Morgunblaðið - 26.09.1996, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 31
fttorginiiMitfci
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞARFIR ÞÝZKS
FISKMARKAÐAR
ATHYGLISVERÐAR ábendingar til íslenzkra fisk-
seljenda komu fram hjá Hartmut Perschau, sem
fer með efnahagsmál í stjórn sambandsríkisins Bremen
í Þýzkalandi, þegar hann var hér á dögunum. í viðtali
við Morgunblaðið lagði Perschau áherzlu á nauðsyn
þess, að Islendingar sæju þýzkum markaði fyrir ferskum
fiski jafnhliða frosnum. Ástæðan sé sú, að neyzla fersk-
fisks sé hefðbundin þar í landi og grunnur góðrar ímynd-
ar fisks í hugum neytenda sé mjög tengdur ferska fiskin-
um og útliti hans. Góður ferskfiskur sé lykillinn að
markaðnum.
Ráðherrann benti á, að hefðir í fiskneyzlu í Þýzka-
landi séu allt aðrar í þessum efnum en t.d. í Banda-
ríkjunum. Þjóðverjar séu ekki eins hrifnir af skyndibita-
menningunni og fólk vilji fullvissa sig um, að varan sé
ný og fersk. „Ef þið drægjuð of mikið úr framboði á
ferska fiskinum gæti orðið erfiðara að selja afurðirnar
í innhéruðum landsins. Markaðurinn myndi minnka
sjálfkrafa. Það væri þvi ekki mjög skynsamlegt.“
Perschau bendir á, að miklir möguleikar séu um þess-
ar mundir á sölu fiskafurða í Þýzkalandi, því æ fleira
fólk dragi úr kjötneyzlu, en til að notfæra sér þá stöðu
til markaðssóknar þurfi að bjóða upp á ferskan fisk.
Nauðsynlegt sé að hafa á boðstólum ákveðið lágmark
af ferskum og óunnum fiski, 15-20% af heildarmagn-
inu, en afgangurinn geti verið frosinn.
Mikil áherzla hefur verið lögð á það hér á landi undan-
farin misseri að fullvinna fiskinn, bæði til að draga úr
atvinnuleysi, en einnig til að auka verðmæti afurðanna.
Fiskseljendur mega þó ekki gleyma því, að nauðsynlegt
er að rækta markaðina með því að bjóða vöru, sem
neytendur vilja fá. Það kemur íslenzkum sjávarútvegi
til góða til langs tíma litið. Þess vegna er gagnlegt að
kynnast sjónarmiðum þýzka ráðherrans frá Bremen.
MERKIR
MENNTASKÓLAR
MENNTASKÓLINN á Akureyri tók í vikunni nýja
skólabyggingu í notkun, Hóla. Með nýja húsinu
tvöfaldast kennslurými skólans. Eins og Tryggvi Gísla-
son skólameistari minnti á í ávarpi sínu við skólasetning-
una rekur Menntaskólinn á Akureyri sögu sína til Möðru-
vallaskóla og hins forna Hólaskóla, sem stofnaður var
snemma á 12. öld. Nafngift hins nýja og vel búna húss
er því skemmtilega táknræn fyrir skóla, sem vill leggja
rækt við það gamla, en horfa jafnframt fram á veginn
og stuðla að framförum, líkt og skólameistari rakti í
ræðu sinni.
Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Reykja-
vík, sem á upphaf sitt að rekja til stofnunar skóla í
Skálholti á 11. öld, eru rótgrónar stofnanir, sem báðar
hafa haldið í gamlar og góðar hefðir og tryggt ákveð-
inn stöðugleika og skjól fyrir vindum tízkunnar, sem
blásið hafa snarpt um menntakerfið á undanförnum
áratugum. Þessir skólar hafa staðið af sér tízkusveiflur
í kennsluháttum og varðveitt hið gamla bekkjakerfi.
Þeir hafa viðhaldið aga og gert strangar kröfur til nem-
enda sinna og þannig búið þá vel undir nám og störf
í framtíðinni.
Þessari þjóð er mikilvægt að eiga slíkar menntastofn-
anir og hlúa vel að þeim, þótt nýjungarnar þurfi að
sjálfsögðu einnig sitt rúm. Meirihluti framhaldsskóla í
landinu er nú rekinn með öðru og nýrra sniði en MA
og MR, þótt nýrri skólarnir hafi reyndar enn ekki sýnt
fram á betri árangur en hinir grónu menntaskólar.
