á dögum á margvíslegan hátt að
rannsóknum á jörð, sólkerfi og sjálf-
um alheimi með óteljandi stjömum
sínum.
Aðskotasteinn með leyndarmál úr
geimnum hefur um síðir orðið á vegi
vísindamanna við könnun á ystu
mörkum jarðkringlunnar. Þannig er
jörðin sjálf skoðuð út í ystu æsar,
lönd, hafdjúp og lofthjúpur. Farið
er og flogið út um allar jarðir. Fjar-
könnun úr veðurtunglum og öðrum
gervihnöttum (tynglingum) er
stunduð til að rannsaka lönd og álf-
ur, yfirborð sjávar, hafís, ský og
gróður. Leiðangrar eru gerðir út
sýknt og heilagt, og alls kyns mælai
notaðir til að komast að hinu sanna
um iður jarðar.
Her manns heldur áfram rann-
sókn á jörðinni, en það dregur ekki
úr forvitni um aðra hnetti sólkerfis-
ins og sólina sjálfa. Auk sjónauka
og geimathugana á mismunandi
bylgjum rafsegulrófsins, gera vís-
indamenn sér lítið fyrir og senda
geimför í áttina til annarra hnatta,
búin mælitækjum og myndavélum.
Jafnframt rannsóknum á yfirborði
hnattanna, lofthjúpi þeirra og tungl-
um beinist athyglin að
lífsskilyrðum fyrr og nú
á öðrum hnöttum. Og
vísindamenn velta fyrir
sér gátunni um upphaf
lífs á jörðu.
Hugmyndin um líf í
alheimi hefur nú fengið
byr undir báða vængi
við fyrrnefnd stórtíð-
indi. Fjölfagleg samtök
fræðimanna og áhuga-
manna halda vísinda-
legur ráðstefnur um
rannsóknarefnið,
fræðigreinar birtast og
fréttablöð eru gefin út.
Býsna margt fróðlegt
er nú þegar aðgengi-
legt í alþjóðlegum veraldarvef og
þvíumlíku.
Fræðslusjóður um líf í alheimi
Ákveðið hefur verið að stofna ís-
lenskan fræðslusjóð um raunvísinda-
legar rannsóknir á lífi í alheimi. Við-
fangsefni verða á sviði fræða sem
kölluð hafa verið lífveðurfræði og
stjörnulíffræði. Lifveðurfræði („bio-
meteorology" á ensku) fjallar um
lífríki og iífsskilyrði á jörðinni, en
stjörnulíffræði („bio-astronomy“ á
ensku) um lífsskilyrði annars staðar
í sólkerfinu og í alheimi öllum. Stuðl-
að verður að uppfræðslu íslenskrar
æsku og almennings á þessu sviði
og þátttöku ungra vísindamanna í
geimrannsóknum á næstu öld. Búast
má við spennandi framförum í könn-
un á sólkerfinu og alheimi næsta
árþúsundið. Nærtæk viðfangsefni á
næstunni hér heima á íslandi eru
annars vegar öflun upplýsinga um
alþjóðlegar rannsóknir í geimvísind-
um og þróun lífs og hins vegar undir-
búningur að þátttöku íslendinga í
heillandi framtíðarvísindum.
í stjórn fræðslusjóðsins verða
undirritaður, formaður sjóðsins, og
meðstjórnendur, þeir dr. Ágúst H.
Bjarnason grasafræðingur, dr.
Gunnlaugur Björnsson stjarneðlis-
fræðingur og dr. Þorsteinn Þor-
steinsson jöklafræðingur. Stofndag-
ur fræðslusjóðs um líf í alheimi er
fyrirhugaður 5. október 1996.
Höfundur er veðurfræðingur.
Þór Jakobsson
Ég hakka börnum mínum, barnabörnum,
tengdabörnum, systkinum, frændum og vinum
öllum fyrir óvenjulega og ánœgjulega afmœlis-
veislu 24. og 25. ágúst siðastliÖinn i Élatey á
BreiÖafiröi á áttrœöisafmœli minu.
Guð blessi ykkur öll.
Vigdís Ólafsdóttir.
Viðskiptavinur mánaðarins er:
Grímur Sigurðsson, Neshaga 14, Rvík,
og hlýtur hann jakkaföt að eigin vali.