Um leið og Menntaskólanum á Akureyri er óskað til
hamingju með hið nýja skólahús, er ástæða til að minna
á brýna þörf fyrir sambærilegar úrbætur í húsnæðismál-
um Menntaskólans í Reykjavík. Löngu er kominn tími
til að húsnæðisvandi skólans verði leystur til frambúðar
með myndarlegum hætti.
Fjöldafundur sljórnarandstæðinga 1 Jerevan vegna umdeildra forsetakosninga
Reuter
STUÐNINGSMENN Manukyans ganga um stræti Jerevan. Ter-Petrosyan forseti hefur skipað hersveitum að standa vörð um helstu stj órnarbyggingar.
rm ’Æ f i
«. M ''Æ 'Æ?
Pt'Hfi / ||||||||| !
wpfofrjpj fiBF v
Cyv
wiil
£ l
Mikil reiði en flestir
sýndu stillingu
Mikil ólga er í Armeníu vegna úrslita
forsetakosninga um síðustu helgi. Levon Ter-
Petrosyan hefur lýst yfir sigri en andstæðing-
ur hans, Vazgen Manukyan, sakar forsetann
um víðtækt kosningasvindl. Illugi Jökulsson
fylgdist með fjölmennum útifundi stuðnings-
manna Manukyans í höfuðborginni Jerevan
en honum lyktaði með því að hleypt var af
skotum við forsetahöllina.
LOFT var lævi blandið á fundi
stuðningsmanna Vazgens
Manukyans, forsetafram-
bjóðanda í Armeníu, sem
haldinn var á Óperutorginu í höfuð-
borginni Jerevan. Allt að hundrað
þúsund manns sóttu fundinn og var
mörgum heitt í hamsi í kjölfar kosn-
inganna um helgina. Sögðust margir
líta á kosninganiðurstöðumar sem
valdaránstilraun af hendi fallins for-
seta, Levons Ter-Petrosyans.
Og vissulega var stuðningsmönnum
Manukyans mikið niðri fyrir. Það sem
einkenndi fundinn var þó fyrst og
fremst stilling og yfirvegun. Vazgen
Manukyan, sem ávarpaði fundinn,
hvatti stuðningsmenn sína til að gef-
ast ekki upp fyrr en Ter-Petrosyan
hefði verið komið frá völdum en lagði
þó um leið ríkt á við fólk að grípa
hvorki til ofbeldis né annarra ólýðræð-
islegra aðferða.
Fyrrum samherjar
Þeir Levon Ter-Petrosyan og Vazg-
en Manukyan eru gamiir samheijar í
baráttunni gegn yfirráðum Sovétríkj-
anna í Armeníu og eru á svipuðum
aldri, eða rúmlega fimmtugir. Þeir
sátu báðir í Karabakh-nefndinni, sem
Armenar komu á fót til að gæta hags-
muna landa sinna sem búa í héraðinu
Nagorno-Karabakh, sem telst til ná-
grannaríkisins Azerbaidsjan. Eftir að
Armenar öðluðust sjálfstæði árið 1991
og Ter-Petrosyan varð forseti var
Vazgen Manukyan um tíma forsætis-
ráðherra hans. En hann lét af völdum
fyrir fáeinum árum og hefur síðan
verið í fararbroddi stjórnarandstöð-
unnar í landinu.
Ennfremur eiga þeir Manukyan og
Ter-Petrosyan það sameiginlegt að
vera fræðimenn. Ter-Petrosyan er
málvísindamaður og sérfræðingur í
fornum handritum en Manukyan
stærðfræðingur og háskólakennari.
Til fundarins var boðað vegna þess
að stuðningsmenn Manukyans telja
augljóst að Ter-Petrosyan og menn
hans hafi haft rangt við í forsetakosn-
ingunum síðastliðinn sunnudag. Taln-
ing hefur gengið seint og iila en í
fyrrakvöld tilkynnti sjónvarpið í
Armeníu að Ter-Petrosyan hefði sigr-
að með 58% atkvæða. Nokkru seinna
var sú tala komin niður í 52%. Stuðn-
ingsmenn Manukyans halda því fram
að tölur þær sem sjónvarpið birti séu
falsaðar.
Vill hægari umbætur
Það fyrsta sem vakti eftirtekt á
fundinum var að hann virtist sækja
annað fólk en það unga, fallega og
vel klædda fólk sem mest ber. á í
miðbænum, þar sem hótel íslenska
liðsins á Ólympíuskákmótinu er stað-
sett. Vissulega var slíkt fólk þarna
innan um en yfirgnæfandi meirihluti
var miðaldra og greinilega af iægri
stigum þjóðfélagsins. Þetta fólk hafði
marga fjöruna sopið á Sovéttímanum
en hafði nú hiotið sín réttindi og ætl-
aði ekki að láta þau svo léttilega af
hendi. Manukyan hefur haldið því
fram að of hratt hafi verið farið í
efnahagslegar umbætur og að margir
standi uppi slyppir og snauðir af þeim
sökum. Eitt kosningaloforða hans var
að hækka laun og eftirlaun verulega.
Ter-Petrosyan hefur á móti haldið því
fram að veikburða efnahagur landsins
bæri ekki slíkar hækkanir og mikil-
vægasta verkefnið væri að efla stöð-
ugleikann í landinu.
Það virtist hins vegar ekki vera
vonin um hærri laun er dró fólk á
Óperutorgið heldur reiði yfir misrétti,
sem það taldi sig vera beitt af stjórn-
völdum. Fjölmargir fundarmenn gáfu
sig á tal við okkur íslendingana á
fundinum og leitaðist við að útskýra
málin fyrir okkur. Talað var um að
kosningabaráttan hefði verið óheiðar-
leg af hálfu Ter-Petrosyans og félaga
og sums staðar hefði borið á ofbeldi
þótt það hefði að vísu hvorki verið
umfangsmikið né alvarlegt.
Segja framkvæmd kosninga
í handaskolum
Þá hefði aðgangur Manukyans að
fjölmiðlum verið takmarkaður og Ter-
Petrosyan beitt ríkisvaldinu sér til
framdráttar. Umfram allt hefði þó
framkvæmd kosninga farið í handa-
skolum. Sums staðar hefðu stuðnings-
menn Ter-Petrosyans bætt kjörseðl-
um í kjörkassana og engin leið hefði
verið að koma í veg fyrir það. Nokkr-
um fulltrúum Manukyans í kjörnefnd-
um hefði verið ógnað og sumir jafn-
vel barðír.
„Ter-Pet.rosyan verður að fara frá,“
sagði ungur maður, sem ég ræddi við
á Operutorginu. „Þetta mál snýst ekki
um laun eða eftirlaun heldur um sjálfa
framtíð þjóðarinnar. Við erum ungt
ríki, þótt við stöndum á gömlum
grunni, og við höfum ekki efni á að
hefja feril okkar sem lýðræðisríki með
óþokkabrögðum af þessu tagi. Ef
þetta verður látið Iíðast þá er aldrei
að vita hvað gerist næst þegar Ter-
Petrosyan telur sér ógnað. Þar að
auki hefur hann verið vondur forseti.
Hann segir sífellt að stöðugleikinn sé
fyrir öllu og að við verðum að gæta
að stefna ekki sjálfstæðinu frá 1991
í hættu. Landið er hins vegar nú þeg-
ar að staðna, margir búa við sult og
seyru en Ter-Petrosyan er aftur á
móti í nánum tengslum við glæpasam-
tök.“
Þessi maður var í hópi hinna her-
skáustu á Óperutorginu og þegar við
spurðum hann hvað bæri að gera
kreppti hann einfaldlega hnefann og
brosti. Aðrir voru friðsamari þótt al-
varan leyndi sér ekki í fasi þeirra og
svip.
Vill endurtalningu
eða nýjar kosningar
Vazgen Manukyan sjálfur mætti á
torgið, undir dynjandi ættjarðarlögum
úr hátölurum. Hann er lágvaxinn
maður, sköllóttur og ber það nánast
utan á sér að vera háskólamaður.
Hann hélt alllanga ræðu og rakti hvað
væri athugavert við kosningaúrslitin
eins og þau hefðu verið kynnt. Nefndi
hann meðal annars að í einni kjör-
deild hefði Ter-Petrosyan fengið 200
atkvæði, sem hlyti að teljast einkenni-
legt í ljósi þess að ekki ættu nema
um það bil hundrað manns rétt á að
greiða atkvæði í kjördeildinni.
Manukyan lýsti því yfir að hann
hefði óskað eftir fundi með Ter-Petr-
osyan síðar að deginum, þar sem hann
ætlaði að krefjast þess að forsetinn
segði af sér og hann sjálfur tæki við,
enda hefði hann hlotið fleiri atkvæði
en Ter-Petrosyan. Að vísu var
Manukyan svo hógvær að hann full-
yrti varla berum orðum að hann hefði
unnið kosningarnar, heldur heimtaði
einungis að talning atkvæða færi fram
á heiðarlegum grunni. Að öðrum kosti
yrði Ter-Petrosyan að boða til nýrra
kosninga, svo fljótt sem verða mætti,
og þá undir auknu alþjóðlegu eftirliti.
„Ef Ter-Petrosyan sigrar í þeim
kosningum þá munum við sætta okk-
ur við það,“ sagði Manukyan. „En við
getum ekki sætt okkur við þetta,
þessa valdníðslu og ofbeldi af hálfu
Ter-Petrosyans. Lýðræðið skal fá að
sigra í Armeníu."
Fundargestir fögnuðu Manukyan
vel og lengi eftir þessa ræðu og tóku
margir aðrir til máls að því búnu og
veltu fyrir sér ýmsum kostum í stöð-
unni. Meðal annars flutti ræðu kona,
sem á bróður er handtekinn var í
fyrradag eftir fyrstu mótmæla-
gönguna, sem farin var í Jerevan eft-
ir að Ter-Petrosyan lýsti yfir sigri.
Alls munu tólf hafa verið handteknir
og fékk þessi tiltekni maður hjarta-
áfall í vörslu lögreglunnar. Það jók
reiði fólks vegna þessa atburðar að
maðurinn er stríðshetja úr bardögum
Armena og Azera um héraðið Nag-
orno-Karabakh og vildu sumir nú
storma til forsetahallarinnar og beija
á Ter-Petrosyan. Stillingin náði hins
vegar yfirhöndinni á ný og kom í stað-
inn upp sú hugmynd að fólkið hefði
varðstöðu á Óperutorginu, þar til Ter-
Petrosyan léti undan og heiðarleg
talning atkvæða færi fram.
Nokkrir lögreglumenn voru á vappi
á fundinum en sá eini sem amaðist
við því að fólkið talaði við okkur ís-
lendingana var ungur maður í silki-
jakkafötum með demantshring á
hveijum fingri. Sagði hann málefni
Armena ekki koma útlendingum við.
Skothríð við forsetahöllina
Mótmælagangan frá fundinu fylgdi
Manukian að forsetahöllinni þar sem
hann hugðist reyna að ná fundi Ter-
Petrosyans. Síðla kvölds var hleypt
af skotum við forsetahöllina og til-
kynnti innanríkisráðherra landsins í
sjónvarpsávarpi að lögregla hefði gert
það til að dreifa mannfjöldanum sem
hefði látið ófriðlega. Enginn hefði lát-
ið lífið en fólk var hvatt til að halda
kyrru fyrir heima.
Atburðurinn virðist þó ekki talinn
alvarlegur hér því allt gengur sinn
vanagang eftir sem áður. íslensku
skákmennirnir sem búnir voru að tefla
snemma í gær heyrðu skothríðina þar
sem þeir voru staddir á veitingahúsi
en héldu að um flugelda væri að ræða.
RIÐUVEIKI í SAUÐFÉ
Verndandi erfðaeinkenni
finnast ekki á Islandi
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
DR. STEFANÍA Þorgeirsdóttir frumulíffræðingur og dr. Ástríður Pálsdóttir sameindalíffræðingur.
Nýjar rannsóknir á ís-
lensku sauðfé hafa leitt
í ijós að í stofninn vantar
verndandi erfðaeinkenni
gegn riðuveiki sem
finnast í erlendu sauðfé.
Áhættuþáttur í erfðaefni
stofnsins hefur aftur á
móti fundist en skiptar
skoðanir eru um hvort
rækta eigi hann úr fénu.
VIÐ rannsóknir á erfðafræði-
legum skýringum riðu í
sauðfé erlendis hafa fund-
ist erfðaeinkenni í svo-
nefndu príongeni sem teljast vemd-
andi. Sauðfé með þetta einkenni í
erfðaefni er mun ólíklegra til að fá
riðu en annað fé. Rannsóknir sem
dr. Ástríður Pálsdóttir sameindalíf-
fræðingur og dr. Stefanía Þorgeirs-
dóttir frumulíffræðingur hafa stund-
að síðustu fimmtán mánuði á Til-
raunastöðinni í meinafræði á Keldum
benda til þess að verndandi einkenn-
ið finnist ekki í íslensku sauðfé.
Þessi niðurstaða gæti tafið fyrir
því að að leið finnist til að rækta
riðuna úr stofninum. Þær Ástríður
og Stefanía útiloka þó ekki að annað
verndandi einkenni finnist síðar í ís-
lenskum kindum, en á öðrum stað í
sama geni.
Ein arfgerð príongensins sem
fundist hefur í sauðfé erlendis er
sterkur áhættuþáttur fyrir riðusmit.
Rannsóknir Ástríðar og Stefaníu
sýna að hún finnst einnig í íslensku
fé. Sauðfé með þessa arfgerð er mun
líklegra til að fá riðu en annað.
Ástríður og Stefanía telja að hægt
sé að draga úr líkum á riðu með því
fjarlæga fé, sem er með áhættuþátt-
inn, úr stofninum. Þær hafa þegar
leitað að áhættuþættinum í um hund-
rað kynbótahrútum hér á iandi. Hann
fannst í um 20% þeirra.
Ónæmi eða síðbúin einkenni
Jón Viðar Jónmundsson, ráðunaut-
ur hjá Bændasamtökunum, telur ekki
fullljóst að besta leiðin í baráttunni
við riðuna sé að útrýma fé með
áhættuþáttinn. „Það eru deildar
meiningar um það hvort fé með önn-
ur erfðaeinkenni sýkist síður af rið-
unni eða hvort einkennin séu einfald-
lega lengur að koma í ljós. Ef hið
síðara reynist rétt ber það fé smitið
lengur. Markmiðið hér á landi hefur
verið að útrýma riðunni algerlega.
Það má velta þvi fyrir fyrir sér hvort
þá sé ekki jafngott að hafa fé sem
er fljótt að sýna einkenni. Þá vitum
við fyrr en ella af því ef ekki hefur
tekist að útrýma riðunni á ákveðnu
svæði.“
Jón Viðar segir rannsóknir á erfða-
efninu mjög gagnlegar og gott að
upplýsingar um erfðaeinkennin fylgi
kynbótahrútum. Hann telur þó rétt
að bændur ráði því sjálfir hvort þeir
nota hrúta með áhættuþáttinn til
kynbóta meðan ekki liggja fyrir ein-
dregnari niðurstöður.
Enginn marktækur munur á
aldri við fyrstu einkenni
Ástríður segir það rétt, að enn sé
ósannað hvort fé með áhættuþáttinn
smitist síður eða hvort það sé lengur
að sýna einkenni. „Til þess að fá
fullvissu um þetta þyrfti að gera
sýkingartilraun, þ.e.a.s. að smita
sauðfé með mismunandi erfðaein-
kenni og kanna hversu lengi einkenn-
in væru að koma í ljós. Sú tilraun
yrði umfangsmikil og tæki 7-10 ár.
Bráðabirgðaniðurstöður úr mínum
rannsóknum benda þó til þess að
enginn marktækur munur sé á því á
hvaða aldri einkenni riðu koma í ljós
á sauðfé með áhættuarfgerð og öðru
fé sem smitast.“
Áhættuþátturinn er fundinn með
greiningu á blóðsýni. Rannsóknir á
hveiju sýni taka tvær vikur, en hægt
er að vinna með þó nokkur sýni í
einu. Verið er að þróa aðferðirnar
og gera þær hraðvirkari en Ástríður
segir það margra ára verkefni að
útrýma áhættuþættinum úr íslensku
fé. „Það er í sjálfu sér framkvæman-
legt og ekki dýrt miðað við það fé
sem fer í riðuvarnir, til dæmis í girð-
ingar milli landshluta,_ og í bæti#t
vegna niðurskurðar. Ágæt byijun
væri að rannsaka það fé sem er flutt
inn á svæði sem hafa verið hreinsuð
eftir riðutilfelli.“
Ástríður segir að ekki sé öruggt
að komist verði fyrir riðuna þótt
stærsti áhættuþátturinn verði fjar-
lægður. „Það er líka til riðusýkt fé
með aðra arfgerð. Við vitum ekki
af hveiju sumt af því fé er í riðuhópn-
um en annað ekki.“
Ástríður og Stefanía eru þó bjart-
sýnar á að einhvem tíma takist að
útrýma riðunni hér á landi, með hjálp
rannsókna þeirra og annarra og þeim
aðferðum sem hingað til hefur verið
beitt gegn sjúkdómnum. Rannsóknir
þessar eru eitt þeirra þriggja sviðot.
sem megináhersla er lögð á í framtíð-
arstefnu Tilraunastöðvarinnar að
Keldum, sem kynnt var í gær.
Framtíðarstefna Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði kynnt
, Morgunblaðið/Ásdís
DR. ÓLAFUR S. Andrésson lífefnafræðingur, dr. Guðmundur
Georgsson forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar og dr. Eggert
Gunnarsson dýralæknir.
*
Onæmiskerfi þorska
meðal rannsóknarefna
TILRAUNASTÖÐ Háskólans í
meinafræði að Keldum kynnti í
gær stefnu sína í rannsóknum til
næstu ára. Tilraunastöðin mun
leggja áherslu á rannsóknir á
þremur sviðum. Hið fyrsta eru
rannsóknir á hæggengum smit-
sjúkdómum, svonefndum príon-
sjúkdómum, einkum riðu. Annað
svið eru rannsóknir á ónæmis-
og sjúkdómafræði sjávarfiska og
hið þriðja beiting erfðatækni við
þróun og framleiðslu bóluefnis
og vinnslu verðmætra lífvirkra
efna úr náttúrunni.
Meðal þess sem nú er unnið á
þessum sviðum er rannsókn á
áhrifum hitastigs sjávar á ónæm-
iskerfi þorska. Mengun getur
valdið sveiflum í hitastigi sjávar
og vitað er að breytingar á um-
hverfi geta haft mikil og slæm
áhrif á ónæmiskerfi ýmissa fisk-
tegunda. Ónæmiskerfi þorsks er
að ýmsu leyti óvenjulegt og lítið
er vitað um hvaða áhrif un-
hverfisbreytingar hafa á það. í
rannsókninni er kannaður hæfi-
leiki þorsks til að mynda sérvirkt
ónæmissvar og vörn gegn sýk-
iogu við mismunandi hitastig.
Á sviði erfðatækni er unnið að
þróun og framleiðslu bóluefna
gegn sauðfjársjúkdómum. Þessar
rannsóknir hafa verið umfangs-
miklar í starfsemi Tilraunastöðv
arinnar frá upphafi. Nú er von-
ast til að endurbæta fram-
leiðsluaðferðir, meðal annars
með hjálp erfðatækni. Með fram-
leiðslu á hagkvæmara og betur
skilgreindum bóluefnum er með-
al annars horft til þess að geta
markaðssett þau erlendis.
Nefnd skipuð dr. Guðmundi
Georgssyni forstöðumanni, dr.
Ólafi S. Andréssyni lífefnafræð-
ingi og dr. Eggert Gunnarssyni
dýralækni hefur undanfarið ár
unnið að úttekt á rannsóknar-
starfi stofnunarinnar síðastliðin
5-6 ár og mótað stefnuna til fram-
tíðar með hliðsjón af niður-
stöðunum.
Þörf á að fjölga starfsfólki
Sljórn stofnunarinnar telur
æskilegt að sérfræðingum og
öðru föstu starfsfólki stofnunar-
innar verði fjölgað, enda sé hún
að of miklu leyti rekin með fólki
sem er á tímabundnum styrkjum.
Stjórnin telur að fjölga þurfi sér-
fræðingum á sviði sameinda-
erfðafræði um þrjá, sérfræðing-
um í líffærameinafræði um einn
og sérhæfðu aðstoðarfólki um
þrjá.